Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 50
58 Tilvera lí f iö Dansleikhús með ekka Dansleikhús með ekka frum- sýnir í kvðld, kl. 20.00 i Iðnó nýtt verk sem hlotið hefur nafn- ið Tilvist. Leikstjóri er Sylvia von Kospoth. Dansarar og leik- endur eru: Aino Freyja Járvela, Hrefna Hallgrímsdóttir, Kolbrún Anna Bjömsdóttir, Richard Kolnby, Guðmundur Elias Knud- sen, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Ámi Pétur Reynisson. Kristján Eldjám sér um tónlistina. Leikhús____________________________ ■ ÁBATIN THE AtnCÍ kvöld, kl. 21, verður einleikur Völu Þórsdóttur, Háaloft, sýndur í Kaffileikhúsinu á ensku. Nefnist hann A Bat in the Attic á ensku. Geöhvarfasýki er viö- fangsefni einleiksins. Leikari: Vala Þórsdóttir, leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Sýningin er hluti leiklistarhátíöar sjálfstæöu leikhúsanna, Á mörkunum. Geöhjálp hefur veitt verkinu sér- stakan stuöning. ■ SJEIKSPÍB EINS OG HANN LEGGUR SIG Sjeikspír elns og hann leggur sig í Loftkastal- - anum I kvöld, kl. 20.00. ■ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN j kvöld, kl. 20, veröur sýning á vegum íslenska dans- flokksins i Borgarleikhúsinu. Sýnd veröa verk- in NPK eftir Katrinu Hall, Maöurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Rat Space Moving eftir Rui Horta. Aöeins þessi eina sýning. Kabarett________________________ ■ LANDSMÓT SAMFÉS Landsmót Samfés, samtaka félagsmiöstööva í Reykjavík, nánar tiltekiö í Grafarvogi. Smiðjuvinna, hátíöar- kvöldverður og hlöðuball. ■ OROH) TÓNLIST Orölö tónllst er hátíö tal aðrar tónlistar Smekkleysu sm.hf. sem haldin veröur i Óperunni í kvöld. Fjölbreyttur hópur er- lendra og íslenskra listamanna mun koma j_ jram. Opnanir____________________________ ■ 14 FORINÖiAR Á DILLON Þorkell Þórifr son opnar sýningu á kaffihúsinu Dillon í dag, kl. 18. Sýningin nefnist 14 foringjar og er um að ræöa 14 olíumálverk. ■ CAFE9NET Boðið er upp á verkstæði alla laugardaga frá 14-18 þar sem fólk vinnur viö aö búa til efni fyrir fjölbreytt verkefni ■ GEÐVEIK UST í dag, kl. 16, veröur opnuö sýningin Geövelk list ÍGalleri Geysi, Hinu hús- i inu v/lngólfstorg. Listamennirnir eru þrír: myndlistarmennirnir Katrín Níelsdóttir og Leif- ! ur G. Blöndal og skáldið Vllmar Pedersen. ■ GREIPAR ÆGIS Fyrir níu árum byrjaöi lista- maöurinn Greipar Ægls aö vinna Tár tímans, sameiginlegt nafn yfir einstök verk hans, úr hinum svarta og sérkennilega sandi íslands. Listamaöurinn mun afhjúpa Tár tímans I dag i tilefni af 5 ára afmæli Gleraugnaverslunarinn- ar Sjáöu, Laugavegi 40, milli kl. 17 og 19 í versluninni. ■ RÍS ÚR SÆ í USTASAFNI ASÍ i dag, kl. 16, veröur opnuö sýningin Rís úr sæ í Ás- mundarsal, Listasafnl ASÍ viö Freyjugötu. Til sýnis eru verk Helgu Magnúsdóttur. Fundir_____________________________ ■ TÓNLIST OG TEXTACERÐ í dag, kl 14 í lönó, standa Smekkleysa og Reykjavík- ur Akademían fyrir pallborösumræðum um "-tbnlist og textágerö og fara þær fram á ensku. Þar munu tala bandaríski tónlistar- gagnrýnandinn Davld Fricke, Bretinn Dav- id Toop, sem er rithöfundur og blaöamað- ur, Davíö Ólafsson sagnfræöingur, Geir Svansson bókmenntafræöingur og Úlfhild- ur Dagsdóttir bókmenntafræöingur, öll frá Reykjavíkur Akademíunni. ' Sjá nánar: Ufió eftir vinnu á Vísi.ls / Breiðagerðisskóli í heimsókn í vikunni fékk Frjáls ijölmiðlun góða heimsókn nemenda 7. bekkjar Breiðagerðisskóla i Reykjavík. Þetta var liður í tilraunaverkefninu Dag- blöð í skólum. Vikuna áður höfðu krakkamir eingöngu unnið með dagblöð 1 skólanum og var dag- blaðalestur tengdur flestum bókleg- um námsgreinum. Nemendurnir komu i tveimur hópum, á miðvikudag og í gær. Þeir skoðuðu allar deildir í DV-húsinu í Þverholti 11, fóru í heimsókn á rit- stjórn Dags, á Vísi.is og í ísafoldar- prentsmiðju. Vísir.is Hvaö skyldi vera svona spennandi á Vísi.is? Ritstjórn Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri útskýrir gang mála á ritstjórn DV. . 