Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 DV Fréttir Mikill hiti færist í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum: Allt getur gerst - Bush og Gore hnífjafnir eftir fyrstu kappræðurnar í Boston á þridjudagskvöldið Keppinautarnir Al Gore og George W. Bush tókust kurteislega í hendur fyrir kappræöur forsetaefnanna í Massachu- setts-háskólanum í Boston síöastliöiö þriöjudagskvöld. Þeir deildu síöan hart um mikilvæg stefnumál. DV, BOSTON:_____________________ Kosningar í Bandaríkjunum vekja jafnan mikla athygli þar sem embættið er talið vera eitt það valdamesta í heiminum. Þann 7. nóvember næstkomandi munu kjós- endur í Bandaríkjunum draga fyrir í kjörklefunum sínum og velja einn af fjórum forsetaframbjóðendum: Pat Buchanan, forsetaefni Endur- bótaflokksins, George W. Bush, for- setaefni Repúblikanaflokksins og ríkisstjóra Texas, A1 Gore, forseta- efni Demókrataflokksins og núver- andi varaforseta Bandaríkjanna, eða Ralph Nader fyrir Græna flokk- inn. Þeir Nader og Buchanan hafa fram til þessa ekki mælst með yfir fimm prósenta fylgi og hafa því fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér vestra. Sumlr jafnari en aðrir Nefndin sem heldur utan um sjónvarpskappræður forsetafram- bjóðendanna bauð hvorki Nader né Buchanan að taka þátt i kappræð- unum síöastliöið þriðjudagskvöld né munu þeir fá að taka þátt í þeim kappræðum sem haldnar verða 11. október og 17. október. Nefndar- menn eru félagar í annaðhvort Repúblikanaflokknum eða Demó- krataflokknum - flokkunum sem hafa tögl og hagldir í stjórnmálum Bandaríkjanna. Nader var ekki tilbúinn til þess að sætta sig við þessa ákvörðun nefndarinnar og mætti í Massachu- setts-háskólann á þriðjudagskvöldið með aðgöngumiða sem hann hafði fengið eftir krókaleiðum. Nefndar- menn vísuðu Nader umsvifalaust frá svæðinu og hótuðu honum hand- töku hefði hann sig ekki á brott. Talið var að Nader myndi reyna að trufla kappræðurnar og koma boð- skap sýnum til skila til þeirra 80 milljón Bandaríkjamanna sem fylgdust með beinni útsendingu á þremur helstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna. „Hvorki Nader né Buchanan eiga erindi inn i kappræðumar," sagði Thommy Thompson, rikisstjóri Wisconsin og repúblikani, i samtali við blaðamann DV á þriðjudags- kvöldið. „Þessir menn hafa ekki fengið nema samanlagt eitthvaö um fimm prósenta fylgi í opinberum könnun- um. Nefndin hefur sett kröfur um 15 prósenta lágmarksfylgi til þess að frambjóðendur komist að í kapp- ræðunum - þetta mál á ekki einu sinni að vera til umræðu," bætti Thompson við. Kappræðurnar Yfir 800 erlendir blaðamenn og hálft fjóröa hundrað innlendra blaðamanna mættu til þess að fylgj- ast með kappræðum Bush og Gore sl. þriðjudagskvöld í íþróttahúsi Massachusetts-háskólans. Einungis 30 blaöamenn fengu að koma inn í salinn sjálfan ásamt nokkrum sér- völdum vinum og stuðningsmönn- um frambjóðandanna. Þrátt fyrir kurteisislegar kveðjur í upphafi kappræðnanna var ekki mikið um kærleika á milli fram- bjóðendanna. Gore réðst að skatta- tillögum Bush og sagði að þær myndu einungis skila allrar ríkustu Bandarikjamönnunum - þeim sem hafa yfir 80 milljónir króna í árs- laun - skattalækkunum. Bush varð- ist hetjulega og kom góður undir- búningur hans og geta til þess að ræða smáatriði út í ystu æsar ölium viðstöddum - og bandarísku þjóð- inni - gríðarlega á óvart. Gore var hins vegar ekki mjög heillaður af undirbúningi ríkisstjórans frá Texas og heyrðist hann oft rífa í sundur minnisblöö og mörgu sinn- um andvarpa af miklum þunga í hljóðnemann - nokkuð sem áhorf- endur í salnum töldu vera fremur lélega mannasiði á slíkri samkomu. RU-486 og ný viðhorf En skattar voru ekki það eina sem um var rætt. Fóstureyðingar, eitt viðkvæmasta viðfangsefni bandarískra stjórnmála, bar líka á góma. Þann 9. október sl. lögleiddi Fékk ekki að vera með Bandaríski neytendafrömuöurinn og forsetaframbjóöandinn Nader var rek- inn úr salnum þar sem kappræöur Gores og Bush fóru fram í Boston. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna (FDA) fóstureyðingarpilluna RU-486 eftir 12 ára rannsóknir, en pillan hefur verið lögleg í sumum Erlent fréttaljós Ómar R. Valdimarsson blaöamaöur löndum Evrópu í meira en áratug (en er þó ekki notuð á Islandi). Bush, sem hingað til hefur verið tal- inn vera algjörlega á móti fóstureyð- ingum, dró örlítið úr andstöðu sinni þegar hann var spurður að þvi hvort hann myndi reyna að draga lögleiðinguna til baka næði hann kjöri. „Ég held að forseti geti það ekki. Ég var óánægður með ákvörðunina og tel að fóstureyðingar ættu að vera sjaldgæfari í Bandaríkjunum. Þetta er mjög brýnt málefni þar sem það er svo mikið af fólki sem er ósammála um það. Ég tel að næsti forseti Bandaríkjanna ætti að hvetja til lífsviðhorfs sem fagnar lífi og að öll böm - fædd eða ófædd - séu vemduð með lögum.