Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Side 2
2
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
----------------5v
Beiskja og reiði framhaldsskólakennara í garð ráðherra:
Hatt i helmingur
kennara í önnur störf
- aðstoðarskólameistarinn í Flensborg farinn að kenna í grunnskóla
Kosið um flugvöll
Borgarráð sam-
þykkti í gær að stefnt
skuli að því að at-
kvæðagreiðsla borg-
arbúa um framtíðar-
nýtingu Vatnsmýrar
og staðsetningu
Reykjavíkurflugvall-
ar fari fram hinn 3.
febrúar 2001 án þess að ákveða þó um
hvaða kosti borgarbúum verði gert að
velja.
„Ef forstjórinn i fyrirtækinu tal-
ar svona við starfsfólkið hvers
vegna ætti það þá að vinna hjá
honum?“ spyr Magnús Þorkelsson,
aðstoðarskólameistari í Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði, sem er að fá
sig fullsaddan af verkfalli fram-
haldsskólakennara, og þá sérstak-
lega því sem hann kallar harkaleg-
ar yflrlýsingar og heift mennta-
málaráðherra og yfirvalda í garð
kennara. „Margir eru orðnir ógur-
lega fúlir yfir viðhorfum ráðherra
og ég veit til þess að kennarar
ílykkjast nú daglega inn á heima-
síðu hans til þess eins að ergja
sig,“ segir Magnús sem er alvar-
lega að hugsa um svipast um eftir
Aðstoöarskólameistarinn í Flensborg
Magnús Þorkelsson gerir klárt fyrir
jólin og íhugar alvarlega aó skipta
um starfsvettvang.
nýju starfi og starfsvettvangi ef
verkfallið dregst enn frekar á lang-
inn. Hann er þegar farinn að
kenna börnum i Setbergsskóla til
að halda sönsum, eins og hann orð-
ar það sjálfur.
Kannanir framhaldsskólakenn-
ara sýna að um 40 prósent þeirra
sem voru við kennslu fyrir verkfall
hafa ráðið sig í aðra vinnu. Því
lengra sem verkfallið dregst á lang-
inn því ólíklegra er að kennaram-
ir snúi aftur til vinnu að því loknu:
„Ég verð var við vaxandi von-
leysi hjá kennurum, nemendum og
foreldrum. Það verður skelfilega
erfitt að fá fólkið aftur til kennslu
og ekki síður að halda áfram skóla-
starfinu þar sem frá var horfið. Ég
trúi því vel að hartnær helmingur
framhaldsskólakennara hafi ráðið
sig til nýrra starfa. Mannskapur-
inn þarf jú að bjarga sér,“ segir
Magnús, aðstoðarskólameistari í
Flensborg.
Mikil eftirspurn er eftir starfs-
kröftum framhaldsskólakennara
enda eru þeir flestir sérmenntaðir
á ýmsum sviðum, svo sem í verk-
fræði, tölvunarfræði, veðurfræði
og viðskiptafræði, svo eitthvað sé
nefnt. Sjálfur er Magnús, aðstoðar-
skólámeistari i Flensborg, forn-
leifafræðingur og sagnfræðingur
að mennt og auk þess vel tölvu-
menntaður. -EIR
Komlnn til byggða dv-mynd e.ól
Fyrsti jólasveinninn kom til byggða í gær og þaö hýrnaöi yfir börnunum í leikskólanum Steinahlíö þegar Stekkjarstaur leit í heimsókn til þeirra og lék á als oddi.
Engihjallamálið þar sem ákæruvaldið krefst sakfellingar fyrir manndráp:
Sýknu er krafist á
grundvelli vafaatriða
- segir verjandi - ákærði viðurkenndi ábyrgð á dauða hinnar látnu, segir sækjandi
Hart var tekist á í Héraðsdómi
Reykjaness í gær af hálfu ríkissak-
sóknara og verjanda 24 ára íbúa í
Ölfushreppi sem ákærður er fyrir
manndráp með því að hafa ýtt Ás-
laugu Perlu Kristjónsdóttur, 21 árs,
yfir 119 cm hátt handrið á svölum á
10. hæð fjölbýlishússins að Engi-
hjalla 9 i Kópavogi að morgni laug-
ardagsins 27. maí síðastliðinn.
