Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 13 DV Frumburður kokktei I heldur boö Á laugardaginn kl. 16 stendur íslandsdeild Evr- ópusambands píanókennara, EPTA, fyrir glæsi- legri píanóveislu í íslensku óperunni. Þar kemur fram sjálft landsliðið í píanóleik hér á landi, Anna Guöný Guðmundsdóttir, Gísli Magnússon, Halldór Haraldsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Miklós Dalmay, Peter Máté, Richard Simm, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Jónas Ingimundarson, sem einnig er kynnir á tónleikunum. Efnisskrá veróur ekki gefin upp heldur leikió af fingrum fram undir styrkri og fjörugri stjórn Jónasar. „Þetta veröur ekki þungt prógramm, “ sagði Hall- dór Haraldsson í samtali við DV, „menn tína til sitt af hverju í skemmtilegan kokkteil. Eiginlega veröur þetta kokkteilboó!" Slík píanóveisla er einstakt fyrirbæri hér á landi þó að stjóm íslandsdeildarinnar hafi staðið fyrir píanótónleikum hér um árabil. Ný stjóm hennar, sem í sitja Unnur Vilhelmsdóttir, Arndís Björk Ásgeirsdóttir og Sigrún Grendal, lagði fram þrjár óskir við forráðamenn M-2000 í fyrra og fékk þær allar uppfylltar: úrvalspíanóleikara frá útlöndum (Martino Tirimo frá Kýpur sem hélt tónleika í Óperunni í febrúar), píanóveisluna sem nú stendur fyrir dyrum og loks píanókeppni sem haldin verður í lok nóvember. Hefði þetta ár ekki þegar á sér stimpil mætti kalla það ár píanósins! Öflug samtök Halldór Haraldsson var formaður íslandsdeild- ar EPTA frá stofnun hennar 1979 til 1995 og segir svo frá upphafi þessa evrópska samstarfs: „Nemandi minn einn fór til London í fram- haldsnám við Guildhall School of Music í lok átt- unda áratugarins. Deildarstjóri píanódeildar þar var kona af rúmenskum ættum, Carola Grindea, afar dýnamísk manneskja sem sendi mér bréf sem formanni Félags tónlistarkennara með fyrir- spum um hvort við hefðum áhuga á að ganga í Evrópusamband píanókennara. Við héldum að þetta væru gömul og virt samtök og tókum boð- inu. Þá fór hún fram á að við stofnuðum sérstaka íslandsdeild og það var auðvitað vandalaust - við héldum bara einn fund og þar með var hún stofn- sett. En við vissum ekki þá að við vorum frum- burður! Fyrsta landsdeild í samtökum sem síðan hafa teygt anga sína um gervalla Evrópu og jafn- vel út fyrir hana.“ Markmiðið með samtökunum var að rjúfa ein- angrun píanókennara, sem kenna sínum nemend- um í einrúmi og höfðu lítið fagleg samskipti. Anna Guðný Guðmundsdóttir Helga Bryndís Magnúsdóttur Gisli Magnússon Miklós Dalmay Halldór segist hreinlega hafa fundið vorþyt í lofti á fyrstu fundum sambandsins því fólki fannst svo gaman að hitta sina líka og skiptast á skoðunum um kennslu og fleira. Sambandið hefur yfirleitt haldið tvær ráðstefnur árlega, aðra í Bretlandi, en hina skiptast aðiidarfélög á um að halda. Þar fyrir utan hefur sambandið hleypt fjöri í starf- semina í einstökum löndum. Hér heima fór ís- landsdeildin til dæmis að standa fyrir tónleikum til að gefa píanóleikur- um tækifæri til að koma fram án þess að þurfa að sjá um allt sjálfír. Halldór Haraldsson Pete Máté Alls staðar í meiri- hluta Píanóið er vinsælt hljóðfæri, til dæmis vel- ur um það bil helmingur tónlistamema að læra á píanó. „Við erum í meirihluta alls staöar!" hefur Halldór eftir Carolu Grindea. Víða um lönd er reglulega haldin keppni í píanó- leik og sú fyrsta verður hér í nóvember eins og áður gat. „Hún verður í þrem- ur flokkum," segir Hall- dór, „fyrir nemendur á miðstigi, framhaldsstigi og háskólastigi í píanó- leik. Yngstu þátttakend- ur eru 12-13 ára en ekki fer eftir aldri í hvaða flokki fólk keppir. Við forum eftir stigum en ekki aldri, og nemendur geta komist á háskóla- stig 15 ára ef hæfileikar og fæmi eru fyrir hendi.