Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2000, Qupperneq 28
'i 44 Tilvera MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2000 DV-MYNDIR JAK Glæsilegar stúlkur Carmen Leahu frá Rúmeníu, fyrir miöri mynd, bar af i samanburðinum en hún sigraöi í kvennaflokknum. Henni á hægri hönd er Sigurlína Guöjóns- dóttir en henni á vinstri hönd er Sirpa Lauttaanaho frá Finnlandi. Sigurvegarinn Kristján Ársælsson, sem sigraöi í samanburöinum í karlaflokki, er hér ásamt helstu keppinautum sínum, þeim Kjartani Guðbrandssyni og Pasi Inkinen frá Finnlandi. tónleika á Gauknum í kvöld mun Bubbi Morthens lialda fyrstu tónleika sína á veit- ingastaðnum Gaukur á Stöng. Gaukurinn var opnaður fyrir nokkrum dögum endurbættur, á þremur hæðum og aldrei í ís- lenskri tónlistarsögu hefur verið boðið upp á jafn góða aðstöðu til tónleikahalds bæði fyrir tónlist- arfólk og gesti þess og er því vel við hæfl að einn virtasti og vin- sælasti tónlistarmaður landsins haldi tónleika þar. Bubbi mun m.a. flytja þrjú nýju lögin sem er að ftnna á nýju safnplötunni hans, Sögur 1990-2000. Lögin eru Pollýanna, 7 daga vima og Jakkalakkar. Kabarett ■ FRÆÐSLU- OG -SKEMMTIDAGSKRÁ UM MEXÍKÓ ^Cistaklúbbur Leikhúskjallarans býöur til fræðslu- og skemmtidagskrár um Mexíkó í kvöld, kl. 20.30. Ástæða dagskrárinnar er sú að skapast hef- ur sérstök hefð í Mexíkó til aö halda „El día de los muertos" hátíðlegan og verður gestum klúbbsins gert kleift að færast nær þeim raunveru- ieika. Ellen Gunnarsdóttir og Sigurö- ur Hjartarson halda erindi, mexíkóskar konur, búsettar á ís- landi, leiða lautartúr út í kirkjugarð. Allir eru velkomnir og húsið verður opnað kl. 19.30. Aðgangseyrir er 800 kr. en námsfólki er boðið til dagskrár fyrir 500 kr. Klassík ■ LONPON MOZART PLAYERS í kvöld, kl. 20, heldur ein af bestu kammersveitum Evrópu,The London * Mozart Players, tónleika í Salnum í Tónlistarhúsf Kópavogs. Á efnisskrá eru verk eftir Benjamin Britten, Ric- hard Strauss, Mozart og Brahms. Galaxy Fitness: Guðdómlegir kroppar Tímabrautin erfiðust „Ég er mjög ánægður með þetta mót. Það var keyrt hratt áfram og var mjög skemmtilegt, mjög gott skipulag,“ sagði Kristján eftir mótið. „Ég get ekki annað en verið sáttur. Ég er búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning fyrir það og uppskar eins og til var sáð. Mér fannst tíma- brautin erfiðust en þar reyndi svo á úthaldið. Þegar kom að kaðlinum var allt súrefni búið og lungun höfðu ekki undan. Víð, íslensku strákarnir, stöndum mjög framarlega í þessari íþróttagrein, en við höfum ekki áttað okkur á því. Ég stefni núna að því að komast á heimsmeistaramótið en það verður væntanlega haldið í Kína á næsta ári.“ í kvennaflokknum var keppt í sam- anburði sem gilti 50%, tímabrautinni sem gilti 45% og bardaga þar sem keppendurnir reyndu að slá hverjir aðra niður af stalli með stöng með púða á endanum en hann gilti 5%. Rúmeninn sigraði. Carmen Leahu frá Rúmeníu tryggði sér sigur í kvennaflokknum með sigri í saman- burðinum þar sem hún bar af öðrum keppendum. Freyja Sigurðardðttir keppti við Leahu um 1. sætið en slak- ur árángur hennar í samanburðinum dró! hana niður þrátt fyrir að hún hefði sigrað í þrautabrautinni. „Ég er mjög ánægð með keppnina sem var mjög hörð og erfíð,“ sagði Carmen Leahu. „Sérstaklega fannst mér tíma- brautin hræðilega erflð en ég meiddi mig á ökkla á æfingu fyrir viku og það háði mér töluvert." -JAK Kristján Ársælsson sigraði nokkuð örugglega í alþjóðlegri fitness-keppni sem haldin var í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. Keppnin var mjög hörð og geysispennandi en þar áttust við 17 keppendur, átta í karlaflokki og niu í kvennaflokki. Af þessum sautján keppendum voru átta erlend- ir og komu þeir frá Finnlandi, Hollandi, Rúmeníu og Spáni. Karlaflokkur í karlaflokki var keppt í upphífmg- um og dýfum, tímabraut og í saman- burði. Upphífíngamar og dýfurnar giltu 25% en þar var keppt í því hver gæti híft sig oftast upp á slá og látið sig síga niður og lyft upp aftur á tveimur stöngum. Kristján sigraði með yfirburðum i þessari grein. í þrautabrautinni þurftu keppendurn- ir að fara ákveðna braut á tíma. Þar þurftu þeir m.a. að hlaupa í dekkjum og fiskikörum, handlanga sig eftir lá- réttum stiga, klifra upp og niður net, lyfta 90 kg steini á stall og klifra 7 metra upp kaðal. Þessi braut reynd- ist mörgum keppendunum erfið og ekki tókst öllum að ljúka henni. í þessari grein varð Kristján