Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Vegageröin segir ekkert í vegi þess að afhenda lægstbjóðendum ferjurekstur: Ferjur á nýjar hendur - kröfum um nýtt útboð vísað á bug og endanleg ákvörðun kynnt á næstu dögurn Engar hömlur eru á afnotum rekstraraðilanna að ferjunum tveimur og geta þeir þess vegna siglt þeim allan sólarhringinn án sérstaks endurgjalds til rikissjóðs sem á skipin. „Það má þó segja að leigugjald þeirra felist í því að við fáum væntanlega lægra tilboð,“ segir Gunnar. Fá fund en ekki pappíra Fyrirtækin tvö sem urðu undir í útboðunum og sem staðið hafa að rekstri ferjanna tveggja áratugum saman hafa bæði krafist þess að fá aðgang að kostnaðarútreikningum Vegagerðarinnar. „Viö munum á fundi i Vest- mannaeyjum á morgun (í dag) fara yflr málið i heild sinni með stjóm Herjólfs og fulltrúum Vestmanna- eyjabæjar. Það er spuming hvort við afhendum eitthvað af áætlun- um okkar en viö munum að ein- hverju leyti gera grein fyrir því hvemig við byggðum upp okkar kostnaðaráætlun. Að sjálfsögðu munum við fara yfir málin á sama hátt með þeim sem buðu í rekstur Baldurssegir Gunnar Gunnars- son. -GAR Hundar brunnu inni Tveir hundar brunnu inni er eldur kom upp í kjallaraíbúð á Álfhólsvegi í Kópavogi í gær. Heimilisfólk var ekki heima er eldurinn kviknaði og komust hundamir ekki út af sjálfsdáðum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi skemmdist íbúðin mikið. Eldurinn kviknaði í sófa í íbúðinni og rannsak- ar lögreglan nú eldsupptök. -SMK Féll ofan af þaki Rúmlega fimmtugur karlmaður féll ofan af þaki á húsi við Lokastíg í Reykjavik um sexleytið í gærkvöldi. Maðurinn hafði verið að gera við þak- ið þegar honum skrikaði fótur og hann féll fyrst ofan á bakhýsi og svo ofan á þvottasnúrur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi en var ekki talinn al- varlega slasaður. -SMK Dagar Sólons íslandusar taldir vegna hörkudeilu um húsaleigu: Okrari eða ekki okrari Eldur í Kópavogi. dv^iynd s Tveir hundar drápust er eldur kom upp í kjallaraíbúö í Kópavogi um hádegisbiliö í gær. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra stjórnsýsludeildar Vegagerðarinnar, stendur ekkert í vegi þess að gengið verði að tilboðum lægstbjóðenda í rekstur Breiöaíjarðar- ferjunnar Baldurs og Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs. Gunnar segir að endanleg ákvörðun í málinu verði kynnt öðru hvoru megin við næstu helgi. Gunnar segir Vegagerðina munu hafna kröfu fyrirtækisins Breiðaíjarð- arferjunnar Baldurs hf. (BB) um að gefm tilboð í rekstur Baldurs verði metin með það í huga að samkeppnis- rekstri sé haldið fjárhagslega aðskild- um frá ríkisstyrktum rekstri eða að útboðið veröi endurtekið ella. „Það er ekki grundvöllur fyrir þeirri kröfu. Það er alveg skýrt tekið fram í útboösgögnum að bjóðendum sé heimilt að nota skipið í annan rekstur utan áætlunartíma. Við hefð- um ekki sett þetta inn í útboðsgögnin ef við hefðum talið að það bryti sam- keppnislög,“ segir Gunnar. í kröfu sinni til Vegagerðinnar vís- ar BB til úrskurðar Samkeppnisstofn- Herjólfur Samskip fá Vestmannaeyjaferjuna. unar frá árinu 1994 þar sem rekstrar- aðila ferjunnar Fagraness í ísafjarðar- djúpi var gert að halda ríkisstyrktum rekstri áætlanasiglinga aðskildum frá öðrum rekstri skipsins. „Það ætti rektstraraðili Baldurs að geta gert á sama hátt ef hann þá þarf þess. Ég er ekki viss um að þetta séu sambærileg mál því að í okkar útboðs- gögnum er í raun gert ráð fyrir - með því að heimila þeim sem fær verkið að nota skipið í annað - að fá lægra tilboð í