Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Óeirðir í Seattle og Prag Alþjóðavæðing og þjónusta við gráðug fjölþjóðafyrir- tæki er ekki alvarlegasta vandamál stofnana á borð við Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Heimsvið- skiptastofnunina, sem sæta núna óeirðum, hvar sem þær halda fundi sína, fyrst í Seattle og síðast í Prag. Vandinn felst fyrst og fremst í þeim misskilningi, að þriðja heiminum beri að endurgreiða slikum stofnunum einhverjar fjárhæðir, sem þær hafa lánað valdhöfum í þriðja heiminum, í fullri vissu þess, að þeir og skjólstæð- ingar þeirra stælu meira eða minna af lánunum. Minnisstætt skólabókardæmi um ruglið í lánveitingum er fjárausturinn til Rússlands. Þeim peningum var nánast öllum stungið undan í skjóli Jeltsíns, sem þá var forseti landsins. Þeim var sumpart sóað og sumpart voru þeir fluttir á einkareikninga í vestrænum bönkum. Þegar fénu var mokað í skjólstæðinga Jeltsíns, vissu ráðamenn þessara stofnana af fyrri reynslu um gervallan þriðja heiminn, að miklu af þvi yrði stolið, þótt sjálft um- fang glæpsins í Rússlandi hafi komið þeim á óvart. Þeir geta ekki vikizt undan samábyrgð á glæpnum Ef James Wolfensohn í Alþjóðabankanum og Horst Köhler í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lána glæpamönnum, sem víðast hvar ráða ríkjum í þriðja heiminum, vita bankastjórarnir, að mikið af fénu fer á einkareikninga, en ekki til þeirra þarfa, sem höfð eru að yfirvarpi. Þeir geta ekki ætlazt til, að eymdarþjóðir þriðja heims- ins, sem ekki hafa hagnazt neitt á þessum lánum, endur- greiði fj ármálastofnunum neitt af því fé, sem þannig hef- ur verið ráðstafað. Þeir geta ekki heldur neitað vitneskju um ástand, sem þekkt hefur verið áratugum saman. Þess vegna er óþarfi að fjölyrða mikið um, hvort Wolf- ensohn og Köhler séu orðnir svo meyrir út af óeirðum i Seattle og Prag, að þeir vilji sem óðast gefa eftir mikið af skuldum þriðja heimsins. Til þessara skulda var stofnað á siðlausan hátt og þær ber allar að afskrifa. Auðvitað eiga Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn ekki að lána, án þess að tryggt sé, að allir pening- arnir skili sér í tilskilin verkefni. Sú trygging fæst ekki, nema stjórnarfar í viðkomandi landi fylgi vestrænum reglum um gegnsæi, réttaröryggi og valddreifingu. Ofan á bjánaleg útlán hafa slíkar stofnanir gerzt sekar um afturhaldssamar kröfur til þriðja heimsins í efnahags- og fjármálum. Þessar kröfur eru framleiddar af „annars flokks hagfræðingum“, samkvæmt orðum Josephs Stiglitz, sem lengi var aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Stiglitz hefur til gamans bent á, að efnahagsleg og pen- ingaleg velgengni Bandaríkjanna á síðasta áratug stafaði af, að í hvívetna gerðu stjómvöld nákvæmlega það, sem hagfræðingar Alþjóðabankans sögðu þeim að gera ekki, allt frá skattalækkunum yfir í aukin ríkisútgjöld. Hitt er svo minna mál, hvort fjölþjóðafyrirtæki hafi makað krókinn óhæfilega mikið í skjóli þeirra stofnana, sem predikað hafa svokallaða alþjóðavæðingu í markaðs- málum. Það er ljóður á ráði þessara stofnana, en er ekki sjálfri hugmyndafræði alþjóðavæðingar að kenna. Siðferðilegt hrun Heimsviðskiptastofnunar, Alþjóða- banka og Alþjóðagjaldeyrissjóðs stafar ekki af, að opinn heimsmarkaður sé röng stefna, heldur af siðferðilega rangri