Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 23
ÞRIDJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 35 i>v Tilvera Afmælisbarniö Dan Rather sextíu og níu ára Einn frægasti fréttahaukur Banda- ríkjanna, Dan Rather, sem hér á landi má sjá í fréttaskýringa- þættinum 60 Minutes H, verður 69 ára í dag. Dan Rather, sem einnig er aðalþulur kvöldfrétta CBS- sjónvarpsstöðvarinnar og stjórnandi fréttaþáttarins 48 Hours, hefur löng- um verið í hópi virtustu fréttamanna i heiminum. Rather hóf störf hjá CBS 1962 og eru þau orðin mörg stórmálin sem hann hefur fylgst með. Stiörnuspá Gildir fyrir mlbvikudaginn 1. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): . Nú er gott tækifæri til að koma hugmyndum þínum á framfæri, sér- staklega varðandi nýj- ungar. Happatölur þínar eru 7,13 og34. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): \ Einhver persóna, sem ^J^Mhcfur verið þér ofar- ^^Jf lega í huga, kemur þér \ mjög á óvart. Það verður breyting á einhverju heima fyrir. Hrúturinn (21. mars-19. aprih: ^TV Daguiiim verður ^"^» <* skemmtilegur og þú \j^» tekur þátt í áhugaverð- ^^ um umræðum. Eitt- hvað sem þú hefur beðið eftir lengi gæti gerst í dag. Nautið (20. apríl-20. maíl: / Morgunninn verður •^j^^^ annasamur og þú átt ^^y^^ fullt í fangi með að \^^/ Uúka verkefnum sem þér eru fengin. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníl: Viðskipti ættu að 'ganga vel og þú ert heppinn í samningum. Andstæðingur þinn ber mfkla virðingu fyrir þér. Tvíburarnir (2 ber mfkla vi Krabbinn (22. iúní-22. iúiil: Vertu á verði gagnvart I manneskjum sem eru þér ósammála. Þær gætu reynt að beita i til að fá sínu framgengt. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: Fjölskyldan kemur mikið við sögu í dag. Þú ættir að eyða meiri tíma með henni og huga að loforði sem þú gafst fyrir stuttu. Mevjan (23. aeúst-22. sept.l: ^\jl Þú færð efasemdir um yy^^ heiðarleika eða ein- ^^VilLlægni einhvers. Þú átt * f rétt á að fá skýringu á því sem þú áttar þig ekki á. vopln (23. st Vogin (23. sept.-23, okt.l: Það verður mikið um að vera fyrri hluta dagsins. Láttu ekki freistast þó að fólkiö i ki'íngum þig sé kærulaust. Haltu þig við áætlun þína. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: ~f\ Ákveðin manneskja *\\\ gerir eitthvað sem þér \\ Vigremst og þú átt erfitt jg með að sætta þig við. Astandið batnar með kvöldinu. Bogama&ur (22. nóv.-21. des.l: |Þér finnst allt ganga Whægt í byrjun dagsins \ en það borgar sig að J vera þolinmóður. i verður ánægjulegt. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: •J Þú færð einhverjar f^9 óvæntar fréttir og ^Jf\ veist ifklega ekki alveg %éF^^ hvenúg þú átt að túlka þær. Þú ættir bara að bíða og sjá hvað verður. Kaldar kveðjur Beckhams til eiginkonunnar: Ætti stundum að loka þverrifunni Knattspyrnuhetjan David Beck- ham viðurkenndi í sjónvarpsviðtali fyrir helgi að stundum ætti hann þá ósk heitasta að heittelskuð eigin- kona hans, kryddpían Victoria Ad- ams, lokaði á sér þverrifunni. Victoria sagði einhvern tíma að Becks, eins og kappinn er kallaður, gengi stundum í nærbuxum af henni. í viðtalinu sagði hann að það