Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 95 ára Þorleifur S. Kristjánsson, Gilsárstekk, Breiödalsvík. Þórunn Jónsdóttir, Húsatóftum 1, Selfossi. 85 ára Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir, Kárdalstungu, Blönduósi. Hún verður að heiman. 80 ára Grímur Jónsson, fyrrv. héraðslæknir, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Gerda M. Jónsson. Þau eru aö heiman. Halldóra Margrét Reimann, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ára Haukur Bjarnason, Markarvegi 10, Reykjavík. Hjörleifur Jónsson, Safamýri 23, Reykjavík. Hann verður að heiman. 70 ára Arnfinnur Ingvar Sigurðsson, Flétturima 38, Reykjavík. Eina Laufey Guðjónsdóttir, Miðleiti 1, Reykjavík. Guðmundur Helgi Ágústsson, Grýtubakka 14, Reykjavík. Guðrún Árnadóttir, Skeggjastöðum 1, Egilsstöðum. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Tjaldanesi 3, Garðabæ. Stefán Þórarinn Þorláksson, Ásabyggö 17, Akureyri. 60 ára Ester Þorsteinsdóttir, Suðurhólum 6, Reykjavík. Indriði Haukur Þorláksson, Nökkvavogi 60, Reykjavik. Magnús Kristjánsson, Hrafnakletti 1, Borgarnesi. Hann er að heiman. Ragnhildur Jónsdóttir, Klukkubergi 21, Hafnarfirði. Þórdís Haraldsdóttir, Skúlagötu 40b, Reykjavík. 50 ára Adda Hólmfríður Sigvaldadóttir, Bragagötu 25, Reykjavík. Bergljót S. Kristjánsdóttir, Vörðustíg 7, Hafnarfiröi. Elín Sigvaldadóttir, Ljósheimum 4, Reykjavík. Ingólfur Árni Jónsson, Heiðarholti 4g, Keflavík. Jens Sturla Jónsson, Mjallargötu 8, ísafirði. Sólveig Þórðardóttir, Baldursbrekku 8, Húsavik. 40 ára Ari Páll Kristinsson, Látraströnd 42, Seltjarnarnesi. Dröfn Snæland Pálsdóttir, Fjallalind 95, Kópavogi. Kristín Þórarinsdóttir, Grænugötu 8, Akureyri. Linda Brá Hafsteinsdóttir, Melgeröi 2, Kópavogi. Prapasiri Sareekhad, Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík. Sigrún Kristjánsdóttir Lyngmo, Holtaseli 28, Reykjavík. Sólveig Þórisdóttir, Keilugranda 2, Reykjavík. Þórhallur Gunnlaugsson, Vallargötu 2, Þingeyri. Örn Falkner, Vesturholti 16, Hafnarfirði. Andlát Gunnar Bachmann Sigurðsson, Lækjarsmára 6, Kópavogi, lést fimmtud. 14.9. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helgi Guðlaugsson, Hamrahlíð 17, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánud. 25.9. Smáauglýsingar DV Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 DV Rmmtugur Eyjólfur Þór Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins Eyjólfur Þór Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins, Fagra- hvammi 7, Hafnarfirði, er flmmtug- ur í dag. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarflrði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1970, fyrri hlutaprófi í efnaverkfræði frá HÍ 1972, prófi i efnaverkfræði frá Verk- fræðiskóla Noregs í Þrándheimi 1974 og hefur sótt ýmis námskeið í umhverflsfræði og stjómun. Eyjólfur var verkfræðingur og deildarverkfræðingur mengunar- varna hjá Heilbrigðiseftirliti ríkis- ins 1975-79, öryggismálastjóri 1979-80 og hefur verið forstjóri Vinnueftirlits ríkisins frá 1981. Eyjólfur kenndi stærðfræði við MR með námi 1971-72 og hefur ver- ið stundakennari og fyrirlesari í umhverfisfræði