Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Page 23
27
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
DV Tilvera
Kate 25 ára
Breska leik-
konan Kate
Winslet fagn-
ar aldarfjórð-
ungsafmæli
sinu i dag.
Það hefur lít-
ið borið á
Kate síðustu
misseri en
hún gat sér
heimsfrægð
þegar hún fór
með aðalhlut-
verk í einni vinsælustu kvikmynd
Gildir fyrír föstudaginn 6. október
Vatnsberinn 120. ian.-ts. fehr.t
, Þú þarft að sætta þig
' við að aðrir fá að
mestu að ráða um
framvindu mála sem
þiTert flæktur í. Gáta sem þú hef-
ur velt fyrir þér leysist óvænt.
Fiskarnir (19. febr.-20. marsl:
Vonbrigði þróast yfir í
lánægju þegar þú færð
fréttir frá vini eða ætt-
ingja. Samband þitt
við ákveðinn einstakling fer batn-
andi.
Hrúturinn (21. mars-19. aorii):
Ferðalög eru ef til vill
á dagskrá í nánustu
framtíð. Það borgar sig
að hafa augun opin í
dag og hHista vel á ráðleggingar
annarra.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Þú ræður sjálfur
miklu um framvindu
dagsins og ættir að
treysta á dómgreind
þíná. Hegðun einhvers kemur þér
á óvart.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Margt sem þú heldur
" áríöandi í dag er ekki
endilega jafhmikilvægt
og þér finnst. Haltu
fast við skoðanir þínar.
1 viuuramir iz
Krabbinn (22. iúni-22. iúiíi:
Dagurinn veröur við-
| burðarikur og þú hef-
' m meira en nóg að
gera. Varaðu þig
i ekki of tortrygginn.
Happatölur þínar eru 5, 9 og 35.
Liónið (23. iúlí- 22. ágústl:
Atburðir dagsins gera
þig líklega bjartsýnan
en þú verður að gæta
hófs, sérstaklega í pen-
ingamálum. Ekki vera kærulaus.
Vogin (23. se
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Einhver vandamál
koma upp en þegar þú
^^V^lfckynnir þér málið nán-
^ f ar sérð þú að þú þarft
ekki að hafa áhyggjur. Fáðu hjálp
ef þú getur.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Taktu ekki mark á
fólki sem er neikvætt
og svartsýnt. Kvöldið
verður afar skemmti-
legt í góðra vina hópi. Happatölm-
þínar eru 5, 8 og 23.
Soorðdreki 124. okt.-2i. nóv.t
i Þú þarft að einbeita
þér að einkamálunum
pog rækta samband þitt
við ákveðna mann-
eskju sem þú ert að fjarlægjast.
Rómantíkin kemur við sögu í dag.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
LEitthvað sem þú vinn-
rur að um þessar mund-
ir gæti valdið þér hug-
arangri. Taktu þér
góðan tímá til að íhuga málið. Þú
færð fréttir sem gleðja þig mjög.
Stelngeitin (22. des.-l9. ian.):
Haltu þig við áætlanir
þínar eins og þú getur
og vertu skipulagður.
Þér bjóðast góð tæki-
færi í vinnunni og skaltu fremur
stökkva en hrökkva.
Sviösljós
Jamie í baráttu
við áfengið
Tígri í Kringlunni
Krakkaklúbbur DV, Penninn og Kringluvinir voru staddir í Kringlunni sl. laugardag aö
dreifa bæktingi varöandi listasamkeppni Pennans, Krakkaklúbbs DV og Kringluvina.
Tígri var auövitaö mættur á staöinn og var aiveg rosalega duglegur aö hjálpa. Meö
Tígra á myndinni eru Sigríöur Þóra Kristinsdóttir, starfsmaöur Pennans, og Guörún
María Jónsdóttir, starfsmaöur Krakkakiúbbs DV.
Kvikmyndastjaman Jamie Lee
Curtis greinir frá því í viðtali við Red
Book Magazine að henni hefði tekist
að sigra í baráttunni við áfengið með
aðstoð 13 ára
kjördóttur
sinnar.
