Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 8
8 Utlönd r>v Hundruð þúsunda í miðborg Belgrad Þrátt fyrlr tilraunir Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta til að koma í veg fyrir fjöldagöngu stjóm- arandstæðinga í gær streymdu hundruð þúsunda manna til mið- borgar Belgrad í Serbíu til að fagna kosningasigri. Þeir fáu lögreglu- menn sem sáust á ferli gengu um og röbbuðu við vegfarendur. Nokkrir lögreglumannanna tóku við merkj- um stjórnarandstöðusamtakanna Otpor. Aldraðar konur keyptu flaut- ur til þess að geta tekið þátt í flautukómum gegn Milosevic. Margir höfðu óttast að stjómvöld myndu hindra fjöldafund stjómar- andstöðunnar með ofbeldi. Það eina sem geröist var að lögreglan neyddi síðdegis skipuleggjendur fjöldafund- Stjðrnarandstæöingar fagna Hundruö þúsunda stjórnarandstæö- inga fögnuöu í gær í Belgrad kosn- ingasigri sínum. arins til að breyta um fundarstað. Ummæli yfirmanns júgóslav- neska hersins juku á gleði stjómar- andstæðinga í gær. íviðtali við franska sjónvarpsstöö sagði Nebojsa Pavkovic: „Herinn virðir val Júgóslava á forseta." Stjórnarandstaðan lagði á það áherslu á fjöldafundinum í gær- kvöld að frambjóðandi hennar, Voj- islav Kostunica, hefði fengið 55 pró- sent atkvæða í kosningunum á sunnudaginn en Milosevic forseti aðeins 35 prósent. Þar með hefði Kostunica náð kjöri í fyrstu umferð. Yfirkjörstjóm fullyrðir að Kostun- ica hafi fengið 48 prósent og þess vegna þurfi aðra umferð. Kjörstjórnin hefur boðað aðra umferð forsetakosninganna 8. októ- ber næstkomandi. Kosningabanda- lag stjórnarandstæðinga hefur hvatt til allsherjarverkfalls til að mót- mæla opinberum úrslitum kosning- anna. „Við hvetjum þjóöina til að verja réttindi sín, sýna andstöðu, hafna kerfinu, fara út á götur og torg og loka öllu þar til Milosevic hefur sagt af sér,“ sagði stjómarandstöðuleið- toginn Zoran Djindjic í gær. Á fjöldafundinum í Belgrad í gær- kvöld lýstu margir því yfir að þeir myndu ekki yfirgefa svæðið fyrr en Milosevic hefði viðurkennt ósigur sinn. Fjöldafundir voru einnig haldnir í mörgum öðrum borgum Serbíu í gærkvöld. Fundi Alþjóðabankans slitið: Mótmæíendur eigna sér heiðurinn af fundarlokum Árlegum fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) lauk í gær í Prag. Fundinum lauk degi fyrr en ráð var gert og segir talsmaöur IMF ástæðuna vera að fundarhöld voru styttri án áætlað var. Mótmælendur vildu hins vegar eigna sér heiðurinn. Starfsmenn stofnananna hafa reynt að leggja áherslu á baráttuna við fátækt. Með því vilja þeir draga úr staöhæfingum um að stofnanirnar séu leppar þeirra ríkja sem flest atkvæði hafa. Á fundinum geta aðildarþjóðirnar látið í ljós skoðanir sínar en ekki er mikið um ákvarðanir. Stofnanimar hafa verið skotmörk þeirra sem vOja að skuldir þróunarlanda séu feUdar niður. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættlsins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _________farandl eignum:__________ Asparfell 4, 0501, 54,9 fm 2ja herb. íbúð á 5. hæð m.m., merkt A, ásamt geymslu í kjallara, merkt A-5 (0035), Reykjavík, þingl. eig. Jón Bjömsson, gerðarbeiðend- ur Ibúðalánasjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágr., úíib, mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00. Asparfell 8,0303, 72,83 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð m.m., merkt C, ásamt geymslu íkjallara, merkt C-3, Reykjavík, þingl. eig. Ester Gísladóttir og Jón Viðar Bjömsson, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður, íslandsbanki hf., höfuðst. 500, og Sparisjóður Rvíkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00. Gaukshólar 2,010707, 138,5 fm íbúð á 7. hæð m.m., íbúð 7G, ásamt geymslu í kjallara, merkt 0059, og bílageymsla 030106 (áður tilgreint 070701 og 030101), Reykjavík, þingl. eig. Sveinn Óli Jónsson, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00.____________________________ Grenibyggð 11, Mosfellsbæ, þingl. eig. Andrea Eyvindsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00. Rauðarárstígur 22, 0202, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í norðurenda, Reykjavflc, þingl. eig. Hafþór Guðmundsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands hf., mánudaginn 2. október 2000 kl. 13.30. Rofabær 31, 0302, 50% ehl. í 2ja herb. íbúð á 3. hæð f.m., Reykjavík, þingl. eig. Una Þorbjömsdóttir, gerðarbeiðandi Samvinnusjóður íslands hf., mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00.________ Skeljagrandi 6, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn L. Matthíasson og Droplaug G. Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Olíuverslun íslands hf., mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00. Skúlagata 46, 72,2 fm íbúð á 2. hæð m.m., merkt 0204, bílastæði nr. 15 og geymsla í kjallara, merkt 0004, Reykja- vík, þingl. eig. Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf„ mánudaginn 2. október 2000 ld. 10.00. Völvufell 26, Reykjavík, þingl. eig. Kristín S. Högnadóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf„ mánudag- inn 2. október 2000 kl. 10.00. Völvufell 46, 0302, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 3. hæð t.h„ m.m„ Reykjavík, þingl. eig. Brynjólfur Viðar Júlíusson, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf„ höfuðst. 