Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2000, Page 22
34
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000
Ættfræði__________________
Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson
90 ára____________________
Anna Guðjónsdóttir,
Borgarsandi 7, Hellu.
80 ára____________________
Halldóra K. Sigurðardóttir,
Bakkaseli 6, Reykjavík.
75 ára
I Guðlaug G.
Þórarinsdóttir,
Skógarhlíð 10,
verður sjötíu og fimm ára
á morgun.
Hún vonar að vinir og
1 ættingar gleðjist með sér
'í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi
109-111, frá kl. 19.30.
Svanfríöur Benediktsdóttir,
Arahólum 2, Reykjavík.
70 ára_________________________________
Kristín Aöalheiöur Þóröardóttir,
Skálabrekku 9, Húsavík.
60 ára___________________________
Elín Hafdís Ingólfsdóttir,
Lautasmára 1, Kópavogi.
Guðrún Björk Guðmundsdóttir,
Deildarási 20, Reykjavík.
IVIaría Guðmundsdóttir,
Skúlagötu 5, Stykkishólmi.
Pétur Borgarsson,
Kvistabergi 9b, Hafnarfirði.
50 ára___________________________
Berghildur Valdimarsdóttir,
Húsalind 1, Kópavogi.
Eggert Sveinsson,
Klettabergi 56, Hafnarfirði.
Gísli Geir Sigurjónsson,
Sandbakka 19, Höfn.
Guðlaugur Hafsteinn Egilsson,
Seilugranda 5, Reykjavík.
Hinrik Pétursson,
Ásbúð 41, Garðabæ.
Jón Þór Sverrisson,
Eikarlundi 14, Akureyri.
Kristinn Guðnason,
Skarði, Hellu.
Kristín Þorsteinsdóttir,
■ Dverghamri 12, Vestmannaeyjum.
Margrét Tómasdóttir,
Hrísmóum 9, Garöabæ.
Sigrún Kristjana Óskarsdóttir,
Ásvallagötu 24, Reykjavík.
Tryggvi E. Þorsteinsson,
Austurbergi 28, Reykjavík.
Þorkell R. Ingimundarson,
Starengi 10, Selfossi.
40 ára___________________________
Aðalsteinn Stefánsson,
Vallarási 2, Reykjavlk.
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir,
Miðhúsum 31, Reykjavík.
Brynja Hafsteinsdóttir,
Heiðarbraut 7g, Keflavík.
Guölaug Traustadóttir,
Vogalandi 4, Reykjavlk.
Kristín Andrésdóttir,
-Seljabraut 42, Reykjavlk.
Magnús Sigurbjörnsson,
Austurbyggð 16, Akureyri.
Ólafur Elíasson,
Flúðaseli 42, Reykjavík.
Ragnar Aðalsteinsson,
Reykjabyggð 16, Mosfellsbæ.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Andlát
Esra S. Pétursson læknir lést á heimili
sínu I Flórída föstud. 1.12.
Guörún Guömundsdóttir frá Búrelli,
Furugrund 68, Kópavogi, lést á gjör-
gæsludeild Landspítalans við Hringbraut
sunnud. 3.12.
7 Jón Gamalíelsson rafmagnstæknifræð-
ingur, Lautasmára 5, Kópavogi, lést á
Grensásdeild Landspítala föstud. 1.12.
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir frá Staðar-
björgum andaðist á Dvalarheimili aldr-
aðra á Sauðárkróki sunnud. 3.12.
Ómar Ragnarsson lést í Noregi miö-
vikud. 22.11.
Emma Sigfríö Einarsdóttir frá Fáskrúðs-
firði, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Land-
spitalanum Fossvogi laugard. 2.12.
Kristín Soffia Jónsdóttir frá
Gilsfjarðarbrekku, Vesturbergi 138,
Reykjavlk, lést föstud. 3.12.
I>V
Sjötug
Hólmfríður Árnadóttir
fyrrv. prófessor við KHÍ og myndlistarmaður
Hólmfríður Anna Árnadóttir, einkasýningu á pappírsverkum í
fyrrv. prófessor við KHÍ, Hvassaleiti Linköping í Svíþjóð í boði menning-
40, Reykjavík, verður sjötug á armálanefndar Linköpinborgar
morgun. 1989.
