Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
17
Meniúng
-útúr myrkrinu
í kvikmyndinni Mother
Night, sem byggð er á sam-
nefndri bók Kurts Vonneguts
og er með Nick Nolte í aðalhlut-
verki, er tónlistin að miklu
leyti eftir eistneska nútímatón-
skáldið Arvo Párt. Myndin fjall-
ar um dapurleg örlög banda-
risks njósnara, og er þunglynd-
islegt andrúmsloftið undirstrik-
að með löngum, sárum
strengjatónum sem naga mann
inn að beini. Nú veit undirrit-
aður ekki hvort tónskáldið
samdi tónlistina í kvikmynd-
inni sérstaklega fyrir hana, en
það er ekki hægt að hugsa sér
nokkra aðra tónlist þar. Tónmál
Párts er hefðbundið og auðskilj-
anlegt (að minnsta kosti á yfir-
borðinu), en það er yfirleitt
óskaplega drungalegt, og meira
að segja þegar hann fagnar í
verkum sínum er sársaukinn
aldrei langt undan.
Tónlist
Á tónleikum Mótettukórsins
og Schola cantorum 1 Hall-
grímskirkju undir stjóm Harð-
ar Áskelssonar siðastliðinn
sunnudag var flutt tónlist eftir
Párt, Magnificat, eða Lofsöngur
Mariu, og Sjö andstef við
Magnificat. í hinu fyrrnefnda er
dýrð Drottins dásömuð, en í
andstefjunum er Frelsarinn
ákallaður til að leiða mannkyn-
ið út úr myrkrinu. Lofsöngur-
inn er ekkert hæ hó og jibbí jei,
og því síður andsteíin; boðskap-
urinn er fullur alvöru og minn-
ir mann á að vera ekkert að
rugla forgangsröðinni, það er
Guð sem skiptir mestu máli.
Var tónlistarflutningurinn und-
ir stjórn Harðar áhrifaríkur og
DV-MYND E.ÓL.
Hörður Askelsson, kórstjóri og organisti
Ekki var laust viö aö maöur færi aö hugleiöa titgang lífsins
vel unninn, langir og seiðandi
tónamir þrungnir djúpri sann-
færingu og útkoman svo mögn-
uð að það var ekki laust við að
maður færi að hugleiða tilgang
lífsins þarna í kirkjunni.
Túlkunin á öllum hinum
verkunum á efnisskránni var
einnig prýðileg, hinir fjöl-
mörgu söngvarar voru vel sam-
stilltir og styrkleikajafnvægið
gott. Aðeins örlaði þó á óöryggi
sópranraddanna á háum tónum
í byrjuninni á Videntes stellam
eftir Francis Poulenc og í Sing
Lullaby eftir Herbert Howells.
Annað var til mikillar fyrir-
myndar, og fimm jólalög eftir
Michael Praetorius voru sér-
lega fallega sungin og stemning
yfir túlkuninni. Einnig voru út-
setningar Jóns Hlöðvers Ás-
kelssonar á Hátíð fer að hönd-
um ein og Immanúel oss í nátt
afar áhrifaríkar, enda vel flutt-
ar. Hljómaði það ágætlega þeg-
ar kórmeðlimir dreifðu sér
meðal tónleikagesta og sungu
síðarnefnda sálminn. Var þá
eins og verið væri að undir-
strika merkingu nafnsins
Immanúel, sem er hebreska og
þýðir „með oss er Guð“.
Þetta voru góðir tónleikar og
unaðsleg tilbreyting frá
mömmu að kyssa jólasveininn
og öllu hinu garginu sem dynur
yfir mann úr hverju horni.
Jónas Sen
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju
10. desember. Mótettukór Hallgríms-
kirkju og Schola cantorum. Verk eftir
Arvo Párt, Francis Poulenc, Trond
Kverno, John Rutter, Herbert Howells
og Michael Praetorius. Eínnig útsetn-
ingar eftir Jón Hlöðver Áskelsson.
