Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 35 Tilvera Afmælisbarnið Gwyneth 27 ára Bandaríska leikkonan Gwyneth Pal- trow blæs væntanlega í veislulúðrana í dag en hún er orðin 27 ára. Gwyneth er í hópi eftir- sóttustu leik- ara í Hollywood og hampar þegar einni óskarsstyttu sem hún hlaut fyrir leik sinn í kvik- myndinni Shakespeare in Love. neitt að i viuurdmir iz Gildir fyrir föstudaginn 29. september Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: , Óvæntir atburðir eiga ' sér stað i dag. Þú færð einhverja ósk þina uppfyllta. Verið getin- rgamall di aumur sé loks að ræt- ast. Fiskarnir M9. febr.-20. marsl: Fjármálin þarfnast lendurskoöunar og þú vinnur að því í dag að breyta um stefnu í þeim éfnum. Happatölur þínar eru 2, 23 og 26. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): . Þér flnnst ekki rétti I tíminn núna til að taka erflðar ákvaröan- ir. Ekki gera hugsuðu máli og þiggðu aðstoð frá þínum nánustu. Nautið (20. apríl-20. maíl: Þú ert að skipuleggja ferðalag og hlakkar afar mikið til. Það er í mörg hom að lita og tölúverður tími fer í að ræða við fólk. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Þér gengur vel í vinn- f unni og færð mikla hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): Fjármálin valda þér j nokkrum áhyggjum en ' verulegar líkur eru á að þau muni fara batn- andi. EKKi er ólíklegt að brátt dragi til tíöinda í ástarlífinu. Liónið (23. iúlí- 22. áaúsO: , Vinur þinn sýnir þér ' skilningsleysi sem fær þig til að reiðast. ______ Hafðu stjóm á tilfinn- ingum þínum og ræddu málið við vin þinn. Mevian (23. ágúst-22. sept.): Þú ert eitthvað eirðar- laus þessa dagana og ^^Vitátt í erflðleikum með * f að finna þér skemmti- leg verkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Vogin (23. sept.-23. oktO: Þú færð óvæntar frétt- ir sem hafa áhrif á \Æ fjölskyldu þína. Ferða- /Æ lag verður til umræðu og von er á frekari fréttum sem snerta það. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.): [Eitthvað sem hefur fariö úrskeiðis hjá vini jþínum hefúr truflandi j áhrif á þig og áform þín. Þu þarft því að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: -Þér verður mest úr Fverki fyrri hiuta dags- ins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og ið leikur við þig á sviði við- skipta. Steingeltin (22. des.-l9. ian.): Þó að þú sért ekki al- veg viss um að það sem þú ert að gera sé rétt verður það sem þú • þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Kryddpían Mel C á nýjan kærasta Kryddpían Mel C hefur viður- kennt í blaðaviðtali að eiga nýjan leynilegan kærasta. „Það er enginn sem veit um það enn. Við höfum bara verið saman í tvær vikur en þetta er æðislegt," segir Kryddpían. Hún hitti nýja manninn í lífi sínu i sambandi við tónleikahald í Englandi. „Hann er 23 ára og ensk- ur. Hann er ekki þekktur. Ég vil ekki segja meira. Það er svo stutt síðan við kynntumst." Hún er orðin þreytt á spurning- um um hvort hún sé lesbísk eða ekki. „Væri ég lesbísk hefði ég sagt frá því. Það er engin ástæða til að þegja yfir því. Mér þykir alls ekkert að því að vera lesbísk. En ég er það bara ekki.