Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2000, Side 15
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2000 DV Helgarblað Sviðsljós Vill bara borða appelsínugulan mat Leonardo DiCaprio Billy Bob Thomton er vinsæll leik- ari í Hollywood sem hefur að undan- fórnu verið mikið í sviðsljósinu vegna hraðsoðins hjónabands síns við Ang- eline Jolie en þau stukku í hnappheld- una eftir afar skömm kynni. Um þessar mundir er Jolie við tök- ur í Evrópu en Billy er einn að slæp- ast vestur í Ameríku. Hann er að sögn sérvitrari í mataræði en góðu hófi gegnir. Á dögunum var hann lagður sjálfviljugur inn á sjúkrahús í Banda- ríkjunum og mun ætla að dvelja þar um hríð. I fyrstu töldu allir að hann væri þar vegna misnotkunar eitur- lyQa sem er nánast atvinnusjúkdómur leikara en nú hefur annaö komið á daginn. Billy Bob er haldiim þeirri þrá- hyggju að allur matur sem hann læt- ur ofan í sig verði að vera appelsínu- DiCaprio í banni Leonardo DiCaprio er stór- súama sem þarf ekki lengur að leika i kvikmynd- um til þess að kom- ast í fféttimar. Allt sem hann gerir eða gerir ekki em frétt- ir. Hann komst i blöðin á dögunum þegar hið virðulega hótel, Argyle i Los Angeles, setti hann á bannlista. Hér eft- ir fær DiCaprio ekki að gista á Argyle þótt hann feginn vildi. Ástæðan er sú að síðast þegar kapp- inn tékkaði sig inn var hópur vina hans í fór með honum. Þeir vom að skemmta sér og þegar þeir yfirgáfu staðinn vora herbergi þeirra algerlega i rúst þar sem búið var að bijóta og bramla allt laus- legt. Slík hegðun er alþekkt meðal stjamanna og margar þeirra skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem þær gista. En Argyle-bændum þótti þetta heldur mikið og strikuðu DiCaprio út af gestalistan- um. Stjaman er í góðum félagsskap á svarta listanum en þar er næstur á und- an körfúboltajaxlinn Dennis Rodman. Hvílir bölvun á Crowe? Leikarinn Russell Crowe hefúr skotist upp á stjömuhimin- inn síðasta ár, sér- staklega eftir leik sinn í úrvalsmynd- inni The Insider og siðan í skylminga- tryllinum The Gladi- ator. Crowe er eng- inn nýgræðingur í leiklist en hann kem- ur ffá Ástraliu eins og Mel Gibson og Paul Hogan svo reynt sé að tengja hann við vinsælar hasarhetjur. Um þessar mundir stendur yflr und- irbúningur að tökum á kvikmyndinni Flora Plum þar sem Crowe á að leika að- alhlutverkið en Jodie Foster ætlar að leikstýra. Crowe meiddist við æfmgar og nú er talið að hann þurfi að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Þetta setur áætlanir allra í uppnám og sérlega er þetta óþægilegt fyrir Foster sem hafii- aði hlutverki í Hannibal, framhalds- myndinni af Lömbin þagna sem allri bíða eftir. Þetta er í þriðja skiptið sem óhöpp verða þegar Crowe starfar að tökum eða æfmgum á kvikmyndum. Við tökur á The Gladiator lést gamli skarfúrinn Oli- ver Reed áður en tökum var að fullu lok- ið. Við tökur á Proof of Life, þar sem Crowe leikur á móti Meg Ryan, varð slys og aukaleikari lést. Það er því ekki að undra þótt hjátrúarfullt fólk í kvik- myndaiðnaðinum sé farið að velta því fyrir sér hvort ef til vill hvíli bölvun á Crowe. Russell Crowe Hann þótti góö- ur í Gladiator en nú er feríll hans í hættu vegna meiðsla. gulur á litinn. Þetta er gott og blessað þegar t.d. appelsínur eru annars veg- ar en litaháð mataræði af þessu tagi er ekki eins hollt og Billy Bob heldur. Vegna þessarar sérvisku er fullyrt aö hann þjáist af einhverjum hörgulsjúk- dómum sem stafa af skorti á nauðsyn- legum vítaminum og bætiefnum. Venjulega verður slíkra sjúkdóma aðeins vart í þróunarlöndum þriðja heimsins þar sem fólk skrimtir á barmi hungursneyðar alla ævi. En það er greinilega víða pottur brotinn í þessum efnum. Rafmagnsgitar, magnari nveffekt, ól og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Kassagitarar frá 6.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.