útlánastefnu og óviðurkvæmilegum stuðningi for- stjóranna við stórglæpamenn í þriðja heiminum. Ofangreindar alþjóðastofnanir eiga því fyllilega skilið þær óeirðir, sem þær hafa sætt, allt frá Seattle til Prag, og munu væntanlega um síðir læra af mistökum sínum. Jónas Kristjánsson DV Ofbeldi er pólitískt „Það er eins og það sé of viðkvœmt mál að nokkuð sem teng- ist kynferði geti verið pólitískt mál. Það virðist ekki skiljast, þó að til hafi verið kvennaflokkur hér lengi. “ Nýlega var hér á landi sænski verðlaunarithöfund- urinn Kerstin Ekman sem fyrst skrifaði sögur af því tagi sem nú kallast stundum „tryllar“ en fór síðan að skrifa sálfræðilegar spennu- sögur með grafalvarlegum undirtón sem bera eins og sögur P.D. James og Ruth Rendell ýmis einkenni af- þreyingarbókmennta en eru þó annað og meira. Nú er enn ein konan, Minette Walters, orðin fræg í Evrópu fyrir svipaðar sögur þar sem ofbeldið er tek- ið til alvarlegrar skoðunar. Ópólitískt í eðli sínu Það hlýtur að vekja athygli hversu margar konur hafa hlotið skáldfrægð fyrir að skrifa sögur um hro.ttaskap og grimmd. í fyrstu virðist sem hér sé um að ræða arftaka Agöthu Christie, Dorothy Sayers og fleiri kvenna sem réðu ríkjum í sakamálasagnaritun lengst af aldarinnar. Munurinn er að sögur Agöthu Christie snerust um gátu og lausn hennar en í sálfræðilegum spennusögum er ofbeldið sjálft til skoð- unar. í öllum vestrænum samfé- lögum er ofbeldi fyrst og fremst meðhöndlað af dóms- kerfinu. Litið er á það sem einkamál sem verður opin- bert mál en er í eðli sínu ópólitískt. Oft er ofbeldi hins vegar allt annað en það. í sögum Agöthu Christie eru glæpir persónulegir og beinast að einstaklingi; lykillinn að gát- unni liggur í einstaklingum. Fórnarlambið er myrt fyrir að vera það sjálft, þessi ein- staklingur. Slík mál eru fyrir réttar- kerflð eitt. Kynferði of víðkvæmt I sumum tilvikum verða fórnarlömb ofbeldisglæpa ekki endilega fyrir of- beldinu vegna þess hver þau eru held- ur vegna þess hvers kyns þau eru; kon- um er nauðgað fyrst og fremst vegna þess að þær eru konur. Það er hættu- legt í vestrænu samfélagi að vera kona. Og það hlýtur að vera pólitískt mál. Það er eigi að síður tregða að líta á ofbeldisglæpi gagnvart konum sem pólitíska en fæstum dettur annað í hug en að tengja það samfélagsástandinu þegar saklaust fólk er ofsótt fyrir það eitt að vera útlendingar eða af öðrum kynþætti. En það er eins og það sé of við- kvæmt mál að nokkuð sem tengist kyn- ferði geti verið pólitískt mál. Það virð- ist ekki skiljast þó að til hafl verið kvennaílokkur hér lengi. Karlar foröast málin pólitískt Á íslandi hafa jafnréttismál aldrei verið tekin- alvarlega. Oft er talað um Ármann Jakobsson íslenskufræöingur Loddari eða græðari? Margir sem starfa að andlegum mál- efnum virðast gera það á vafasömum forsendum. Einn þeirra gæti verið Paul Welsh, Navin, Holmes Hinkley Welch samkvæmt viðtali við DV ný- lega. En þetta eru nöfnin sem hann hefur notað hér á landi. Hann segist vera sálfræðingur og græðari og hafa 17 ára menntun hjá ýmsum meisturum í andlegum málum sem við íslendingar þekkjum ekkert til. Því miður finnst mér hann ekki trúverðugur. Sex tíma hugleiðsla ruglar Hann segir I viðtalinu að hann komi fram sem græðari/heilari en ekki sem sálfræðingur, sem þó sé hans mennt- un. Nafnið Navin segir