Bókmenntir
Útópía fyrir
hunda (og menn)
Undraverð
Dómar um skáld-
sögu Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, Slóð fiðr-
ildanna, eru á eina
lund í bandarískum
fjölmiðlum: „Mikil-
fengleg skáldsaga",
segir einn, annar er
„Algjörlega heillaður",
öðrum finnst hún „Eft-
irminnileg", „Listileg
„Undraverð saga“.
í sunnudagsblaði New York Times er
skáldsagan lofuð í ítarlegum ritdómi. Þar
segir að það sé áhrifamikið hversu þrosk-
að verk Slóð fiðrildanna sé og hversu vítt
svið hún spanni landfræðilega og tilfinn-
ingalega. Þá getur gagnrýnandi blaðsins
þess einnig að Fyrirgefning syndanna eft-
ir Ólaf Jóhann sé „snilldarverk".
Nú er verið að prenta þriðja upplag
bókarinnar vestra. Slóð fiðrildanna er
væntanleg á markað í Englandi, Þýska-
landi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.
Jólabarokk
Árlegt jólabarokk Kópavogsbæjar verð-
ur haldið i kvöld í Salnum kl. 20. Tónleik-
ar þessir skipa orðið fastan sess í tónlist-
arlífinu og eru óvenjulegir fyrir þá sök að
leikið er á barokkhljóðfæri. Áð þessu
sinni eru öll verkin á efnisskránni eftir
Feneyjartónskáld og hafa blásarar jóla-
barokks nú fengið til liðs við sig strengja-
leikara undir forystu Hildigunnar Hall-
dórsdóttur. Verkin sem leikin verða eru
konsertar fyrir tvær traversflautur eftir
Galuppi og Vivaldi, Strengjakonsert,
Lútukonsert og blokkflautukonsertinn
„La Notte“ einnig eftir Vivaldi og
óbókonsert eftir Albinoni.
Goebel stjórnar
Kammersveit
Á þessu ári er um
allan heim minnst 250.
ártíðar helsta meistara
barokktónlistarinnar,
Johanns Sebastians
Bachs. Kammersveit
Reykjavíkur flytur af
þessu tilefni á jólatón-
leikum sínum á
sunnudaginn kemur
kl. 16 í Langholtskirkju allar hljómsveit-
arsvitur Bachs og er það fyrsti heildar-
flutningur þeirra á íslandi. Einleikari er
Martial Nardeau flautuleikari (á mynd).
Kammersveitin hefur fengið hinn
þekkta fiðluleikara Reinhard Goebel til
að stjóma Kammersveitinni á þessum
tónleikum. Hann er þekktur sem einn af
frumkvöðlum í flutningi barokktónlistar
á gömul hljóðfæri og hefur undanfarinn
aldarfjórðung stjórnað og leikið með
hinni frægu hljómsveit Musica Antiqua
Köln.
Forsala aðgöngumiða er í Máli og
menningu, Laugavegi.
saga
afhjúpun" og
Dulsmál
Á tímabilinu 1600 til
1900 varð að meðaltali
uppvíst um útburð á
barni nærri þriðja
hvert ár. Slík mál hétu
á þeim tíma dulsmál -
þegar fæðingu barns
var leynt og það látið
deyja, ef það var þá
ekki andvana fætt.
Samkvæmt lögum nægði það til sakfell-
ingar ef barn fæddist látiö og er slíkt al-
gert einsdæmi í réttarsögu landsins. Refs-
ingar voru grimmilegar og síðasta aftaka
fyrir dulsmál fór fram árið 1792.
Heimildasafn Sagnfræðistofnunar hef-
ur nú geflð út bókina Dulsmál 1600-1900,
ijórtán dóma og skrá, sem Már Jónsson
sagnfræðingur bjó til prentunar. Már
skrifar líka inngang að bókinni. Hann
fjallaði um dulsmál í kandídatsritgerð
sinni og doktorsritgerð hans heitir Blóð-
skömm á Islandi (1993).
Már segir að útbúa mætti að minnsta
kosti sex bindi með dómum um dulsmál
en lætur nægja þessi fjórtán mál. Aðeins
eru birt gögn af lægsta dómstigi enda
dómar á æðri stigum til á prenti. Undan-
tekning er á gögnum úr einu máli sem
Már gat ekki stillt sig um að taka með.