“ - Verður þetta hörð keppni? „Ég vona ekki,“ segir Halldór. „Ég hef ekki trú á að keppni hér á landi verði eins grimm og ger- ist víða erlendis. Verð- laun verða líka veitt í hverjum flokki svo ekki stendur bara einn á verð- launapalli. Ég er strangt tekið ekki sammála sam- keppni sem slíkri á sviði tónlistar en kosturinn við hana er að fólk fær hvatningu til að vinna að ákveðnu marki, það kynnist líka öðrum í faginu og lærir af þeim.“ Forsala aðgöngumiða á píanóveisluna er í Jap- is, Laugavegi 13, og versluninni 12 Tónum, Grett- isgötu 64. Miðaverð er 1500 kr. Jónas Ingimundarson Tónlist Brosandi börn í lopapeysum Framlag Blásarakvintetts Reykjavikur til M- 2000 vom tónleikar sem fram fóm í Ými á þriðju- dagskvöldið. Þar lék kvintettinn fimm verk eftir jafnmarga höfunda og spannaði efnisskráin um 200 ár, frá upphafsdögum blásarakvintetta til okkar daga. Verkin voru þó ekki flutt í réttri tímaröð heldur byrjað á næstelsta verkinu, Kvin- tett i F-dúr fyrir blásara eftir Danann Peter Rasmussen. Þessu verki má líkja viö danskan hjólatúr í góðu veðri þar sem hvergi eru of bratt- ar brekkur, allt er glatt og bjart og eiginlega ein- skær hamingja út í gegn. Ljúfmennskan var í fyr- irrúmi í leik kvintettsins sem var hreint afbragð, hver hending mótuð af skýrleika og tónlistin flæddi eðlilega. Heldur annar var tónninn í næsta verki, Tíu stykki fyrir blásarakvintett eftir ungverska tón- skáldið György Ligeti. Ég viðurkenni fúslegá að tónlist hans vekur yfirleitt ekki hjá mér nein hughrif nema stöku pirring við og við, að öðru leyti virkar hún köld og fjarlæg. Hann leggur mikið erfiði á hljóðfæraleikarana eins og til dæmis má sjá á sumum píanóverkum hans, sér- staklega etýðunum, en nýtir sér um leið og kann- ar til hins ýtrasta hljóm hvers hljóðfæris. Og hann er snillingur í töff effektum. Svo er einnig farið með þetta verk og naut maður þess út í æsar að fylgjast með meðlimum kvintettsins miðla því tO áheyrenda í hámákvæmu samspili og útspek- úleruðum flutningi þar sem hver og einn meðlim- ur átti stórleik í samleik. Enda er löngu ljóst að valinn maður er í hverju rúmi í hópnum. Næst var splunkunýtt verk Tryggva M. Bald- vinssonar sem þeir félagar höfðu sérstaklega pantaö og látið þau orð fylgja að þeir óskuðu eft- ir þjóðlegu og skemmtilegu verki. Verkið er í þremur köflum, Haust, Útför og Dans, og segist tónskáldið hafa haft ákveðnar myndir í huga við samningu verksins. Ekki vill hann þó gefa upp af hveiju þær eru til að skemma ekki fyrir ímynd- unarafli áheyrenda. Það var failega hugsað og var mitt ímyndunarafl ekki lengi að skapa brosandi böm í lopapeysum í sveitinni í fyrsta þætti og ör- fáa syrgjendur á leið að lítilli kirkju við strönd um miðjan vetur í öðrum þætti, þar sem ein- manaleikinn nístir inn að beini. Dansinn þarfn- ast engra útskýringa, þar bókstaflega iðaði allt af húmor. Þetta verk er bráðskemmtilega skrifað, einkum síðasti kaflinn, þar sem raddirnar fléttast listilega saman. Ég sé ekki betur en kvintettinn hafi fengið akkúrat það sem hann sótt- ist eftir, þjóðlegt og skemmtilegt verk, og gert því frábær skil á þessum tón- leikum. Verk Pauls Hindemiths, Kleine Kammermusik ópus 24 fyrir fimm blásara, var fyrst á efhisskrá eftir hlé. Þetta er einkar áheyrilegt verk sem einkennist af sér- kennilegum létt- leika millistríðsár- anna, léttlyndi í skugga yfirvofandi ógnar, og vafðist ekki fyrir þeim fé- lögum að endur- skapa andrúmsloft þess með fínpússuð- um