styrkinn og fara þannig betur með ríkisfé. En í tilviki Fagranessins var kannski veriö að nota hluta af rík- isstyrknum til að styrkja einkarekst- urinn. Þetta snýst í raun við. Ég full- yrði ekki að það sé í lagi en að Baldur Siglir sinn sjó á Breiöafiröi með nýrri útgerö. minnsta kosti ætti þeim sem fær verk- ið að vera í lófa lagið að aðskilja þessa rekstrarþætti ef Samkeppnisstofnun fer fram á það. En það er hennar að fylgja því eftir en ekki okkar,“ segir Gunnar Mega sigla allan sólarhring- inn Gunnar segi að sams konar ákvæði um frjáls afnot rekstraraðilans af skip- inu hafi gilt í útboðinu um Herjólf, enda hafi Vegagerðin með því vonast til að þurfa að greiða lægri styrk með sjálfum áætlunarsiglingunum. Hann segir hins vegar að Vegagerðinni sé ekki kunnugt um að tilboðsgjafar í þvi útboði hafi uppi áform um slíkt. - það er spurningin, segir Pétur Björnsson leigusali og ítalskur konsúll Eitt stærsta og þekktasta kaffihús höfuðborgarinnar er aðeins opið á kvöld- in og um helgar vegna heiftúðugrar deilu rekstraraðila og eigenda húsnæð- isins á horni Banka- strætis og Ingólfs- strætis um húsa- leigu. Leigusamn- ingur rennur út á laugardaginn og þar með eru dagar Sólons íslandusar taldir, en kaffihúsið hefur verið starfrækt frá árinu 1992 af hópi þekktra einstaklinga úr reykvísku menningarlífi. Leigusalar eru Pétur Björnsson, ítalskur konsúll á íslandi, og Svava Björnsdóttir myndlistar- kona, systir hans, en þau eru barna- börn Péturs Guðmundssonar í Mál- aranum, sem átti húsið á sinni tíð og rak þar málningarverslun. Kvartaö sáran Pétur og Svava eru í forsvari fyrir „Hús málarans", sem er félag sem rekur fasteignir sem voru í eigu Mál- arans, en aðrir hiuthafar eru úr hópi erfingja Péturs heitins i Málaranum. „Það hefur verið óþarfa stirðleiki í sam- skiptum okkar við stjóm hluta- félagsins sem rekið hefur Sól- on íslandus. Málið er á við- kvæmi stigi en ætti að skýrast um helgina," sagði Pétur Bjömsson í gær. „Við gerð- um hlutafélag- inu tilboð um mjög sanngjarna leigu en því tilboði var hafnað. Ég staðhæfi að þar lágu ekki viðskiptaleg rök að baki.“ Eigendur Sólons íslandusar hafa allt frá upphafi kvartað sáran yfir hárri húsaleigu í Bankastrætinu, kallað hana okur, en Pétur Bjömsson segir hana sanngjama og í takt við það sem gerist í miðbænum: „Okrari eða ekki okrari. Það er spurningin. Þumalputtareglan í húsaleigu er sú að leigan er einn tíundi af verömæti eignarinnar og ég veit ekki hvers virði húsið er fyrr en ég sel það. Sjálf- ur hef ég ekki á takteinum hver leig- an er. Svava systir min inn- heimtir hana alltaf," sagði Pétur Björns- son. Húsaleigan hefur alltaf staðið rekstrin- um á Sóloni Is- landusi fyrir þrifum og fyrir- tækið fyrir bragðið ekki skilað hluthöf- um sínum sjálf- sögðum arði sem flestir bjggust við að fá út úr fjár- festingu sinni. Rekstaraðilar kaffi- hússins segja leiguna alltaf hafa verið að hækka og þegar hún var farin að sleikja milljón á mánuði hafi menn gefist upp Neita aö fara? „Ég tjái mig ekki um húsaleiguna eða annað. Þetta skýrist á næstu dög- um,“ sagöi Árni Þór Ámason, for- maður stjórnar Sólons íslandusar, sem sér nú fram á að þurfa að hætta rekstrinum í Bankastræti. Hann neit- ar einnig að ræða hugmyndir nokk- Pétur Björnsson Húsaleigan sanngjörn. Sólon Islandus Tekist á um húsaleigu sem alltaf hefur staö- iö rekstrinum fyrir þrifum. urra félaga sinna um að neita að rýma húsnæðið þegar leigusamningurinn rennur út um helg- ina og sitja sem fast- ast. Er þetta til marks um hörkuna sem hlaupin er í samskipti