og vinnuvistfræði við HÍ og Tækniskóla íslands frá 1975. Eyjólfur sat í stjóm efnaverk- fræðideildar Verkfræðingafélags ís- lands 1976-79, hefur verið virkur í störfum Alþýðuflokksins í Hafnar- firði frá 1978, m.a. verið formaður Alþýðuflokksfélagsins, gjaldkeri og formaður fulltrúaráðsins, varabæj- arfulltrúi í Hafnarfirði 1986-98, sat í hafnarstjóm Hafnarljarðar 1990-98 og var formaður hennar í sjö ár, í heilbrigðisráði Hafnarfjarðar 1978-90 og formaður þess síðustu fjögur ár, í stjórn Heilsugæslustöðv- arinnar á Sólvangi 1987-99 og for- maður hennar i átta ár, situr í stjórn Vatnsveitu Hafnarfjarðar, sit- ur í stjórn Samfylkingarfélags Reykjaness, gjaldkeri Samfylkingar- innar og er félagi í Rótaryklúbbi Hafnarfjarðar. Fjölskylda Eyjólfur kvæntist 29.7. 1972 Gerði Sólveigu Sigurðardóttur, f. 14.7. 1949, kennara. Hún er dóttir Sigurð- ar Skarphéðinssonar, sem er látinn, og Helgu Jónsdóttur. Böm Eyjólfs og Gerðar Sólveigar eru Helga, f. 18.8. 1973, læknanemi í Hafnarfirði; Baldur Þór, f. 31.5.1978, nemi í rafeindavirkjun í Hafnar- firði. Systkini Eyjólfs eru Gunnar Hörður Sæmundsson, f. 28.11. 1956, tæknifræðingur í Hafnarfirði; Sæ- mundur Sæmundsson, f. 7.1. 1961, verkfræðingur í Reykjavík; Þórey Ósk Sæmundsdóttir, f. 27.9. 1971, kennari í Hafnarfirði. Foreldrar Eyjólfs: Sæmundur Hörður Björnsson, f. 31.10. 1926, flugumsjónarmaður, búsettur í Hafnarfirði, og Hrefna Eyjólfsdóttir, f. 16.11. 1928, d. 27.12. 1993, banka- starfsmaður. Ætt Alsystkini Sæmundar: Sveinn listmálari; Knútur læknir; Bryndís, sjúkraliði og myndlistakona og El- ín, veflistakona og kaupkona, Björnsbörn. Hálfbróðir Sæmundar, sammæðra, er Baldur Johnsen, fyrrv. forstöðumaður Heilbrigðiseft- irlits ríkisins. Sæmundur er sonur Bjöms, útgerðarmanns á Skálum á Langanesi, Sæmundssonar, b. á Brimnesi og trésmiðs á Þórshöfn, Illugasonar, og Kristínar Guð- brandsdóttur af Guðbrandsætt. Móðir Sæmundar var Sigurveig, systir Júliönu listmálara, systur- barn við Guðjón Samúelsson, húsa- meistara ríkisins. Bróðir Sigurveig- ar var Sveinn, framkvæmdastjóri Völundar, faðir þeirra Sveins, fyrrv. forstjóra Völundar, Leifs lögfræð- ings og Haralds, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Sigurveig var dóttir Sveins, trésmiðameistara í Reykjavfk, Jónssonar, b. á Stein- um undir Eyjafjöllum, Helgasonar. Móðir Sveins Jónssonar var Guð- rún, systir Ólafs gullsmiðs, langafa Georgs Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Samkeppnisstofnunar. Guð- rún var dóttir Sveins, b. á Ytri- Skógum, ísleifssonar, b. þar, Jóns- sonar. Móðir Isleifs var Vigdís, syst- ir Þuriðar, langömmu Jensinu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Hrefna var dóttir Eyjólfs, sjó- mann í Hafnarfirði, Bjarnasonar, b. i Katrínarkoti í Garðahverfi, bróður Jóns, afa Stefáns Júlíussonar rithöf- undar. Bjarni var sonur Eyjólfs, b. í Katrínarkoti, Jónssonar, og Ingi- bjargar Þórarinsdóttur. Móðir Eyj- ólfs sjómanns var Jónína Eysteins- dóttir frá Hraunsholti, systir Krist- mundar, langafa Sigríðar Dúnu mannfræðings. Önnur systir Jón- ínu var Ingibjörg, móðir Friðriks Hafberg, kaupmanns og kafara