„Ég komst
að þeirri nið-
urstöðu að
það væri ekki
þess virði að
eiga í deOum
við dóttur
mína vegna
áfengisneysl-
unnar,“ segir
Jamie. Hún kveðst beitt öllum vilja-
styrk sínum til að hætta áfengis-
neyslu og segir að hún hafi að lokum
haft sigur.
Að sögn Jamie er það eins og að
vakna aftur til lífs-
ins að segja skilið
við flöskrma fyrir
fúllt og allt.
Princess Monoke
Maðurinn
Pétur
Jónasson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Catherine Zeta
dáir drenginn
Velska leikkonan með hrafn-
svarta hárið, hin elskulega
Catherine Zeta Jones, veit ekkert
skemmtilegra en að sitja og dást að
átta vikna gömlum syni sínum, Dyl-
an Douglas. „Hann er alveg dásam-
legur,“ segir leikkonan sem er sko
meira en til í að leika aukahlutverk
þegar kúturinn er annars vegar.
Catherine Zeta og unnusti henn-
ar, leikarinn knái og smái, Michael
Douglas, eru þessa dagana í Wales
til að sýna skyldmennum hennar
litla drenginn.
gegn náttúrunni
Mel C kynnti
kærastann
Kryddpían Mel C er búin að
kynna leynikærastann sinn fyrir
vinkonum sínum. Hinn heppni heit-
ir Dan Williams og er í tiltölulega
óþekktri rokkhljómsveit sem heitir
Tomcat. Rokkararnir voru upphit-
unarhljómsveit á tónleikaferðalagi
Mel C um England fyrir ijórum vik-
um. Eftir þriggja daga ferð um þjóð-
vegina var farið að fara sérstaklega
vel á með Mel C og Dan. Samkvæmt
vini Dans er hann enn varla búinn
að uppgötva að hann sé með
Kryddpíu.
Japönsk anime-teikni-
myndahefð hefur verið að
þróast þar í landi og er
orðin geysivinsæl. Hins
vegar hefur hún verið lítið
þekkt á Vesturlöndum en
hin síðustu ár hefur mátt
sjá breytingar á þvi. Það er
gaman að sjá að
Hollywood er farin að taka
eftir þessari kvikmynda-
grein. Sú Princess
Mononoke sem sýnd er á
kvikmyndahátíð er banda-
ríska útgáfan þar sem leik-
arar á borð við Claire
Danes, Minnie Driver,
Gillian Anderson og Billy
Bob Thornton tala fyrir
persónumar.
Myndin segir frá Shi-
taka, prinsi í afskekktum þjóð-
flokki. Hann drepur skrímsli sem
ræðst á þorpið hans en hlýtur sár og
verður fyrir bölvun. Hann þarf því
að leggjast í ferðalag til að komast
að eðli bölvunarinnar og hvort hægt
sé að aflétta henni. Hann finnur
námubæ þar sem Lady Eboshi ræð-
ur ríkjum en ófriður ríkir milli íbúa
bæjarins og skógarvera í aðliggj-
andi skógi vegna skógarhöggs í
tengslum við námugröft bæjarbúa.
Einn af helstu andstæðingum Ebos-
hi er prinsessan Mononoke, dóttir
úlfaguðs skógarins. Ashitaka heill-
ast af henni og bjargar henni frá
Bíógagnrýni
Princess Monoke
Ævintýri eins og best getur oröiö.
gildru bæjarbúa. Hann reynir að
miðla málum og fá mannfólkið og
skógarverurnar til að lifa í sátt
| mX+A 29. Mptembar - 12. október 2000
Kvikmyndahátíð
í Revkiavík
hvað við annað en hvorugur aðilinn
er reiðubúinn til að fyrirgefa og
stríð er óumflýjanlegt. Inn í málin
blandast síðan munkur sem er stað-
ráðinn í að finna sjálfan skógarand-
ann og höggva af honum höfuðið.