væri ekki satt. Að minnsta kosti gerði hann það ekki opinberlega. „Ég get sagt að ég hef ekki klæðst nærbuxunum hennar Victoriu. Ekki á almannafæri að minnsta kosti. Það væri áhyggjuefni ef ég gerði það þar sem hún er minni en ég," sagði David í viðtalinu við hinn þekkta sjónvarpsmann Michael Parkinson. Og Becks heldur áfram: „Þegar Victoria byrjar að tala getur hún stundum ekki hætt. Hún segir sitt- hvað sem gripið er á lofti en ég elska hana enn svo það skiptir ekki máli." Kunnugir segja greinilegt að fót- boltakappinn hafi farið í tíma til raddsérfræðings áður en hann mætti í sjónvarpssal til að gera róddina aðeins dýpri. David hefur verið heldur mjóróma fram að þessu, eins og alkunna er. Kappinn þvertók fyrir að Victoria væri ólétt, að minnsta kosti sagðist hann ekki vita til þess. Þá lýsti hann því yfir að hann hefði engin áform um að halda í víking og leika knattspyrnu á erlendri grundu, eins og svo margir gera. Drew Barrymore leynilega gift Nýgift Hamingjan Ijómar af Drew og Tom. Kvikmyndaleikkonan kom nán- ustu vinum sínum á óvart þegar hún greindi þeim frá því að hún hefði gifst leikaranum Tom Green í leyni. Fyrir um það bil viku ljómaði Barrymore með Green á frumsýningu. Nú vita menn hvers vegna. Rétt áður höfðu turtildúf- urnar látið pússa sig saman. Barrymore hefur verið gift einu sinni áður, bareigandanum Jer- emy Thomas. Hjónabandið varaði bara i 11 mánuði. Nú vonast Barrymore, sem varð heimsþekkt eftir hlutverk sitt i kvikmyndinni E.T., til að hjónabandshamingjan endist lengur. Hún bráðnaði að minnsta kosti þegar Green bað hennar. Stöðumælavöröurinn Baldur Trausti Hreinsson leikur einn afmörgum stööumælavóröum. Sjónvarpið - Viktor: Raunir stöðumælavarða Stöðumælaverðir eru ekki vin- sælustu menn þjóðfélagsins. Enginn bílstjóri fer i gott skap þegar hann sér orðsendingu frá þeim undir rúðuþurrku og ef stöðumælavörður- inn er svo óheppinn að vera að skrifa sektarmiðann þegar viðkom- andi bílstjóri birtist á hann yfirleitt ekki von á góðu. En af hverju skyldi fólk sem á að vita upp á sig sökina æsa sig upp við stöðumælaverði sem eingóngu eru að gera skyldu sína? Jú, stressið i höfuðborginni, þar sem allir eru að flýta sér, er sjálfsagt meginástæðan. í stutt- myndinni Viktor, sem Vilhjálmur Ragnarsson leikstýrir, fáum við smáinnlit í störf stöðumælavarða, oft á skondinn og skemmtilegan hátt,þó ekki beint jákvæðan, því i stétt stöðumælavarða eins og í öðr- um er maðkur í mysunni. Aðalpersónan er Viktor, ungur og myndarlegur stöðumælavörður, sem er að mati starfsbræðra sinna sá heiðarlegasti í bransanum. Hann á í ástarsambandi við starfsfélaga sinn, konu sem er orðin þreytt á því að fá aðeins að sofa hjá honum þeg- ar hann hefur fengið sér neðan í því. Viktor dreymir dagdrauma um fagra sýningarstúlku og eina skiptiö sem hann sleppir að sekta bílstjóra er þegar hann gerir sér grein fyrir því að bíllinn sem hann er búinn að festa sektarmiða á er eign sýningar- stúlkunnar. Inn í söguna af Vfktori er blandað lífi annarra stöðumæla- varða og yfirmanns, viðhorfum þeirra og heiðarleika. Þá koma einnig við sögu bílstjóri bahka- stjóra, sem stundar spilakassa, og