Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Bullandi óánægja með flugútboð Ríkiskaupa: Handónýtt mála- myndaútboð - hannað til að þjóna ákveðnum aðila, segja minni flugrekstraraðilar Pétur Pétursson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, kynnti væntan- legum tilboðsgjöfum á fundi í gær útboð vegna reksturs áætlunar- og sjúkraflugs á íslandi. Mikiil hiti var í fundarmönnum og bullandi óánægja minni flugrekstraraðila með þetta útboð. „Bullshit", handónýtt mála- myndaútboð og kolrangar forsend- ur voru orð sem notuð voru á fundinum. Bent Pétur Pétursson verkefnastjóri hjá Ríkiskaup- um. var m.a. a óraunhæfa kröfu um GPS-tæki og einnig kröfu um tvo flugmenn í sjúkraflugi. Beindu fundar- menn þeirri spurningu til Péturs Péturs- sonar, fulltrúa Ríkiskaupa, og Einars Arnar Héðinssonar, fulltrúa Flug- málastjórnar, hvort með útboðinu væri verið að setja nýjar flug- rekstrarreglur í landinu. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, var hvassyrtur í garð útboðsins. „Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta útboð. Þá hefur útboðinu verið breytt í veigamiklum atrið- um á síðustu dögum. Ég sé ekki að minni rekstraraðilar á íslandi eigi nokkra aðkomu að þessu útboði, það er vonlaust fyrir þá að gera til- boð.“ Leifur vildi ekkert segja um það hvort útboðið væri sniðið að þörfum Flugfélags íslands. Hann benti hins vegar á að menn gætu lesið i gegnum útboðsgögnin og séð hvað þar væri á ferðinni. Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Jórvík- ur, var sama sinnis. „Þessu er greinilega stillt upp fyrir ákveðinn aðila, það vantar bara einkennis- stafma á vélunum inn i útboðið. Þetta er hannað þannig að það er mjög erfitt fyrir aðra að bjóða í þetta. Menn skipta ekki um flugvélaflota á tveim mánuð- um, þjálfa starfs- menn og hvað þá að finna þá. Krafan um 1.500 flugtíma er mjög há fyrir þessi minni félög. Krafan um tvo flugmenn hefur hins vegar ekki verið í gildi í sjúkrafluginu samkvæmt reglum í landinu. Á minni vélunum er bara krafa um einn flugmann en síðan fer það eftir flugvélategundum. Þarna eru Ríkiskaup greinilega að setja nýjar reglur fyrir íslensk flugmálayfirvöld. Þá er krafa um GPS-tæki um borð í vélunum sem er alveg út í hött. Það er ekk- ert GPS-aðflug í gangi á landinu i dag. Þetta er því algjört mála- myndaútboð." Pétur Péturs- son hjá Ríkis- kaupum segist oft heyra þetta að útboð séu ætl- uð ákveðnum aðilum og það taki því ekki fyrir aðra að gera til- boð. „Það er ekkert við svona skoðunum að gera. Menn eru með kröfumar fyrir framan sig og vægi þáttanna í útboðinu sem ekki er oft gert. Þetta er því mjög niður- njörvað og gegnsætt. Kröfumar endurspegla þá þörf sem menn telja sig hafa.“ - Hvaðan kemur t.d. krafan um tvo flugmenn? „Þessi krafa hefur með öryggið Kynning á útboði Ríkiskaupa Það var nokkuö þéttskipaður bekkurinn í sal Ríkiskaupa en ekki voru allir ánægöir með hvernig útboösskilmálar voru settir upp að gera og þar eru menn að horfa á að oft er verið að fara í sjúkra- flug við mjög erfiðar aðstæður. Það var mat okkar í samráði við umsagnaraðila að þetta yrði að vera í útboðinu," sagði Pétur Pét- ursson. -HK Kársnesbrautin íbúar á varöbergi og mörgum órótt. Gluggagægir í Kópavogi - kíkti á konu í sturtu á Kársnes- braut Gluggagægir leikur lausum hala í Kópavogi og hræddi nær því líftór- una úr ungri konu sem fór í sturtu heima hjá sér á Kársnesbrautinni