Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
9
DV
Útlönd
Lést bundinn í
skottinu á bíl
Svíinn, sem fannst látinn i
farangursgeymslu bíls síns á Skáni
á laugardaginn, barðist að minnsta
kosti í tvo sólarhringa fyrir lífi
sínu. Sviinn, Gösta Andersson, sem
var 65 ára, hafði verið bundinn á
höndum og fótum. Af sárum á
líkama hans var augljóst að hann
hafði reynt að losa sig og komast út.
Ekki hafa sést nein merki þess að
hann hafi verið beittur ofbeldi áður
en hann var læstur í
farangursgeymslunni.
Bílnum hafði verið lagt á
afviknum stað. Andersson sást
síðast á lífí á uppboði 19. nóvember.
Seðlaveski hans hafði verið tæmt.
Jens Stoltenberg
Norski forsætisráðherrann segir
skort á lýðræði í Framfarafiokknum.
Stjórn Kallsbergs
meö meirihluta
Færeyska landstjómin, undir for-
ystu Anfinns Kallsbergs lögmanns,
hefur endurheimt meirihlutafylgi
meðal þjóðarinnar, ef marka má
skoðanakönnun sem færeyska blað-
ið Dimmalætting birti í gær.
Fram kemur í könnuninni að
stjómarflokkamir þrír, Fólkaflokk-
urinn, Þjóðveldisflokkurinn og
Sjálfstjómarflokkurinn, njóta nú
stuðnings 52,2 prósenta kjósenda.
Það er næstum jafnmikið fylgi og
þeir fengu í kosningunum tO lög-
þingsins á árinu 1998.
Erfiður leiðtogafundur ESB fram undan:
Portúgalir reyna
að róa taugarnar
mmmkwmmk.
Skammar Hagen
vegna meðferðar
á flokksfélögum
Portúgölsk stjórnvöld reyna hvað
þau geta til að róa taugar félaga
sinna í Evrópusambandinu fyrir
mikilvægan leiðtogafund þess sem
hefst í frönsku Miðjarðarhafsborg-
inni Nice á morgun. Portúgalir
segja að árangur muni nást á fund-
inum ef ríkin einbeittu sér að ein-
faldari hlutum, eins og að auðvelda
starf sambandsins.
Víst er að aðildarlöndin fimmtán
eru ekki á einu máli um umbæturn-
ar sem verða ræddar í þrjá daga við
Miðjarðarhafið. Nokkur segjast eiga
von á því að nýr sáttmáli ESB verði
samþykktur en flest neita að gefa
eftir í málaflokkum sem þau telja
lífsnauðsynleg þjóðarhagsmunum
sínum.
„Það er óhjákvæmilegt að spenna
sé í loftinu dagana fyrir leiðtoga-
fund en nú er kominn tími til að
slaka á og reyna að ná samkomu-
lagi,“ sagði Pierre Moscovici, Evr-
ópumálaráðherra Frakklands, við
Evrópuþingmenn í Brussel.
Leiðtogar ESB eru sammála um
að hreinsa þurfl til í sambandinu
áður en hægt verður að hleypa inn
meira en tíu nýjum löndum sem
bíða við dyrnar. ESB getur hins veg-
ar ekki gefið umsóknarlöndum
neinar tímaáætlanir um inngöngu
fyrr en búið er að komast að niður-
stöðu um nýtt vinnulag.
Það sem tekist verður á um i Nice
er samsetning framkvæmdastjómar-
innar, breytt atkvæðavægi landanna
í ráðherraráðinu, aukin samvinna
áhugasömustu landanna og loks má
búast við hörðum átökum um tillög-
Leiðtogarnir girtir af
Borgarstarfsmaður í Nice kemur fyrir tálmunum við fundarstaðinn þar sem
leiðtogar ESB ræða nýja starfshætti, kúariðu og stækkun næstu daga.
ur um að neitunarvald ríkjanna
verði afnumið á mörgum sviðum og
aukinn meirihluti verði látinn ráða.
Að sögn norska blaðsins Aftenposten
er það tillagan sem gæti gert fundinn
að engu. Margir eru þegar farnir að
kalla fundinn „fjögurra skyrtna
fundinn" þar sem gert er ráð fyrir að
ekki takist að ljúka honum á laugar-
dag, eins og til stendur.
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, gagnrýndi í gær Carl
I. Hagen, leiðtoga Framfaraflokks-
ins, fyrir brottvikningu andstæð-
inga sinna úr flokknum. Sagði
Stoltenberg hana ákaflega ólýðræð-
islega.
Innri ágreiningur skekur nú stoð-
ir Framfaraflokksins. Þar að auki
hefur Hagen verið hótað lífláti og
nýtur hann nú lögregluvemdar. Á
sunnudaginn var nokkrum háttsett-
um félögum flokksins vikið úr deild
hans í Ósló tímabundið. Meðal
þeirra var þingmaðurinn Dag Dani-
elson. Fær hann ekki aftur inn-
göngu í flokkinn fyrr en eftir 30
mánuði. Danielson er sakaður um
að hafa misnotað stöðu sína og átt
aðild að því að félagar hafa verið
frystir og lagðir í einelti. Þeir sem
hafa verið reknir úr flokknum eða
vikið úr honum tímabundið ætla að
berjast fyrir því að fá ákvörðun
miðstjórnarinnar hnekkt.
£1 f Z
■
- -
4 stk 16x8 álfelgur og
Sport King 32"
(265/75R16) dekk.
93.900. ■
4 stk 15x10 álfelgur og
Sport King 33" dekk.
í04.900.-
BBhBmHHhhHHmBBhBSBHHI
&gægj§fP
. \,_ f'fiV". W
■ ;.
. ;
4 stk 15x10 álfelgur og
Durango 35" dekk.
Góð heilsársdekk, mjúk
og endingargóð
mikið skorin, gott grip
III. 900. -
MWI3ELS