Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 I>V Tilvera Elizabeth Shue er 37 ára í dag Bandaríska leikkonan Eliza- beth Shue er 37 ára í dag. Eliza- beth hóf ferilinn í kvikmyndinni Karate Kid og hefur síðan leik- ið í fjölda mynda, þar á meðal Deconstructing Harry eftir meistara Woody Allen. Nýjasta kvikmynd Shue, Hollow Man, er nú til sýningar í kvikmyndahúsum hérlendis. i vmuramir iz -nM þína. EFþú sý Gildir fyrir þridjudaginn 14. mars Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): I Þér hættir til óþarflega ' mikillar undirgefni þannig að yfirgangs- samt og sjálfselskt fólk færir sér það. Hugmyndaflug þitt er mikið um þessar mundir. Rskarnir (39 febr,-20. mars): Ástarsamband liður Ifyrir að því er ekki sinnt sem skyldi. Reyndu að gera þér grein fyrir hvers þú væntir af sambandinu. Hrúturinn (21. mars-19, apríll: . Þú lendir í alls konar ^þrasi og þarft jafhvel | að gerast dómari í fáfengilegum málum. Vertu þonnmóður og þá munt allt fara vel. Nautið (20. april-20. mail: Það er mikilvægt að þú skipuleggir daginn vel því að þú hefúr í mörgu að snúast. Eyddu kvöldinu með fjölskyld- unni. Tvíburarnir m. maí-21. iúní): Landfræðiiegur aðskiln- "aður og erfiðleikar sem hann skapar í samskipt- um kalla á þolinmæði þína. ET þú sýnir ókunnugum vinsemd gætu þér opnast nýir möguleikar. Krabbinn (22. iúní-22. iúlíl: Efdr fremur rólegan j dag fer heldur betur ' að færast fjör í leik- inn. Félagslífið tekur í hluta af tíma þínum og þú leikur á als oddi. UÓnið (23. iúlí- 22. áeústl: Hópvinna færir þér 1 ekki aðeins ánægju heldur einnig tækifæri til að sýna hvað í þér býr. Þú tekur að þér hlutverk leiðtoga. Mevlan (23. áeúst-22. sect.l: Einhver óvissa ríkir í ástarsambandi. ’lfcReyndu að finna út ^ F hver hin raunverulega ástæða er áður en þú ferð út í rót- tækar aðgerðir. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Líklegt er að leyndar- mál kvisist út. Vertu \f varkár í orðum og r f hvar þú leggur papp- írana þína. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: |Þú færð fréttir sem valda þér mikilli jfurðu. Þær snúast mn persónuleg málefni. Þér fiiinst eins og einhver hafi leikið á þig. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: .Ferðalag sem er á döf- rinni, að vísu ekki al- veg strax, á hug þinn allan og er mikið um þaö rætt. Vertu viðbúinn því að einhver sýni þér illvilja. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: Þú ert fúllur af orku en gættu þess að eyða henni ekki í einskis verða hluti. Sýndu áhugamálum annarra áhuga. Happatölur þínar eru 9,15 og 25. Felicia’s iourney: irir'k Þegar uppeldið bregst Hiimar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Enn kynþokka- fyllsti karlinn Breska súperstjarnan Robbie Williams hefur enn einu sinni verið kjörinn kynþokkafyllsti karlinn. Yfir 100 þúsund konur víðs vegar um heiminn tóku þátt í atkvæðagreiðslu tímaritsins New Woman um 100 kynþokkafyllstu karlana í heiminum á þessu ári. Williams sigraði hjartaknúsar- ana Brad Pitt og George Clooney sem voru í öðru og þriðja sæti. í mai síðastliðnum sigraði Robbie Williams í atkvæðagreiðslu breska tímaritsins Company. Ritstjóri New Woman, Sara Cremer, sagði 7 af 10 efstu körlun- um kvænta menn. Allra flestir á listanum voru undir fertugu. Vil- hjálmur Bretaprins var í 35. sæti á listanum yfir kynþokkafulla karla. Dixieland norðan heiða Það er ekki oft að heil dixieland- hljómsveit frá höfuðborgarsvæðinu leggur land undir fót út á lands- byggðina og má því teljast til tíð- inda að níu manna dixieland-hljóm- sveit Áma ísleifssonar heldur norð- ur í land um helgina. Hljómsveitin heldur tónleika í Deiglunni á Akur- eyri í kvöld og á Hótel Húsavík ann- að kvöld. Þar verður haldinn dans- leikur á eftir þar sem tækifæri gefst til að dansa eftir hvers konar tón- list, allt frá Charleston upp í sveiflu- rokk. Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum og hefur leikið víða í Reykjavík og nánasta nágrenni og einnig á Jazzhátíð Egilsstaða síðast- liðið sumar. Fyrr í haust lék sveitin m.a. fyrir dansi hjá tveimur stórum hópum norrænna lækna sem voru hér á ráðstefnum og var það mál margra þeirra að „loksins hefðu þeir fengið tækifæri til þess að dansa eftir alvörutónlist!" 1 sveitinni eru: Ámi Isleifsson pí- anóleikari, stjómandi og útsetjari, Björn Bjömsson á tenórsaxófóni, Friðrik Theodórsson á takka- básúnu, syngur og kynnir, Guð- mundur Norðdahl á klarínett og alt- saxófóni, Guðmundur Steinsson trommuleikari, Leifur Benediktsson á bassa, Sverrir Sveinsson á kornett, Þórarinn Óskarsson á sleðabásúnu og Öm Egilsson á ba- njó og gítar. Dixielandsveit Áma ísleifssonar leikur á Akureyri og Húsavík um helgina Felicia. Eiaine Cassidy í titilhlutverkinu í Felicia’s Journey. Felicia (Elaine Cassidy) er ung, írsk stúlka og ófrísk. Hún kemur til Englands til að hafa uppi á bamsfóður sínum. Faðir hennar, sem er írskur lýðveldissinni, hefur sama sem rekið hana að heiman með þeim orðum að hún sé með óvininn inni 1 sér. í Birmingham, þar sem hún heldur unnusta sinn vera, lendir hún fljótt í vandræðum þar til á vegi hennar verður Hilditch (Bob Hoskins), miðaldra maður sem í fyrstu virðist blíður og skilningsgóður. Hann býr einn í stóm húsi, eldar á kvöldin máltíð upp úr sjón- varpsþáttum, veislumáltíðir sem hann gæðir sér einn á. Bjargvættur Feliciu, sem hún treystir á þegar allt er komið í óefúi, er þó ekki all- ur þar sem hann er séður og Felicia gerir sér alls ekki grein fyrir því að það er hann sem ræður ferðinni frá því hann lítur hana auga. Það er engum greiði gerður með að fara nánar í söguþráðinn í Felicia’s Joumey því eins og þeir sem þekkja verk Atoms Egoyans vita ílakkar hann fram og aftur í atburða- rásinni, oft að því er virðist á sundur- lausan hátt en er samt rökrétt þeg- ar á heildina er litið. Þessi frásagn- armáti heppnaðist sérstaklega vel í meistarastykki hans, The Sweet Her- eafter. Hann gerir það einnig hér þótt ekki sé Felicia’s Joumey jafn- sterk og góð. Felicia’s Journey er samt áhrifamikil og skilur mikið eft- ir sig. Böm eru Egoyan hugleikin og allt sem gerist í Felicia’s Joumey má rekja til uppeldis tveggja aðalpersón- anna. Það er kannski ekki hægt að segja að uppeldi Feliciu hafi brugðist nema að þvi leytinu til að þegar hún þarf á stuðningi og skilningi að halda fær hún hann ekki frá fjöl- skyldunni eða neinum í kringum hana. Það leiðir hana í leit að unnusta sínum sem áhorfandinn fær fljótt tilfin- ingu fyrir að vill ekk- ert með hana hafa. Uppeldi Hilditchs hefur aftur á móti alveg brugðist og það er að hluta til í gömlum sjón- varpsþáttum sem móðir hans stjórn- aði og hann rifjar upp. Uppeldið hef- ur gert hann veruleikafirrtan og í einmanaleika sínum tekur hann ávallt ranga stefnu. Atom Egoyan gerir vel við þessar tvær persónur sínar. Það er vel til fundið hjá honum að velja alveg óþekkta leikkonu i hlutverk Feliciu. Það er bæði góður leikur og reynslu- leysi Elaine Cassidy sem gerir það að verkum að andlit hennar verður tákn sakleysisins. Hilditch