Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2000, Page 12
12 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 2000 Skoðun Bankarnir verða sameinaöir Nýr, sterkur ríkisbanki fær ekki verðmiöa. Sameining bankanna - sterkasti leikur seinni tíma í fjármálum Finnst þér dýrt í strætó? Steinunn Guömundsdóttir afgreiöslu- dama: Já, mér finnst það frekar dýrt. Jónas Bjarnason, vinnur á Reykja- lundi: Ég hef ekki hugmynd um hvað kostar í strætó. Sigurvin Jóhannesson nemi: Ég kaupi alltaf græna kortið því það er ódýrara. Þaö er annars dýrt. Daöi Geir Sverrisson, vinnur á tattoostofu: Já, mér finnst það mjög dýrt. Ólöf Ingadóttir nemi: Já, mjög dýrt. Þaö safnast þegar saman kemur. Haukur Sigurösson nemi: Já, það er sko „feitt dýrt“. Helgí Magnússon skrifar: Hvað sem líður karpi fylgismanna og andstæðinga fyrirhugaðrar samein- ingar Búnaðarbankans og Landsbank- ans er óhætt að fullyrða að þessi sam- eining er bráðnauðsynleg aðgerð og einn sterkasti leikur í fjármálum seinni tíma hér á landi af hálfu hins opinbera. Rekstrarsparnaður mun verða mikill (allt að einn milljarður króna á ári að mati Viðskiptablaðsins nýlega) og er þó væntanlega varlega reiknað. Stjómarandstæðingar, sem að öðm jöfnu hafa barist gegn einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hafa skyndilega söðlað um, úthrópa nú fyrirhugaða samein- ingu ríkisbankanna og krefiast þess að bankarnir verði seldir og einkavæddir! Helst áður en nokkur sameining á sér stað, þótt vitað sé að eftir sameining- una verður bankinn sá öflugasti í land- inu! Því til viðbótar gaspra óábyrgir aðilar um það að loka hefði átt fyrir viðskipti með hlutabréf Búnaðarbanka Kolbrún lina skrifar: Landssíminn er sjálfur sér líkur þegar kemur að tækninýjungum og framkvæmdum á þeim. Fyrir nokkrum misseram kom fyrirtækið þægilega á óvart með að koma sér upp vefsímaskrá. Auðvitað bar nokkuð á byrjunarörðugleikum við þetta þarfa- þing. Ég beið hins vegar þolinmóð, sannfærð um að von bráðar yrði vefsímaskráin nothæf alla daga og all- an sólarhringinn. Og viti menn, ekki leið á löngu áður en hægt var að ganga að vefskránni vísri. Ég er viss um að tugþúsundir landsmanna hafa fagnað því með mér. Samkeppni i bankastarfsemi verður eilíf barátta. Það er eðli hennar. Það ættu núver- andi andstœðingar samruna rikisbankanna að muna. - Það væri óðs manns æði að henda nýjum sameinuðum ríkisbanka á markaðstorg gervifjárfestanna. “ og Landsbanka þar til stærsti hluthaf- inn „gerði grein fyrir fyrirætlunum sínum“. Einhverjir spekingar hafa líka talað um að með seinagangi ríkisstjómar- innar í málinu „missi hún og bankam- ir af lestinni" á meðan einkaaðilar á fjármagnsmarkaði „taki af skarið" í hagræðingu og blási til sóknar með nýjungum og þjónustuaukningu. Þær nýjungar hafa nú ekki verið ýkja sýni- legar. Nema hvað ég man að Islands- Þetta mál allt hjá Símanum verður svo mun alvarlegra þegar haft er i huga að und- anfama daga hefur ekki verið nokkur leið að ná í upplýsing- ar símleiðis í 118. Þar er sí- fellt og stanslaust á tali!