tískusýningarstúlkan fyrrnefhda, sem ekki reynist sú goðumborna vera sem Viktor hélt. Viktor er á köflum fyndin úttekt á borgarlífi. Sum atriðin gera sig vel ein og sér en önnur hefðu þurft meiri tengingu við söguna og þar erum við komin að helsta galla myndarinnar, sem er að persónur fá ekki nægilegt rúm í sögunni. Tök- um til að mynda stöðumælavórðinn sem kærir Viktor. Það er strax gef- ið í skyn að þarna er á ferðinni ein- hver varasamur karakter, en hver hann er og hvað hann er að hugsa fáum við aldrei að vita. Það sama á við um flestar persónurnar, við vilj- um vita eitthvað meira. Grunnur- inn að sögunni hefði örugglega nægt i handrit í kvikmynd í fullri lengd. Hugmyndin um líf stöðu- mælavarða í vinnunni og í einkalíf- inu er forvitnileg og góðra gjalda verð. Þeir eru eins og einn þeirra kemst að orði „litli fmgur laganna". Tæknilega sleppur myndin fyrir horn þó á einum stað væri mjög augljóslega einhver annmarki á klippingu. Leikarar eru ekki af verri endan- um. Hverri stórstjörnunni af annarri í íslensku leikhúsi bregður fyrir. Baldur Trausti Hreinsson og Halldóra Geirharðsdóttir leika þær persónur sem mest er lagt í og eru trúverðug. Einnig fer Stefán Jóns- son vel með hlutverk stöðumæla- varðarins sem kærir Viktor. 11ilmai' Karlsson Leikstjóri: Vilhjálmur Ragnarsson. Hand- rlt: Árni Ibsen og Vilhjálmur Ragnarsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Hall- dóra Geirharðsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Siguröur Sigurjónsson, Stef- án Jónsson, Lilja Þórisdóttir, Jóhann Sig- uröarson, Þórunn Lárusdóttir, Ólafia Hrönn Jónsdóttir, Siguröur Karlsson, Mel C með lyst- arstol og lotu- græðgi Kryddpían Mel C viðurkennir í viðtali við tónlistarblaðið Q að hún sé með ýmist með lystarstol eða lotugræðgi. Hún er nú að reyna að fá bót meina sinna og líður þokka- lega núna. Mel C hefur fengið sér- fræðingshjálp við þunglyndi og er nú ánægð með bæði andlega líðan sína og líkamann. „Ég er of þung núna en mér líður vel andlega og ég vil heldur góða andlega líðan en eyðileggja lík- amann minn. Ég vil geta eignast barn. Þess vegna vil ég heldur vera í þeirri stærð sem ég er nú," segir Kryddpían. Hún segir helstu ástæðu átröskunarinnar vera þá að henni hafi þótt sem hún passaði ekki í Kryddpíuhópinn. Þess vegna hafi hún farið i stranga megrun. Þung- lyndisköstunum, sem helltust yfir hana, fylgdi svo lotugræðgi. Lífið líkir ekki eftir listinni Leikarinn Chris O'Donnell hag- ar sér ekki eins og persónurnar sem hann leikur á hvíta tjaldinu, að minnsta kosti ekki eins og pip- arsveinninn í samnefhdri mynd í fyrra sem stakk af frá altarinu. Onei. Þótt leikarinn sé unglegur í meira lagi er hann aftur á móti fjolskyldufaðir af hefðbundna tag- inu. Enn frekar nú en áður þar sem eiginkona hans og kærasta frá háskólaárunurn 61 annað barn þeirra hjóna í síðustu viku. Drengur var það og var hann skírður Christopher Eugene O'Donnell yngri. Eiginkonan heit- ir Caroline Fentress, kennari að mennt. 1-jói.mundaítofa ey\ íukjauLkw, jLnnuoqL <o'v\axuiói.í.on LjóimunaÍT C7T&£%rLi.q'átu lOj - 2. hæo Sunl5Ó2 1/66 - 86.2 6.636

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.