hann að sé and- legt nafn sem einhver gúrú á Indlandi hafi gefið honum og nafnið Paul sem hann hefur líka notað segist hann hafa fengið eftir 6 klst. hugleiðslu. Ég spyr: hvaða heilvita maður fer í 6 tíma hugleiðslu? Ég þekki hugleiðslu ágætlega og tel að enginn geti verið með virka dómgreind í svo langri hug- leiðslu til að taka á móti skilaboðum. Þetta sýnir augljóslega öfgarnar sem mér sýnist þessi maður lifa í. Hug- leiðsla er góð bæði til að tæma hugann „Annaðhvort er þessi maður Jesús sjálfur endurborinn eða maður sem er ekki í miklum tengslum við sjálfan sig og veruleikann og glepur auðtrúa fólk með sér. “ - Paul Welsh, umdeildur grœðari. frá vandamálum dagsins, til að fá frið og til að komast nær sjálfum sér. En 6 klukku- stunda hugleiðsla hlýtur að gera hvem mann ruglaðan, hann hlýtur að hafa sofnað oft á verðinum og ímyndun-' araflið hlýtur að hafa verið virkt. Líka kemur fram í grein- inni að þrjár konur hafi lent inni á spítala eftir reynslu sína með þessum manni, sem er þremur konum of mikið. Fyrir utan þá sem hafa valið sér það að þegja vegna hræðslu við hann, sem sýnir hvað hann hefur mikið vald yfir fólki. Hann segir líka í viðtalinu að hann sé ekki fullkominn og geri sin mistök sem mér þykir vænt um að hann skuli geta viöurkennt. jesús endurborinn? Helga Oladóttir verslunarmaöur sína nema i gegnum aðra, sem þessi sami maður virðist ætla að gera að ævistarfi sínu, enda líka góð laun i boði. En hann segir líka i viðtal- inu að hann reyni að koma fram sem vinur og jafningi þeirra sem á námskeiðin koma. Samt borðar hann ekki með fólkinu og lætur það taka til í herberginu sinu. Hvers konar jafningi er ........ þetta? Hann segir einnig að hann geri eng- ar sjúkdómsgreiningar en láti fólk fylla út eyðublað þar sem spurt er hvort það hafi verið á lyfjum og hvort það hafi verið undir læknishöndum. Miðað við vinnuna sem hann lýsir, sem hefst kl. 9-10 á morgnana og stend- ur til kl. 2-3 á næturnar, er ég ekki hissa þótt einhver brotni saman. En af hverju segir fólk þá að hann þoli enga gagnrýni? Það kemur líka fram í DV að til sé fólk í þjóðfélagi okk- ar sem er hrætt við að láta nafn síns getið í tengslum við að upplýsa það sem það telur vafasamt við vinnu þessa manns. Það segir líka að hann trúi því að hann sé sá eini sem sé í tengslum við sitt æðra sjálf og þar af leiðandi geti hann náð sambandi við æðra sjálf annarra. Þetta segir ansi mikið. Annaðhvort er þessi maður Jesús sjálfur endurborinn eða maður sem er ekki 1 miklum tengslum við sjálfan sig og veruleikann og glepur auðtrúa fólk með sér. Það virðist vera til fólk sem þarf á svona „gúrúum“ að halda til að stjóma sínu lífi, eins og hefur sýnt sig hjá mörgum öfgahópum, hvort sem það er trúarlegt eða eitthvað annað. Það er sorglegt að geta ekki fundið lífsfyllingu Mikið ólært Maður þessi hlýtur með menntun sinni að sjá að við mannfólkið eram mjög misjafnlega gerð og með misjafna reynslu úr lífinu og það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðr- um. En ætli hann að setja alla undir sama hatt og ætla fólki að koma öllum sínum tilfinningum út á 11-13 klst, á dag, hvort sem það er helgamámskeið eða tíu daga námskeið, og að lækna það sem er kannski búið að hrjá þetta sama fólk allt lífið, þá á þessi maður mikið eftir ólært. Þetta er nokkuð sem ég get ekki þag- að