Starfsferill
Hólmfríður fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hún hefur kennt
við skólastigin í Reykjavík, lengst af
við Kennaraháskóla íslands og læt-
ur nú af störfum þar. Einnig hefur
hún starfað við ýmsa grunn- og
framhaldsskóla, m.a. Myndlista- og
handíðaskóla íslands, Gagnfræða-
skóla verknáms og Fóstruskóla ís-
lands.
Hólmfríður hefur gegnt fjölda
trúnaðarstarfa i menntamálaráðu-
neytinu á vegum KHÍ, m.a. við
námsskrárgerð og við tilrauna-
kennslu.
Samhliða kennslustörfum hefur
Hólmfríður unnið að myndlist um
árabil. Hún hefur haldið fimm
einkasýningar og sýnt verk sín hér-
lendis og á fjölda samsýninga er-
lendis á árunum 1966-99. Hún sýndi
m.a. La Route des Textiles, Ex-
position Internationale Art Textile
Contemporain á vegum Menningar-
málaneftidar Sameinuðu þjóðanna
sem sýnt var í UNESCO-hygging-
unni í París 1998; The International,
Triennal of Tapestry i Centrai
Museum of Textiles Lódz í Póllandi
1992, og Paperart, Black and White
í British Craft Center í London árið
1984. Auk þess hélt Hólmfríður
Fjölskylda
Eiginmaður Hólmfríðar er Bjarni
Jónsson, f. 23.10. 1927, fyrrv. kenn-
ari við Verslunarskóla Islands. For-
eldrar hans voru hjónin Anna Þor-
grímsdóttir, f. 5.12. 1894, d. 13.2.
1994, húsmóðir og Jón Bjarnason, f.
7.10. 1892, d. 2.1. 1929, héraðslæknir
í Borgarfirði.
Synir Hólmfríðar og Bjarna eru
Brjánn Ámi Bjamason, f. 8.7. 1954,
geðlæknir, búsettur í Reykjavík, en
eiginkona hans er Steinunn Gunn-
laugsdóttir, f. 8.10. 1959, hjúkrunar-
fræðingur og eru dætur þerra Unn-
ur Hólmfríður, f. 27.11.1990, og Elva
Bergþóra, f. 26.4. 1992; Bolli Bjarna-
son, f. 10.11. 1957, dr. med., húð- og
kynsjúkdómalæknir við Karolinska
sjúkrahúsið í Stokkhólmi, en eigin-
kona hans er Ellen Flosadóttir, f.
17.11. 1967, tannlæknir og er sonur
þeirra Fannar, f. 10.1.1996, en sonur
Bolla er Gunnlaugur, f. 24.7. 1982,
nemi.
Systir Hólmfríðar er Ingibjörg, f.
28.1. 1934, verslunarmaður en eigin-
maður hennar var Haraldur Karls-
son, f. 21.7.1933, d. 26.11.1990, og eru
böm þeirra Þorbjörg Nanna, f. 1.10.
1953, nuddari, Kristjana Edda, f.
25.12. 1954, bankaritari, Heimir, f.
30.5. 1959, raflðnfræðingur.
Synir Eddu eru Ágúst Fjeldsted, f.
24.8. 1972, flugvirki, og Hermann
Sigurðsson, f. 9.12.1981, nemi.
Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin
Þorbjörg Agnarsdóttir, f. 1.12. 1906,
d. 30.10.1983, húsmóðir og Árni Jón-
asson, f. 9.10. 1897, d. 30.10. 1983,
húsasmíðameistari í Reykjavík.
Hólmfríður og Bjarni verða er-
lendis á afmælisdaginn.
Hundrað ára
Svava Oddsdóttir
fyrrv. húsmóðir og kaupkona í Stykkishólmi
Fimmtugur
Franz Arason
flugafgreiðslumaður hjá Flugfélagi íslands
Svava Oddsdóttir,
fyrrv. húsmóðir í Stykk-
ishólmi, Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi, er hundr-
að ára í dag.
