Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 Tilvera JL>V Nína Margrét í Salnum: Utgáfutónleikar Heiðu Utgáfutónleikar Heiðu, gömlu sðngkonunnar úr Unun, fara fram á Gauknum í kvöld. Heiða hefur verið í námi og gefur nú frá sér sólóplötuna Svarið. Það verður forvitnilegt að sjá og heyra hvað hin litríka söngkona býður upp á í kvöld Leikhús ¦ HAALOFT er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórs- dóttur. Sýningin hefst kl. 21.001 kvöld í Kaffileikhúsinu í Hlaövarpan- um. Þetta er sýning sem enginn sem áhuga hefur á geðheilbrigði ætti að lata fram hja sér fara. Sídustu forvöð ¦ CAFE9.NET í dag er síðasti dagur netkaffisins cafe9.net í Listasafni Reykjavíkur. Hér er um að ræða samstarfsverk- efni 8 af 9 menningarborgum Evr- ópu árið 2000. ¦ OLIA OG PASTEL A CAFE MILANO I dag lýkur sýningu Hólmfríðar Dóru Sigurðardóttur á olíumálverkum og pastelmyndum í Café Milanó, Faxa- feni 11. A sýningunni eru sýnd 18 verk. Dóra hefur ekki sýnt áður í Reykjavík, en haldið einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýning- um á landsbyggðinni. Hún býr á Hvammstanga og starfrækir þar gallerí, sem sérhæfir sig í persónu- legum gjöfum. Sýningin er opin á opnunartíma kaffihúsins. ¦ TÁR TÍMANS í dag lýkur sýningu á verki lista- mannsins Grelpar Ægls sem nefnist Tár Tímans í Gleraugnaversluninni Sjáöu, Laugavegi 40. Fundir ¦ BOKAKAFFl Síung, félag barnabókahöfunda og bækur íslandsdeildar IBBY, standa fyrir bókakaffi á Súfistanum í Máll og mennlngu í kvöld, kl. 20.15. Þarna veröa upplestrar, umfjöllun um barnabækur og kaffispjall. Með- al annarra koma fram Þorvaldur Þor- steinsson, Jón Hjartarson og Kristín Helga Gunnarsdottir. ¦ HÁDEGISFUNDUR SAGNFRÆÐ- INGA verður haldinn í Norræna hús- inu á vegum Sagnfræðlngafélags fs- lands í dag. Þema fundanna í vetur er hvað sé stjórnmálasaga. Davíð Oddsson forsætisráöherra mun velta þessu fyrir sér í samnefndu er- indi sínu „Hvað er stjórnmála- saga?" Fundurinn hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13.00. Öll píanóverk Páls „Páll Isólfsson kallaði sig ekki tónskáld en var samt mikið píanó- tónskáld þó að píanistar hafi fram til þessa haft takmarkaðan áhuga á honum," segir Nína Margrét Gríms- dóttir þar sem hún situr að æfing- um í Salnum í Kópavogi. Tilefni spjalls okkar er að Nína Margrét mun annað kvöld flytja öll píanóv- erk Páls á einum tónleikum, en þau hafa hvorki verið hljóðrituð né flutt áður 1 heild sinni á tónleikum. Sönglög Páls hafa verið þekktari en tónverk hans en að sögn Nínu eru nú breyttir tímar og fólk miklu fremur tilbúið að meðtaka heildar- verk Páls. Nína Margrét hefur numið, búið og starfað bæði í Kanada og Banda- ríkjunum mörg undanfarin ár. Núna er hún komin heim og hefur tekið við stöðu píanó- og kammer- tónlistarkennara í Tónlistarskóla Kópavogs og henni þykir gott að vera komin heim. „Þetta er í sjálfu sér ekki mjög stór munur, ég hef alltaf verið hér með annan fótinn, en það má segja að nú sé ég komin í hring og aftur á byrjunarpunktinn." Nína Margrét viðurkennir að launin hér séu nærfellt hehningi lægri en úti og það skipti óneitan- lega máli, en samt segist hún alkom- in heim. Jafh mikilvægur og Laxness „Ég skrifaði mastersritgerð um íslensk píanóverk frá tónlistarskóla í London," segir Nína Margrét þeg- ar hún er spurð um upphaf áhuga hennar á Páli ísólfssyni. „Ég tók eft- ir því að það vantaði tengingu á milli píanóverka hans sem eru hvað þekktust; Þrjú píanóstykki Op. 5 og Glettur annars vegar og síðan Til- brigði um sönglag eftir ísólf Páls- son," segir Nína Margrét. Hún bæt- DV-MYND E.