yfir og bið fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það lætur glepja sig út í svona vafasama vinnu. Fólk skyldi hafa að leiðarljósi máltækið „góðir hlutir gerast hægt“. Helga Óladóttir Með og á móti Ríkið vill ekki fyrir dómstóla J „Að sjálfsögðu ber ríkisvaldinu að |jj greiða viðkomandi ■SPBp einstaklingum bið- laun. Við hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana fullyrðum, og það eru líka skýr skilaboð frá BSRB og BHM, að við fhitning starfa milli byggðarlaga þá er það sama og niðurlagning þeirra gagnvart starfsmanni sem fyrir þessu verð- ur. Hann getur ekki lengur sinnt starfinu nema ýmsar ytri aðstæð- ur gangi upp, og þá er ég að skír- skota til fjölskyldumála og þess háttar. Starfsmaðurinn flytur ekki bara sjálfan sig því hann verður að flytja alla sina fjölskyldu. Það eitt þýðir þvílíka breyt- Jens Andrésson formaöur Starfs- mannafélags rík- isstofnana. ingu á högum að ríkinu er ekki stætt á öðru en að borga starfs- manninum biðlaun. Það er svo merkilegt að aldrei hefur reynt á þetta fyrir dómstól- um, ríkið hefur aldrei viljað láta reyna á þetta fyrir dómi. Þegar Landmælingar fluttu upp á Akra- nes var ígildi biðlauna greitt til starfsmanna sem áttu rétt til þeirra. Ríkið hefur viðurkennt þetta í praxis og á því verður engin breyting. Okkar fólk hefur lent í þessum flutningavandamál- um, Landmælingar, Skógræktin og fleiri. Og klárlega á starfsfólk Byggðastofnunar fullan rétt á biðlaunum, á því er ekki nokkur minnsti vafi.“ Vandaðir opinberir álitsgjafar r„Rökin fyrir þvi að við munum ekki greiða bið- laun eru einföld. Þau byggjast á áliti þeirra að- ila hjá ríkinu sem við leitum álits hjá, þeim sem hafa mest að segja um svona mál, iðn- aðarráðuneyti og fjármála- ráðuneyti, auk ríkislög- manns. Þeir eru einhuga um að ekki sé um rétt til bið- launa að ræða í þessu tilviki. Þegar svona álitsgjafar eru einhuga í máli er ekki nema eðlilegt að farið sé eftir því. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaöur og stjörnarformaöur Byggöastofnunar. Ég efast ekki um að ráðu- neytin hafa skoðað öll þau rök sem fram voru færð og dæmt eftir því. Sjálfur er ég ekki lögfræðingur og get ekki annað en farið að ráðlegging- um þeirra. Ég fullyrði þó að það er ekki verið að leggja niður störf i Byggðastofnun, við höfum ekki lagt niður neitt starf. Aftur á móti höf- um við boðið starfsmönnum áframhaldandi störf á nýjum vinnustað." -JBP Ríkisvaldið viðurkennir ekki að um sé að ræða niðurlagningu starfa þegar verið er að ftytja Byggðastofnun frá Reykjavík til Sauðárkróks. A biðlaunaréttur til 12 starfsmanna rétt á sér eða ekki? þau sem „mjúk mál“ þó að i raun séu jafnréttismál iðulega mun ómýkri en bisnessleikirnir sem teljast vera „hörð mál“ á íslandi. Dómskerfið á engar leiðir til að taka á ofbeldi gegn konum nema samkvæmt sínum venjum, hvert mál fær sína meðferð. Þó að dómstól- arnir viðurkenni oft ekki að þeir stjórnist af félagslegu umhverfi hefur réttarstaða kvenna batnað mikið með breyttum anda í samfélaginu. En í hinu stóra samhengi er ofbeldi gegn konum pólitískt mál sem því miður er alltof sjaldan tekið alvarlega. Lítið hef- ur að minnsta kosti verið um að karl- ar í pólitík bryddi á því. Þar sem þjóðmálaumræðan bregst taka listamennirnir oft málin í sínar hendur. Það er ekki furða að flestir