Það kostaði einar tuttugu milljón-
ir dollara að framleiða þessa mynd
og það má sjá þess merki í glæsi-
legri og vandaðri teiknun. Mörg at-
riðin eru mikilfengleg og hug-
myndaauðgin er mikil í sköpun alls
kyns óvætta, guða og einkennilegra
vera, hvergi meiri en í trjáöndunum
litlu sem eru i einfaldleika sínum
frábrugðnir öllu sem ég hef séð,
hvort sem er í teiknimyndum eða
leiknum myndum. í myndinni eru
vandamál vegna umgengni manns-
ins við náttúruna persónugerð í
baráttu námufólksins og dýraguð-
anna í skóginum. Boðskapurinn er
alls ekki einfeldningslegur og dreg-
in eru fram jákvæð áhrif iðnvæð-
ingar og þeirra þjóöfélagsumbóta
sem henni fylgir. Þetta er ekki hin
einfalda barátta góðs og ills. Sam-
fara fullorðnislegum efnistökum er
bamslegur ævintýrablær yfir
myndinni sem þó er á köflum of of-
beldisfull til að henta ungum börn-
um. Myndin minnti mig á góðar
stundir við lestur Tolkien og slíkra
ævintýrabókmennta og henni tekst
að vera skemmtilegt fóður fyrir aug-
að, sálina og hugann. Pétur Jónasson
Leikstjórn: Hayao Miyazaki. Handrit: Hayao
Miyazaki og Neil Gaiman. Raddlr: Billy Cru-
dup, Claire Danes, Minnie Driver, Gillian
Anderson, Billy Bob Thornton og Jada Pin-
kett. Bandarísk, 2000.
(Japönsk, 1997). Lengd
133 mín.
Maður og kona
Une Uaíson pornographique - ★ ★
Asgrímur
Sverrisson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
A
r
t-
Hér fellur flest í hinn
hefðbundna franska farveg
þar sem öll vötn falla til þess
Dýrafjarðar sem býr í sálar-
kytrunni og tilfinningalíf-
inu. Frakkar gera allt of
mikið af svona myndum þar
sem dælan er látin ganga
um flest það sem orð ná ekki
að höndla. Maður og kona
hittast í þeim tilgangi að
hafa mök á hótelherbergi og
verða smám saman ástfang-
in.
Frásögnin er römmuð inn
með viðtali við báða þátttak-
endur þar sem þau tala um
reynsluna og tilfmningar sin-
ar. Þetta fyrirkomulag er
náttúrlega þrautleiðinlegt en
Une Liaíson pornographique.
Heföbundinn franskur farvegur.
> 29. septembor - 12. október 2000
Kvikmyndahátíð
1 Reykjavík
það sem bjargar myndinni fyrir
horn er fmn og blæbrigðaríkur leik-
ur hjá Baye og Lopez. Svo er mynd-
in blessunarlega stutt sem og þessi
dómur. Þó skal áhugasömum bent á
eina afburðamynd franska sem
kannar svipaðar slóðir en margfalt
betur og beittar, með þögninni, því
sem ekki er sagt og tónlist sem nán-
ast hvíslar. Þetta er Un Coeur en Hi-
ver eða Kalið hjarta eftir meistar-
ann Claude Sautet sem nú er nýlát-
inn. Hún fæst á betri myndbanda-
leigum bæjarins.
Ásgrímur Sverrisson
Leikstjóri: Frédéric Fonteyne. Handrit:
Philippe Blasband. Aðalhlutverk: Natalie
Baye, Sergi Lopez.
Puffy boðaður í
réttarsalinn
Nú er komið að skuldadögum.
Hipphoppkóngurinn Puffy, eða Puff
Daddy, eða Sean Combs, hefur verið
boðaður í réttarsal í New York strax
eftir áramótin til að svara til saka
fyrir ólöglegan vopnaburð. Eins og
mörgum er eflaust í fersku minni
var hipphopparinn og unnusti hinn-
ar kynþokkafullu Jennifer Lopez
viðriðinn skothríð á diskóteki í
stórborginni. Það verður því vænt-
anlega ekki mikið um nýársgleði
hjá kappanum sem á yfir höfði sér
fimmtán ára fangelsisvist verði .
hann fundinn sekur. Vonandi þó
ekki, Jennifer vegna.