Starfsferill
Svava fæddist í Stykk-
ishólmi og ólst þar upp.
Svava var í Barnaskóla
Stykkishólms. Hún fór
sautján ára til Reykja-
víkur og stundaði þar
ýmis störf í nokkur ár.
Eftir nokkurra ára dvöl í Reykja-
vík fór Svava aftur til Stykkis-
hólms. Þar gifti hún sig og stundaði
heimilisstörf. Hún festi síðan kaup
á hótelinu í Stykkishólmi og starf-
rækti það í nokkur ár.
Þá keyptu þau hjónin bókaversl-
un í Stykkishólmi og starfræktu
hana á árunum 1950-80.
Svava starfaði í kvenfélaginu í
Stykkishólmi um árabil.
Fjölskylda
Svava giftist 1927 Sigurði
Jónassyni, f. 8.7. 1900, d. 1990, versl-
unarmanni hjá Kaupfélaginu í
Stykkishólmi og síðan kaupmanni.
Hann var sonur Jónasar Márusson-
ar, bónda á Kársstöðum í Álftafirði
i Helgafellssveit á Snæfellsnesi,
Márussonar og Önnu Illugadóttur
húsfreyju.
Börn Svövu og Sig-
urðar: Ingveldur Sig-
urðardóttir, f. 6.1. 1928,
kennari í Stykkishólmi,
gift Kristni Gestssyni
bifvélavirkja og eiga
þau þrjá syni; Þórir Sig-
urðsson, f. 22.4. 1929, d.
1990, vörubifreiðarstjóri
í Stykkishólmi; Anna
Sigurðardóttir, f. 13.4.
1933, d. 1997, handa-
vinnukennari í Reykja-
vík, var gift Kaj Jensen kemigraf og
áttu þau fjóra syni.
Svava átti sex systkini en á nú
eina systur á lífi. Sú er Anna Odds-
dóttir, f. 12.7. 1902, búsett í Reykja-
vík.
Foreldrar Svövu voru Oddur Val-
entínusson, f. 3.6.1876, d. 12.12.1965,
skipstjóri og hafnsögumaður í
Stykkishólmi, og k.h„ Guðrún Lilja
Hallgrímsdóttir, f. 23.9.1875, d. 18.12.
1950, húsmóðir.
Ætt
Oddur var sonur Valentínusar
Oddssonar, skipstjóra í Stykkis-
hólmi, og Gróu Maríu Davíðsdóttur
saumakonu frá Lárkoti i Eyrarsveit.
Guðrún var dóttir Hallgríms í
Látravík í Eyrarsveit, Jónssonar.
Franz Arason, flug-
afgreiðslumaður hjá
Flugfélagi íslands, Iðu-
felli 10, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Franz fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp. Hann var í Mela-
skólanum, Langholts-
skóla og Réttarholts-
skóla.
Franz hóf ungur að vinna við
uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni
í Reykjavík og hjá Eimskipafélagi
íslands, vann við skurðgröfur og
var verktaki ásamt fóður sínum á
árunum 1973-79 og hóf störf hjá
Flugfélagi íslands 1970 og hefur
lengst af starfað við flugafgreiðslu á
Reykjavíkurflugvelli síðan, fyrst hjá
Flugfélagi íslands, síðan hjá Flug-
leiðum og loks hjá hinu nýja Flugfé-
lagi íslands.
Fjölskylda
Eiginkona Franz er Anney Berg-
mann Sveinsdóttir, f. 11.3. 1952,
starfsmaður hjá Morgunblaðinu.
Hún er dóttir Sveins Benediktsson-
ar, fyrrv. starfsmanns hjá Olíufélag-
inu Essó, og Guðrúnar Jónsdóttur
húsmóður sem er látin.
