Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
DV
Fréttir
Skoðanakönnun DV um ríkisstofnanir og landsbyggðina:
Flestir sammála flutn
ingi ríkisstofnana
- meirihluti framsóknarmanna með en sjálfstæðismenn á móti
Afgerandi munur kemur fram á
skoðunum íslendinga í skoðana-
könnun DV þar sem spurt var: ertu
fylgjandi eða andvig(ur) flutningi
ríkisstofnana út á land. Mikill
meirihluti eða 63,2 prósent lands-
manna eru fylgjandi slíkum flutn-
ingi. Athygli vekur að stuðnings-
menn stjómarflokkanna eru mjög
ósammála í afstöðu sinni.
í skoðanakönnuninni, sem gerð
var fóstudaginn 29. september, var
úrtakið 600 manns. Þeir sem tóku
afstöðu voru 465 eða 77,5% en óá-
kveðnir voru 9,3% og þeir sem svör-
uðu ekki voru 13,2% eða samtals
22,5%. Af þeim sem afstöðu tóku
voru 63,2 prósent fylgjandi flutningi
ríkisstofnana út á land en 36,8 pró-
sent voru á móti.
Þegar skoðaðar eru niðurstöður
stuðningsmanna flokkanna kemur
ýmislegt athyglisvert í ljós. Meiri-
hluti stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokks er á móti flutningi rikisstofn-
ana út á land eða 48% en 39% eru
því meðmælt. í stuðningsmanna-
hópnum voru 13% sem ýmist voru
óákveðin eða vildu ekki svara. Hjá
þeim sem styðja Framsóknarflokk-
inn er mikill meirihluti eða 72%
fylgjandi flutningi rikisstofnana út
á land en 20% á móti. Þeir sem eru
óákveðnir eða svara ekki í þeim
hópi mældust 8%.
Þegar litið er til stuðningsmanna
annarra flokka kemur í ljós að á bak
við Frjálslynda flokkinn er mikill
stuðningur við flutning rikisstofnana
eða 57% en andstaðan mælist 14%.
Óákveðnir í þeim hópi og þeir sem
svara ekki reyndust vera 29%.
Svipaða sögu er að segja af afstöðu
stuðningsmanna Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs. Þar er stuðn-
ingur við flutning 56% en andstaðan
31%. Óákveðnir og þeir sem svara
ekki mælast vera 13%.
Flutningur ríkisstofnana Svör !ftir lands,,lutum
út á land
Þeir sem
,8%
andvíg
63,2%
fylgjandi
V
Allt úrtakið
Höfuðborgarsvæöið
,5% _ A
aftin/ 49,0 ^
ara ekki fylgjandi
^9
. . sjpp|||
Landsbyggöin
Hjá Samfylkingunni er þessu öfugt
farið. Andstæðingar flutnings ríkis-
stofnana mælast vera 54% en stuðn-
ingsmenn 41%. Óákveðnir og þeir sem
ekki svara í þeim hópi eru 5%.
Samkvæmt þessu virðist andstaða
við flutning ríkisstofnana út á land
vera mest í hópi stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinn-
ar en meirihluti stuðningsmanna ann-
arra flokka eru fylgjandi flutningi rík-
isstofnana út á land.
Afgerandi stuðningur á
landsbyggðinni
Mjög afgerandi munur er á svörum
fólks eftir búsetu. Á höfuðborgar-
svæðinu eru 56,2% andvíg flutningi
rikisstofnana en 43,8% með.
Á landsbyggðinni snýst dæmið
heldur betur við en þar eru 83% fylgj-
andi flutningi ríkistofnana út á land
en aðeins 17% á móti.
Ekki er afgerandi munur á afstöðu
kynjanna. Karlar eru að 61,2 hund-
raðshlutum fylgjandi flutningi en
38,8% á móti. I hópi kvenna eru 65,5%
fylgjandi flutningi en 34,5% eru á
móti. -HLH/HKr.
