Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Viðskipti____________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Viðskiptablaöiö Kaupþing metið á 10 milljarða króna - útboð hefst á þriðjudag en hámarkshlutur er 50 þúsund að nafnvirði Útboð á hlutabréfum Kaupþings hf. fer fram dagana 10.-12. þessa mánaðar. Um er að ræða 180 millj- ónir króna að nafnvirði sem boðnar verða út á genginu 10,25, eða sam- tals 1.845 milljónir króna. Miðað við útboðsgengið er verðmæti Kaup- þings um 10 milljarðar króna. Heildarnafnvirði hlutafjárútboðs- ins skiptist þannig að hlutum að 40 milljónum króna verður ráðstafað til Sparisjóðs Færeyja, starfsmenn Kaupþings hf. og dótturfélaga hafa forgang að kaupum á 40 milljónum króna og starfsmenn sparisjóðanna og tilgreindra dótturfélaga þeirra hafa forgang að kaupum á 20 millj- ónum króna. Krónur 80 milljónir að nafnvirði, auk þeirra hluta sem hugsanlega seljast ekki í sölu til framangreindra að- ila, verða seldar til einstak- linga og lögaðila í almennri áskrift. Af því hlutafé sem selt verður í útboðinu verður starfsmönnum Kaupþings hf., dótturfélaga og útibús, sem sérstaklega eru tilgreind í útboðs- og skráningarlýs- ingu, veittur forgangur að 40 milljónum króna að nafn- virði á útboðsgengi. Kaupþing hf. mun bjóða þessum aðilum lán fyrir hluta af kaupverðinu sem nemur allt að 75% af kaupverði. Starfs- mönnum og stjómarmönn- um sparisjóðanna og tiltek- inna dótturfélaga þeirra verður veittur forgangur að 20 miiljónum króna að nafn- virði á útboðsgengi. Spari- sjóöi Færeyja er veittur for- gangur að 40 milijónum króna að nafnvirði á útboðs- gengi. Þeim aðilum sem gert hafa fjárvörslusamning (eignastýringarsamning) við Kaupþing hf. er tryggður for- gangur að 30 þúsund krón- um hverjum að nafnvirði. Sá hluti þeirrar upphæðar sem forgangsaðil- ar kaupa ekki verður seldur al- menningi í áskriftarsölunni. í almennu áskriftinni er há- markshlutur hvers áskrifanda 50 þúsund krónur að nafnvirði á geng- inu 10,25, eða sem nemur 512.500 krónum að söluvirði. Verði um um- framáskrift að ræða skerðist há- marksfjárhæð sem hverjum áskrif- anda er heimilt að skrá sig fyrir þar til heildarnafnverð seldra hluta- bréfa er komið niður i 180 milljónir króna. Skerðing verður því ekki sem hlutfall af þeirri fjárhæð sem áskrifendur hafa skráð sig fyrir. Þeir aðilar sem gert hafa fjárvörslu- samning (eignastýringarsamning) við Kaupþing hf. hafa forgang að 30 þúsund krónum hver að nafnvirði. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings. Upplýsingasvlð txy Þodáksson Upplýsiooavinnsla Útlánaeftirlit LöQfræflidaid Fjárfestingarbanki AJþjóóa- og f|ármólas^fl Gunnar Þ. Andersen Fyriftœkjasvlfl Brynjóiíur Helgason Fjárhagur og rekstur Haukur Þór Haraldsson Fjárstýring Starfsþróun og fræðsla Ahœttustýrina Kriílln Ralnar Alþjóöaviðakipti Fjármálamarkaótr -Marica&avióskipti •Verflbréfamiðlun •Gjaldeyriamiölun ■Ramsökmr og vöruþróun Fyrirtækjaviðskipti LánshæTismat Fjármálaróögof Lánaafgraiösia Upplý»inBa-oo rekstrarmál •Landsbara<inn Framtak hf •Landsbankinn F>értesting hf •Landsbanki Capitat Intomationai (Guornscy) Ltd •Landsbanki PCC (Guemsey) Ltd Viöskiptabanki BjömLíntíal Viöskiptabanka- þjflnusta •Svaaðt I - Aöalbanki •Svæói II - Lauoavegur 77 •Svæði III - Breiðholt ■Svaoóf IV - Suðurtand/Reykjanes •Svaoðí V * VesturtandA/estfiröir •Svæöi VI - Noröurtand/Austurtand •Þjónustuver/Slmabanki •MWvinnsla •Aflalíóhiröir Markaösmálog vöruþfóun •Ciiange gmup LB-ve rðbréf Landsbréf hf. SigurflorA. Jónsson Heritable Bank Ltd. MartinH. Young Landsbanki samþykkir nýtt skipurit Bankaráð Landsbanka Islands hf. hefur samþykkt nýtt skipulag fyrir þankann sem þegar hefur tekið gOdi. Nýja skipulagið felur í sér að starfsemi bankans er skipt í þrjú af- mörkuð tekjusvið en þrjú stoðsvið veita þjónustu þvert á tekjusviðin. Tekjusviðin þrjú eru fjárfestingar- banki, viðskiptabanki og LB-Verð- bréf en stoðsviðin eru upplýsinga- svið, fjárhagur og rekstur og að lok- um starfsþróun og fræðsla. Miðvinnsla þankans færist tO við- skiptaþanka frá fjárhag og rekstri og heyrir þar undir viðskiptabanka- þjónustu. Eignadeild færist til fjár- hags og rekstrar en hún heyrði áður undir upplýsinga- og rekstrarsvið. The Heritable and General Invest- ment Bank Ltd., sem Landsbankinn hefur eignast meirihluta í, færist inn í skipurit Landsbankasamstæð- imnar og mun tilheyra LB-verðbréf- um. Framkvæmdastjóri bankans, Martin Young, bætist þar með í hóp framkvæmdastjóra innan Lands- bankasamstæðunnar sem eru nú sex talsins. Þá hefur svæðum bank- ans verið fækkað úr níu í sex. Nýherji og IM rifta samkomulagi Nýherji hf. og IM ehf. hafa ákveðið að rifta samkomulagi því sem fólst í vOja- yfirlýsingu aðil- anna og undirrituð var 1. september síðastliðinn um kaup Nýherja á hlut í IM og samein- ingu hópvinnu- lausnadeildar Ný- herja við IM. Þetta kom fram á við- skiptavef vísis.is í gær. „Við fórum ít- arlega ofan í þá möguleika sem fyrir lágu. Að því búnu fannst okkur ekki vera þess virði að leggja út i þann kostnað og vinnu sem fylgir því að sameina þessi verkefni," segir Frosti Sigur- jónsson, forstjóri Nýherja, í samtali við Viðskiptablaðið á vefnum. Fram kemur í frétt frá Nýherja að ekki tókst að ná sam- komulagi um ýmis veigamikO atriði og varð niðurstaðan því sú að hætta við fyrirhugaða sameiningu. Þó að ekki hafi orðið af fyrirhugaö- um kaupum munu fyrir- tækin eiga ýmis tæki- færi til samstarfs og munu áfram vinna sam- an á þeim grundveOi. Frosti segir Nýherja enn vera opinn fyrir stækkun hópvinnu- lausnadeOdar fyrirtæk- isins með sameiningu eða samstarfi við aðrar svipaðar einingar. „Við viljum þannig ná þeirri stærð að við getum hleypt heimdraganum, haldið út fyrir land- steinana, leitað á stærri markaði og kostað meiru tO markaðs- og sölu- mála en hægt er þegar einingin er smærri." EMI og Time Wamer ákváðu í gær að draga tO baka tOIögur sínar um væntanlega sameiningu fyrir- tækjanna, sem metin var á um 20 miOjarða doOara, eftir að ljóst varð að stjóm Evrópuráðsins myndi hindra frekari sameiningarviðræð- ur. Embættismenn hjá Evrópuráðinu höfðu gert drög að skjali sem fæli í sér neitun á frekari samningsumleit- unum þrátt fyrir það að fyrirtækin hefðu ætlað að selja tvö af stærstu dótturfyrirtækjum sínum, Virgin Records og Chappel Music Publis- hing. Embættismennirnir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir sölu þessara fyrirtækja