Það er lögmannsdómur Þorleifs Kortsson-
ar frá 1670, áður óprentaður.
Dulmálsdómar sýna betur en allar aðr-
ar heimildir óblíð örlög margra almúga-
kvenna á fyrri tíð, en þar má lika finna
upplýsingar um ýmislegt í daglegu lífi
fólks sem ekki kemur fram annars staðar,
svo sem brjóstagjöf, svefntíma og þrifnað.
Hundaeyjan eftir Sindra
Freysson segir frá manni
nokkrum sem bjargar
hundi á Krítey og hlýtur
að launum frá s:
hundanna
skilning á
hundamáli.
Hundarnir á
Krítey ætla að
stofna sitt eigið ríki þar sem allir
hundar eru frjálsir og jafnrétti og
bræðralag ríkir. Vondur maður,
sem kallast réttnefninu Níðingur,
hyggst koma i veg fyrir þessar
áætlanir með öllum tiltækum ráð-
um þar sem hann vill nýta
hundana sem ódýrt vinnuafl í
verksmiðjuna sína. Hundamir
komast í hann krappan þegar þeir
reyna að koma í veg fyrir þessi
plön.
Sagan af hundunum á Krítey
gæti eins fjallað um menn og
hunda. Fjallað er um gamalkunnug
stef; kúgun og þrælkun þeirra sem
minna mega sín, að fyrirgefa óvin-
um sínum og hvemig frelsið heillar
þann sem er fanginn. Hér eru þessi
stef heimfærð upp á samfélag hunda
með ágætis árangri. Sagan fjallar
um frelsisbaráttu hunda sem heildai
og því fer ekki sérlega mikið fyrii
persónusköpun einstakra hunda
Tveir hundanna vöktu mesta athyg
mína, konungurinn Pétur sem er líti
og vitur og tíkin Sjáum hvað setm
sem er kvenhetja sögunnar og dæmi-
gert að henni er lýst sem „miklu
feimnari eða hræddari við lífið en hinir“ (6).
Hún kemur reyndar á óvart í sögulok þegar
hún hugsar upp snjalla ráðagerð en karl-
hundamir sjá um framkvæmdina. Kynja-
skipting á meðal hunda minnir því miður á
mannfélagið.
Höfundi tekst vel að skapa samúð með
hundunum, ekki síst með því að gera and-
þeirra sannarlega viðbjóðslegt ill-
menni: „Maðurinn var með stórt og
skakkt nef og augun voru pínulítil
og stingandi einsog hausar á títu-
prjónum. Svart hárið var úfið,
skítugt og þakið dauðum flugum.
Hann hafði næstum engan háls og
var loðinn einsog api.“ (16) Hins
vegar er illska Niðings svo yfir-
gengileg að barátta góðs og ills öðl-
ast ekki mikla dýpt þó að tæpt sé á
fyrirgefningarhugtakinu í afar
stuttu máli. Þá reynist illmennið
auðblekkt í lokin. En andstæðum-
ar eru skarpar og þar af leiðandi
verður barátta hundanna spenn-
andi saga sem ætti að hrífa unga
lesendur með sér.
Myndskreytingar Höllu Sólveig-
ar Þorgeirsdóttur við söguna eru
lifandi og skemmtilegar og samspil
mynda og texta er til fyrirmyndar.
Oft verður textinn leiftrandi fynd-
inn með hjálp myndanna, ég nefni
sem dæmi myndina þar sem
Hrokkinkollur fær lánaðan far-
síma sögumanns (15) eða myndina
þar sem Pétur skipuleggur
hemaðaraðgerðir eins og aðmiráll
úr fyrri heimsstyrjöld (23).
Katrín Jakobsdóttir
Pétur skipuleggur hernaðaraögeröir eins og aömíráll úr fyrri heims-
styrjöld
Mynd Höllu Sólveigar viö Hundaeyjuna.
Slndri Freysson og Halla Sólveig Þorgeirs-
dóttir: Hundaeyjan. JPV-forlag 2000.