eigenda húsnæðisins og leigutaka. Svava Björnsdóttir Innheimtir leig- „Hús málarans" á una. homi Bankastrætis “ og Ingólfsstrætis er á fjórum hæðum. Sólon íslandus hefur rekið veitinga- sali á tveimur hæðum, auk þess að vera með eldhús og gestasnyrtingu í kjallara. Á efstu hæðinni hefur ís- lenska óperan leigt skrifstofuhúsnæði og mun svo verða áfram. „Ef þeir neita að yfirgefa húsnæðið tek ég á því þegar þar að kemur en ég hef enga ástæða til að ætla að svo fari,“ segir Pétur Bjömsson, sem sjálfur hyggst hefja veitingarekstur á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis ásamt systur sinni þegar Sólon ís- landus hverfur á braut. „Það er ljóst að þarna verður áfram kaffishús. I hvaða formi kemur í ljós þegar ég opna.“ -EIR Útilokar ekkl lögsókn Ragnar H. Hall, lögmaður Ágætis, hefur ritað Land- læknisembættinu bréf þar sem hann fer þess á leit að fá i hendur öll skjöl sem tengjast rannsókn á þvi hvórt grænmeti frá Dole hafi valdið salmonellufaraldr- inum að undanfórnu. RÚV sagði frá. Skógræktin missir Hvamm Skógrækt ríkisins hefur verið með jörð- ina Hvamm í Skorra- dal á leigu í 30 ár. Jörðin hefur verið auglýst til sölu því ekki náðist sam- komulag um endur- nýjun leigusamnings- ins þar eð eigendur jarðarinnar vilja selja jörðina. Verðiö er of hátt fyrir Skógræktina að sögn skógræktarstjóra. Dagur sagði ffá. Styttist í Alþingi Alþingi kemur saman á mánudag og veröur fjárlagafrumvarpið þá lagt fram. Mörg stórmál eru fram undan. Visir.is sagði frá. Engin veltuaukning Stóraukin verslunarvelta virðist nú liðin tíð og kreditkortaveltan jafnvel farin að minnka. Velta í smásöluversl- un, bíla- og bensínsölu frá janúar til ágúst í ár er nær ekkert meiri en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Dagur sagði frá. Mikii fækkun matvöruverslana Fyrirtækjum í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um hátt í 40% á umliðnum áratug, eða úr nær 140 árið 1990 niöur í rúmlega 90 á síð- asta ári, samkvæmt upplýsingum í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Dagur sagði frá. Faraldsfræöin dugar Að sögn sviðsstjóra matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er far- ið eftir ákveðnum reglum um birtingu upplýsinga. „Þegar almannaheill krefst skal öllum nauðsynlegum upplýsingum komið á framfæri. Slíkar upplýsingar geta verið nöfn ákveðins framleiðanda, innflytjanda eða söluaðila," segir hann. Bætur án dóms Kolbeinn Sveinbjömsson hjá Þing- vallasiglingum segir að lögmaður hans telji möguleika á því að hægt verði að ná samkomulagi við ríkið um greiðslu skaðabóta án þess að þurfa að fara með málið fyrir dóm. Hann segir málið öðr- um þræði spumingu um grundvallar- réttindi sín. Dagur sagði frá. Ekki hlutafélagaumræða „Það hefúr engin formleg umræða far- ið fram milli stjómar- flokkanna um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Ég hef heldur ekki heyrt um að það sé inni í myndinni að hefja slíkar viðræður nú,“ segir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknaiílokksins. Dagur sagði frá. Verða af átta milljörðum Viðskiptastofa Landsbanka- Islands telur að sókn lífeyrissjóða til útlanda hafi kostað þá átta milljarða ávöxtun frá því sem verið hefði ef féð hefði ver- ið ávaxtað hérlendis. RÚV sagði frá. Kvikmyndahátíðarvefur Opnaður hefur verið á Vísi.is vefur í tilefni af Kvikmyndahátíð í Reykjavik sem hefst á fóstudag. Á vefnum er að finna alla dagskrá hátíðarinnar og um- fjöllun um ailan þann fjölda mynda sem sýndur verður á hátíðinni. Vísir.is sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.