Börn Franz og Anneyjar eru Ari
Bergþór Franzson, f. 3.9.1968, húsa-
smiður í Hafnarfirði,
kvæntur Elínborgu
Hauksdóttur húsmóður
og eru börn þeirra Ant-
on Ingi og Bryndís; Guð-
rún Bergmann Franz-
dóttir, f. 27.9. 1974,
starfsmaður við Morg-
unblaðið, búsett i
Reykjavík, en maður
hennar er Jóhannes
Geir Rúnarsson húsa-
smiður og eru dætur
þeirra Guðrún Kristín og Sara
Karen; Kolbrún Bergmann Franz-
dóttir, f. 16.7. 1977, verslunarmaður
hjá Nettó í Mjódd, en unnusti henn-
ar er Steinar Snæfells Magnússon
og eru börn hennar Axel Bergmann
og Franz ísak.
Systkini Franz eru Sigríður Jóna,
f. 28.2. 1948, ræstitæknir í Reykja-
vík; Magnea Bergþóra, f. 30.1. 1953,
starfsmaður hjá VÍS; Páll Brynjar, f.
9.9.1956, rafvirki við Landspítalann;
Þórunn, f. 25.7. 1963, verslunarmað-
ur í Nóatúni; Jón, f. 1.1. 1967, prent-
ari hjá Hvítu örkinni.
Foreldrar Franz eru Ari Bergþór
Franzson, f. 2.6.1924, fyrrv. prentari
í Reykjavík, og k.h., Halla Valgerð-
ur Pálsdóttir, f. 2.2.1929, húsmóðir i
Reykjavík.
Franz og Anney verða að heiman
á afmælisdaginn.
Merkir íslendingar
Einar H. Kvaran
Einar H. Kvaran, skáld og rithöfundur,
fæddist i Vallanesi í Suður-Múlasýslu
6. desember 1859 en ólst upp í Húnavatns-
sýslu og Skagafirði, sonur séra Hjörleifs
Einarssonar, prests að Undirfelli, og
f.k.h., Guðlaugar Eyjólfsdóttur hús-
freyju.
Einar lauk stúdentsprófi frá Reykja-
víkurskóla 1881 og las hagfræði við
Kaupmannahafnarháskóla en lauk
ekki prófum. Ásamt Hannesi Hafstein,
Bertel E.Ó. Þorleifssyni og Gesti Páls-
syni var hann einn af útgefendum tíma-
ritsins Verðandi sem boðaði raunsæis-
stefnu í bókmenntum. Hann var ritstjóri
Heimskringlu og síðan Lögbergs í Winnipeg
1885-1895, meðritstjóri Isafoldar í Reykjavík
1895-1901, Norðurlands á Akureyri og fleiri
blaða. Einar var einn virtasti rithöfundur
þjóðarinnar á fyrstu þremur áratugum
aldarinnar, orti fjölda kvæða, samdi
smásögur, skáldsögur og leikrit og er al-
mennt talinn í hópi fremtu smásagna-
höfunda okkar. Hann var móralskur
höfundur þar sem raunsæisstefnan
vék æ meir fyrir kristilegum kærleiks-
boðskap og fyrirgefningarskyldu. Þá
haföi hann mikil áhrif á almenna þjóð-
málaumræðu sem ritstjóri og blaða-
maður, starfaði mjög að bindindismál-
um og var stórtemplar um hríð, var upp-
hafsmaður að spíritisma hér á landi og for-
maður Sálarrannsóknarfélagsins og ritstjóri
Morguns til dánardags 21. mars 1938.
. i I i ■ ! t . ; i . j :
iarðarfarir
Friörik Jón Friöriksson (BIi), Garðavegi
25, Hvammstanga, verður jarösunginn
frá Hvammstangakirkju laugard. 9.12.
kl. 14.00.
Margeir Sigurjón Vagnsson, Bæjartúni
11, Ólafsvik, verður jarösunginn frá
ÓIafsvíkurkirkju 6.12. kl. 14.00.
Jón Rúnar Árnason og Vilborg Jónsdött-
ir, Túngötu 17, Keflavík, sem létust af
slysförum 30.11., verða jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju föstud. 8.12. kl. 14.00.
Gyöa Helgadóttir, Vlðihllð, Grindavík,
áður í Smáratúni 15, Keflavík, verður
jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikud.
6.12. kl. 14.00.
Óskar Haukur Friöþjófsson hárskera-
meistari, Austurströnd 4, Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mið-
vikud. 6.12. kl. 13.30.