Stúlkan lést af völdum mikilla
áverka er hún lenti á steinstétt við
bakdyrainngang hússins.
Mjög greinilega kom fram í rétt-
arhaldinu i gær að tvö gjörsamlega
ólík sjónarmið eru sett fram af hálfu
ákæruvalds og varnar. Kolbrún
Sævarsdóttir krefst fullrar sakfell-
ingar fyrir manndráp en verjandinn
krefst sýknu. Þetta hefur talsvert
leitt huga lögfróðra að því hvort
dómurinn muni standa frammi fyr-
ir því - með hliðsjón af vafaatriðum
- að sýkna sakborninginn af ákæru
um manndráp með ásetningi en sak-
fella fyrir líkamsárás sem leiðir til
dauða. Þarna getur verið um 6-8 ára
mun á fangelsisrefsingu að ræða.
Óttar Sveinsson
Vettvangur
Hótaði að drepa börn lög-
reglumanna
í réttarhaldinu í gær lýstu lög-
reglumenn því hvernig ákærði hót-
aði því að drepa börn þeirra eftir að
hann losnaði úr fangelsi eftir 10-15
ár. Þessi ummæli hafði hann m.a. í
frammi í lögreglubil á leiðinni frá
Engihjalla 9 þar sem hann var
handtekinn í íbúð í sama húsi þar
sem hann hafði sofnað eftir að Ás-
laug Perla fór fram af svölunum á 9.
hæð.
í réttarhaldinu í gær hélt Kol-
brún Sævarsdóttir frá rikissak-
sóknara því fram að ásetningur
ákærða virðist hafa myndast eftir
að stúlkan synjaði honum um að
hafa við hann kynmök. Hún hefði
verið fislétt, um 55 kíló og fingerð,
í víðum buxum. Ákæruvaldið telur
„öll gögn“ benda til að ákærði hafi
ýtt Áslaugu Perlu yfir handriðið.
Hann hafi borið hjá lögreglu að
hann bæri ábyrgð á dauða hennar
en hafi ekki viljað greina frá
hvernig það hefði borið að.
Kolbrún sækjandi benti jafn-
framt á að ákærði hefði hegðað sér
eins og sekur maður eftir atburð-
inn - ekki sist með tilliti til hvern-
ig hann kom fram við lögreglu-
mennina - hann hefði heldur ekki
getað skýrt hvernig það bar að að
stúlkan fór fram af svölunum. Kol-
brún sagði að ekkert benti til að
stúlkan hefði verið í sjálfsvígshug-
leiðingum. Hjá sækjandanum kom
einnig fram að ákærði hefði neitað
því að fara á vettvang á svölunum
í Engihjalla til að lýsa því nánar
hvað þar hefði gerst. Hann neitaði
einnig að gangast undir geðrann-
sókn.
Foreldrarnir krefjast
þriggja milljóna
Réttargæslumaður foreldra Ás-
laugar heitinnar fara fram á það
fyrir hönd þeirra að ákærði greiði
þeim samtals rúmar 3 milljónir
króna í skaða- og miskabætur enda
sé slíkt í samræmi við lög þar sem
um manndráp er að ræða eða stór-
kostlegt gáleysi.
Erlendur Gislason, verjandi
ákærða, lagði þunga áherslu á það
í málflutningi sínum fyrir fjölskip-
uðum dómi héraðsdóms í gær að
ákærði yrði að njóta þess mikla
vafa sem í málinu er. Það væri m.a.
reginmisskilningur og einungis
„orðrómur í fjölmiðlum" að skjól-
stæðingur hans hefði viðurkennt
að hafa banað Áslaugu heitinni.
“Það verður að gera ráð fyrir
öllu,“ sagði Erlendur og átti við
þrjá möguleika; manndráp, slys
eða sjálfsvíg - þannig bæri ákæru-
valdið hallann af skorti á sönnun-
um sem í málinu væru.