“ En Adam var ekki lengi í paradís. Þeir hjá .Símanum hafa líklega komist að þeirri niðurstöðu að vefsímaskárin væri of góð í landann. Hún var lögð niður og önnur sett upp í staðinn, mun seinvirkari, miklu við- banki-FBA er að bjóða nýfædd böm velkomin í heiminn með loforði um bjarta framtíð sem viðskiptamenn í framtíðinni. Og svo sparibaukinn Ge- org. - Að öðra leyti bíða drengirnir á svörtu fótunum, sem hafa fengið viður- nefhið „útfararstjórar" eftir því einu að krafsa til sín leifarnar af ríkisbönk- unum - yrðu þeir ekki sameinaðir - til að senda til einkafjárfestinga vítt og breitt um heiminn. Samkeppni í bankastarfsemi verður eilíf barátta. Það er eðli hennar. Það ættu núverandi andstæðingar sam- runa ríkisbankanna að vita. Það verð- ur hins vegar enginn sölumiði settur á hinn nýja sameinaða banka í bráð. Svo mikils virði er fyrir islenska ríkið að halda uppi sterkri fjármálastofnun. Það má sameina margar ríkisstofnan- ir; Landssima, Ríkisútvarp, orkuveitur og hvaðeina. En það væri óðs manns æði að henda nýjum sameinaðum rik- isbanka á markaðstorg gerviQárfest- anna. Þeir hafa nóg að gert í bili. - eða hvað? kvæmari og með óskiljanlegt leitunar- kerfi. Líklega hefur einhver „systur- sonur“ eða „bróðurdóttir" komist með fingurna þar í eða átt hlut að máli. - Ég spyr: Hvers vegna mátti uppruna- lega vefskráin ekki halda sér þar sem hún var mun betri? Þetta mál allt hjá Símanum verður svo mun alvarlegra þegar haft er í huga að undanfarna daga hefur ekki verið nokkur leið að ná í upplýsingar símleiðis í 118. Þar er sífellt og stans- laust á tali! Ergilegt og afar bagalegt. Hvenær ætlar Landssíminn að fara standa sína vakt með mikilvæga en þó ekki margslungnari þjónustu sem þessa? Landssíminnn lengi lifi Pagfari________________________________________________________________ Formaður í frægðarför Sundsambandsmenn, með formann sinn í fararbroddi, vöktu mikla athygli í sumar þeg- ar þeir ákváðu að fella niður lágmörk þau sem sett höfðu verið fyrir íslenska sundmenn svo þeir mættu synda í Sydney. Höfðu þá tveir sundmenn náð lágmörkunum. Sendur var stór hópur sundmanna til Sydney sem átti ná- kvæmlega ekkert erindi á slíkt stórmót og kom fyrir ekki þótt landsliðsnefnd Sundsam- bandsins legðist gegn fjöldaflutningi íslenskra sundmanna tO Sydney - þangað skyldu þeir fara. Landsliðsnefndin sagði af sér í mótmæla- skyni. Auðvitað fjölgaði í fylgimannahópi sund- manna við þetta tiltæki, enda kom í ljós að formaður Sundsambandsins ætlaði sér ekki að sitja auðum höndum í Sydney. Eitt hans fyrsta verk við komuna þangað var að setja íslensku sundmennina í fjölmiðlabann þangað til þeir hefðu lokið keppni, en vandlega var tekið fram að formaðurinn sjálfur væri til viðtals fyrir fjölmiðla væri eftir því óskað. Einhverra hluta vegna mun slíkum óskum ekki hafa rignt yfir formanninn. Auðvitað kom í Ijós að flestir íslensku sund- mannanna áttu ekkert erindi annað til Sydney en fara í gott sumarleyfi, kostnaðarsamt að vísu fyrir fátæka iþróttahreyfmgu, en hvað um það. Það kom Þótt þónokkrir dagar séu liðnir siðan Ólympíuleikunum í Sydney lauk eru ekki nema nokkrir dagar síðan síðustu keppendur íslands þar komu heim á klakann. Ekki er betur vitað en formað- ur Sundsambands íslands sé kominn heim heilu og höldnu. reyndar í ljós að formaður sundfólksins haföi haft a.m.k. eina ástæðu til að setja keppendur sína í fjöl- miðlabann því svo virtist sem þeir vissu ekki allir í hvaða sundgreinum þeir ættu að keppa. Þannig mun ein sundstúlkan hafa verið við það mánuðum saman að reyna við ólympíulág- mark í einni sundgrein en var siðan kippt inn sem keppanda í annarri sundgrein. Loks þegar stúlkan lauk sundinu stundi hún því upp að það væri svo langt síðan hún hefði synt svona sund að hún hefði varla munað sundtökin. En formaðurinn gat verið sæll og glaður, enda féllu „afrek“ hans í skugga baksunds- mannsins okkar sem hafnaði í 4. sæti og stefn- ir á að