Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 Tilvera dv 1 í f í A Hátíð morðingj- anna í kvöld Leikskólinn, félag ungra áhuga- leikara, frumsýnir í kvöld leik- verkin Vinnukonurnar og Ná- Vígi eftir franska leikskáldið Jean Genet. Leikhópinn skipa Anna Svava Knútsdóttir, Bjart- mar Þórðarson, Arnar Steinn Þorsteinsson, Ragnar Hansson og Sverrir Sverrisson. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson og honum til aðstoðar Kolbrún Ósk Skapta- dóttir. Stefán Hallur Stefánsson sér um ljós og Björn Snorri Ros- dahl um hljóðmynd. Sýningin fer fram í Leikhúsinu, Ægisgötu 7, og hefst kl. 20.00. Krár ■ FWÆBBBLARNIR A GRAND ROKK Fræbbblarnir spila á útgáfu- tónleikum á Grand Rokk og kostar 500 kr. inn og í því er innifalinn lítill bjór. Breiðtjaldiö góða er líka á staðnum. Sveitin ■ DUSSABAR I BORGARNÉSI Gleðigjafinn Ingimar þenur nikkuna frá kl. 23.00 til 2.30 í kvöld. ■ SÍN Á AKUREYRI Danssveitin SÍN ætlar að trylla dansóða Akureyr- inga og aðra bæjargesti á staönum Við Pollinn á Akureyri í kvöld. ■ PJ. SKUGGA- BALDUR Á SAUP- ÁRKROKI Diskótekið og plötusnúð- urinn DJ. Skugga-Baldur þeytir skíf- ur á Royal á Sauðárkróki og spilar skemmtilegustu tónlistina frá síö- ustu fimmtíu árum. Leikhús ■ AÐ SAMA TIMA AÐ ARI Aúká- sýning verður I kvöld í Loftkastalan- um á leikritinu Á sama tíma síöar með þeim Siguröi Sigurjónssyni og Tinna Gunnlaugsdóttur í aðalhlut verkum. ■ HORFÐU REIÐUR UM ÖXL Fyrsta frumsýning leikársins á Litla sviði Þjóöleikhússins var á hinu þekkta leikriti Horföu reiður um öxl eftir breska leikritahöfundinn John Osborne. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Óiafsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Halldóra Björnsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Sýn- ingin hefst kl. 20. ■ LÉR KONUNGUR Lér konungur eftir William Shakespeare veröur frumsýndur kl. 20 á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Pétur Einarsson fer meö hlutverk Lés. Guðjón Pedersen leikstýrir. Kabarett ■ MÉNNÍNGÁRKVOLD í GERÐU- BERGI I kvöld, kl. 20.30 veröur haldið menningarkvöld í Gerðubergi í tilefni af 25 ára afmæli Fjölbrauta- skólans í Breiöholti. Á menningar- kvöldinu verður blandað efni: tónlist, Ijóðalestur o.fl., flutt af fyrrverandi og núverandi nemendum og kennur- um skólans. Meðal þeirra sem koma fram eru Ólafur Elíasson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Sjón. Fundir 1 ÉVROPSKÁ ÚSfÁÞINGH) Éviú ópska listaþingiö í Reykjavík. Fjöl- margar málstofur, kynningarfundir og samræðufundir en aöaltema þess er Samspil lista og vísinda. ■ RANNSÓKNIR VK) HÁSKÓLAjS; LANPS í dag stendur Stúdentaráð fyrir ráðstefnu um rannsóknir við Háskóla íslands. Ráðstefnan fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 13.00. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Reiðnámskeið fyrir fötluð börn í Víðidal: Anægjan skín úr hverju andliti - segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson reiðskólastjóri Duglegur nemandi í góðum félagsskap Ellen Geirsdóttir er aðeins þriggja ára en stendur sig eins og hetja í hestamennskunni. Hjá henni stendur móðir hennar, Inga Helga Kristjánsdóttir, ásamt Sig- urði Má Helgasyni frá ÍTR og Bjarna Eiríki Sigurðarsyni, eiganda Þyrils. „Vetrarstarfið er að komast í full- an gang og við ætlum okkur að taka á móti nemendum úr Safamýrar- skóla eins og undanfarin ár. Það er óskaplega gaman að taka á móti þessum börnum og ánægjan skín úr hverju andliti, ekki bara barnanna heldur allra sem starfa við þetta,“ segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson, eigandi Hestaleigunnar og reiðskól- ans Þyrils í Víðidal. Undanfarin þrjú ár hefur Bjarni verið með ýmis reiðnámskeið en námskeið hans ætluð fótluðum bömum hafa vakið hvað mesta athygli. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við ÍTR og njóta styrkja frá Rótarýklúbbi Reykjavík- ur auk fyrirtækja. Á umliðnum árum hefur Bjarni ferðast víða um heim og kynnt sér reiðkennslu fyrir fötluö böm. „Hvar sem ég kem erlendis skoða ég þessi mál og víða eru menn að gera góða hluti, til dæmis í Noregi. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að íslenski hesturinn sé bestur til þess- ara hluta, vegna þess hversu blíður og skapgóður hann er. Bjarni segir ýmsum aðferðum beitt við reiðkennsluna og þarfir barnanna mismunandi. „Einn starfsmaður fylgir hverju bami auk okkar sem störfum hér. í mörgum tilvikum látum við börnin tví- menna með fullorðnum en önnur látum við liggja á maganum. Við sleppum gjama hnakknum og not- um dýnur í staðinn sem Sigurbjörn Bárðarson hannaði. Það er mikil- vægt að bömin finni ylinn frá hest- inum. Það gerir þeim gott og við höfum verið að sjá spastísk börn sem ná að slaka vel á öllum vöðvum á meðan þau eru á baki. Það er auð- vitað alveg stórkostlegt," segir Bjarni. Ótrúlegar framfarir Bjami segir engan vafa leika á því að reiðmennskan gerir bömun- um gott. „Það er alltaf teymt undir bömunum en hreyfmg hestsins ger- ir það samt að verkum að þau þurfa að halda jafnvægi. Þannig styrkjast þau líkamlega og framfarimar geta verið ótrúlegar. Andlega hliðin er ekki síður mikilvæg og við leggjum áherslu á að bömin læri að skynja hrossin. Við höfum séð dæmi þess að börn sem eiga erfitt með sam- skipti við mannfólkið ná að vingast við hrossin og sýna þeim ómælda blíðu. Ég veit ekki hvers vegna þetta er svona en staðreyndirnar tala sínu máli. Börnin hafa líka gaman af þessu öllu saman og okk- ur finnst mikilvægt að þau eigi hér ánægjulega stund,“ segir Bjami en þess má geta að námskeiðin fyrir fatlaða eru að hefjast þessa dagana en auk þess verða i vetur námskeið fyrir börn og fullorðna, byrjendur, sem og lengra komna. -aþ Vetrarstarf Jazzklúbbsins Múlans á Kaffi Reykjavík: Múlinn flytur í Betri stofuna Kúran kompaní Szymon Kuran og Hafdís Bjarnadóttir hefja vetrardagskrána í Múianum. Jazzklúbburinn Múlinn er nú að hefja starf sitt að nýju eftir sumar- frí. Undanfarna tvo vetur hefur Múlinn átt heima á efri hæð Sólons Islandusar, en þar sem Sólon er hættur hefur Múlinn haft vista- skipti og er fluttur í Betri stofuna í Kaffi Reykjavík þar sem vel fer um djassmenn okkar og þar verða tón- leikar á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrsta Múlakvöldið verður á sunnu- dagskvöld og þá ríður Kuran kompaní dúettinn á vaðið með fyrstu tónleika haustsins. Búið er að gera dagskrá fram að jólum og eru í boði mörg áhugaverð atriði. Á eftir Kuran kompaníi koma fram þijá dixielandhljóm- sveitir, 22. október er það verð- launatríóið Flís, sem keppti fyrir ís- lands hönd í norrænu djassungliða- keppninni, helgina þar á eftir verð- ur drum & basskvöld þar sem koma fram fimm blásarar og trommu- leikari. í nóvember verður Sigurður Flosason með dagskrá af tónlist saxófónleikarans Joe Henderson, Reynir Sigurðsson minnist þess ágæta djassmanns Andrésar Ingólfs- sonar og hóar í kappa sem léku með honum, söngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir mætir með djasstríó og Tríó Ólafs Stephensens leikur í lok nóvembermánaðar. í byrjun desem- ber mun Tómas R. Einarsson mæta og flytja lög af tveimur geislaplötum sínum, í draumnum er þetta helst og nýrri plötu þar sem Jens Winther er með honum, hljómsveit- in Jazzandi kemur fram 10. desem- ber og svo verður boðið upp á jóla- djass 17. desember. Kuran kompaní, sem hefur leik- inn, er skipað þeim Hafdísi Bjarna- dóttur rafgítarleikara og Szymon Kuran fiðluleikara. Þau hafa leikið víða í sumar, bæði hérlendis og er- lendis, en dúettinn er einmitt ný- kominn frá Danmörku og Belgíu þar sem þau voru viö upptökur og er nýútkominn fyrsti geisladiskur þeirra, Live from Reykjavík. Tónlist Kuran kompanís er sambland af djassi, klassík, rokki, þjóðlögum og nútíma spunatónlist, en dúettinn leggur einmitt áherslu á frjálsan spuna. Á efnisskrá Kuran kompanís eru lög eftir kompaníið í bland við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.