Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Blaðsíða 10
10
Hagsýni
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
I>V
Sparaksturskeppni FÍB og Olíufélagsins:
Mikill sparnaður með
réttu aksturslagi
- VW-nýbjalla í 1. sæti og Daewoo Musso-jeppi í 2. sæti
Um síðustu helgi fór fram
sparaksturskeppni á vegum Félags
íslenskra bifreiðaeigenda og Olíufé-
lagsins. Sigurvegarinn varð Ragnar
Þorsteinsson á Volkswage-nýbjöllu
1,6. Keppt var um að eyða sem
minnstu bensíni miðað við opinbera
eyðslutölu Evrópusambandsins fyr-
ir hvern bíl. Ragnari tókst að keyra
bjöOuna á 31,6% minna bensíni en
þessar opinberu tölur segja að með-
aleyðsla bílsins sé í blönduðum
akstri, eða aðeins 4,8 lítrum á
hundraðið. í ööru sæti varð Valur
Vífilsson á Daewoo Musso-jeppa
sem var 30,6% undir ES-eyðslutöl-
unni. Samkvæmt þeirri tölu á hann
að eyða 13,5 lítrum á 100 km en
rauneyðslan var um 9,3 lítrar á 100
km. I þriðja sæti varð Óskar Guðna-
son á Honda Civic. ES-eyðslutalan
fyrir þann bil er 6,8 lítrar á
hundraðið en hjá Óskari eyddi
Hondan 4,8 lítrum sem er 29,4%
undir ES-eyðslutölunni. Þessi
keppni er hugsuð fyrir neytendur,
félagsmenn FÍB og alla þá sem eru í
bílahugleiðingum. Þeir hafa þá sam-
anburð milli aUra sambærilegra
bíla, þ.e jafnstórra. Sparaksturs-
keppni FÍB fer fram eftir alþjóðleg-
um reglum sem um keppni af þessu
tagi gUda. Þegar bílar eru gerðar-
viðurkenndir á Evrópska efnahags-
svæðinu eru þeir settir á færiband
þar sem þeir eru keyrðir eins og
flestir bílar eru keyrðir, bæði á
hraðbraut, þjóðvegi og í þéttbýli.
Þessi prófun er alls staðar eins og er
þessi opinbera ES-eyöslutala talin
gefa mjög góða mynd af því hversu
miklu bensíni bilarnir eyða við
venjulegar aðstæður. Bílaumboðin
lána bílana og útvega ökumennina
Þeir sem aka um á eyðslufrekum bíium geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með réttu aksturslagi og öðrum ein-
földum atriðum.
og tóku tuttugu bílar frá flestum
bUaumboðanna þátt. Keppnisvega-
lengdin var rúmir 260 km í þéttbýli,
í dreifbýli, á vegum með bundnu
slitlagi og malarvegum. Aukaverð-
laun voru veitt ökumönnum þriggja
bíla sem minnstu eldsneyti eyddu á
hundraðið í keppninni. Eyðsla
þriggja bíla reyndist hnífjöfn, 4,8 lít-
ar á 100 km. Þeir bílar voru VW-
bjallan, bíll Ragnars Þorsteinsson-
ar, Honda Civic, sem Óskar Guðna-
son ók, og Daewoo Matiz sem Guð-
bergur Guöbergsson ók.
Auðvitað er þessi árangur mikið
undir ökumanninum kominn en
hann segir okkur jafnframt að það
skiptir miklu máli hvernig bílar eru
keyröir og að hægt sé að spara um-
talsverðar fjárhæðir með þvi að
minnka bensíneyðslu bilsins.
