Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Tilvera DV Hugleikur sýnir Bíbí og Blakan Síðastliðinn íostudag frum- sýndi Hugleikur nýja gamanóp- eru, Bíbí og Blakan, í Kafíileik- húsinu. Óperan er skopstæling á hefðbundnum óperum og farið vitt og breitt yfir tónlistarsög- una. Höfundar eru Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmunds- son og Sævar Sigurgeirsson. Sýningin hefst kl. 21. POPP____________ ■ OVÆNTIR BOLFELAGAR Til- raunaeldhúsið og menningarborgin kynna: Óvænta bólfélaga. Orgelkvar- tettinn Apparat og Félag radíóama- töra ásamt Ingarafni Steinarssyni í Listasafni Reykjavíkur (Cafe 9, Hafn- arhúsinu) í kvöld, kl. 21.00. Krár ■ PALU 17 Á PRIKINU Helgin nálg- ast sem óö fluga og þeir sem ekki hafa gert ráðstafanir fyrir kvöldið ættu ekki að örvænta. Páll Stein- arsson, Palli í 17, er tónlistaráhuga- mönnum að góðu kunnur og ætti enginn að veröa svikinn af því sem hann framreiðir á Prikinu í kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍK- !N Enskí píanósnillingurinn Miles Dowley slær vart feilnótu á Café Romance. Klassík ■ SONGTONLEIKAR MEÐ DJOSSUÐU IVAFI I kvöld verða söngtónleikar með djössuöu ívafi í Salnum í Kópavogi kl. 20. Margrét Siguröardóttir syngur og leikur göm- ul djasslög í bland við frumsamið efni ásamt hljómsveit sem skipuð er Hjörleifi Jónssyni, slagverk, Hlyni Aöils Vilmarssyni, slagverk, Valdi- mar Kolbeini Sigurjónssyni, kontra- bassa, Þórhalii Sigurössyni, slag- verk, o.fl. ■ CAMERATA Á TÓNLEIKUM Danski kammerkórinn Camerata, sem að undanförnu hefur verið viö þlötuupþtöku í Skálholti, heldur tón- leika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Kórinn flytur fimm ný Stabat Mater- verk eftir dönsk og sænsk tónskáld, öll sérpöntuð af kórnum. Leikhús ■ SHOPPING AND FUCKING EG6 leikhúsið sýnir í samvinnu við Leikfé- lag Islands f Nýlistasafninu verkið Shopping and Fucking í kvöld, kl. 20. Það eru G-kortin sem blíva í kvöld. Síðustu forvöð ■ GÁLLERI SÆVARS KARLS I dag lýkur sýningu á verkum listamann- anna Guörunar Einarsdóttur, írisar Elfu Friöriksdóttur, Jóns Axels, Þor- valds Þorsteinssonar, Ragnhildar Stefánsdóttur og Vignis Jóhanns- sonar. Sýningin er í Gallerii Sævars Karls. Þetta er sölusýning. ■ KRISTÍN PÁLMADÓTTIR Sýningu Krístín Pálmadóttur hjá Islenskri grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) lýkur 8. oktober. Feröir ■ HAUSTUTIRNIR SKOÐAÐIR Fri- kirkjan í Reykjavík stendur fýrir haustlitaferð í dag fyrir eldri borgara T söfnuöinum. Lagt verður af staö kl.13 frá Fríkirkjunni. Farið verður um Þingvöll og haustlitirnir skoðaðir. Þeir sem vilja taka þátt í feröinni eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í síma 552-7270 fyrir kl. 12 þriöju- daginn 26. seþtember. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Rat- S Fiðlutónar í kvikmyndahúsi inn þakkaði fyrir og kvaddi án þess að gefa mikið út á uppástungu Ró- berts. Tveim dögum seinna hringdi svo maðurinn og bað Róbert að senda sér rúmið. „Hann hafði þá farið að mínum ráðum og keypt sér annað hús.“ -ÞGK/-SS Ungir fiöluleikarar Fjöldi nema í Suzuki-tónlistarskólanum lék klassísk verk í Regnboganum. Tuttugu böm á aldrinum sex til fjórtán ára, sem öll stunda flðlunám í Suzuki-tónlistarskólanum í Reykjavík, spiluðu nokkur skemmtileg lög á flðlu 1 Regnbogan- um síðastliðinn sunnudag, í tengsl- um við sýningu myndarinnar Music of the Heart, meðal annars eitt af þeim verkum sem leikin eru í myndinni, fiðlukonsert i D-moll eft- ir Bach fyrir tvær fiðlur. Tónleikarnir í Regnboganum voru liður í söfnunarátaki flðlu- hópsins fyrir námskeið á Englandi næsta sumar og gaf kvikmyndadeild Skífunnar út boðskort á myndina sem bömin seldu foreldrum og öðr- um aðstandendum. Og að sjálfsögðu fengu krakkamir frítt inn og popp og kók. Tónleikamir tókust mjög vel. Music of the Heart fjallar um fiðlukennara, sem Meryl Streep leikur, sem tekur að sér