Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Samgönguráðherra: Sjóslysanefnd út á land w- Haraldur Blöndal hættir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur skipt út formanni sjó- slysanefndar og skipað Inga Tryggvason, lög- fræðing í Borgar- nesi, í stað Har- aldar Blöndal, lögmanns í Reykjavík. „Þetta er allt í sátt og sam- lyndi,“ sagði Har- aldur Blöndal í gær. „Mér skilst að ráðherrann ætli að flytja nefndina út á land þannig að það gengi ekki að ég væri formaður hennar þar.“ Haraldur Blöndal hefur verið for- maður sjóslysanefndar samtals í sjö ár. Nýr formaður nefndarinnar kemur úr kjördæmi samgönguráð- herra og er talið víst að nefndin verði einnig staðsett þar þegar hug- myndir ráðherrans um flutning hennar verða að veruleika. -EIR Haraldur Blöndal Hættir sáttur. Kvikmyndir og drag I Fókusi á morgun er meðal ann- ars að flnna viðtal við Skjöld Ey- fjörð sem sigraði í dragkeppninni um síðustu helgi, Barði Jóhannsson segir frá framavonum BangGang í Frakklandi og tekinn er púlsinn á félagslífinu í skólum borgarinnar. Spáð er í hverjar af ungu stjömun- um okkar muni í framtíöinni líkjast þeim sem eldri eru, Áslaug Baldurs- dóttir ræðir um ferðalög sín með Rolling Stones og U2 og nokkrir ungir kvikmyndagerðarmenn spjalla um framtíðina í greininni. Sérblað um Kvikmyndahátíð í Reykjavik fylgir Fókusi og þá er Líf- *^ið eftir vinnu á sínum stað, ná- kvæmur leiðarvísir um skemmtana- og menningarlífið. „Þaö er bara eins og það séu aö koma jól!“ Guörún Guðmundsdóttir tók brosandi á móti afsökunarbeiöni Línu.net en skrifstofustjórinn, Elín Margrét Gunnarsdótt- ir, færöi Guörúnu biómakörfu í gær. Guörún slasaði sig er hún datt ofan i ómerkta holu þar sem Lína.net var aö ieggja Ijósleiðara. Níræð datt í óvarða holu: Lina.net biðst af- sökunar „Ekki ætlaðist ég til þessa. Það er bara eins og það séu að koma jól,“ sagði Guðrún Guðmundsdóttir, reykvísk kona á níræðisaldri, þegar hún tók við blóma- og ávaxtakörfu frá Elínu Margréti Gunnarsdóttur, skrifstofustjóra Línu.nets, í gær. Karfan var afsökunarbeiðni Línu.nets til Guðrúnar en í síðustu viku datt hún ofan í ómerkta og óvarða hnédjúpa holu á homi Tún- götu og Garðastrætis, eins og fram kom í DV. Þar er verktaki Línu.nets var að leggja ijósleiðara. Guðrún og 12 ára gamalt barna- bam hennar voru úti að ganga með hundinn þegar slysið varð. Þau voru á gangi eftir Túngötunni, á leið út á Landakotstúnið, þegar Guðrún, sem er orðin sjóndöpur, sá ekki holuna og datt ofan í hana. „Ég vissi ekkert af mér fyrr en ég bara lá þama í holunni," sagði Guð- rún. Tvær konur sem áttu leið hjá stöðvuðu bíl sinn og aðstoöuðu hana. Guðrún vildi þakka þessum tveim ókunnu konum hjartanlega fyrir aðstoðina. „Þær eiga þakklæti skilið, þær flýttu sér til mín og keyrðu mig svo heim. Það er mín reynsla að íslendingar eru svo hjálpsamir," sagði Guðrún sem er enn marin og skrámuð eftir fallið. Lina.net gaf verktakanum sem láðist að merkja holuna áminningu. -SMK Salmonellubakterían illræmda greinist nú víðar í Evrópu: ESB gefur út viövörun - Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna kunnugt um málið Salmonella af sama stofni og sú sem hefur valdið faraldri hér hefur greinst víða í Mið-Svíþjóð undan- farna daga. Tegundin er Salmonella tythimurium DT 204. Þessi sama baktería hefur nú einnig greinst í Hollandi, samkvæmt upplýsingum sem Haraldi Briem sóttvamarlækni bárust í gær. Það virðist því ljóst að salmonellubakterían hefur dreifst víða um Evrópu að