„Það eru engin áþreifanleg sönn-
unargögn," sagði Erlendur. „Meg-
inreglan er að skýra ákærða
vafann í hag“.
„Hér er ekki um harðsvíraðan af-
brotamann að ræða en hann hefur
farið á mis við lán í lífinu," sagði
verjandinn. Hann sagði framburð
ákærða hafa verið stöðugan og alls
ekki ótrúverðugan.
„Það er ákærðuvaldið sem ber
sönnunarbyrði um það hvemig
hún fór fram af,“ sagði Erlendur og
lagði áherslu á að skjólstæðingur
hans hefði stöðugt neitaö að hafa
beitt hina látnu ofbeldi til að koma
henni yfir handriðið á svölunum á
10. hæð í fjölbýlishúsinu í Engi-
hjalla.
Hækkun hjá AV
Fargjöld Almenningsvagna bs.
hækka að meðaltali um 11% hinn 2.
janúar. Síðast var gjaldskrá breytt 1.
febrúar 1999. Engin hækkun verður þó
á verði græna kortsins. Ástæðan er
sögð 16% hækkun almenns rekstrar-
kostnaöar.
ísfélagið greiði mismun
Stj órn Atvinnuleysistryggingasj óðs
samþykkti á fundi sínum í dag að hún
mundi svara játandi ef Isfélagið bæði
um að atvinnuleysisbætur starfsfólks
yrðu lagðar inn á reikninga fyrirtækis-
ins sem myndi þá greiða starfsfólki
sínu kauptryggingu. Kauptryggingin er
93.000 krónur á mánuði en atvinnuleys-
isbætur 63.000 krónur. Mismuninn
verður ísfélagið að greiða sjáift.
Rækjuvinnslu lokaö
Ákveðið hefur ver-
ið að loka rækjuvinn-
nslu Hraðfrystihúss
Eskifjarðar í janúar.
Að sögn Emils
Thorarensens útgerð-
arstjóra, er ástæðan
samdráttur í rækju-
veiðiheimildum fyrir-
tækisins. Þá er búið að binda togarann
Hólmanes SU við bryggju og segja upp
sex manna áhöfn.
Endurskipulagning
Mikil endurskipulagning fer nú
fram hjá Genealogia Islandorum og er
verið að flytja starfsfólk úr störfum hjá
Genealogia Islandorum í störf hjá und-
irfyrirtækjum þess, JPV-forlag, Sögu-
steini og Islenska myndafélaginu. -
Vísir greinir frá.
Sýslumenn í stað presta
Dómsmálaráðherra kynnti á ríkis-
stjómarfundi í gær frumvarp til laga
um breytingu á hjúskaparlögum frá
1993. Til þessa hefur vígslumaður, oft-
ast prestur, séð um alla þætti kirkju-
legrar hjónavígslu og þar með talið
könnun á hjónavígsluskilyrðum.
Gagnrýna hækkun útgjalda
Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá
hækkun ríkisútgjalda sem gert er ráð
fyrir í fjárlögum. Telja samtökin þetta
öfugþróun og hvetja til hraðari einka-
væðingar.
Ýmsar blikur em
nú á lofti í rækju-
vinnslu en afurða-
verð stendur ekki
undir því háa hráefn-
isverði sem nú við-
gengst. Rækjuvinnslu
er lokið fyrir jól hjá
Skagstrendingi og
byrjar ekki fyrr en í lok janúar. Blikur
em á lofti í hráefnisöflun á nýju ári.
Styðja kennara
Stjóm Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga hefur sent frá sér yfirlýsingu
þar sem lýst er stuðningi við kjarabar-
áttu Félags framhaldsskólakennara. -
Vísir greinir frá.
Svifryk í Reykjavík
Þurrt og gott veður á höfuðborgar-
svæðinu að undanfómu hefur haft í fór
með sér að svifryk í andrúmsloftinu er
mun meira en venulega og hefur farið
hátt yfir viðmiðunarmörk að mati Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur. -HKr
Blikur á lofti