Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2000, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2000
35
DV
Tilvera
Kapphlaupið um Óskarinn er hafið:
Vandræðagangur í Hollywood
- stimplaðar óskarsmyndir hafa hver af annarri klikkað
Hinir 5000 meðlimir Amerísku
kvikmyndaakademíunnar eiga erf-
iðan tíma fyrir höndum. Nú eru að
koma jól og búið að frumsýna flest-
ar af þeim kvikmyndum sem voru
með óskarsstimpilinn á sér og hver
á fætur annarri hafa brugðist. Það
er því farið að líta til baka á kvik-
myndir sem frumsýndar voru fyrr á
árinu og kanna hvort einhverjar
þeirra eigi mögrdeika á óskarsverð-
launum.
Það er staðreynd að óskarverð-
launin byggjast í dag orðið mikið á
markaðssetningu og auglýsingum.
Mynd sem frumsýnd er seint á ár-
inu á mun meiri möguleika á ósk-
arstilnefningum heldur en jafngóð
mynd sem frumsýnd er fyrr. Nú er
hver að verða síðastur að fara að
undirbúa herferð fyrir meðlimi aka-
demíunnar og er mikill handgangur
í öskjunni að finna kvikmyndir sem
troða á fram fyrir aðrar.
Vinsældir hjálpa
Fyrir sex mánuðum eða svo voru
allir á því að Joan Allen væri búin
að tryggja sér óskarsverðlaun fyrir
sterkan leik í hlutverki varaforseta-
efnis í The Contender. í dag eru
fáir sem halda þessu fram en segja á
móti að hún gæti fengiö tilnefningu.
Ástæðan er ekki verri leikur en bú-
ist var við eða lélegir dómar um
myndina heldur það að áhorfendur
létu sig vanta. Og það hefur sýnt sig
að góðar kvikmyndir sem einnig ná
góðri aðsókn eiga mun meiri mögu-
leika á óskarsverðlaunum. Önnur
kvikmynd sem menn veðjuðu á var
Almost Famous sem Cameron
Crowe leikstýrir. Þegar hún svo
kom loks fyrir almenningssjónir
var lítið bit í henni og ekkert sem
benti til þess að hún félli í kramið
hjá meðlimum akademíunnar. Það
sama má segja um Pay it Forward,
með Kevin Pacey og Helen Hunt og
Finding Forester
Ein fárra kvikmynda sem eftir er aö
frumsýna sem búist er viö aö blandi
sér í óskarsstaginn. Á myndinni er
Sean Connery sem þykir sýna af-
buröaleik í myndinni.
frumsýna og gætu komið á óvart
eru Shadow of the Vampire, þar
sem John Malkovich leikur leik-
stjóra þögulla kvikmynda og
nýjasta kvikmynd David Mamets,
State & Main, en mikill spenna er
í kringum hana.
Forester er ný kvikmynd frá Gus
Van Sant. Þar er Sean Connery tal-
inn mjög heitur og það væri gaman
fyrir okkur íslendinga ef Finding
Forester myndi sópa að sér tilnefn-
ingum þvi klippari myndarinnar er
Valdís Óskarsdóttir. Þær banda-
rísku kvikmyndir sem eftir er að
Gladiator
Á örugglega eftir aö sópa aö sér óskarstilnefningum og kemur í dag helst til greina sem besta kvikmyndin.
Pláss fyrir breskar myndir
Þegar harðnar í ári i Hollywood
bjarga breskar kvikmyndir oftar en
ekki málunum. Nú verða í fyrsta
skipti veitt sér óskarsverðlaun fyrir
„Animated film“ i fullri lengd
(teikni-, brúðu- og tölvugerðarkvik-
myndir) og þar er engin jafn heit og
Chicken Run. Af nýjum breskum
kvikmyndum sem þykja eiga mögu-
leika á óskarstilnefningum eru
Quills, og Saving Grace heitastar.
Sú bresk kvikmynd sem þó þykir
hafa alla burði til að fá tilnefningar
og óskarsverðlaun er Billy Elliot.