yrði markaðsstaða hins nýja fyrirtækis engu að síður aOt of sterk. Hafði stjóm Evrópuráðsins sér- staklega áhyggjur af því að við sam- eininguna yrðu einungis fjögur stór útgáfufyrirtæki eftir á markaðnum sem hefðu vald tO að stjórna verð- lagningu tónlistar. Formaður samkeppnisráðs Evr- ópusambandsins, Mario Monti, hef- ur á þessu ári komið í veg fyrir þrjá stóra sammna á þessu ári en tvær sameiningar fóm út um þúfur eftir að ljóst var að neitunarvaldi ráðsins yrði beitt. Forstjóri EMI, Eric Nicoli, sagði að 1 kjölfar þess að sameiningartO- lögurnar voru dregnar tO baka myndi fyrirtækið fá meiri tíma tO þess að skoða það regluverk sem þurfi að kljást við í svona máli, auk þess sem lausnir fyrir bæði Banda- ríkja- og Evrópumarkað yrðu skoð- aðar. Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja. Sameining EMI og Time Warner blásin af H El LDAR VIÐSKIPTI 1.384 m.kr. Hlutabréf 108 m.kr. Ríkisbréf MEST VIÐSKIPTI 580 m.kr. Pharmaco 14 m.kr. Tryggingamiðstöðin 13 m.kr. Baugur 12 m.kr. MESTA HÆKKUN : © Grandi 2,0% ©SlF 1,7% | © Landsbanki MESTA LÆKKUN 1,6% i © Héöinn 39,2% i © SR-Mjöl 5,1% © ÚA 5,0% ÚRVALSVÍSITALAN 1.488 stig - Breyting © 0,21 % Gott gengi hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum í átta mánaða uppgjöri Samein- aða lífeyrissjóðsins kemur fram að rekstur sjóðsins hefur gengið vel síðustu tólf mánuði. Nafnávöxtun sjóðsins frá 1. september 1999 tO 31. ágúst er 24,9% og raunávöxtun 19,3%. Góð ávöxtun skýrist fyrst og fremst af mikOli hækkun á inn- lendri og erlendri hlutabréfaeign sjóösins. Iðgjaldatekjur hafa vaxið og sjóðfélögum fjölgað. IO Íslandsbanki-FBA Össur ! £|* Eimskip Landsbanki ísl. hugb.sjóöurinn síhastllöna 30 daga 772.781 : 468.229 295.773 214.006 207.314 © síöastliöna 30 daga Q SR-Mjöl 22% © Pharmaco 18% © Vaxtarsjóðurinn 16% © íslenskir aðalverktakar 14% © Jaröboranir 10% síöastllöna 30 daga Q Héðinn smiðja -39 % Q Hampiöjan -18 % © Fiskiöjus. Húsavíkur -17 % © Grandi -14 % © ísl. hugb.sjóðurinn -14 % Seðlabanki Evr- ópu hækkar vexti Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti í dag um 0,25%, í 4,75%, en skiptar skoðanir eru meðal hag- fræðinga um ágæti þessarar ákvörð- unar. Fjármálamarkaðir virtust vera jafn ruglaðir í ríminu því evr- an veiktist um hálft prósent á innan við hálftíma frá tilkynningu fréttar- innar. PWfciílHHIlM ■Bdow jones 10724,18 O 0,56% 1 • Inikkei 15994,24 O 0,65% IBs&P 1436,28 © 0,14% BEÍNASDAQ 3472,10 O 1,45% SSsRSE 6364,90 O 0,27% ^DAX 6869,56 O 0,33% M Bcac 40 6313,95 O 0,33% rmm 6.10.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BHijDoHar 83,600 84,020 GsSPund 121,050 121,670 I^ÍKan. dollar 55,900 56,250 hj Dönsk kr. 9,7750 9,8290 llONorsk kr 9,0790 9,1290 . SjSsænsk kr. 8,5450 8,5920 hHn. mark 12,2475 12,3211 1 liFra. franki 11,1014 11,1681 B ÍBelg. franki 1,8052 1,8160 3 Sviss. franki 47,8400 48,1100 CShoII. gyllini 33,0445 33,2431 ^Þýskt mark 37,2326 37,4563 ÍJÍt. lira 0,037610 0,037830 Aust. sch. 5,2921 5,3239 Port. escudo 0,3632 0,3654 í.» jSpá. peseti 0,4377 0,4403 | • |jap. yen 0,767500 0,772100 | írskt pund 92,463 93,018 SDR 107,840000 108,490000 ®ECU 72,8206 73,2582

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.