1 /f yý- / pm • / Miðvikudagshópurinn Helmingur nemenda 7. bekkjar Breiöageröisskóla ásamt kennurum og fulltrúa DV. Föstudagshópurinn Hinn helmingur nemenda 7. bekkjar Breiöageröisskóla ásamt kennurum. Bíógagnrýni Harmkvæli hvíta kynstofnsins The Filth and the Fury -★ ★ ★ ★ Gunnar skrífar gagnrýni um kvikmyndir. Ljósmyndadeild DV Einar Ijósmyndari sýnir krökkunum Reuter-mynd á skjánum og forsíöu DV meö sömu mynd. Isafoldarprentsmiðja Hér er veriö aö sýna nemendum Breiöageröisskóta plötur meö siöum DV. The Rlth and the Fury. The Sex Pistols sitja fyrir svörum. The Filth and the Fury er metn- aðarfull mynd. Leikstjórinn Julian Temple ætlar sér að rekja ris og fall The Sex Pistols, kanna úr hvaða samfélagslegum og menning- arlegum jarðvegi þetta fyrirbrigði var sprottið, staðsetja pönkið í samhengi við aðra list og skemmt- an og halda auk þess uppi málsvörn fyrir þetta lítilsvirta tján- ingarform. Auk þess: segja sögu piltanna sem lifðu þetta af og hins sem dó og láta engum leiðast sem hlýðir á og sér. Og í stuttu máli tekst honum þetta allt saman. 1 29. Mptomtwr - 12. október 2000 Kvikmyndahátíð í Reykjavík Til þess þarf hann að beita brögðum sem ekki þættu fin á há- degisverðarfundi hjá Sagnfræðifé- laginu. Hann styrkir frásögn félag- anna úr The Sex Pistols með því að sýna þá í skuggamyndum (og hlífir okkur í leiðinni við að horfa upp á miðaldra pönkara). Ef við horfð- umst í augu við þá myndum við fremur líta á frásagnir þeirra sem brenglaðar endurminningar, sjálfs- réttlætingar, ofmat á eigin framlagi en raunsanna mynd af atburðum. Af svipaðri ástæðu pakkar hann umboðsmanninum Malcolm McCl- aren inn í uppblásna sadó/masó- grimu og sannfærir okkur endan- lega um að það er ekki orði trúandi frá þeim manni. Temple sækir sér myndefni hvaðanæva að til að . styðja sitt mál, teygir sig stundum æði langt og teiknar nýtt þegar það dugir ekki tO. Allt er þetta gott og blessað eftir að Sagnfræðingafélag- ið hætti við að taka upp slagorðið: Þar sem sannleikurinn býr. Temple gerir engar kröfur til algilds sann- leika. Hans sannleikur er uppgötv- un eins og fegurðin og réttlætið (sem enginn heldur lengur fram að séu algild hugtök - allavega enginn með viti). Og uppgötvun hans er sú að við lok áttunda áratugarins hafl lágstéttarfólki verið ætlað að búa í veröld sem var ekki þeirra; sætta sig við sviðsetningar lýðræðis, menningar, lista, manngildishug- mynda o.s.frv. sem var ekki ætlað annað en halda fólki á mottunni (helst þannig að fólk fílaði sig sem mottuna sjálfa og brosti þegar aðr- ir þurrkuðu af skónum á andlitinu á henni). Sem sagt: ósköp svipað ástand og við lifum við i dag; veifa fánum þegar þjóðhöfðinginn kemur í bæinn, Shakespeare og Björk eru snillingar en þú ert auli, tískan er tæki til að temja sig og verða eins og til er ætlast - eins og allt; allt sem er haldið að þér er svipa tam- ingamannsins sem vill siða þig, mennta þig, gera þig hæfan til að lifa í þessum heimi sem er þér ókunngugur og fjandsamlegur: þú ert skítur - en ef þú lærir að tala og hugsa, skiptir um smekk og kyngir reiðinni skulum við breyta þér úr skúringakonu í ræstitækni og leyfa þér að vera með (en bara á aftasta bekk svo við heyrum þig ekki iða í sætinu af leiðindum). Það sem pönkið gaf fólki var kosturinn á að segja fuck it við þessu tilboði. En ef það var einhver vonarneisti í pönkinu þá slökknaði hann náttúrlega fljótt. Heimúrinn er nefnilega svona skítlegur vegna þess að mannskepnan er vesöl - lika pönkarar. Pönkið gat af sér fólk sem segir fuck it af þvi það er eftirspum eftir því og svo fólk sem hætti að segja fuck it en kom sér fyrir í biðstofunni hjá Arvo Part í von um að vera kahað inn í list- heima. Pönkið var síðasta harm- kvæli hvíta kynstofnsins undan menningunni sem drepur alla mennsku. Fuck it. Leikstjórn: Julien Temple. Aöalhlutverk: John „Rotten“ Lydon, Paul Cook, Sid Vicious, Glenn Matlock, Steve Jones. Bretland 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.