\ Sparaksturskeppni FÍB og ESSO
Tegund Stcerð vélar (lítrar) Uppgefin eyðsla (ES) (inookm) Eyðsla í spar- aksturskeppni (11100 km med refsilítrum)
Opel Zafira 1,6 8,3 7,1 (-14,0%)
Opel Vectra M 7,4 6,6 (-11,3%)
D. Nubira, ssk. 1,6 8,5 7,1 (-17,0%)
VWPolo V 6,2 5,6 (-9,6%)
Daewoo Musso 2,3 13,5 9,4 (-30,6%)
Honda Civic L5 6,8 4,8 (-29,4%)
Isuzu Trooper 3,0 D
Honda HRV 1,6
MMCPajero 3,2 D
Daewoo Matiz 0,8
Peugeot 206 1,4
Daewoo Leganza 2,0
Nissan Almera 1,8
VW Bjalla 1,6
Opel Astra 1,2
Ford Focus l,6i
Volvo S80, ssk. 2,4
Rat Punto 1242 U
10,5
8,7
10,7
6.4
6,6
9.2
7.5
7.5
6.2
7,0
9.5
6.5
9.3 (-11,9%)
8.5 (-2,5%)
9.5 (-11,3%)
4.8 (-25,4%)
5.9 (-10,3%)
7,7 (-16,2%)
6.5 (-13,4%)
5,1 (-31,6%)
5.5 (-11,4%)
5.6 (-19,7%)
7,5 (-20,6%)
5.3 (-18,5%)
Bensínkostnaður:
Hægt að spara tugi þúsunda
Meðalakstur fjölskyldubils hér á
landi er 15-18.000 km á ári. Ef við
reiknum með hærri tölunni, 18.000
km, og að meðaleyðsla bílsins sé 10
lítrar á hundraðið má gera ráð fyrir
að bensínkostnaður ársins verði um
164.220 kr. ef keypt er 95 okt. bensín
á verðlagi dagsins í dag (96,60
kr./l).Takist að minnka bens-
íneyðsluna um 30% sparast tæplega
50.000 kr á ársgrundvelli.
Bensíndropinn er dýr, reynum því
að komast sem lengst á hverjum
lítra.
Nokkur einföld
ráð sem draga
úr bensíneyðslu
Keyrið hægar
Bensíneyðslan getur aukist um
10% eða meira á hvem kílómetra
sem ekinn er á 100 km/klst í stað 80
km/klst.
Þrýstingur í hjólbörðum
Ójafn þrýstingur eða linir hjól-
barðar auka bensíneyðslu og ætti
því að mæla þrýstinginn reglulega.
Bíll í hægagangi eyðir
Ef stansað er í meira en hálfa til
eina mínútu borgar sig að drepa á
bílnum.
Akið á jöfnum hraða
Bíllinn eyðir mest við hraðaaukn-
ingar, snöggar inngjafir og mikla
inngjöf við hraðaaukningu og þess
háttar. Best er að halda jöfnum
hraða.
Minnkið loftmótstöðu
ÖU loftmótsstaða eykur eyðslu.
Hafíð því glugga og topplúgu lok-
aða, forðist óþarfa farangur á topp-
grind og hafið bílinn hreinan. (Flug-
vélar eru bónaðar oft svo þær eyði
minna eldsneyti).
Hitið vélina með
rafmagni
Þar sem bílar eyða óhemju miklu
eldsneyti þegar þeir eru kaldir þá
margborgar sig að fá sér vélahitara.
Það eru element sem ganga fyrir
rafmagni og hita upp vatnið á kerfi
bílsins upp í u.þ.b. bil 50" C, sem er
nálægt vinnsluhita bílsins. Notkun
svona hitara getur minnkað elds-
neytiseyðslu bílsins um tugi pró-
senta. Rafmagnið sem notað er til
upphitunarinnar er mun ódýrari og
vistvænni orka en bensínið.
Fleiri í bíl
Það er mikilvægt, bæði frá spam-
aðarsjónarmiði og umhverfisvemd,
að nýta bílana betur. Óþarfi er að
hver fari á sínum bil þegar nokkrir
aðilar eru á leið á sama staðinn á
sama tíma. Að lokum má minna á
almenningssamgöngur og þann
möguleika að ganga styttri vega-
lengdir.
Tilboð verslana
Þín verslun
Tilboöin gilda til 11. október. 1
Q 1944 kjötb. I brúnni sósu 20% afsl.