500, mánudaginn 2. október 2000 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álakvísl 7c, 0101, 3ja herb. íbúð hluti af nr. l-7d og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Herdís Karlsdóttir, gerðarbeið- endur Álakvísl 1-7, húsfélag, Bílskýli Álakvísl 2-22, íbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, mánudaginn 2. október 2000 kl. 14.00. Álakvísl 13, 0101, 3ja herb. íbúð hluti af nr. 9-19 og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Þóra Bjamadóttir, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 2. október 2000 kl. 14.30. Hólaberg 4, Reykjavík, þingl. eig. Ragn- ar Sverrir Ragnars óg Margrét Ragnars Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 2. október 2000 kl. 15.00. Spilda úr landi Esjubergs (Stekkur), austasti hluti, 12,5%, 1/3 hluti lands Esju- bergs mínus 1500 fm, Kjalamesi, þingl. eig. Ólafur Guðmundsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 2. október 2000 kl. 11.00. Tungusel 8, 0301, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Kol- brún Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú, Sparisjóður vélstjóra og Tungusel 8, húsfélag, mánudaginn 2. október 2000 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Slappað af eftir fund Tony Biair, forsætisráöherra Bretiands, og eiginkona hans, Cherie, slöppuöu af í gærkvöld eftir fundahöld fyrr um daginn á iandsfundi Verkamannaflokksins í Brighton. Heitar umræöur uröu um ellilífeyri á fundinum. Hnífjafnt uppgjör Dana um evruna Mikil spenna var í Dan- mörku i gær fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um aðild- ina að myntbandalagi Evr- ópu i dag. Samkvæmt þremur nýjum könnunum eru andstæðingar evrunnar með nauman meirihluta. Samkvæmt tveimur öðrum eru fylgjendur evrunnar með örlítinn meirihluta. Niðurstöður tveggja kann- ana til viðbótar sýna jafnt fylgi. Þegar munurinn er svo lítill skiptir hvert at- kvæði máli og baráttan um kjósendur stendur þar til kjörstöðum verður lokað í kvöld. í gær fullyrti leiðtogi stjómarand- stöðunnar, Anders Fogh Rasmussen, að stjómin myndi hækka skattana sigruðu andstæðingar evrunnar. Danska sjónvarpsstöðin TV2 sætir harðri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að birta útgönguspár þegar frá klukkan 14 í dag af ótta við að þær hafi áhrif á atkvæða- greiðsluna. Karen Jepsersen innanríkisráðherra neitaði í gær að grípa til aðgerða gegn TV2 og vísaði til tján- ingarfrelsis. Margir höfðu enn í gær ekki tekið afstöðu. Sam- kvæmt skoðanakönnun Jyllands-Posten mun tíundi hver kjósandi taka afstöðu í dag. Tuttugasti hver mun ekki taka ákvöröun fyrr en í kjör- klefanum. Einnig sýndu kannanir að margir kynnu að skipta um skoð- un á síðustu stundu. Poul Nyrup Forsætisráöherr- ann fór út á göt- ur og torg i gær til afla evrunni fylgi. ummmimmM Róstur í Jakarta Hundruð náms- manna og íbúa Jakarta réðust i morgun á stuðn- ingsmenn Suhartos, fyrrverandi forseta, og kveiktu í strætis- vagni utan við dóm- húsið þar sem rétt- arhöld yfir honum fara fram. Lækn- ar úrskurðuðu í morgun að Suharto væri of veikur til að mæta til réttar- haldanna. Skotið á Palestínumenn ísraelskir lögreglumenn skutu í morgun gúmmíkúlum að Palestínu- mönnum við Musterishæðina í Jer- úsalem. Lögreglumaður særðist í átökunum. Barnaklámhringur Lögreglan á Ítalíu og í Rússlandi handtók í gær 11 menn í bamaklám- hring. Bamaníðingar frá mörgum löndum höfðu greitt allt að 600 þús- und íslenskra króna fyrir myndir af bömum sem var nauðgað, mis- þyrmt og þau jafnvel myrt. Hillary með 50 prósent Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, sem sækist eftir að vera öldungadeildarþingmaður fyrir New York, nýtur nú fylgis 50 pró- senta kjósenda. Keppinautur henn- ar og frambjóðandi repúblikana, Rick Lazio, er með 43 prósenta fylgi. Mafíuforingi skotinn Mafiuforinginn Francis Vanver- berghe var skotinn til bana í París í gær. Árásarmaðurinn komst undan á mótorhjóli. Friðhelgi fyrir flóttann Rannsókn vegna spillingar njósna- foringjans Vla- dimiro Montesions í Perú var hætt í síðustu viku áður en hann sótti um hæli í Panama. Stj órnmálafræðing- ar segja lok rannsóknarinnar geta hafa komið í veg fyrir valdarán hersins. Umboðsmaður Perú krafð- ist í gær framsals Montesinos frá Panama. Samvinna við Gaddafi Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og Gaddafi Líbýuleið- togi hétu því í gær að auka sam- vinnu sína á efnahagssviðinu. Leið- togamir ræddust við í síma í gær. Öruggar skólastofur George Bush, for- setaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, hét því í gær að gera skólastofur í Bandaríkjimum ör- uggar. Bush vill að kennarar fái að beita aga án þess að eiga á hættu lögsókn. Bush var á kosningaferða- lagi í Los Angeles þar sem oft hefur verið gripið til skotvopna. Rússar ekki óvinir Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, hvatti í gær repúblikana til að gera ekki Rúss- land að óvinaþjóö þrátt fyrir áhyggj- ur af stefnu Pútíns Rússlandsfor- seta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.