fremstu höfundar sálfræðilegra spennusagna eru konur þar sem konur eru stöðugt i hættu í vestrænu samfé- lagi. Þær eiga mun fremur en karlar á hættu að verða fyrir ofbeldi vegna þess eins að það eru konur. Fyrsta skrefið til að breyta því er að viðurkenna það að ofbeldi sé rammpólitískt og tengist iðulega kynferði. Ármann Jakobsson Ummæli Tekjutengingar og skerðingar mestar hér „Menn hafa verið að fuUyrða að tekju- tengingar bóta vegna eigin tekna eða maka væru léttvægar á ís- landi í samanburði við nágrannalönd. En það er rangt. Komið hafa fram upplýsingar bæði frá nor- rænu tölfræðinefndinni og norræna hagfræðihópnum og þar kemur fram að tekjutengingar eru mestar á íslandi og þar af leiðandi skerðingar mestar miðað við nágrannalönd." Ólafur Ólafsson, form. Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, i Degi 27. sept. RÚV skaðlegt einkaaðilum „Öryggis- og menn- ingarlegu rökin fyrir því að ríkið eigi að standa í rekstri fjölmðils tel ég haldlít- il. Öryggisþáttinn má leysa í samvinnu við einkaaðila sem þegar eru á markaðnum....Þar sem RÚV er beinlínis skaðlegt einkaaðilum og skattgreiðendum tel ég að einkavæða eigi Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpið." Sigurður KSri Kristjánsson, formaður SUS EMU-þátttaka er vandamál „Bæði Noregur og ísland eru með umtalsverða hlutdeild utanríkisvið- skipta við Norður-Ameríku og Bret- land er þeirra stærsti útflutnings- markaður. Þátttaka í EMU er því nokkuð vandamál fyrir þessi ríki svo lengi sem Bretland stendur fyrir utan..Það eru hins vegar að óbreyttu viss efnahagsleg vandamál varðandi aðild íslands og Noregs að evrusvæð- inu sem verður ekki auðveldlega litið fram hjá.“ Már Guðmundsson, aðalhagfr. Seðlabankans, í Mbl. 27. sept. Skoðanalausir Reykvíkingar „Nú hafa forráða- menn Reykjavíkur beð- ið valdstjómina í Kópa- vogi að vera svo væna að hlífa umhverfi El- liðavatns, og árinnar sem úr því rennur, við reisulegri og fjölmennri. blokkabyggð. Eigendur Kópavogslands svara skætingi einum og benda á með nokkrum rétti, aö Reykvíkingum farist ekki að tala um hreinleika nátt- úrannar, svo subbulega sem þeir hafa sjálfir leikið Elliðaárdalinn.Fátt verður um svör af hálfu Reykvíkinga, sem ávallt bregðast viö sem skoðana- lausir og þjónustuliprir aumingjar." Oddur Ólafsson blm. í Degi 27. sept. 27 ' Skoðun Bush er með litla reynslu... ... og notar fiölskyiau- nafnið sitt óspart. Afhverju cetti hann að vera forseti? .-.■ * Ruslpóstur eða fræðsla? Maður nokkur sem helst er kunnur fyrir að hafa einu sinni týnt skíðum lét taka mynd af sér á dögun- um með stafla af upplýs- ingaritum sem hann kall- aði ruslpóst. Hann var bú- inn að vigta þennan póst og helst var á honum að heyra að honum þætti hið versta mál að til hans skyldu vera bomar upplýs- ingar með þessum hætti. Svo er að heyra sem hann sé að vinna í því að póstur af þessu tagi verði bannaður. Gagnrýnislaus söngur Einhvem veginn komast sumir hlutir í tísku á einhvern óskiljanleg- an máta og étur þá hver eftir öðrum og heldur að hann sé að hugsa sjálf- stætt. Við getum nefnt dæmi: ein- hver fann upp á því að ákveða að bíl- ar og önnur verkfæri sem vegna ald- urs eða annarra aðstæðna eru ekki lengur í notkun væru þar með „drasl" og „mengun" og væri um að gera að koma þvílíku fyrir kattamef sem allra fyrst. Með þessu móti