Q Gevalia, 500 g 299 kr.
0 Toro ítölsk grýta 169 kr.
Q Heimilisbrauð 139 kr.
Q Gatorade, 500 ml, 3 teg. 219 kr.
Q Andrex eldhúsrúllur, 4 stk. 249 kr.
Q Marabou súkkulaöi 89 kr.
Q Skólasvali, 3 saman 99 kr.
Q
©
Fjarðarkaui
Tilboöin gllda tll 7. Júlí.
Q Pampers bleiukassl 2698 kr.
0 fiauð og græn epli 98 kr.
Q Rauö paprika 449 kr. kg
0 Engjaþykkni, 3 teg. 62 kr.
Q Rauövínslegib lambalæri 798 kr.
Q Londonlamb 798 kr. kg
0 Úrb. hangilæri 1299 kr.
Q
Q
©
Uppgrip-verslanir Olís 1
Tilboöin gilda í október. 1
0 Bouches, hvítt 35 kr.
Q Bouches, rautt 35 kr.
0 Freyju rískubbar 189 kr.
Q Klt Kat 39 kr.
0 Remi súkkulaðikex 109 kr.
Q Hanskar Thinsulated 390 kr.
Q Rúbuskafa meö bursta Q Q © 345 kr.
Samkaup
Tilboöin gilda til 8. október. |
0 Lambalæri af nýslátruöu 689 kr. kg \
0 Blandaö súpukjöt af nýsl. 339 kr. kg
Q Rófur 89 kr. kg
Q Lambahryggur af nýsl. 689 kr. kg
Q Bayon,eskinka 799 kr. kg
Q Kartöflur, 2 kg 129 kr.
o
o
o
©
Hraðbúðir Esso
Tilboöin gilda til 14. október. i
Q Freyju rís, stórt 79 kr.
Q Sóma horn 209 kr.
Q Mónu Rex súkkulabikex 39 kr.
Q Freyju hríspoki 139 kr.
Q Toffy Pops 100 kr.
Q Vekjaraklukka 495 kr.
Q Lukt fjölnota, 6 IJós í einu Q Q © 695 kr.
10-11
Tilboöin gilda til 12. október.!
0 Góö kaup, saltkjöt 299 kr. kg
Q Goöa lambalæri, froslö 599 kr. kg
Q Goöa iambahr. frosinn 699 kr. kg
Q Goöa lambasn. m/ostaf. 299 kr. kg
Q Goöa svínagúllas 899 kr. kg
Q Goodfellas pizza 529 kr.
Q Goodfellas plzza 329 kr.
Q Aviko franskar 329 kr.
Q KJörís mjúkís, 11, 4 teg. 299 kr.
0 Pop Secret örbylgjupopp 99 kr.
Tilboöin gilda til 11. október.
Q Perur 89 kr. kg
Q Gular melónur 69 kr. kg
Q Matarlaukur 39 kr. kg
Q Ferskir kjúklingaleggir 699 kr. kg
Q Pizza Uitimate, 3 teg. 339 kr.
Q Reykt folaldakjöt 399 kr.
Q London lamb 798 kr. kg
Q Findus Oxpytt 489 kr.
Q Svínabógur, 1/1 359 kr. kg
0 Léttur Twist/tango/mambo 899 kr.
Nóatún 1
Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. j
Q Freyju rískubbar 189 kr.
Q Fetaostur I kryddlegi 249 kr.
Q Fetaostur 229 kr.
0 Maarud flögur 199 kr.
Q Felix kattamatur Q O o o © 69 kr.
Sparverslun.is 1
Tilboöin gilda til 11. október. 1
0 Lambalæri, frosin 698 kr. kg\
0 Léttreyktur lambahryggur 778 kr. kg j
0 Bananar 149 kr. kg
0 Epli, gul 98 kr. kg
0 Paprika, rauö 398 kr. kg
0 Palmolive sturtusápa 199 kr.
Q Colgate rafmagnstannb. Q Q © 1498 kr.
Smáauglýsingar
5X3
visir.is