flutningi. Síð- asta verkið og jafn- framt það elsta var eftir Tékkann Ántonín Reicha, sem má kalla eins konar fóður blásarakvintettsins. Þessi músik er unaðsleg, með fallegum laglínum í hrönnum. Kannski hljómar það sem oflof en flutningur kvintettsins var hreint og beint mannbætandi og þar hjálpaðist allt að, tónlistin aö sjálfsögðu í for- grunni, þokkafull og fáguð, einlægni og nákvæmt samspil flytjenda þar sem hvert smáatriði skipti máli og yfirhöfuð glæsileg spilamennska. Arndís Björk Ásgeirsdóttir ___________Menning Umsjón: Silja A&alsteinsdóttir Dansverk endursýnd íslenski dansflokkurinn hefur starfsárið með sýningu á verkunum NPK eftir Katrínu Hall, sem tilnefnt var til Menningarverðlauna DV í ár, Maðurinn er ailtaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Flat Space Moving eftir Rui Horta í Borgarleikhúsinu 7. október. Aðeins verður þessi eina sýning og er hún á dagskrá Evrópska listaþingsins (IETM), sem fram fer í Reykjavík dagana 5.- 8. október. Verk- in hafa öll verið sýnd áður; Flat Space Moving var frumsýnt í febrúar 1999 og NPK og Maðurinn er alltaf einn voru frumsýnd í október sama ár. Rui Horta er meðal þekktustu danshöfunda Evrópu. Hann er portú- galskur að uppruna en starfaði aðal- lega í Þýskalandi á síðasta áratug. ís- lenski dansflokkurinn hefur pantað nýtt verk hjá honum, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 2. mars 2001. Maðurinn er ailtaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur kom fram í uppruna- legri útgáfu í Danshöfundakeppni ís- lenska dansflokksins haustið 1998. Verkið hefur verið sýnt í Litháen, Avignon, Prag og Bologna, auk ís- lands, og er orðið eitt af þeim verkum sem íd hefur sýnt hvað oftast. Handverkssýning í tilefni af lokahátíð kristnihátíðar í Kjalamesprófastsdæmi verður opn- uð Lista- og handverkssýning í safn- aðarsal Landakirkju á morgun kl. 19. Lista- og handverksfólki í Vest- mannaeyjum var gefinn kostur á að leggja fram verk sem tengjast krist- inni trú og þáðu margir boðið. Á sýn- ingunni eru málverk, trélist, leir, hannyrðir og margt fleira forvitnilegt eftir bæði látna og lifandi Vestmanna- eyinga. Einnig eru myndverk eftir börn úr Bamaskólanum, sem unnin voru í myndmennt síðastliðinn vetur í tilefni af þúsund ára kristni á ís- landi. Sýningin stendur til 8. október. íslandskrossar Á krossmessu að hausti, 14. sept- ember 2000, kom út ritið Nokkrir ís- landskrossar eftir Ólaf H. Torfason í tengslum við grafíksýningu Þorgerð- ar Sigurðar- dóttur í Hafn- arborg í Hafn- arfirði. í rit- inu er stutt- lega bent á með ýmsum dæmum hvaða hlutverki krosstákn, róðukrossar og krosstré hafa gegnt í lífi íslensku þjóðarinnar. Rakið er hvemig krossinn varð tákn kristninnar. Greint er frá heim- ildum í íslenskum fornritum um krossa landnámsmanna og trúboða, um róðukrossinn sem særingatæki og um krossa á víðavangi. Bent er á staði þar sem krossmörk eru enn frá fornu fari. Fjallað er um krossörnefni og birt kort af þeim. Höfundur rökstyður að sumar grjóthrúgur við gamlar alfaraleiðir, „dysjar" og beinakerlingar, hafi að líkindum upprunalega verið stuðn- ingsvirki vegkrossa á miðöldum og að álagablettir eigi e.t.v. margir líka fortíð sem reitir krossa og líkneskja. Greint er frá kirkjum sem voru helg- aðar krossinum í kaþólskum sið og meðferð hans innan kirkjunnar, en einnig fjallað um krossinn í þjóðlíf- inu, krossmessur, krossa í kveöskap og myndlist og táknmál krossins. Loks er sagt frá krossinum í samfé- laginu á síðari tímum. Höfundur gefur út. NOKKRIR l'SLANDSKROSSAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.