Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2000, Side 28
2*
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
Ung kona stöðvuð:
Ofsaakstur á
Reykjanesbraut
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli og
í Hafnarfirði veitti skömmu fyrir
miðnætti í gær ökumanni eftirfór frá
Flugstöð Leifs Eirikssonar inn í
Garðabæ þar sem hann loks náðist.
Ökumaðurinn, sem er 22 ára gömul
kona, virti ekki stöðvunarmerki lög-
reglu og ók á ofsahraða eftir Reykja-
nesbrautinni með lögregluna á eftir
sér. Þegar komið var inn í Garðabæ
náði konan ekki beygju við Engidal i
Garðabæ og missti stjóm á bíl sínum
sem hafnaði utan vegar. Konan var
ein í bílnum og er ekki grunuð um
ölvun við akstur. -SMK
Reykjavík:
Bílaþjófar
> handteknir
Þrír ungir menn voru handteknir
í Hlíðahverfi Reykjavíkur um
klukkan hálffimm í morgun. Menn-
irnir voru staðnir að því að brjótast
inn i bíl og ekki þykir ólíklegt að
þeir hafl brotist inn í fleiri bíla í
hverfmu. Mennirnir voru vistaðir í
geymslum lögreglunnar og er málið
í rannsókn. -SMK
t >
( r
Sjónvarpsstjörnur
og tónlistarfólk
í Fókusi á morgun ræða nokkrir
einstaklingar um okkar ástsælu sjón-
varpsfréttamenn og gefa þeim ein-
kunnir fyrir frcimmistöðuna. Bjöm
Jörundur Friðbjömsson er að fara að
gefa út aðra sólóplötu sína og auk þess
að segja frá henni ræðir hann um leik-
ferilinn og það að vera orðin sjón-
varpsstjama. Hljómsveitin Gyllinæð
mætir í spjall og hið sama gera þeir fé-
lagar í Flaming Lips sem væntanlegir
em á klakann á Airwaves-hátiðinni.
Þá ræðir Egill Sæbjömsson um alla
heima og geima auk þess sem Lífið eft-
ir vinnu er á sínum stað, nákvæmur
leiðarvísir um skemmtana- og menn-
ingarliflð.
DV-MYND E.ÓL.
Sælla er aö gefa en þiggja
Börn í Laugarneshverfi komu saman í Laugarneskirkju í gær meö leikföng sem þau eru hætt aö nota. Markmiöiö var aö
selja sem mest afgamla dótinu og nota ágóöann til hjálparstarfs. Greinilegt er aö glatt var á hjalla hjá krökkunum.
Einar K. Guðfinnsson:
Sigur fyrir mín
sjónarmið
„Mér flnnst þetta mikið fagnaðar-
efni,“ sagði Einar K. Guðfinnsson al-
þingismaður um
niðurstöðu skoð-
anakönntmar DV
þar sem spurt var
hvort menn væra
fylgjandi eða and-
vígir flutningi rik-
isstofnana út á
land. 63,2 prósent
vora því fylgjandi
en 36,8 prósent andvígir.
“Umræðan um flutning ríkisstofh-
ana hefur að mínu mati verið mjög
einhliða gegn þessum hugmyndum,"
sagði Einar. „Ég vek athygli á því að í
leiðurum DV og Morgunblaðsins hef-
ur verið skrifað gegn þessu þannig að
mér fmnst þetta vera mikifl sigur fyr-
ir þau sjónarmið að færa ríkisstofnan-
ir út á land.“ -JSS
ísafjörður:
rúður 22 bíla í nótt og boðaði þá í
skoðun. Að sögn lögreglunnar er
ekki lengur klippt af bílum þegar
þeir eru komnir fram yfir sinn
skoðunartíma nema þeir séu annað-
hvort komnir tvö ár fram yfir skoð-
unartímann eða ef eigendur þeirra
hafa ekki sinnt fyrri boðunum lög-
reglu, en vikufrestur er gefinn þeg-
ar boðunin er límd á rúðumar. Er
þetta gert að skipan Ríkislögreglu-
stjóraembættisins tfl þess að
minnka óþægindi ökumanna. -SMK
Olíuverðið er að
sliga útgerðirnar
Útgerðarmenn kolmunnaskipa
segja hátt olíuverð vera að sliga
reksturinn og kolmunnaveiðarnar
séu orðnar glórulausar.