“ Mel C hefur verið með Jason Vildi hvíla á kodd- anum með ösku Michaels Breska sjónvarpskonan Paula Yates vildi láta brenna sig með höfuðið á bleika koddanum er hún geymdi ösku söngvarans Michaels Hutchences í. Útfararstjórar sögðu hins vegar að slíkt bryti í bága við reglur um það sem setja mætti í kistur. Nánir vinir Paulu hafa reynt að finna leið til að sameina jarðneskar leifar elskendanna. Ekki er þó útilokað að ættingjarnir ákveði að bíða með ákvörðun þar til dóttir Paulu og Michaels, Tiger Lily, sem er fjögurra ára, verði orðin nógu stór til að segja sina skoðun. Við útfór Paulu reyndi fyrrverandi eiginmaður hennar, Bob Geldof, ekki bara að hughreysta þrjár dætur þeirra heldur einnig Tiger Lily litlu. Mel C Kryddpían hefur þekkt nýja kærastann í tvær vikur. Brown og Robbie Williams. Það er fullyrt að hún hafi einnig verið með knattspyrnumanninum Jason McAteer og Anthony Kiedes í Red Hot Chili Peppers. Orðrómurinn um samkynhneigð Mel C fékk byr undir báða vængi þegar hún var í fríi á Barbados fyrr á þessu ári. Þá deildi hún ekki bara herbergi með vinkonu sinni Ying Yay heldur einnig rúmi. Mel C tókst að kveða niður orðróminn þegar hún fór að vera með Jason Brown. Það samband stóð þó ekki lengur en í fjóra mánuði. Þá var Jason búinn að fá nóg af Kryddpíunni. Nú hefur Mel C fundið ástina á nýjan leik og ljómar af hamingju. Undarleg Lundúnatíska Breski tískuhönnuöurinn Alexander McQueen er umdeildur maöur og á þess- um fatnaöi hans má sjá hvers vegna svo er. Nýjasta hönnun McQueens og annarra ungra og hressra manna og kvenna er til sýnis í London. Whitney þegir um ákæruna Poppgyðjan Whitney Houston segir ekki orð um þá ákvörðun sak- sóknara á Hawaii að ákæra hana fyrir að hafa maríjúana undir hönd- um. Söngkonan hefur fengið frest til 26. október til að mæta fyrir rétt til að mótmæla ákærunni. Ef hún verð- ur sakfelld á hún yfir höfði sér allt að þrjátíu daga vist í fangaklefa og sekt upp á þúsund dollara. Upphaf málsins má rekja til þess að á flugvelli á Hawaii fannst taska með smáræði af maríjúana og var talið að Whitney ætti hana. Electra vill vödvaknippi Leikkonan Carmen Electra veit hvernig mann hún vill. Hann á að vera vöðvamikill og sterkur. „Kven- legir karlar höfða ekki til mín,“ seg- ir Carmen sem bundið hefur enda á stormasamt samband sitt og Dennis Rodmans. Carmen vill að karlinn geti stjómað. Henni þykir gott að vera hjálparlaus og henni er sama þótt karlinn sé klúr. Carmen liður eins og nunnu. Hún hefur fengið nóg af því. Karlar eiga að vera ágengir og sjálfsöruggir að mati hennar. 70 konur í bútasaumi DV, STYKKISHÖLMI: Um 70 konur víðs vegar að af landinu koma saman á Fosshóteli, Stykkishólmi, um helgina og leggja undir sig félagsheimilið með sauma- vélar sínar og efnisbúta. Það eru Setta fóndurloft og verslunin Frú Bóthildur sem standa að þessu nám- skeiði sem stendur frá fostudegi til sunnudags. Saumað verður frá morgni til kvölds og sér hótelið að- komukonum fyrir gistingu og öllum saumakonum fyrir mat. Þetta er í annað skipti sem námskeiö af þessu tagi er haldið í Stykkishólmi. í nóv- ember er fyrirhugað helgamám- skeið í jólafondri. Nánari upplýsing- ar um það fást í Settu. -DVÓ/ÓJ _________Húsafriðunar s j óður Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsa- friðunarsjóðs, sbr. ákvæði í 47. gr. þjóðminjalaga þar sem segir: „Hlutverk Húsafriðunarsjóiís er að veita styrki til viðhalds og endurhóta d friðuðum húsum og mannvirkjum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra sem að dómi húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrcent gildi. “ Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsókna og útgáfú þeirra. 4. Húsakannana. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skuiu berast eigi síðar en 1. desember 2000 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást.Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.