Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Side 11
11 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 I>V Utlönd Slobodan Milosevic: Reisir hús í Belgrad fyrir 240 milljónir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, reisir lúxusvillu fyrir um 240 milljónir íslenskra króna við hliðina á bústað breska sendiherr- ans í diplómatahverfínu í Beigrad. Breska blaðið Sunday Times greindi frá þessu í gær. Húsið er í hverfinu Dedinje þar sem Milosevic og eiginkona hans, Mira Markovic, eiga þegar lúxusbú- stað. í nýja húsinu ætla hjónin að dvelja á efri árum. Samkvæmt skipuiagsyfirvöldum i Serbíu hefur smíði hússins verið haldið áfram þrátt fyrir atburði síð- asta mánaðar. Þykir það benda til að hjónin séu enn þeirrar skoðunar að þau geti haldið stöðu sinni meðal þeirra sem gegna æðstu embættum þjóðarinnar. Þegar smíði hússins hófst fyrir um ári var byggingaverkamönnunum tjáð að það væri ætlað herforingjanum Ne- bojsa Pavkovic. En Pavkovic á að fiytja inn í húsið sem Milosevic býr í núna. Forsetinn fyrrverandi vill flytja inn í nýja húsið vegna betra öryggis- kerfis í því. Fulltrúi skipulagsyflrvalda segir að Undirbúa framtíöina í Belgrad Slobodan Milosevic og eiginkona hans, Mira Markovic, ætla að búa áfram í fínasta hverfinu í höfuðborg Serbíu. Eru hjónin að láta reisa þar nýja lúxusvillu. einn manna sinna hafi spurt hver væri að láta reisa húsið. Hann var þá stöðvaður af herlögreglu sem sagði húsið eign ríkisins og skipaði honum að koma sér burt. Margir samstarfsmanna Vojislavs Kostunica, nýs forseta Júgóslavíu, hafa sagt að allar byggingafram- kvæmdir í Dedinjehverfmu verði rannsakaðar á næstu mánuðum. Margir nánustu samstarfsmanna Milosevics búa í hverfinu. Serbneskir stjórnmálaskýrendur segja að Milosevic kippi enn i spott- ana. Forsetinn fyrrverandi stýrði á fóstudaginn fundi í æðstu stjórn Sósi- alistafiokksins. Haft er eftir ónafn- greindum heimildarmanni að mikil spenna hafi verið i loftinu en að lok- um hafi verið tekin ákvörðun sem æðstu haukarnir sættu sig við. Milosevic er einnig sagður bera ábyrgð á því að þingið frestaði um helgina að samþykkja ráðherra nýrrar bráðabirgðastjórnar þar til í dag. Bandamenn Kostunica mótmæltu fyrir helgi tilnefningu harðlínumanna í þjóðstjómina sem fara á með völdin þar til kosningar verða 23. desember. Tölvufræðingar á kafi í fíkniefnum Yfirlæknir fikniefnameðferðar- stofnunar í Kalifomíu í Bandaríkj- unum, Alex Stalcup, segir í viðtali við bandarískt blað að 40 prósent sjúklinga sinna séu ungt fólk í tölvubransanum. Læknirinn segir þetta ekki koma sér á óvart. Unga fólkið vinni mikið og hratt. Það taki inn kókaín til þess að halda sér vak- andi og heróín til þess að geta sofið. Forstöðumaður meðferðarstofn- unar i Stokkhólmi, Vivianne Ronneman, kveðst hafa orðið vör við fikniefnamisnotkun starfs- manna tölvugeirans í Sviþjóð. Hún segir misnotkunina vegna streitu. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! YANMAR Sími 568 1044 Nýttu hana í sláturtíð, framtíð, berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því verðið er í þátíð Sú blákalda staðreynd, að AEG frystikisturnar okkar hafa verið á sama verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum um hjartarætur. Verðfrysting Heræfing Konur í n-kóreska hernum á æfingu fyrir hersýningu. Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til N-Kóreu í gær til viðræðna viö leiðtoga landsins, Kim Jong-il. Ovenjuefnilegur frambjóðandi Bandaríska blaðið New York Times lýsti í gær yfir stuðningi við Hiilary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, sem sækist eftir öldunga- deildarþingsæti fyrir New York. Segir blaðið Hillary óvenjuefnilegan frambjóðanda. Blaðið gagnrýndi þó jafnframt forsetafrúna og sagði hana hafa til- hneigingu til að koma fram við pólitíska andstæðinga sína eins og óvini. Hún hefði ekki sagt allt satt við yfirheyrslu rannsóknarmanna auk þess sem hún aðhylltist um of stefnu Clintons forseta varðandi gjafir í kosningasjóði. New York Times segir repúblikanann Rick Lazio verðugan keppinaut Hillary. Hillary sé hins vegar gædd fleiri og meiri hæfileik- um heldur en Lazio. teso 3 ára ábyrgð Klárari en keppinauturinn Hillary Clinton og Rick Lazio, keppinautur hennar. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Vörunr. Heiti Brútto Lítrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fyigja Læsing Einangrun þykkt i mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst Verð áður Tilboðsverð 12HS HF120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900 23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900 29HL HFL 290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900 38HL HFL 390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900 53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900 61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900 RdDIOsHAtlST Geislagötu 14 • Sími 462 1300 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.