Sævald Pálsson í Vestmannaeyjum
gerir út Berg VE og segist hafa sent
skipið til að taka þann litla síldar-
kvóta sem skipið hafi, en að ekki
svari kostnaði að eltast við kolmunn-
ann. „Það er vonlaust fyrir einstak-
linga í útgerð að eiga við þetta. Það er
helst að þeir reyni að þrauka sem era
með bræðslumar á bak við sig. Olíu-
verðið hefur rokið upp og þetta er
orðin ein endaleysa."
Sævald segir útgerðarmenn lítið
hafa rætt saman um þetta háa olíu-
verð en menn hafi
fylgst með umræð-
unni úti í heimi og
verið að vonast eftir
kraftaverki.
Emfl K.
Thorarensen, útgerð-
arstjóri á Eskifirði,
segir olíuverðið komið í nær 30 krón-
ur á lítra, fyrir utan virðisaukaskatt.
„Mönnum þótti nóg um þegar verðið
fór í 18 og síðan 20 krónur, hvað þá
nú. Olíukostnaðurinn er orðinn svo
hár að það er ekkert vit orðið í þessu
útgerðarrugli.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur
gert út tvö skip, Hólmaborg og Jón
Kjartansson á
kolmunna, og Síld-
arvinnslan hefur
líka verið með tvö
skip, SR-mjöl með
Svein Benedikts-
son, Loðnuvinnslan
með sitt skip, Hof-
fellið, og Vopnfirðingarnir hafa stað-
ið í þessu. H. Ben í Sandgerði hefur
líka verið með skip og HB hefur
einnig verið með tvö skip. Olíukostn-
aðurinn er orðinn slíkur að maður
hefur aldrei séð annað eins. Hann get-
ur numið 60%-70% af aflaverðmæti
og siðan era vinnulaun um 40%. Svo
er ýmis rekstrarkostnaður og ekkert
Hólmaborg.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.:
Hmm í forstjóraflækju
- gömlu forstjórarnir hættir
„Við erum að vinna í þessu og erum
nú með fimm í sigtinu af þeim tuttugu
sem sóttu um,“ sagði Gísli Guðmunds-
son, stjómarformaður Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf., en stjóm flug-
stöðvarinnar hefur enn ekki ráðið
framkvæmdastjóra. Ómar Kristjáns-
son, forstjóri Flugstöðvarinnar, og
Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri
Fríhafnarinnar, hafa báðir látið af
störfúm og sinna staðgenglar störfum
þeirra þar til framkvæmdastjóri hefúr
verið ráðinn. Nýr framkvæmdastjóri
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Farþegarnir streyma í gegn en
forstjórann vantar.
tekur við stöfum beggja forstjóranna
sem fyrr voru nefndir í nýju hlutafé-
lagi um rekstur Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar sem veltir fjórum milljörð-
um á ári og er með 160 starfsmenn.
„Þetta er mikilvægt starf og við
erum að leita að manni á alþjóðamæli-
kvarða sem hefúr reynslu af erlendum
samskiptum í ýmsum myndum. Svona
menn eru ekki tíndir af tijánum og era
oft með langan uppsagnarfrest í þeim
störfúm sem þeir gegna fyrir þannig
að allt tekur þetta sinn tíma,“ sagði
Gísli Guðmundsson. -EIR
fæst upp í afskriftir. Ofan á allt sam-
an er verð á lýsi og mjöli mjög lágt.
Það er því heldur betur verið að
keyra þetta á tapi. Menn hafa verið
að ströggla þetta til að öðlast veiði-
reynslu með langtímamarkmið í
huga. Þetta er samt orðið glórulaust
og ekki bætti álit auðlindanefndar-
innar úr skák. Ofan á þetta á þannig
að skattleggja sjávarúrvegsfyrirtæk-
inn á línuna. Umræðan og öfundin út
í útgerðina gengur út yfir öll mörk.
Auðlindaskatturinn er rýtingsstunga
i bak sjávarútvegsplássa allt í kimg-
um landið," segir Emil Thorarensen.
-HKr.
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafoort
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Gæði og glæsileiki
smort
(sólbadstofa)
Grensásvegi 7, sími 533 3350.