að kenna ungum bömum í skóla í skugga- hverfi Bronx-hverfisins í New York á flðlu og urðu mörg þeirra fram- bærilegir tónlistarmenn. -HK VIS hjón Dregið hefur verið úr inn- sendum lausnum í Ratleik Hafnarfjarðar sem Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Hafnar- firði bauð upp á í fimmta sinn nú í sumar. Leikurinn skiptist í Léttan leik og Þrautagöngu og voru þrír vinningshafar dregnir út í hvorum hluta. Það voru heppin hjón sem hrepptu fyrsta vinning i báð- um leikjunum: Ritva Jouhki fékk hestaferö fyrir fjölskyld- una og Reynir Ingibjartsson hlaut veiðiútbúnað. Þau hjón- in hafa tekið þátt í leiknum frá upphafi og hefur Reynir áður hlotið vinning í honum. Önnur verðlaun i Létta leikn- um voru reiðhjólahjálmar og þá hreppti Valgerður Hróð- marsdóttir. Tómas Björn Guð- mundsson fékk þriðju verð- laun, pitsuveislu. Erla Svein- björnsdóttir fékk önnur verð- laun I Þrautagöngunni, kvöld- verð á veitingaskipinu Thor og Jóhann Davíðsson fékk síð- an göngubakpoka í þriðju verðlaun. Hin heppnu ratleiks- hjón sögðust ákveðin í að taka aftur þátt I þessum skemmti- lega ratleik næsta sumar. Vinningshafarnir Hinir heppnu vinningshafar eru hér ásamt Pétri Sigurðssyni sem hannaði leikinn. Húsgagnaverslunin Bústoð fagnar 25 ára afmæli: Keypti hús undir hjónarúmið í Keflavík er rekin húsgagna- verslunin Bústoð. Eigendur hennar fagna því um þessar mundir að 25 ár eru nú liðin frá stofnun fyrirtæk- isins en það voru hjónin Róbert Svavarsson og Hafdís Gunnlaugs- dóttir sem hófu reksturinn og hefur hann vaxið jafnt og þétt frá byrjun. Góð þjónusta lykilatriði Verslunin var fyrst til húsa að Vatnsnesvegi en árið 1985 flutti hún í nýtt húsnæði að Tjarnargötu. Nú er svo verið að flytja lager verslun- arinnar annað og stækka verslun- ina sem verður þá nálægt 3000 fm. Róbert segir að lykillinn að vel- gengninni sé að veita góða þjónustu og vera með betra úrval og verð en keppinautarnir, enda sýni reynslan að fólk heldur tryggð við verslun- ina. Róbert og Hafdís selja húsgögn um allt land en boðið er upp á akst- ur heim að dyrum á suðvesturhom- inu. „Við erum með betra verð en gerist á höfuðborgarsvæðinu,“ full- yrðir Róbert, en þau Hafdís flytja sjálf inn húsgögnin frá Norðurlönd- unum, Þýskalandi, Ítalíu og Banda- ríkjunum. Sérverslanir hafa oft átt erfitt uppdráttar á landsbyggðinni en það á ekki við i þessu tilviki. „Við höf- um verið allt frá því að vera eina húsgagnaverslunin hér í Keflavik upp í að þær væru fjórar og nú eru hér tvær,“ segir Róbert og bætir við að það sé verulega til bóta að hafa samkeppni þannig að fólk geti borið saman vöruúrval og verð. „Það er betra að fólk þurfi ekki að fara til Reykjavíkur til að bera saman.“ Samhent hjón Þau hjónin hafa unnið saman frá 18 ára aldri og er óhætt er að kalla verslunina Bústoð fjölskyldufyrir- tæki því sonur þeirra, Reynir Þór, og bróðir Róberts, Herbert, vinna hjá þeim hjónum, auk annara, og segir Róbert ómetanlegt að hafa haft gott starfsfólk f gegnum tiðina. Um þessi tímamót er verið að bæta við deild sem verður með sérvalin gæðahúsgögn í dýrari kantinum. Stöðugt hefur færst 1 vöxt að fyrir- tæki versli í Bústoð og sá verslunin til dæmis um öll húsgögn i nýbygg- ingu grunnskóla Grindavíkur. Viöskiptavinir Bústoðar hafa alltaf verið af öllu landinu og Róbert rifjar upp að einu sinni hafi hann verið að selja itölsk hjónarúm sem þá voru vinsæl, með speglum og öllu mögulegu. „Það kom inn kúnni vestan af fjörðum og langaði afskap- lega mikið í svona rúm.“ Maðurinn pantaði rúm hjá Róbert en hringdi nokkrum dögum síðar og bar sig illa vegna þess að rúmið kæmist ekki inn i hjónaherbergið. „Ég sagði honum að það væri náttúrlega ekki hægt að breyta rúminu en hann gæti keypt sér annað hús.“ Maður- Saman í rekstrinum Róbert Svavarsson og Hafdís Gunnlaugsdóttir hafa unnið saman frá átján ára aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.