gera enn betur næst. Sundsambands- formaðurinn hefur hins vegar þegar gert svo vel að afrek hans verður ekki bætt, að fjölga keppendum í ólympiuhópnum að eigin geðþótta og setja svo sundfólkið í fjölmiðlabann. Hann ætti að líta á hvernig samskiptum annarra íþróttamanna og fjölmiðla er háttað á meðan stórmót eins og Ólympíuleikar standa yfir. Hvemig stendur á að forusta íþrótta- og Ólympíusambands íslands lætur bjóða sér annað eins og þetta, og hvað með íþrótta- fréttamenn sem tóku því nánast þegjandi að mega ekki ræða við sundfólkið í Sydney? Ætli sundfólkið komi til greina þegar íþróttafréttamenn velja íþróttamann ársins á næstu vikum? ^ . Fáir ferðamenn á Akranesi Akurnesingur skrifar: Ég hef fylgst með fréttum héðan og ummælum um að Borgarfjarðarbrúin sé til bölvunar. En að það sé álit ferða- manna almennt tel ég ekki vera. Hins vegar var mikið áfall að missa far- þegaskipið Akra- borg sem sigldi hingað tvisvar á dag. Með henni kom ótalinn hópur ferða- manna, innlendra sem erlendra, og margir gerðu verslun sína áður en þeir héldu áfram, einkum hinir er- lendu. Síðan Akraborgin hætti sigl- ingum sjást fáir ferðamenn á Akra- nesi, ekki einu sinni að sumrinu. Það er skaði að farþegasiglingar skuli hafa lagst svo skjótt af sem raun ber vitni og að enn eigi að herða ólina í þeim efnum. Akraborgin á siglingu. Sveitastúlka í súludansi Bóndi austanfjalls skrifar: Fyrir rúmum 3 árum réð sig í vinnu hjá mér 15 ára stúlka utan af landi - dugleg, mikið fyrir dýr og ætl- aði að verða bóndi þegar fram liðu stundir. Stúlkan yfirgaf okkur á um- sömdum tíma og heyrði ég ekki frá henni um skeið. Nýlega sá ég hana i sjónvarpsþættinum t djúpu lauginni. Einnig á forsíðu blaðsins Bleikt og blátt, svo og inni í blaðinu í stelling- um sem ekkert foreldri myndi vilja sjá dætur sínar í. Ekki veit ég hvað umturnaði þessari stúlku en ég frétti að hún heföi farið að vinna sem geng- ilbeina á þekktum „súludansstað“ í Reykjavík. Mig tekur sárt að sjá örlög stúlkunnar og sómi íslands er illa kominn ef stór hluti æsku landsins verður að kynlífsfíklum eða -þrælum. Ég skora á ábyrgt fólk að snúa vöm í sókn og láta ekki þennan nýja lífsmáta umtuma og eyðileggja unga fólkið og jafnvel hrekja það út í sjálfs- morð. Þeir best klæddu vestanhafs Sirrý skrifar: Mér finnst fata- tíska karla hér orð- in meiri háttar kauðsk. Beri maður hana saman við tískuna handan hafsins, bæði í Evr- ópu og Ameríku, þá finnst mér þeir vest- anhafs vera lang- best klæddir. Maður tekur t.d. sérstaklega eftir forseta- frambjóðendunum sem era alltaf í þessum klassísku jakkafötum (aðeins með tveimur hnöppum) og sem fara langtum betur en jakkarnir sem ná næstum upp í háls. Það er ekki af öf- und sem ég segi að íslenskir karlar klæðist illa í hinum þröngu hálsháu jökkum. Ég vil þeim vel og því bendi ég á taka upp smekklegan klæðnað á ameriska vísu. Vægar refsingar Það er að verða óþolandi að lesa um alvarlega glæpi hingað og þangað um landið, en þó mest hér í borginni, og vita að refsing bíður ekki óbótamann- anna fyrr en eftir dúk og disk. Þannig las ég síðast um óhugnanlega og til- efnislausa árás nokkurra pörupilta á blaðbera Dags. Átti hann sér engrar undankomu auðið og var barinn og mátti þola spörk í andlit og víðar um líkamann. Verður ekki að endurskoða refsingar og þyngja þær til muna? Gæti það hugsanlega verið forvöm gegn þessum tilefnislausu árásum á saklausa borgara. Forsetaefni fin í tauinu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.