ÓL Alkomln heím Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikarí. Annaö kvöld verða aödáendur hennar og Páls ísólfssonar þeirrar gæfu aönjót- andi aö heyra hana leika píanóverk hans í heild sinni. ir því viö að 1984 hafi fyllst sú eyöa þegar dregin voru fram 1 dagsljósið ákafiega aðgengileg verk, sem hafa þó aldrei verið flutt í heild sinni þó að í gegnum árin hafi píanóleikar- arnir Örn Magnússon, Jórunn Við- ar og Rögnvaldur Sigurjónsson hvert um sig frumflutt og hljóðritað hluta þeirra. Nina Margrét féll alveg fyrir tón- smíðum Páls og ákvað að einbeita sér að því að rannsaka þær og Qytja. Nú vinnur hún að doktorsritgerð um píanóverk hans við City Uni- versity of New York. „Páli hefur tekist á aðdáunar- verðan hátt að kynna sér það sem erlend tónskáld voru að gera á þess- um tíma en hafði þó sjálfur ákaflega persónulegan stíl. Það átti best við hann að semja í rómantiskum stíl seinni hluta 19. aldar en hann hélt þvi ekki á lofti vegna þess að hann var auðvitað tuttugustu aldar mað- ur á 21. öldinni? „Það er mikilvægt að heildar- pakkinn sé borinn fram og honum haldið á lofti - því hann á sama er- indi inn í tónlistarsöguna og höf- undarverk Kjarvals inn í listasög- una eða Laxness inn í bókmennta- söguna," segir Nína Margrét að lok- um. Tónleikarnir í Salnum hefjast kl. 20. ur. En hvað færir Páll Isólfsson okk- Bíógagnrýni Sambíóin - Space Cowboys: * jc Ekkert líf eftir þrítugt Sjá nánar: Líflð eftir vlnnu á Vísi.is Það er dálítið erfitt að átta sig á Space Cowboys. Hverslags mynd er þetta? Hún er ekki nógu fyndin til að vera gamanmynd, ekki nógu spennandi til að vera spennumynd, ekki nógu dramatisk til að hægt sé að taka hana alvarlega. í grunninn erhún kjánaleg og virðist vilja vera það. Hún minnir að því leyti á nið- urlægingartímabil Clint Eastwood þegar hann bjó með Sondru Locke og lék með henni í myndum á borð við Any Which Way You Can og Ev- ery Which Way But Loose. Eða Pink Cadillac - munið þið eftir henni? Clint Eastwood er ekki betri leik- srjóri en svo að hann ætti að halda sig innan skýrt. afmarkaðra kvik- myndagreina. Hann er bestur í vestrum og löggumyndum. Hann réð ekki við margræðnina í Midnight in the Garden of Good and Evil né tilfinningalega undirtóninn í A Perfect World. Hann ætti að styðjast við orðatiltækið Keep It Simple, Stupid (Hafðu það einfalt, bjáni). Space Cowboys er hins vegar gerð í anda: Hafðu það bjánalegt, einfeldningur. Sagan hefst 1958 þegar geimferða- áætlun Bandarikjamanna er flutt frá flughernum og yfir til NASA. Eftir sitja ótemjur háloftanna; fjórir félagar sem hafa bætt alls kyns hraða- og hæðarmet í tilraunaflug- vélum. Þeir fá ekki að fara út í geim; sá heiður er ætlaður öðrum. Sagan stekkur síðan rúm 40 ár fram í tíma og við hittum þessa fyrrum félaga aftur. Tveimur þeirra, Jerry (Donald Sutherland) og Tank (James Garner), hefur tekist að búa sér