Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 9 I>V Fréttir Hagsmunaaðilar á fjármálamarkaði sameinast: Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja stofnuð - Guðjón Rúnarsson verður framkvæmdastjóri Þrenn samtök hagsmunaaðila á fjármálamarkaði, Samband íslenskra viðskiptabanka, Samtök verðbréfafyr- irtækja og Samband lánastofnana, voru sameinuð í gær i ein samtök sem bera nafnið Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja. Þar mun Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SÍV, verða framkvæmdastjóri. Tuttugu og fjögur Qármálafyrirtæki eiga aðild að hinum nýju samtökum. Úr röðum Sambands íslenskra við- skiptabanka ganga 4 bankar til liðs við samtökin en það eru Búnaðar- banki íslands, Landsbanki íslands, ís- landsbanki-FBA og Sparisjóðabank- inn. Frá Samtökum verðbréfafyrir- tækja eru Kaupþing, Landsbréf, VÍB, Búnaðarbankinn-Verðbréf, íslands- banki-FBA, Burnham Intemational, Verðbréfastofan, Frjálsi fjárfestinga- bankinn, MP-verðbréf og íslensk verð- bréf. Frá Sambandi lánastofnana koma síðan Lýsing, Glitnir, SP-fjár- mögnun, VISA-ísland, Europay-ís- land, Kaupþing, Frjálsi fjárfestinga- bankinn, Ferðamálasjóður, Lánasjóð- ur landbúnaðarins og Byggðastofnun. Tilgangur Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja er að vera málsvari fjármálafyrmtækja í hagsmunamálum þeirra, að stuðla að samkeppnishæf- um starfsskilyrðum íslenskra fjár- málafyrirtækja og að taka þátt í er- lendu hagsmunasamstarfi aðildarfyr- irtækja. Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri SÍV og nú framkvæmdastjóri hinna nýju samtaka, segir að menn hafi áttað sig á því að það séu að lang- mestu leyti sameiginleg hagsmuna- mál sem allir þessir aðilar eru að vinna að. Því hafi verið talið skyn- samlegra að koma þeim saman í ein samtök svo menn séu ekki að marg- vinna sömu hlutina. Varðandi um- ræðu ,um beinan samruna fjármála- fyrirtækja segir Guðjón að hér muni menn væntanlega vinna í takt við það sem hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur. Nýútkomin skýrsla um samkeppni og samþjöppun á markaði viðskiptabanka og sparisjóða sýni að samkeppni virðist mjög skil- Frá stofnfundi Samtök banka og verðbréfafyrirtækja verða samnefnari allra helstu fjármála- fyrirtækja landsins. virk á íslenskum fjármálamarkaði. „Ég held að í fjármálageiranum, eins og i öðrum greinum, hljóti menn að leggja áherslu á að ekki verði kom- ið í veg fyrir að hægt sé að hagræða innan fyrirtækjanna svo þau geti stað- ist vaxandi samkeppni erlendis frá.“ Hann segir menn rétt að byrja að skoða ný samkeppnislög i þessu sam- hengi. Nýstofnuð Samtök banka og verð- bréfafyrirtækja eiga aðild að Samtök- um fjármálafyrirtækja (SFF) sem aft- ur eiga aðild að Samtökum atvinnu- lífsins (SA). -HKr. Við höfum mikið urval af spennartdi jóla- Rjöfum sem vergi annars staóar eru w fáanlegar hérlendis - á veröi við W allra hæfi! Jolaskreytingar Endalaust úrval af gullfallegum jólaskreytingum með og án kerta unnar af fagfólki Garðheima. Kaupið hýasintuskreytingarnar þar sem úrvalió og fagmennskan er Verðsprengja: norðmannsbinur 126-150 sm. norðmanns )inur 151-175 sm. norðmanns jinur 176-200 sm. norðmanns jinur 201-250 sm. 2240, 2980, 3850, 4490. Tilvalin jólagJöS Syrir þá sem eiga allt Gjafakörfur í úrvali - veldu sjálf eða kauptu tilbúið. JT % LeiðissKre; Fjölbreytt úrval í öllum litum stærðum og gerðum. JOLASKRAUT! J ÓLASKRAUT!! Fjölbreytt úrval í öllum litum, stærðum og gerðum. ...allt til að Særa heimilið í jólabúning Uppákomur um helgina JOLASONGVAR HLJÓMA: Félagar úr Snælands- skólakórnum gleðja viðskíptavini með jólasöngvum frá kl. 18 fimmtudag og föstudag og frá kl. 15 laugardag. GARÐHEIMAR Heimur skemmtilegra hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Fax: 540 33 01 • Veffang: www.grodur.is MJÓDD Stekkjarbakki Opið atla daga tU kh 22!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.