á Flateyri. Móðir Hrefnu var Þuríður, systir Magnúsar, hafnarvarðar í Hafnar- firði, og dóttir Bjarna Markússon- ar, verkamanns þar, og Guðlaugar Þorsteinsdóttur frá Stokkseyri. Eyjólfur og fjölskylda munu gleðjast með ættingjum og vinum í safnaðarheimili Hafnarfjarðcir- kirkju í kvöld frá kl. 18.00. Níræö Dalrós Hulda Jónasdóttir Sjötugur Haukur Guðbjartsson bifreidarstjóri í Reykjavík Haukur Guðbjartsson bifreiðarstjóri, Nesvegi 66, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Haukur fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dala- sýslu en ólst upp i Mikla- garði. Hann hóf bifreiða- akstur 1956 og hefur stundað akstur síðan. húsmóðir á Húsavík Dalrós Hulda Jónasdóttir hús- móðir, Baldursbrekku 8, Húsavík, er níræð i dag. Starfsferill Dalrós Hulda fæddist að Móbergi á Húsavík og ólst upp á Húsavík. Hún var í barnaskóla þar. Eftir að Dalrós Hulda gifti sig helgaði hún starfskrafta sína hús- móður- og heimilisstörfum. Fjölskylda Dalrós Hulda giftist 1.3. 1930 Þórði Friðbjamarsyni, f. 7.11. 1898, verkamanni. Foreldrar hans voru Friðbjöm Jónsson og Rósa Sigur- bjömsdóttir, bændur á Rauðu- skriðu, Kaðalstöðum og viðar. Böm Dalrósar og Þórðar eru Kristín Aðalheiður, f. 6.12. 1930, gift Kjartani Jóhannessyni og eiga þau tíu böm, tuttugu og sjö barnaböm og fjögur barnabarnabörn; Kristján Sigurður, f. 14.12.1932, d. 31.12.1997, var kvæntur Friðriku Jónasdóttur og eignuðust þau eitt bam og fjögur barnaböm; Njáll Trausti, f. 12.10. 1934, kvæntur Kolfinnu Ámadóttur og eiga þau fimm böm, fimmtán bamaböm og þrjú bamabarnaböm; Rósa, f. 15.3. 1937, gift Hermanni Bjamasyni og eiga þau ijögur börn og fimm barnabörn; Jónas Þór, f. 4.7. 1940, kvæntur Guðnýju Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur bamabörn; Jónasína Kristjana, f. 7.8. 1942, gift Jónasi Guðlaugssyni og eiga þau fimm börn og sjö bamaböm; Friðbjöm, f. 6.7. 1943, kvæntur Sigurrósu Þórar- insdóttur og eiga þau tvö böm og tvö barnaböm; Vigdís Guðrún, f. 16.10. 1946, gift Haraldi Guðmunds- syni og eiga þau þrjú böm og þrjú barnabörn; Skarphéðinn, f. 11.12. 1948, d. 21.3. 1974; Sólveig, f. 28.9. 1950, var gift Aðalsteini Jónassyni sem er látinn og eru böm þeirra fjögur og barnabömin tvö. Foreldrar Dalrósar Huldu voru Jónas Bjarnason, f. 4.5. 1884, d. 21.7. 1968, vegaverkstjóri á Húsavík, og Kristjana Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 15.11. 1886, d. 18.9. 1960, húsmóðir og verkakona. Dalrós verður með heitt á könn- unni á afmælisdaginn. Fjölskylda Eiginkona Hauks er Stefanía Kristjánsdóttir, f. 8.4. 1933, ríkis- starfsmaður. Hún er dóttir Krist- jáns Bjarnasonar, bónda á Tindum, og Unu Bjömsdóttur húsfreyju. Börn Hauks og Stefaníu eru Ásdís Hauksdóttir, f. 16.6. 1955, sjúkraliði, gift Emil Haraldssyni, f. 28.2. 1954, húsgagnasmið, og eru böm þeirra Benedikt, Haraldur og Eyrún; Karit- as Hrönn Hauksdóttir, f. 25.5. 1957, nemi, gift Böðvari Magnússyni, f. 31.1.1956, rafsuðumanni, og eru syn- ir þeirra Haukur, Magnús, Benja- mín og Samúel; Kristján Hauksson, f. 7.5. 1958, málari, kvæntur Björgu Guðmundsdóttur, f. 13.11. 