Ársæls- son að lúta í lægra haldi fyrir Kjart- ani Guðbrandssyni en einungis mun- aði 0,4 sek. á þeim. „Ég gaf mér of langan tíma til að lyfta steininum og missti Kjartan fram fyrir mig,“ sagði Kristján. Síðasta greinin var saman- burður en vægi hans í keppninni var 50%. Þar hafði Kristján töluverða yf- irburði. Sigurvegarinn í karlaflokki Kristján Ársælsson sigraöi í karla- flokki en hér sést hann á fullu í þrautabrautinni. Bestur i tímabrautinni Kjartan Guöbrandsson stóö sig best í tímabrautinni og virtist hann eiga nóg eftir þegar kom aö kaölinum. Eyjastúlkan knáa Sigurlina Guöjónsdóttir klífur netiö af miklum krafti. Myndlist ■ GUÐRÚN HALLDÓRSPÓTTIR Guðrún Halldórsdóttir leirlistarmað- ur opnaði um helgina sýningu á neðri hæð Listasafns Kópavogs sem hún nefnir Freyjur og för. Guö- rún sýnir 30 gripi sem eru unnir á síðustu tveimur árum. Eins og nafn sýningarinnar ber með sér er aðal- efni hennar konur og skip. Konur Guðrúnar eru stæðilegar og bera forn íslensk og norræn nöfn. Skip hennar minna á för víkinga, fornnor- rænna farmanna og íslenskra fiski- manna. Guðrún handbyggir verk sín . og brennir í sagi. Þetta e,r fýrsta einkasýning Guðrúnar á Islandi en hún hefur numiö og starfaö í Banda- ríkjunum undanfarin 10 ár. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga, kl. 11 tii 17, og stendur til 26. nóv- ember. Sídustu forvöð ■ MARGRET GUÐMUNDSPOTTIR Margrét Guðmundsdóttir lýkur í dag sýningu á verkum sínum í kaffistof- unni í Hafnarborg. Sýningin nefnist Gluggi tll austurs blönduð tæknl/in- fusion technique. Opið frá 11-18. ‘ Fundir Hmynpakvold utivistarT kvöld kl. 20 verður myndakvöld Útl- vistar í Húnabúð. Útivist vill einnig minna á aöventuferðir í Bása og Uti- vistarræktina. Sjá utivist.is Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Tekur myndir af Veiðistaðirnir veiðistöðum á íslandi í á diskum þúsundatali: heim í stofu DV, AKUREYRI:_______________________ „Segja má að það hafi verið for- vitni okkar veiðifélaganna fyrst og fremst sem varð til þess að ég fór að taka myndir af veiðstöðum úr lofti. Þetta var tilraun í fyrstu en Laxá í Þingeyjarsýslu, urriðasvæðið, varð fyrir valinu. Okkur fannst þetta koma mjög vel út og því var ákveð- ið að halda áfram,“ segir Einar Guð- mann á Akureyri, en hann hefur heldur betur mundað myndavélina að undanförnu og tekið loftmyndir af veiðistöðum í fjölda veiðiáa og vatna víðs vegar um land, en mest á Suður- og Vesturlandi. „Afrakstur sumarsins er um þrjú þúsund myndir og árnar sem ég á nú loftmyndir af eru tæplega 20 tals- ins og annað eins af vötnum. Nú liggur fyrir að gefa þetta út á disk- um og verða fleiri en ein á á hverj- um diski. Það hefur þó ekki verið ákveðið hvemig þetta mun raðast saman,“ segir Einar Guðmann. Ámar sem um ræðir eru: Norð- urá, Hítará, Sandá, Laxá í Kjós, Grímsá, Langá á Mýrum, Hafljarð- ará, Brynjudalsá, Sogið, Tungufljót, Stóra-Laxá, Brúará, Laxá í Aðaldal, bæði ofan og neðan virkjunar, Eyja- DV-MYND GK. Veiólstaðlr skannaðir Einar Guömann viö tölvuna þar sem hann „skannar" myndirnar af veiöstöö- um ánna um allt land. fjarðará, Hörgá, Fnjóská og Litlaá 1 Kelduhverfi. Vötnin eru m.a. Hítar- vatn, Sandvatn, Hlíðarvatn, Hval- vatn, Skorradalsvatn og ár sem renna úr og í það, Þingvallavatn, Elliðavatn, Reynisvatn, Hreðavatn, Oddstaðavatn, Holtavörðuvatn, Hafravatn, Stíflisdalsvatn og Leir- vogsvatn. „Nú stendur fyrir dyrum að gefa þetta út en þar er um nokkuð djarfa tilraun að ræða. Hugmyndin er að fá kunnáttumenn á hverjum stað til að merkja inn nöfn veiðistaða í sin- um ám og vötnum og svo fer þetta í sölu. Diskar með Ijósmyndum hafa ekki verið gefnir út áður, sennilega vegna ótta manna við að lög um höf- undarétt yrðu brotin, en ég tel að veiðimenn séu það miklir heiðurs- menn að þeir kaupi þessa diska en láti ekki fjölfalda þá fyrir sig,“ segh Einar. Hann segist ekki í nokkrum vafa um notagildi diskanna fyrir veiðimenn, enda er reynsla þeirra sem hafa notað loftmyndir Einars úr Laxá í Þingeyjarsýslu sú að myndirnar eru mjög gott hjálpar- tæki. „Menn læra heilmikið um ána sína við að sjá hana úr lofti og þá tel ég að myndirnar eigi ekki síöur eft- ir að sanna notagildi sitt fyrir byrj- endur sem geta fengið veiðileiðsögn úr tölvunum sinum,“ segir Einar, en upplýsingar um hvernig hægt er að ná í ljósmyndirnar á diskum er hægt að finna á heimasíðu Flugu- veiðifélags íslands. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.