“ Margir stjórnmálaskýrendur bentu á það að ummæli Bush bentu til þess að hann væri að reyna að höfða meira til kvenna en hann hef- ur gert hingað til. Fram til þessa hafa konur fremur sagt að þær muni kjósa Gore, en konur eru einnig stærstur hluti óákveðinna kjósenda - kjósenda sem eru taldir hafa mikil áhrif á það hver nær kjöri. Gore var á öndverðum meiöi og studdi lögleiðingu lyfsins og sagðist styðja ákvörðun FDA. „Ég styð rétt konunnar til þess að velja,“ bætti hann við. Viðsklptin við Saddam Olíuverð hefur farið síhækkandi í Bandarikjunum frá því síðastliðinn vetur, öllum til mikillar óánægju. í september greip Bill Clinton Banda- ríkjaforseti til þess örþrifaráðs að „tappa af‘ varaeldsneytisbirgðum þjóðarinnar til þess að stemma stigu við verðhækkunum, en bens- ínlítrinn kostar nú rúmlega 25 krón- ur. Andstæðingar Clintons - með Bush í broddi fylkingar - gagn- rýndu Clinton harðlega fyrir tiltæk- iö og sögðu að þetta hefði veriö gert í þeim tilgangi einum aö styðja við bakið á Gore. Talsmenn Gore sögðu yfirlýsingar Bush uppspuna frá upphafi til enda og að forsetinn hefði gert þetta til þess eins að styðja við bakið á bandarískum borgurum. „Þessi ríkisstjóm hefur aldrei haft neina stefnu í olíumálum og loksins hefur það komið aftan að henni. Það fyrsta sem þarf að gera er að styðja fátækar fjölskyldur í norðaustri við kaup á olíu til hús- hitunar. Ég vill opna fyrir oliu- vinnslu í Alaska og nota þær olíu- lindir sem þar eru til þess að fram- leiöa eina milljón olíutunna á dag. I dag kaupum við olíu af Saddam Hussein. Ég vill frekar að við fram- leiðum okkar eigin olíu heldur en að við séum að kaupa hana af Saddam Hussein," sagði Bush og vísaði til samþykktar Sameinuðu þjóðanna um að írakar mættu selja olíu fyrir matvælum og lyfjum. Hann lagði á það áherslu að þetta væri hægt að gera með umhverfis- vænum hætti og að þetta myndi ýta undir sjálfstæði landsins. Gore sagði að hann vildi fremur nýta umhverfisvænar orkulindir og að hann væri sammála Bush um að það þyrfti að styðja fátækar fjöl- skyldur í norðausturhluta Banda- ríkjanna. Hann taldi að það væri rangt að hrófla við náttúruauðlind- um landsins til þess að hægt væri að spara nokkra aura - nokkuð sem oliufyrirtækin hefðu viljað gera lengi. Hver vann? Nýlegar kannanir sem hafa verið birtar hér vestra sýna fram á það að 48 prósent aðspurðra þótti Gore standa sig betur í kappræðunum, en 41 prósent aðspuröra þótti málflutn- ingur Bush vera betri. Flestir sem tóku þátt í könnuninni, eða 96 pró- sent, bentu á að kappræðumar hefðu þó ekki fengið sig til þess að hafna eða velja nýjan frambjóðanda sökum þeirra (CNN/USA Today/Gallup). George Pataki, ríkisstjóri í New York, sagðist efast um hæfileika Gore til þess að stjórna landinu í stuttu spjalli við DV. „Hann hefur fengiö átta ár til þess að sanna sig sem varaforseti og það hefur sýnt sig í verkum hans og Bill Clintons að hann er óhæfur til þess að stjórna landinu," sagði Pataki stuttu eftir kappræðurnar. Þegar hann var spurður að því hvort hann efaðist um heilindi Als Gore sagði hann að svo væri ekki. „A1 Gore hefur hins vegar ekki sýnt dugnað sinn í verki - það sanna undanfarin átta ár,“ bætti Pataki við. Séra Jesse Jackson var ekki sam- mála Pataki í samtali viö blaða- mann DV á þriðjudagskvöldið. „Ég tel að bandaríska þjóöin - sem nánast öll styður annaðhvort Gore eða Bush - eigi það skilið að heyra þessa tvo menn ræða um sín deilu- efni og baráttumál. Sjálfur er ég og mun vera ákafur stuðningsmaður Gores," sagði Jackson og bætti þvi við að hann óttaðist hvað yrði um frelsi minnihlutahópa og bandarískt réttarkerfi í heild sinni næði Bush kjöri. Undir ummæli Jacksons tók Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður frá Massa-chusetts og bætti við að enginn hefði í raun unn- ið þessar kappræður. „Báðir frambjóðendumir stóðu sig vel. Það er þó augljóst að Gore er fyrir miðstéttarfólk sem þénar ekki yfir eina mUljón dollara á ári. Bush vill færa ríkasta fólki landsins - sem telur um eitt prósent - gríðar- legar skattlækkanir strax á fyrsta árinu sem hann er í embætti, en 95 prósent eldri borgara fá ekki krónu í skattalækkanir fyrstu fjögur árin.“ Hvað verður mun skýrast á næstu dögum þegar frambjóðend- umir takast frekar á og þegar hinn mikli fjöldi óákveðinna kjósenda gerir upp hug sinn - inni i kjörklef- unum þann 7. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.