Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2000, Page 72
72 Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Sigurður Steinþórsson, eigandi Guil & Silfur: „Ég býð starfsfóiki mínu alltaf upp á Rautt Eðal Ginseng á álagstímum. Svo er það líka frábært fyrir nákvæmnisvinnu." Helga Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur: „Rautt Eðal Ginseng er án úrgangsenda og reynist best á álagstímum." íþróttakennari: „Það eykur snerpu og úthald." Blómln: Þroska fræ í fyllingu tímans. Laufin: Eru notuð í jurtate. Höfuð: Sagt hafa mótvirkandi áhrif. Er ekki notað með rðtinni. Stórar hliðarrætur Smærri hliöarrætur Úrgangs- rótarendar Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar Einungis rótarbolir 6 ára gamaila kóreskra sérvalinna ginsengróta besta gæöaflokks. Rautt Eðal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2000 Jólaföndur: Persónulegar ólagjafir '• % ;■ ■ ■ eftir jólin. Upplagt er að láta börnin skreyta gluggann í herberginu sínu með litunum eða glugga um allt hús. Kertakrukkur með jólamyndum í þessa skreytingu má nota hvaða gler- krukku sem er, jólaservíettur og lakklím. Krukkumar eru grunnaðar með Glass and Tile og látnar þoma. Þær eru síðan málað- ar með akrýllitum í tveimur til þremur umferðum. Myndin sem nota á er klippt út, lakklím borið á kmkkuna og myndinni þrýst yfir lakkið. Best er að lakka strax eina umferð yfir myndina og láta það þoma. Það þarf 2-3 umferðir af lakklimi yfir alla krukkuna til að búa til góða húð. Þegar síðasta umferðin er orðin þurr er antikolía borin á alla kmkkuna og þurrk- uð strax af með mjúkum klút til að fá fram antíkáferð. Til að halda kertinu má t.d. nota keramikskál undan blómapotti sem passar ofan í opið á krakkunni. Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að búa til mikið af skemmtilegum hlutum fyrir jólin. Það eina sem þarf er dálítil lagni og hugmyndaflug. Ragnheiður Gústafsdóttir fondurmeistari bjó til þessa skemmtilegu hluti til að sýna hvað þetta er auðvelt og hún var ekki lengi að því. Allt efnið og litimir sem hún notaði fæst í Skólavörubúðinni. Heimatilbúið föndur gefur heimilinu persónulegan blæ og svo má alltaf gefa vinum og skyldfólki það í jólagjöf. Englar 1 englana þarf gylltan kartonpappa, slaufubönd, jólaservíettur og skrautsteina, í höfúðið eru notaðar vattkúlur og jóla- sveinaskegg í hárið. Fyrst er búið til kramarhús úr pappanum og stærð englanna ræðst af stærð kramarhússins. Til að halda höfðinu fostu er ágætt að stinga blómavír eða tannstöngli upp úr vattkúlunum og setja lím til að halda þeim fostum. Til að skreyta englana er mynsturrönd- in af servíettunum klippt út og límd frani- an á eða allan hringinn. Vængimir em búnir til úr jólaborða með því að hnýta slaufú og lírna hana aftan á kramarhúsið. Síðan er búin til einfold slaufa og límd upp við höfúðið til skrauts framan á engl- inum. Hæfilega langt jólasveinaskegg er klippt i mátulega langa búta, allt eftir því hvað engillinn á að vera hárprúður, og límt á höfúðið. Gætið þess að bera límið vel á höfuðið og niður að kramarhúsinu til að festa hárið vel. Síðan er hægt að laga lokkana að vild. Hver og einn ætti að láta hugmynda- flugið ráða við skreytingu á englunum sínum og það má til dæmis nota blúndu- efni í staðinn fyrir servíettur og sprauta engilinn gylltan þegar búið er að skreyta hann. Einfaldurjólaórói í jólaóróann eru notaðir tilbúnir lím- miðar með hjörtum eða stjömum sem fást í öllum bókaverslunum. Gylltur þráður er límdur fastur á borð til að halda honum strekktum, síðan em tekin tvö stykki af hverju hjarta eða stjömu og límd saman yfir þráðinn. Órói sómir sér vel í glugga og þegar hann hreyfist kemur skemmtileg speglun af honum. Þetta gæti ekki verið einfaldara. Jólaglas Hver sem er getur átt sitt eigið jólaglas og skreytt það að vild. Best er að nota ódýr vatnsglös og velja skemmtilega mynd úr föndurblöðum eða litabókum og svo er náttúrlega hægt að mála á glösin fríhendis. Best er að mála glösin með postu- línslitum frá Pépéo. Litimir em bæði til í glösum til að pensla með eða sem tússlit- ir. Myndin sem mála á eftir er límd inn í glasið og útlínur gerðar með svörtum tússpenna. Síðan er hægt að lita hana að vild. Málningin er látin þoma í 24 tíma og síðan er glasið haft í 150 gráða heitum bakarofni i 35 mín. Þá er liturinn orðinn fastur á glasinu og þolir uppþvottavél. Gluggamyndir Þessar gluggamyndir eru málaðar á harðplast. Einfaldast er að setja plastið á myndina sem mála á eftir og gera útlínur af henni með útlínutússi. Myndimar eru síðan málaðar með Cromar-vatnslitum sem fást í öllum regnbogans litum. Litir em fljótþomandi og henta því vel fyrir börn. Einnig má mála með þeim beint á gluggann og þvo myndina af með vatni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.