Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 Helgarblað r>v j Donald Trump Trump er afar óánægbur meö nýja ævisögu sem sýnir hann og fjöl- skylduna í óhagstæöu Ijósi. Trump er ekki ánægður Auðjöfurinn Donald Trump er vel þekktur bæði innan og utan Ameríku fyrir ríkidæmi sitt og til- þrif í viðskiptum. Trump Tower í New York, sem hýsir m.a. höfuð- stöðvar viöskiptaveldis hans, er álíka þekkt örnefni þar eins og Hallgrímskirkja í Reykjavík. Donald vasast í fleiru en við- skiptum því hann hefur verið orð- aður við óháð forsetaframboð í Ameríku. Donald er ekki í góðu skapi um þessar mundir og ástæð- an er nýútkomin bók sem fjallar um þrjár kynslóðir Trump-fjöl- skyldunnar og veldi þeirra. Þar er dregin upp fremur óhagstæð mynd af Donald og t.d. sagt að hann hafi smátt og smátt orðið afhuga Ivönu, fyrrum konu sinni, þrátt fyrir ör- væntingarfullar fegrunaraðgerðir hennar til þess að endurheimta hylli hans. Það sem fer þó að sögn mest í taugamar á Donald er að höfund- ur bókarinnar, Gwenda nokkur Blair, hefur graflð upp hið foma ættarnafn fjölskyldunnar, sem er Drump en ekki Trump, en því mun hafa verið breytt snemma á öldinni. Yfir þessu er Donald Drump alveg æfur. Skjaldbökur eru ótrúlega miklar persónur: Skjaldbakan Trutla - ekkert hrifin af henni til að byrja með en það átti eftir að breytast Guðrún Líneik Guð- jónsdóttir og Óðinn Bolli Björgvinsson, fallhlífar- stökkvarar og spennufíklar, eiga sérkennilegt gæludýr. Það er skjaldbaka. Óð- inn segir að konan hans hafi feng- ið skjaldbökuna gefins fyrir nokkrum árum og í fyrstu hafi þau ekki verið neitt sérstaklega hrifln af henni en það hafl fljót- lega breyst. „Trutla, eins og við köllum hana, hefur komið ótrú- lega mikið á óvart, hún er svo mikil persóna. Henni er til dæmis alls ekki sama hver klappar henni og dregur sig inn i skelina ef ein- hver ókunnugur nálgast hana.“ Ótrúlega sterk „Við vorum með Trutlu í búri til að byrja með en það skemmdist og eftir það var hún frjáls í ibúð- inni. Meðan hún var i búrinu átti hún það til að reyna að klifra upp úr því og hanga á brúninni á því tímunum saman. Okkur flnnst mjög gaman að fylgjast með henni þegar hún ryðst áfram og hún getur hæglega ýtt léttum húsgögnum, eins og borðstofustólum og slíku, úr vegi. Fyrst þegar við fengum Trutlu var hún frekar slöpp og át bara eina skinkusneið á dag. Við gerðum alls konar tilraunir með að gefa henni mat. Trutla var fljót að venja sig á hrátt kjöt og rækjur en vildi ekki sjá kálmeti og áður en við vissum af var hún farin að hlaupa út um allt.“ Óðinn segir að skjaldbakan hafi heitið Trutles þegar þau fengu hana en að þeim hafi ekki líkað nafnið og breytt því í Trutla og ekki sé annað að sjá en að henni líki það vel. Fengum leitarhund til aö finna hana „Einu sinni tókum við hana með í helgarferð í sumarbústað og fórum illa aö ráði okkar þegar við Óðinn Bolli Björgvinsson og Guðrún Líneik Guðjónsdóttir með skjaldbökuna Trutlu . Trutla vegur um þaö bil eitt kíló og er 28 sentímetra löng meö haus og hala. gleymdum að loka útidyrahurð- inni um kvöldið. Þegar ég vaknaði um morguninn fann ég hana hvergi og áttaði mig á því að hún hefði skriðið út. Við vorum fjögur í bústaðnum og hófum dauðaleit sem stóð í fimm eða sex klukku- tíma. Við leituðum út um allt og ég skreið meira að segja undir bú- staðinn. Að lokum datt Guðrúnu í hug að fá leitarhund. Okkur fannst hugmynd fráleit til að byrja með en ákváðum að athuga málið. Ég hringdi í nokkra hunda- ræktendur og fékk að lokum nafn á manni sem gæti hugsanlega bjargað okkur. Maðurinn var mjög hjálplegur þrátt fyrir að hann væri nýkominn úr aðgerð og kom með leitarhundinn Rex. Hundurinn var látinn þefa af handklæði sem Trutla hafði legið á og var eldsnöggur að finna hana. Hún var þá búin að skriða eina fimmtán metra frá bústaðn- um og grafa sig niður í jörðina þannig að aðeins sást í lítinn hluta af skelinni." Leggst í dvala „Einn af kostunum við að eiga skjaldböku er að það er ekkert mál að fara í frí. Það er einfald- lega hægt að setja hana út í horn, breiða yflr hana handklæði og hætta að gefa henni að éta. Lík- amsstarfsemin virðist stjórnast af því hvað hún fær mikinn mat. Þegar hún étur mikið æðir hún um allt en þegar hún er lystarlaus liggur hún bara og slappar af. Við hjónin vorum að eignast barn um daginn og urðum því að setja Trutlu í fóstur og söknum hennar alveg hræðilega mikið. Það er ekki hægt að láta hana vera lausa í íbúðinni eftir að barnið kom, okkur vantar búr. Má ég ekki nota tækifærið og biðja einhvern sem á hentugt búr og er hættur að nota það að hafa sam- band við okkur í síma 5612744 og gefa okkur það?