undanfomu, því eins og kunnugt er hefur hún einnig greinst víöa á Suður-Englandi og norðausturströnd Englands. Evrópusambandið hefur ákveðið sóttvamarkerfi innan sinna vébanda. Það mun gefa út viðvörun vegna salmonellufaraldurs, sem virðist hafa komið upp í fleiri en einu landi. Þess- ari viðvömn er dreift til heilbrigðis- Hráðuneyta allra fimmtán aðildar- landanna og landanna, að sögn Haraldar. Þá er matvæla- og lyfja- stofnun Banda- ríkjanna kunnugt Haraldur um málið. Samvinna leysi „Það hjálpar gátuna okkur að þetta skuli vera svona óvenjuleg baktería," sagði Haraldur, en þessi stofn er sjaldgæfur, eins og fram hefur komið og fjölónæmur fyr- ir sýklalyfium. „Úr því að svo er get- um við ef til vill fundið einhvem samnefnara með víðtækri samvinnu. Þetta segir okkur væntanlega að það er einhver matvara sem er í býsna mikilli dreifingu sem veldur þessu. Við vonumst til þess að öll þessi sam- ræmda vinna muni geta leyst gátuna um uppruna bakteríunnar." Haraldur sagði að Bretar hefðu að undanfórnu rannsakað orsakir sýk- ingarinnar þar í landi. Boðleiðimar þar væru þó miklu lengri en hér og Bretamir hefðu enn ekki getað sýnt með órækum hætti fram á upptök- in. -JSS Samið í deilu ófaglærðra á Selfossi: Launin tosuðust upp Samningar tókust í gærkvöld í kjaradeilu verkalýðsfélagsins Bárunn- ar Þórs fyrir hönd ófaglærða starfs- manna á Sjúkrahúsi Suðurlands og samninganefhdar ríkisins. Að sögn Ingibjargar Sigtryggsdóttur, formanns Bárunnar Þórs, „tosuðust launin að- eins upp“ frá fyrra samningi sem ófag- lærðir felldu fýrr í mánuðinum. Atkvæðagreiðsla um nýja samning- inn fer fram í síðasta lagi 6. október nk. Verkfalli félagsins, sem koma átti til framkvæmda á miðnætti í kvöld, var frestað til 13. október. Samninga- nefhd ríkisins hafði efast um lögmæti verkfallsboðunarinnar og skotið mál- inu til félagsdóms. Er niðurstöðu hans að vænta í dag. -JSS Forstjóri Norsk Hydro sagður efast um ágæti Austfirðinga: Vonbrigði og áhyggjur - segja Smári Geirsson og Hrafnkell A. Jónsson „Ég veit ekki hvaða fólk þessi for- stjóri hefur umgengist ef hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Ég veit að Austfirðingar eru vel hæfir til að vinna öll þau störf sem til falia í tengsl- um við byggingu þessa álvers. Það er bara spuming hvort þeir séu nógu margir," sagði Hrafnkell A. Jónsson um fréttir þess efnis að forsfióri Norsk Hydro í Noregi hafi áhygaur af því að ekki sé til nógu hæft fólk til að þjón- usta fyrirhugað álver á Reyðarfirði. Til dæmis efist hann um að Austfirðingar geti rekið þvottahús og mötuneyti af Hrafnkell A. Smári Jónsson Geirsson. þeirri stærðargráðu sem þarf. „Norðmenn voru með vissar efa- semdir um getu samfélagsins til að taka að sér svona verkefni en þeir ef- ast ekki lengur. Enda er það fráleitt að Austfirðingar geti ekki boðið upp á þvottahúsaþjónustu eða mötuneyti,“ sagði Smári Geirsson, formaður Sam- taka sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi. „Svona fréttir vekja áhyggjur meðal fólks hér.“ Hraftikell A. Jónsson sagði að þess- ar fréttir væru gifurleg vonbrigði fyrir Austfirðinga: „En þetta hef ég óttast lengi; að Norsk Hydro hafi aldrei verið að tala í alvöru um byggingu álvers á Reyðarfirði." -EIR Tilboðsuerð kr. 4.444 Lítil en 5 leturstærðir 9 leturstillinpar prentar í 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport P-touch 1250 ki Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport SYLVANIA 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.