Hannes
Hólmsteinn.
Prófessor með jólabók:
Hannes og
húmorinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor er að leggja lokahönd á
nýja bók sem vænt-
anleg er á markað
fyrir næstu jól.
Bókin heitir Fyndn-
ir Islendingar og
hefur að geyma hátt
í þúsund gamansög-
ur sem sagðar hafa
verið af ýmsu til-
efni og Hannes hef-
ur safnað saman á
einn stað. Bókin
verður ríkulega myndskreytt og í
raun nútímaútgáfa af bókaflokkn-
um íslensk fyndni sem gefinn var út
snemma á öldinni og var til á vel-
flestum heimilum landsins. -EIR
Rannsókn á
lokastigi
Héraðsdómur Reykjavíkur fram-
lengdi gæsluvarðhald yfir 38 ára
gamalli konu, sem grunuð er um að
hafa valdið
dauða
manns, til
14. nóvem-
ber. Konan I
er grunuð
um að hafa
átt aðild að dauða 47 ára gamals
manns í kjallaraíbúð á Leifsgötu í
Reykjavík í lok júlí. Rannsókn er á
lokastigi. -SMK
Hugaö að hlýraeldi í Norðfirði:
Sjómenn segja „olíu-
bragð“ af hlýranum
- en markaðurinn er góður og verðið hátt
DV, NORÐFIRÐI:
Nýjasta hugmynd Fjarðarbúa
er hlýraeldi og í undirbúningi er
stofnun félags, Hlýra ehf. Helstu
hvatamenn þess eru þeir Jóhann
Pálsson hjá Hönnun hf. á Reyðar-
firði og Hreinn Sigmarsson hjá
Fjárfestingafélagi Austurlands.
Styrkur til frekari athugunar á
verkefninu hefur fengist hjá Iðn-
tæknistofnun og einnig 3 milljón-
ir frá sjávarútvegsráðuneytinu og
hefur verið ráðinn til verksins
Snorri Gunnarsson líffræðingur.
Skilyrði til hlýraeldis virðast
mjög góð hér í Norðfirði. Ekki er
vitað til að hlýraeldi hafi áður
verið stundað í heiminum og yrði
þetta frumtilraun ef af yrði.
Markaðsverð fyrir hlýra hefur
verið allgott og markaður nokkuð
öruggur. Ekki eru þó allir á einu
máli um hversu góður matfiskur
hlýri sé. Góður sjómaður sagði
mér að af honum væri olíubragð.
Þess má líka geta að roð af hlýra
þykir hið hesta efni til ýmiss kon-
ar iðnaðar. Hefur maður séð hin
fegurstu veski, inniskó, belti og
annað smálegt úr hlýraroði. Vona
menn að af þessari framkvæmd
verði. -KAJ
Rykbomba
Réttsýnar ryksugur
á rosalega fínu
verði*
Vampyr 5020
1 Orkusparandi vél
• Sogkraftur 1.300 W J
• Fimmfalt filterkerfi
■ Tveir fylgihlutir
icr.
►
•II AEG
VAMPYR 5020
0) ! ©
CE 220,0
• 1500 wött
• 350 sogwött
• Stiglaus styrkstillir
• Fimmfalt filterakerfi
• Breytilegur soghaus
• Fjórir fylgihlutir
CE 275,0
• 1500 wött
• 350 sogwött
• Stiglaus styrkstillir
• Lengjanlegt sogrör
• Fimmfalt filterakerfi
• Breytilegur soghaus
• Fjórir fylgihlutir
CE-POWER
• Kraftmikil ryksuga
í sportlegri tösku
• Sogkraftur 1.600 W
• Lengjanlegt sogrör
• Fimmfalt filterkerfi
• Tveir fylgihlutir
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
* Pað að ryksuga sé réttsýn verður
ekki útskýrt hér og kannski aldrei,
en maður hefur það á tilfinningunni
að það hljóti kannski að geta skipt
máli