um hálfellefuleytið í fyrrakvöld: „Konan mín fékk nær því tauga- áfall," sagði eiginmaður konunnar sem hefur tilkynnt lögreglunni í Kópavogi um atburðinn. „Hún var að koma úr sturtu og var að þurrka sér þegar hún sá karlmannshönd sem hélt baðherbergisgardínunum frá. Andlitið sá hún hins vegar aldrei." Ungu hjónin á Kársnesbrautinni búa á jarðhæð og þeim er ekki rótt eftir atburðinn, sérstaklega ekki konunni sem enn skelfur við til- hugsunina um gluggagæginn: „Mér finnst ástæða til að vara Kópavogsbúa við þessum manni sem í skjóli myrkurs liggur á bað- herbergisgluggum fólks sem telur sig óhult innan fjögurra veggja heimilisins," sagði eiginmaðurinn sem ætlar að herða gormana á bað- herbergisgardínunum og hafa sér- staka gát á mannaferðum við hús sitt næstu dagana. -EIR Læknaskortur í Eyjum Skortur er á læknum á heilsu- gæslustöðinni i Vestmannaeyjum um þessar mundir og jafnvel dæmi um að fólk bíði í meira en viku eft- ir tíma hjá lækni. Að sögn Gunnars K. Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðvarinnar, eiga að vera fjórir læknar starfandi þar hverju sinni, en erfltt hefur reynst að manna stöðurnar. Lækn- amir hafa verið þrír síðan í vor og aðeins tveir nú þar sem einn er í leyfi. -MT Veðrið i kvold Léttskýjað suðvestanlands Norðan og norðaustan 8 til 13 m/s. Súld eöa rigning um landið noröan- og austanvert en léttskýjað suðvestanlands. H : Veðrið a niorgun Sólarlag í kvöld 19.07 18.54 Sólarupprás á morgun 07.31 07.16 Síðdegisflóö 18.47 23.20 Árdegisflóð á morgun 07.10 11.43 Skýrlngar á veðurtákiuun ^VINDATT 10°— HITl -io° XVINDSTYRKUR Vcdact i rootrum á sekúndu 'VÞKUSI HÐOSKÍRT c> O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA ÉUAGANGUR RRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Ágætisfærð Greiðfært er um alla helstu þjóövegi landsins. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum ogjeppum. Minnkandi norðanátt Minnkandi norðanátt á morgun. Dálitil rtgning noröaustanlands og skúrir við suöausturströndina en skýjað meö köflum suðvestan- og vestanlands. Hiti 5 til 13 stig aö deginum, mildast sunnanlands. ummmu SiiitmuUi£ui Vindur: V Ov 5-10 \J Hiti 5° tii 10” Vindur: J 'x-v 5-10,„/»J X f Hiti 3° til 8° Suðvestanátt og skúrir Suölægátt, 5 tll 10 m/s. vestant il á landlnu en Rignlng eða skúrir en að snýst í nor&læga átt meö mestu þurrt austanlands. rigningu austanlands. Hlti Hlti 5 tll 10 stlg. 3 tll 8 stlg. ftl.imul.ii-'iii Víndur. 40 5-8 m/r* Hiti 3° tii 8° Norðaustlæg e&a breytlleg átt og víba rlgnlng. AKUREYRI rigning 8 BERGSTAÐIR skýjaö 8 B0LUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 10 KEFLAVÍK léttskýjaö 9 RAUFARHÖFN rigning 8 REYKJAVÍK léttskýjaö 5 STÓRHÖFÐI skýjaö 9 BERGEN rigning 15 HELSINKI léttskýjaö 8 KAUPMANNAHÖFN þoka 13 ÓSLÓ þokumóöa 12 ST0KKHÓLMUR rigning 12 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 13 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM rigning 14 BARCEL0NA léttskýjaö 16 BERLÍN þokumóöa 14 CHICAGO léttskýjaö 11 DUBLIN skúrir 9 HAUFAX heiösklrt 8 FRANKFURT rigning 15 HAMB0RG þokumóöa 14 JAN MAYEN rigning 7 LONDON skýjaö 14 LÚXEMB0RG rigning 14 MALLORCA léttskýjaö 18 M0NTREAL alskýjaö 4 NARSSARSSUAQ léttskýiaö 1 NEWY0RK heiöskírt 16 0RLAND0 heiöskírt 24 PARÍS rigning 15 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON heiöskírt 8 WINNIPEG heiöskírt 4 mmmsmmæmmmomm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.