Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 2000 Helgarblað DV Rudolf Becker yfirgaf réttinn sem frjáls maður: Sýknaður lést á leið úr réttarsal Öldruðu hjónin urðu forviða þegar þau heyrðu úrskurð dómar- ans: „Sýknaður af morði vegna skorts á sönnun- um.“ „Og svo yfirgaf tengdasonur okkur rétt- inn sem frjáls maður,“ segir Ursula Jergolla frá Boizenburg í austur- hluta Þýskalands. „Hann fékk meira að segja bætur fyrir ólög- mæta fangelsun þrátt fyrir að við vissum aö það væri hann sem myrti dóttur okkar.“ Rudolf Becker, sem var 37 ára gamall vél- virki, hafði morgun nokkum uppgötvað að unnusta hans, Marina, var líflaus við hlið hans Foreldrar í rúminu. „Ég myrti hana ekki. Ég hefði varla farið að hringja á lög- regluna ef ég hefði gert það,“ sagði Becker. Kæfö með púöa Réttarlæknir við háskólann í Göttingen úrskurðaði að konan hefði verið kæfð með púða. Ekki léki nokkur vafi á því. Þrátt fyrir það var Rudolf Becker sýknaður. Móðir Marinu sagði seinna: „Ég brotnaði niður því að þetta var al- veg óskiljanlegt. Við vissum jú að það var hann sem var morðinginn. En hann fékk að lokum refsingu því það er til Guð sem sér allt.“ Þegar Rudolf Becker ók heim frá dómsalnum með þremur félaga sinna lenti bíll þeirra á tré. Félag- amir lifðu slysið af en Rudolf Becker lét lífið. í Búckeburg Marínu viö heimili hennar og Rudolfs í nálægt Hannover. „Marina fékk aö lok- um nóg og leitaði skjóls í kvennaat- hvarfi bæjarins. Ekki kom fram við réttar- höldin hvers vegna hún hefði snúið aftur heim til ofbeldisfulls kærastans. Það var ekki fögur mynd sem dregin var upp af Rudolf Becker í rétt- arsainum." Kynntustí flóttamanna- búðum Örlögin geta stundum gripið inn í á undarlegan hátt. Fundum Rud- olfs Beckers og Marinu bar saman fyrir algera tilvilj- un í Weserberg- land suðvestur af Hannover. í fyrr- verandi Austur- Þýskalandi höfðu þau búið skammt frá hvort öðru. Þau höfðu alist upp í sama héraði en aldrei hist. Þau höfðu hæðið flúið frá Austur-Þýska- „. landi og farið bænum Buckeburg margar og langar krókaleiðir áður en þau lentu í flóttamannabúðimum Bad Eilsen. Hjá Marinu var um að ræða ást við fyrstu sýn. Þegar Rudolf stakk upp á því að þau settust að í Búckeberg nálægt Hannover, þar sem síðar var réttað yfir honum, samþykkti Marina það með gleði. Það skipti hana einnig miklu máli að Rudolf kom mjög vel saman við son hennar, Mathias, sem hún hafði eignast í misheppnuðu hjónabandi. Hamingjan virtist fullkomin Þegar Marina eignaðist ári seinna dóttur, sem gefið var nafnið Julia, virtist hamingjan fullkomin. Henni lauk hins vegar febrúarmorguninn þegar lögreglan hringdi í foreldra Marinu til að tilkynna þeim að dóttir þeirra hefði fundist látin í rúminu sínu og að kærastinn hennar, Rudolf, Við gröf Marinu Foreldrar Marinu viö gröf dótturinnar. Foreldrarnir voru vissir um sekt kærasta dóttur þeirra. hefði verið handtekinn vegna gruns um morð. Saksóknarinn hélt því fram að Rudolf Becker hefði verið orðinn þreyttur á sambúðinni með Marinu og þess vegna myrt hana. Nú hófust réttarhöld sem vöruðu í fjóra daga. Alla dagana sátu foreldrar Marinu í réttarsalnum og fylgdust með. Fjöldi ofbeldis- og klám- myndbanda Við rannsókn á íbúð Rudolfs og Marinu hafði lögreglan lagt hald á fjölda ofbeldis- og klámmyndbanda. Fjöldinn var svo mikill að hann Fórnarlambiö Marina fannst myrt í rúminu sínu. Hún haföi veriö kæfö. Móðursystirin Mathias og Julia, sem misstu foreldra sína, hafa eignast nýtt heimili hjá móöursystur sinni, Gabrielu Jergolla. Sýknaður Rudolf Becker var sýknaöur af ákæru um morö á unnustu sinni. Hann lét líf- iö á leiö heim frá réttarsalnum. fmmm: Morð í sirkus nægði til að opna verslun. Rudolf Becker viðurkenndi að hafa stöku sinnum horft á kynlífs- og klámspól- ur. Vitni, sem kölluð höfðu verið fyr- ir réttinn, sögðu frá geðofsa Beckers og reiðiköstum sem bitnuðu á Mar- inu og syni hennar. Vitni kváðust hafa séð Rudolf Becker fleygja Mar- inu niður stiga, berja hana og sparka í hana. Marina fékk að lokum nóg og leitaði skjóls í kvennaathvarfi bæjar- ins. Ekki kom fram við réttarhöldin hvers vegna hún hefði snúið aftur heim til ofbeldisfulls kærastans. Það var ekki fögur mynd sem dreg- in var upp af Rudolf Becker í réttar- salnum. En hann var sýknaður þar sem ekki fundust nein sönnunargögn gegn honum. Ekki þótti heldur hægt að útiloka að einhver ókunnugur hefði læðst inn í húsið um nóttina. Hafði Marina átt leynilegan elsk- huga? Það vöknuðu margar spuming- ar og möguleikamir vom margir. Rudolf Becker var látinn njóta vafans. Þegar foreldrar Marinu fréttu af andláti Beckers sögðu þeir: „Við grátum þurrum tárum því nú hefur verið beitt refsingu fyrir morðið á dóttur okkar. Það er til æðra rétt- læti en það jarðneska." Ellen elskaði dýr. Það átti eftir að kosta hana lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.