hafa ómetanleg menningarverðmæti farið í súginn að ósekju. Einhverjir aðrir hafa fundið upp á því að hafa allt á hornum sér gagn- vart köttum, segja þá óargadýr hin mestu sem slasi saklaus börn og drepi elsku vesalings fuglana sem annars skíta á þvottinn okkar og bíl- ana, róta upp beðunum og gera ýms- an annan óskunda sem óæskilegt virðist vera að fara á mis við. Enn má nefna að hver étur eftir öðrum að mesta loftmengun í landi voru stafi af einkabílum og svo keppast menn út í loftið við að lofsyngja brothætta reiðhjólahjálma sem einhverjar ger- semar. Þessi sami gagnrýnislausi söngur heyrist líka um upplýsinga- og fræðslupóstinn, sem með lítilsvirð- ingu er kallaður ruslpóstur. Svo er að skilja sem það sé allur póstur sem ekki er merktur tilteknum móttak- anda með nafni, ekki sendur sem vinarkveðja eða ekki hefur verið beðið um. Misjafnlega skemmtilegur póstur Vissulega er þessi póstur misjafn- lega skemmtilegur. Það á við um all- an póst. Ég gæti vel verið án ýmissa gluggaumslaga sem koma inn um bréfalúguna heima og em mun kröfuharðari en upplýsingapósturinn. Ég hef ekki lagt á mig að vigta gluggaumslög og aðrar rukkanir en staðhæfi að þess háttar sendingar skipta kílóum yfir árið, fyrir utan önnur og verri óþægindi. Hins vegar væri afar gott ef einhver vildi beita sér fyrir því að banna rukkanir og aðra innheimtu. Aftur á móti vil ég ekki missa af upplýsingapóstinum. Mér þykir gott að fá að vita hvenær Nóa- tún er með tilboðsverð á laxinum svo að hann er ódýrari en ýsan. Ég hef ekkert á móti því hvenær ég get keypt tvö brauð fyrir eitt í 11-11 eða Bónus er með svínakjötsveislu á gjafverði. Mér þykir gott að fá sjónvarpsdag- skrána fyrir næstu viku eða hálfan mánuð í litlu og hentugu formi svo ég þurfi ekki að leita uppi dagblað dagsins til að vita hvort eftir ein- hverju bitastæðu er að bíða í útvarpi eða sjónvarpi. Fremur hagnaöur en tap Mér finnst ágætt þegar kirkjan í sókninni minni sendir mér yfirlit yfir hvað þar er að gerast og hvað hún er að bjóða upp á. Ég tala nú ekki um þegar ég fæ glæsilegar, lit- •• prentaðar bækur eins og Ikea á til að senda manni fyrir ekkert eða ein- hver tískuverslunin lætur bera til mín úrval af glansandi myndum af fallegu fólki í finum fötum eða stund- um næstum engu. Sem minnir mig á bæklinga ferðaskrifstofanna og Flug- leiða, sem ævinlega gleðja augað og gefa stundum efni í góða dagdrauma. Það væri mikifl skaði ef gerð væri aðför að upplýsingapóstinum með þeim sorglegu afleiðingum að hann legðist af. Ég vil beina þeim eindregnu til- mælum til þeirra sem hafa látið telja sér trú um að hann sé engan veginn áhugaverður eða jafnvel af hinu vonda að taka hann nú upp með já- kvæðum huga, skoða hann vel og sjá hvað margar myndirnar eru fallegar, já og prentunin oft mjög góð. Ég er viss um að sá sem handfjatlar upp- lýsingapóstinn sinn af velvild hefur frekar hagnað af þvi en tap. En þetta prentverk á þaö sameig- inlegt með dagblöðunum að það úr- eldist. Þess vegna á ekki að geyma það nema skamma hríð. Þegar það hefur gert sitt gagn má það fara. Það er óskynsamlegt að geyma það þang- að til það fer að skipta kílóum. Sigurður Hreiðar „Það vœri mikill skaði ef gerð væri aðför að upplýs- ingapóstinum með þeim sorglegu afleiðingum að hann legðist af. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.