“ segir Óðinn að lokum. -Kip Skotveiðimenn Margir halda að styrjaldarrekstur sé óþekkt fyrirbrigði á íslandi en aðrir vita betur. Það er árviss uppákoma hérlendis á haustmánuðum að landsmenn vígbúist þús- undum saman, taki fram drápstól sin, fjalla- dreka og fjórhjól, riffla, haglabyssur, hríð- skotabyssur, pumpur og hvað það nú allt heitir, klæðist að hætti illvirkja, hryðju- verkamanna og morðsveita - í felulitum og segi fuglum himinsins stríð á hendur. Þetta vopnglaða lið heldur, með blóðbragð í munninum, inní frjálsa fjallasalinn okkar á haustin, þegar kyrrðin svifur yfir vötnun- um og andblærinn er slíkur að líkast er því að maður sé kominn á vit skapara síns eftir skikkanlegt og guði þóknanlegt lífshlaup. En Adam er ekki lengi í Paradís. Kyrrðin er rofin af véladyn og vopnagný. Blóðbaöið er að bresta á; skotmenn íslands eru mættir, gráir fyrir jámum og i vígahug, enda með bréf uppá vasann til staðfestu um það hvað þeir megi drepa: Frá 20. ágúst til 31. mars: grágæs og heiðagæs. Frá 1. september til 31. mars: fýl, díla- skarf, toppskarf, blesugæs, helsingja, stokk- önd, urtönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfónd, hávellu, toppönd, hvítmáf, hettu- máf, ritu, skúm, kjóa. Frá 1. september til 10. maí: álku, langviu, stuttnefju, teistu, lunda. Frá 15. október til 22. desember: rjúpu. Það virðist semsagt af nógu að taka. En það er nú eitthvað annað - að dómi skot- veiðimanna. Það er einsog skotveiöimenn séu orðnir hugsjúkir yfir því hvað lítið er til að drepa af fuglum himinsins. Óskiljanlegt eftir upp- talninguna hér að framan. Og meiraösegja leyfilegt að drepa hrafninn allan ársins hring. Enda er hann kominn á válista sem tegund í útrýmingarhættu. Nú virðast skotveiðimenn eiga þá frómu ósk heitasta að fá til gamans að skjóta ló- una, spóann og hrossagaukinn. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn forviða einsog þegar ég heyrði Sigmar vin minn B. Hauksson, talsmann og gott ef ekki formann skotveiðimanna, réttlæta það á dögunum í sjónvarpinu að hrossagaukurinn væri rétt- dræpur af því fuglinum væri svo skítsama hvar hann væri drepinn. Ég kaus að gleyma því að ég hefði heyrt þetta, bæði af því að mér er fremur hlýtt til Sigmars og eins vegna þess að mér er ljóst að honum getur ekki verið sjálfrátt. Þessi ljúfi sælkeri og sérfræðingur á krás- ir og vín breytist augsýnilega í ófreskju þeg- ar hann fær byssu í hönd og fuglar eru ann- ars vegar. Ég get ekki með nokkru móti hugsað mér meiri fúlmennsku en þá að fara að hrossag- auki með hríðskotabyssu og plaffa hann nið- ur. Manni sem fremur slíkt ódæði ber að fyrirgefa, því hann veit ekki hvað hann gjörir. Af þessum orðum má eftilvill geta sér þess til að ég sé frekar á móti fjöldamorðum á fuglum, skotveiðimönnum til gamans og yndisauka. Og nokkuð til í því. Þegar ég lít hérna útum gluggann minn og fylgist með þröstunum sem eru að klára síðustu reyniberin af trjánum á undurfógr- um haustdegi, verð ég svolítið væminn og hugurinn flökrar að þeim yndisauka sem fuglar himinsins hafa fært mér á nokkuð langri æfi. Vorboðinn ljúfi sem kemur lofandi gæsku gjafarans á hverju vori og heilsar öllum heima rómi blíðum, einsog skáldin sögðu. Koma farfugla, sem boðað hafa vonir um unaðstíð frá því land byggðist, hefur alla tíð verið þjóðinni hjartfólgnari en aðrar kurt- eisisheimsóknir frá annarlegum heimshorn- um. Elsku bestu skotveiðimenn Mig langar til að ljúka þessum hugleiðing- um með ámaðaróskum til ykkar þegar þið farið á vit fjallanna og kyrrðarinnar til að drepa fugla himinsins ykkur til gleði og yndisauka. Gætið ykkar að villast ekki í þokunni því það er svo dýrt að leita ykkur uppi. Og skjótiö nú ekki hver annan í mis- gripum. Þjóðin veit að þið eruö ekki fllmenni, að minnsta kosti ekki nærri allir, og auðvitað verður haldið áfram að fyrirgefa ykkur af því „þið vitið ekki hvað þið gjörið“. Hinsvegar heldur hrossagaukurinn áfram að koma í opinbera heimsókn á hverju vori landsins börnum til gleði og unaðar einsog hann hefur gert í aldanna rás. Og ef þið skjótið heiðursgest í opinberri heimsókn, þá er nú kominn tími til að setja ykkur - skotveiðimenn - einsog hrafninn - á válist Flosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.