er flókn- ari persónuleiki og það er í raun af- rek hjá Egoyan og Bob Hoskins að maður skuli að hluta til vorkenna honum. Það er mikið gert úr því að skýra út hvers vegna hann er eins og hann er, minna gert úr fyrri gerðum hans. Ljóst er að hann er raðmorð- ingi en aldrei er svo mikið sem sýnd ein árásartilraun hans. Bob Hoskins fellur vel í hlutverkið og er langt síð- an hann hefur fengið jafiibitastætt hlutverk. Myndin er samt fyrst og fremst afrek Atoms Agoyans og hans stíll er áberandi. Það er aldrei þægi- legt að horfa á myndir hans en þær eru gefandi og sköpunargleði hans er mikil. Leikstjóri: Atom Egoyan. Handrit: Atom Egoyan eftir skáldsögu Williams Trevors. Kvlkmyndataka: Paul Sarossy. Tónlist: Mychael Danna. Aöalleikarar: Bob Hoskins og Elaine Cassidy. 29. september - 12. október 2000 Kvikmyndahátíð i Reykjavik Dominique Ambroise Hún sýnir verk sín í Gallerí Fold. Tilverustand Á morgun kl. 15.00 opnar Domin- ique Ambroise sýningu á oliumál- verkum í Baksalnum í Gallerí Fold. Sýninguna nefnir listakonan Tilveru- land. Dominique Ambroise, sem fædd er í Frakklandi, er með mastersgráðu í myndlist frá York University í Kanada en áður stundaði hún nám við Université de Censier í Paris, Uni- versité d¥Aix-Marseilles og Uni- versité de Moncton í Kanada. Domin- ique Ambroise hefur haldið ellefu einkasýningar og er þetta er þriðja einkasýning hennar hér á landi. Kvöldmáltíðir.... Olga Pálsdóttir opnar sýningu í Fella- og Hólakirkju, á sunnudaginn kl. 12. Þetta er önnur einkasýning Olgu. Viðfangsefni listaverkan henn- ar er kvöldmáltíði, bænir og íslenska fjölskyldan. Verkin eru unnin sem þrykk á postulín. Sýningin stendur til 15. október. Rís úr sæ Á morgun kl. 16.00 opnar Helga Magnúsdóttir málverkasýningu í Ás- mundarsal, Listasafúi ASÍ við Freyju- götu. Sýningin nefnist Rís úr sæ. Helga brautskráðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1989. Hún hefur haldið ellefu einkasýningar héma heima og erlend- is. Hljóðrænar loftmyndir Á morgun verður opnuð sýning á verki Grétu Mjallar Bjarnadóttur, Grímsnes og Laugardalur, í Gryfju Listasafns ASÍ, Freyjugötu 41. Verkið er innsetning sem samanstendur af loftmyndum, unnum með ljósmynda- grafik og tölvu sem gerir það mögu- legt aö hlusta á fólk segja ýmsar sög- ur og minning- ar tengdar Grímsnesi og Laugardal. Þetta er sjötta einkasýning listamannsins. Brynja Árna- dóttir opnar sýningu á pennateikning- um á morgun kl. 17 í veitinga- húsinu Lóu- hreiðri á Svartholið annarri hæð í Mynd eftir Brynju Kjörgarði, Lauga- Árnadóttur. vegi 59. Sýningin ........... er opin á afgreiðslutíma veitingahúss- ins og stendur til 3. nóvember. Geðveik list Á morgun kl. 16.00 verður opnuð sýningin Geðveik list í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg. Geðveik list er ljóða- og málverkasýning þriggja einstaklinga sem allir hafa glímt við geðraskanir. Yfirskriftin er tvíbent: Hún vitnar til þess hugarróts sem veikindi á geði geta valdið en jafnframt þeirrar gleði og útrásar sem felst í listsköpun og verður aðeins lýst með hástemmdum lýsingarorðum eins og æðislegt, frá- bært og geðveikt. Listamennirnir eru Katrín Níelsdóttir og Leifur G. Blön- dal og skáldið Vilmar Pedersen. Vorum aö taka upp glænýjar vörur fyrir dömur og herra. 25-40% lægra verö. Ný myndbönd sem áður kostuðu 2.490, nú á 1.500. Geröu samanburð á veröi, úrvali og þjónustu. Fókafeni 9 • S. 553 1300 Opið laug. 10-16 mán.-fös. 10-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.