einhvers konar líf en Frank (Clint Eastwood) og Hawk (Tommy Lee Jones) hafa ekki enn komist Geimgangan. Foringinn Frank Corvin (Clint Eastwood) kominn út í geiminn. yfir harminn í ævi sinni; þeir eru mennirnir sem fóru ekki út fyrir gufuhvolfið. Þá gerist það, af ástæð- um sem ekki er hægt að hafa eftir, að NASA vill senda þessa fjóra út í gelm að gera við rússneskan fjar- skiptahnött og lífssaga þeirra virð- ist ætla að fá hamingjusaman endi. Fyrstu tveir þriðju hlutar myndar- innar fara í undirbúning geimferð- arinnar. Það er nokkurs konar góð- látleg gamanmynd þar sem við hlæj- um að öldruðum mönnum að reyna að sanna að þeir séu í raun ungir. Allt í þessum hluta er í takt við hug- myndir nútímans um aldur og þroska; aldur er sjúkdómur og veik- leiki; hápunktur llfsins er stuttu eft- ir fermingu og eftir það þjáist mað- urinn af eftirsjá eftir þvi sem hann var og getur ekki verið lengur. Þroski mannsins er eins og þroski eplisins; skilur eftir sig brúnar skellur og gerir manninn einhvern veginn óætan. Um tima leitaði hugurinn aftur til Going in Style frá 1979 þar sem George Burns, Art Carney og Lee Strasberg léku ellilífeyrisþega sem skipulögðu bankarán af leiðindum sínum og þeirri ástæðu að þeim fannst þeir hvort eð er hafa engu að tapa. Yfir þeirri mynd (sem var auk þess skemmtileg) sveif einhver skilningur á aldri og þroska og ótta mannsins við dauðann. Space Cow- boys hefur engan slíkan skilning. Og þegar ég vellti fyrir mér hvemig George Burns hefði litið út ef hann hefði farið í jafh margar andlitslyft- ingar og Clint Eastwood og reynt jafn mikið til að halda brjóstkassan- um uppi, þá finnst mér eins og vest- ræn menning sé búin að tapa sér. Gunnar Smári Egilsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Er eitthvað sorglegra en gamalt fólk sem reynir að halda í sjálfsmynd tvítugs fólks? Seinasti þriðjungurinn er spennumynd - eins konar stutt- myndaútgáfa af Armageddon. Og hún líður fyrir formið. Er svolítið þunn og einföld. Myndinni er ætlað að fleyta sér áfram á sjarma aðalleikaranna fjög- urra. Þetta eru stjörnur og það er sjaldnast helber tilviljun þegar slíkt hendir fólk. Tommy Lee Jones (sem er eiginlega of ungur í hlutverkið; hefur varla verið meira en 10 ára 1958) á í engum vandræðum með sinn óheflaða sjarma, Donald Sutherland er eins og minning frá hippaárunum, svalur og kærulaus, en James Garner er annars hugar og veit ekki alveg til hvers er ætlast af honum. Eastwood sjálfur setur sig í flóknari aðstæður en hann ræður við en er ágætur þegar hann hangir á eigin fullvissu. í bíómyndinni Independence Day dó enginn sem hafði verið kynntur til sögunnar, fyrir utan einn alkó- hólista sem fórnaði sér fyrir vini sína. Líf hans var hvort eð er ekki mikils virði. í Space Cowboys er að sama skapi rökrétt að deyja fremur en lifa veikindi. Þrátt fyrir að myndin fjalli um aldraða menn er boðskapur hennar engu að síður sá að það er ekkert líf eftir þrítugt; að- eins þrákelknisleg endurtekning með vaxandi vangetu þaðan i frá. Leikstjórn og tönlist: Clint Eastwood. Handrit: Ken Kaufman og Howard Klausner. Leikarar: Clint Eastwood, Tommy Lee Jones, Donald Sutherland, James Garner o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.