Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 7 DV Fréttir Sandkorn _ Umsjón: Reynir Traustason. netfang: sandkorn@ff.is Notiði mig Garðar Cortes, frumkvöðull og eld- : hugi, varð sextugur á sunnudaginn og var haldið upp á það með þriggja tíma tónlistarveislu j í íslensku óper- unni og síðan hefð- bundinni kokkteil- veislu á eftir. Þama var margt valinkunnt tón- listarfólk sem söng fyrir Garðar og hann söng fyrir það og allir sungu saman eins og ein stór fjölskylda, sem er reyndar frekar fátítt í tón- listarheiminum. Garðar er um margt óvenjulegur maður og lokaorð hans í afmælinu þóttu mörgum sérstök, en þá gekk hann fram á sviðsbrúnina, breiddi út faðminn og horfði beint í augu Ólafs Ragnars Grímssonar sem sat á fremsta bekk uppi og sagði: „Ég er bara sextugur. Ég á mikið eftir ógert enn. Herra forseti og ís- lenska þjóð, notiði mig.“ Þetta töldu margir vera eina frumlegustu styrkumsókn seinni tíma... Fagurt á fjöllum Þegar Friðrik Sophusson er ekki að hlaupa uppi þjófa með lögreglunni í Reykjavík er hann að sýna öllu starfsfólki Lands- virkjunar með skipulegum hætti allar dásemdir Austurlands sem Landsvirkjun mun síðan sökkva undir vatn. Allir starfsmenn LV hér í Reykjavík hafa farið síðustu tvær helgar í vel sóttar ferðir um Kárahnjúka, Snæfell og fleiri perl- ur. Veðrið um síðustu helgi var sérlega gott og munu hafa runnið tvær grímur á suma lykilstarfs- menn þegar þeir áttuðu sig á feg- urð og óravíddum þess svæðis sem kemur i þeirra hlut að sökkva. Gárungar í hópi starfsmanna sögðu að þetta væri eins og bjóða böðlin- um út að borða með fórnarlambinu svo þeir geti kynnst áður en aftak- an fer fram... Hildur Helga í Spegil Sjónvarpskonan i góðkunna, Hildur Helga Sigurðardótt- ir frá Vigur í Isa- fjarðardjúpi, sem um þriggja ára skeið tryggði Ríkissjón- varpinu metáhorf með þætti sínum, Þetta helst, verður ekki á skjánum í vetur þar sem þátturinn var af ókunnum ástæð- um sleginn af. íslenska þjóðin fer þó ekki alveg á mis við skemmti- legan frásagnarstíl hennar þar sem hún hefur nú verið ráðin til að halda vikulega pistla í Speglinum á Rás 2. Hildur Helga fór vel af stað í gær þar sem hún fjallaði um sígilt efni; samskipti karla og kvenna.... Grétar@Mar Varla er nokkur maður með mönn- um nema hafa yfir að ráða veglegri heimasíðu með alls kyns tengi- möguleikum. Einn þeirra sem nú hugar að tölvumálum sín- um er Grétar Mar Jónsson, for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands. Grétar Mar er sagð- ur vera kominn á fremsta hlunn með að kaupa heimasíður af Sig- urjóni M. Egilssyni og félögum hjá vefmiðlaranum mar.is. Það sem einkum heillar Grétar Mar er veffangið sem hann fengi en það yrði væntanlega Grétar@Mar.is... Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra til bjargar í sláturtíðinni: Undanþága fyrir kjöt- mjölsverksmiðju - var lokað í vor vegna óverjandi lyktarmengunar Borgarnes Daunilla kjötmjölsverksmiðjan í Borgarnesi hefur fengið undanþágu í sláturtíðinni. Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra hefur veitt Sláturfélagi Vestur- lands undanþágu til rekst- urs kjötmjölsverksmiðju AB-mjöls ehf. sem Heil- brigðiseftirlit Vesturlands lét loka í vor vegna óþol- andi dauns frá starfsem- inni. Að sögn Helga Helga- sonar, heilbrigðisfulltrúa Borgarbyggðar, hófst starfræksla kjötmjölsverksmiðjunnar að nýju nú á mánudaginn en undanþágan frá umhverfisráðherra gildir að- eins í sláturtíðinni, eða til október- loka. Helgi segir undanþáguna veitta með ákveðnum skilyrðum sem m.a. lúti að því að aðeins sé unnið óskemmt hráefni í verksmiðjunni en að lyktarmengun hafi verið að- alástæða þess að yfirvöld bundu enda á starfsemina á sínum tíma. Verksmiðjan er ekki með nauðsyn- legan búnað til lyktareyðingar. Sendu ráðuneyti bókanir Sláturfélagið hafði sótt leyfi til rekstursins til heil- brigðisyfirvalda í Borgar- byggð en þeim er óheimilt að veita bráðabirgðaleyfi fyrir slíkum rekstri og vís- uðu því umsókninni til um- hverfisráðuneytisins. „Ráðuneytið leitaði síðan umsagnar okkar og við sendum því meðal annars þær bók- anir sem gerðar hafa verið hér um kjötmjölsverksmiðjuna á undan- fornum árum. Það var því mælt gegn starfsleyfi fyrir þessu sem slíku en bent á að kvartanir vegna verkmiðjunnar hefðu aðallega verið bundnar við að mikla ólykt legði frá henni. Auk þess sem þar var unnið hráefni frá sláturhúsunum á staðn- um var unnið talsvert af utanað- komandi efni, meðal annars frá Sorpu, og það var oft mjög illa lykt- andi,“ segir Helgi. Helgi segir heilbrigðiseftirlitið þó f raun ekki hafa sett sig á móti tímabundnu undanþágunni. „Við töldum þetta í lagi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, meðal annars þeim að eingöngu yrði unnið nýtt hráefni og aðeins frá Sláturfélaginu. Ef kemur stopp í verksmiðjuna má ekki geyma hráefnið til næsta dags heldur verður að urða það strax á viðurkenndan hátt,“ segir Helgi Helgason. -GAR Hraðamæling Lögreglumenn verða að vera tveir ef sanna á hraðakstur. Hraðaksturssýknun: Lögreglan skoðar sinn gang - orð gegn orðum Hæstiréttur sýknaði á fimmtudag- inn þrítugan mann af ákæru um of hraðan akstur vegna ónógra sannana, en einungis einn lögreglumaður sá um að mæla hraða mannsins og stöðvaði hann. Ekki hafði maðurinn heldur staðfest með undirskrift sinni að hon- um hefði verið sýnd ratsjáin eftir hraðamælinguna. Samkvæmt skýrslu lögreglumanns- ins var hann stöðvaður í október á síð- asta ári á 124 km/klst. hraða á Hellis- heiðinni, þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 90 km/klst. Maðurinn sagðist hins vegar hafa verið á 95 tO 100 km/klst. hraða og að lögregluþjónninn hefði ekki sýnt honum hraðann í rat- sjánni. í Héraðsdómi Suðurlands fyrr á ár- inu var maðurinn fundinn sekur, en Hæstiréttur taldi sannanir ekki nægar fyrir sakfellingu og sýknaði manninn. Hæstiréttur ákvað einnig að allur sak- arkostnaður, þar með talin málsvam- arlaun skipaðs verjanda ákærða, greið- ist úr ríkissjóði. Þótt lögreglumaðurinn i umræddu máh hafi verið úr lögreglunni á Sel- fossi getur þetta mál sett alla þá lög- regluþjóna landsins sem stunda um- ferðarvörslu einir í bíl eða á mótor- hjóli í ankannlega stöðu. Ríkislögreglustjóri er yflrmaður lög- regluembættanna og sagði Hjálmar Björgvinson, aðalvarðstjóri umferðar- deildar ríkislögreglustjóraembættis- ins, að þetta mál verði skoðað innan veggja embættisins. Hann gat ekkert frekar tjáð sig um málið þar sem hann hafði ekki kannað það enn. -SMK NSF-10 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Djúpbassi Ný og skemmtilega hönnuð stæða frá Pioneer sem hverfur léttilega í landslagið heima hjá þér, festist hæglega á vegg og er kraftmikil prýði hvar sem er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.