Þessi ágæta kvikmynd sem heillað
hefur alla sem hana hafa séð, væri
sjálfsagt ein heitasta kvikmyndin í
kapphlaupinu um óskarsverðlaunin
ef dreifingaraðilar hennar í Banda-
ríkjunum hefðu haft burði í að
markaðssetja hana á borð við þær
bandarískustu, en svo hefur ekki
verið og því telst hún lítil kvikmynd
með sæmilega möguleika. Á það
verður þó að líta að möguleikar
hennar verða meiri og meiri eftir
því sem hinar fyrir fram „Ósk-
arsverðlaunakvikmyndir" bregðast
hver af annarri. -HK
kvikmynd Roberts Redfords The
Legend of Bagger Vance. Báðar
voru með óskarsstimpilinn á sér allt
árið, en hann var snögglega rifinn
af þeim. Af þeim nýju kvikmyndum
sem frumsýndar hafa verið að und-
anförnu og hafa í langan tíma verið
með óskarsstimpilinn er aðeins ein
sem virkilega stendur undir vænt-
ingum, og þó eru margir í vafa um
aö hún verði hátt skrifuð þegar
kemur að tilnefningum, Unbreak-
able þar sem þeir endurnýja vel
heppnað samstarf, leikstjórinn M.
Night Shyamalan og Bruce Willis.
Bjart fram undan hjá „elli-
smellum"
Eins og áður sagði eru bestu og
vinsælustu kvikmyndirnar sem
frumsýndar voru fyrr á árinu allt í
einu orðnar heitustu óskarsmynd-
irnar. Þetta á sérstaklega við um
Gladiator og Erin Brockovich. Nú
er talið víst að báðar þessar kvik-
myndir munu sópa að sér tilnefn-
ingum komi ekki nýjar myndir á
þeim fáu vikum sem eftir eru af
„óskarsárinu". Julia Roberts og
Russell Crowe ættu nú að vera ör-
ugg um tilnefningu sem bestu leik-
arar og þær raddir gerast æ hávær-
ari að Albert Finney muni vinna
Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki.
Ekki má gleyma hinni ágætu kvik-
mynd Curtis Hansons, Wonder
Boys, sem þrátt fyrir góða dóma
fékk litla aðsókn. Þetta varð til þess
að aðalleikarinn og framleiðandi
myndarinnar Michael Douglas tók
hana úr umferð og er þessa dagana
að setja hana aftur á markað í von
um betri viðtökur og athygli aka-
demíunnar.
Þá má ekki gleyma því að Björk
er þegar búin að vinna öll eftirsótt-
ustu kvikmyndaverðlaunin á árinu
og þótt ólíklegt sé að Dancer in the
Dark falli meðlimum akademíunnar
í geð þegar á heildina er litið gætu
þeir átt það til að tilnefna Björk sem
bestu leikkonu.
Tíminn er naumur
Enn eru fjórar vikur þar til
Óskarnum verður lokað í ár og
nokkrar kvikmyndir er eftir að
frumsýna sem líklega gætu verið
framarlega í kapphlaupinu. í sið-
ustu viku var frumsýnd nýjasta
kvikmynd Ang Lees, Crouching Ti-
ger, Hidden Dragon, og fékk hún
frábærar viðtökur og var troðfullt í
þeim fáu sölum sem hún var sýnd.
Það sem háir henni er að hún er
ekki bandarísk heldur kínversk, þó
að hluta til sé bandarískt íjármagn
á bak við hana, en allavega ætti
akademían ekki að vera í vandræð-
um með bestu erlendu kvikmynd-
ina.
Um jólin verða frumsýndar kvik-
myndir sem hafa um nokkurt skeið
verið með óskarstimpilinn á sér.
Cast Away er nýjasta kvikmynd
Tom Hanks og leikstýrt af Robert
Zemeckis. Þeir sem best þekkja
segja að Tom Hanks sýni yfirburða-
leik í hlutverki manns sem verður
strandaglópur á eyðieyju. Finding
Pay it Forward.
Ein þeirra kvikmynda sem fyrir fram voru meö óskarsstimpilinn á sér en er
þaö ekki lengur. Helen Hunt, Hayley Joel Osment og Kevin Spacey í hlutverk-
um sínum.
•J.
Cast Away
Tom Hanks leikur strandaglóp á eyðieyju og þykir eiga vísa óskarstilnefningu.
Notið þægindin
Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín
í jólaumferðinni.
O iil Bflastæðasjóður
m