1960, hús- móður, og eru dætur þeirra Stefan- ía og Eva Lind; Una Hauksdóttir, f. 30.6. 1963 en dóttir hennar er Sunn- eva Ósk. Systkini Hauks eru Reynir Guðbjartsson, f. 21.10. 1934, bóndi á Kjar- laksvöllum i Saurbæ; Halldóra Guðbjartsdóttir, f. 24.9. 1936, húsfreyja á Stóra-Múla í Saubæ; Hreinn Guðbjartsson, f. 4.7. 1938, ýtumaður í Garði í Gerðum; Hrafn- hildur Guðbjartsdóttir, f. 2.3. 1941, húsmóðir í Reykjavík; Svanhildur Guðbjartsdóttir, f. 7.12. 1942, dag- móðir í Reykjavík; Margrét Guð- bjartsdóttir, f. 9.6. 1948, bóndi í Miklagarði; Jóhannes Smári Guð- bjartsson, f. 11.9.1953, verkstjóri hjá Rækjunesi í Stykkishólmi. Foreldrar Hauks: Guðbjartur Jónas Jóhannsson, f. 9.11. 1909, d. 5.5.1997, bóndi í Miklagarði, og k.h., Karitas Hannesdóttir, f. 16.10. 1908, d. 19.1.1980, húsfreyja. Guðbjartur verður að heiman á afmælisdaginn en tekur á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Bjamastaðavör 4, Bessastaðahreppi, laugard. 30.9. kl. 18.00-22.00. Jarðarfarir Halldór Magnússon bifreiöarstjóri, Borg- arbraut 65, Borgarnesi, veröur jarösung- inn frá Borgarneskirkju 30.9. kl. 14.00. Konráð Bergþórsson, Nökkvavogi 1, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju föstud. 29.9. kl. 13.30. Sigrún Arnardóttir, Æsufelli 2, Reykja- vík, veröur jarðsungin frá Fella- og Hóla- kirkju föstud. 29.9. kl. 13.30. Halldór Eyjólfsson, Espigeröi 2, verður jarösunginn frá Bústaöakirkju föstud. 29.9. kl. 13.30. Jarðsett verðurí Gufu- neskirkjugaröi. Hafliöi Sigurösson, Laugavegi 1, Siglu- firöi, verður jarösettur frá Siglufjarðar- kirkju laugard. 30.9. kl. 14.00. Jón Helgason veröur jarösunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtud. 28.9. kl. 13.30. Minningarathöfn veröur ? Höföakapellu, Akureyri, 29.9. kl. 14.00. Merkir Islendingar Finnur Jónsson ráðherra fæddist 28. sept- ember 1894 að Harðbak á Sléttu, sonur Jóns Friðfinnssonar, bónda þar, og k.h., Þuríður Sesselja Sigurðardóttur hús- freyju. Finnur var faðir Birgis Finns- sonar, fyrrv. alþingisforseta. Finnur lauk gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1910. Hann var póstmaður á Akur- eyri 1910-1918, verslunarmaður þar 1919-1920 og póstmeistari á ísafirði 1920-1932. Þá var hann framkvæmda- stjóri Samvinnufélags ísfirðinga 1928-1944. Finnur sat í bæjarstjóm ísafjaröar 1921-1942, var formaður verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði 1921-1932, beitti sér fyrir stofnun verkalýðsfélaga á Vestfjörðum og Finnur Jónsson stofnun Alþýðusambands Vestfjarða og var forseti þess í mörg ár. Hann var alþingis- maður ísfirðinga 1933-1951 og var félags- mála- og dómsmálaráðherra fyrir Al- þýðuflokkinn í Nýsköpunarstjórninni 1944-1947. Magnús Stormur segir um Finn í Ráöherrum íslands að hann hafi verið duglegur maður, greindur og notið trausts, verið málafylgjumaður og get- að verið harður í hom að taka en and- stæðingar hans, a.m.k. sjálfstæðis- menn, hafi borið honum vel söguna. Þá segir Magnús: „Finnur var einn þeirra manna, sem uxu við ábyrgðina og þótti hinn nýtasti maður, þótt ekki væri hann af- burðamaður á neinu sviði.“ Hann lést 1951.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.