Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 19
18 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti XI, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomii og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeím. Kennileiti byggðagildru Helzta markmið snjóflóðavarna er ekki lengur að koma í veg fyrir, að fólk lendi í snjóflóðum, heldur að hindra, að það flytji suður. í þessu skyni er ákveðið að beita dýrari aðferðum, sem ná lakari árangri og eru þar að auki í óþökk margra þeirra, sem búa á hættusvæðum. Varnargarðar eru reistir i stað þess að kaupa hús á hættusvæðum, taka þau úr ábúð og flytja nýbyggingar- svæði frá hættusvæðum. Sveitarstjórnir telja hættu á, að fólk flytji úr bænum, ef það geti losað um eignir sínar. Uppkaupin kunni að leysa fólk úr byggðagildrunni. í Bolungarvik á að reisa varnargarða fyrir 520 milljón- ir króna. Fyrir þá upphæð mætti kaupa 50-60 hús. Á hættusvæði eru hins vegar ekki talin vera nema 14--40 hús. Því er ljóst, að varnargarður er dýrari en húsakaup og er samt engan veginn örugg vöm gegn snjóflóðum. Margir ibúar, sem hafa lent í snjóflóðum, vilja heldur flytjast á ömggari stað í sveitarfélaginu, heldur en að búa undir varnargarði. Þeir telja sér ekki vera rótt undir garð- inum. Garðarnir megna ekki að veita fólki þá öryggistil- finningu, sem búferlaflutningur veitir. í fjárhagsdæminu hér að ofan er ekkert tillit tekið til óprýðinnar af varnargörðum, sem verða allsráðandi í landslagi og yfirbragði bæja á borð við Bolungarvík. Þeir munu líta út eins og tröllsleg ábending um, að menn séu staddir á endimörkum hins byggilega heims. Byggðagildran hefur með þessu fengið dramatíska birt- ingarmynd í formi varnargarða. Áður hafði hún tekið á sig margar aðrar myndir, sem allar reyna að koma í veg fyrir, að fólk flytji úr bænum, og tryggja, að það verði að fara slyppt og snautt, ef það lætur slag standa. Byggðagildra felst meðal annars í, að sveitarfélög fjár- festa í atvinnulífi í stað þess að fjárfesta í félagslegri þjón- ustu. Rekstur, sem beint eða óbeint er á vegum bæjarfé- lags, gengur verr en annar rekstur. Fjármagnið brennur upp í stað þess að nýtast samfélaginu. Þar á ofan eru bæjarbúar hvattir til að taka sem hlut- hafar beinan þátt í þessum atvinnurekstri. Það fé brenn- ur upp eins og annað og nýtist fólki ekki til að auka svig- rúm sitt til ákvarðana um framtíðina. Það situr uppi með rangar fjárfestingar í pappírum og stórhýsum. Ein nýjasta mynd byggðagildrunnar er, að verkalýðsfé- lög svæðisins nota lífeyrissjóði félagsmanna til að kaupa hlutabréf í hallærisfyrirtækjunum, sem bæjarfélögin eru sífellt að reyna að koma á fætur á nýjan leik. Þannig festi Lífeyrissjóður Vestfjarða fjármagn í Básafelli. Framtíðarhagsmunum sjóðfélaga og öryggi þeirra á elli- árunum er stefnt í hættu með því að brenna lífeyri þeirra í staðbundnum fyrirtækjum. Þetta er ein ógeðfelldasta mynd byggðagildrunnar, því að hún skerðir möguleika fólks á að eiga sómasamlega fyrir elliárunum. Ýmsir þættir byggðagildrunnar mynda einn vitahring, sem knúinn er handafli sveitarstjórna. Fyrirtæki falla í verði og leggja upp laupana. íbúðarhús falla í verði og verða illseljanleg. Fólk missir vinnutekjur og tapar lífeyri. Og nú er því sagt að hírast undir varnargörðum. Allt er þetta ferli til þess fallið að draga kjarkinn úr heimafólki. Vegna tekjumissis, eignarýrnunar og þjón- ustuskerðingar hefur það minna fjárhagslegt svigrúm en ella til að taka skynsamlegar ákvarðanir um framtíð sína. Það situr fast í vítahring byggðagildranna. Ekki má búast við, að þessir staðir verði gimilegri til búsetu, þegar tröllauknir vamargarðar verða orðnir að helzta kennileiti og einkennistákni þeirra. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Framtíð Þingvallaprests Undanfarið hefur mjög verið rætt um framtið prests og prestsþjónustu á Þingvöllum. Eins og kunn- ugt er hefur verið skUið á miUi prestsembættisins og stöðu þjóðgarðsvarðar. Þingvallanefnd óskar ekki afskipta af málefnum prestsþjónustunnar og ríkið girnist bústað prestsins til annarra nota. Fleira gerir og framtíð ÞingvaUaprests óljósa. í náinni framtíð er við að búast að þjóðkirkjan nauðug viljug muni breyta skipan sókna og prestakaUa mjög frá því sem nú er. Fólksfjöldi og feröamenn Breytingarnar munu miða að því að laga starfsskipan kirkjunnar að búsetubreytingum síðustu áratuga og felast í því að fámenn prestaköU og sóknir munu leggjast af en prest- um fjölga í þéttbýli. Með tiUiti tU fólksfjölda, samgangna og landfræði- legrar legu mun ÞingvaUasveit standa iUa að vígi í þeirri samkeppni um presta sem þá mun vissulega skapast. Á ÞingvöUum kaUa þó fleiri á prestlega þjónustu en heimamenn. Hjaiti Hugason prófessor Sá mikli fjöldi ferðamanna sem kemur á staðinn veitir kirkjunni verðugt tækifæri til helgihalds og boðunar. Þá munu margir óska gift- ingar og skírnar á staðnum. Þetta minnir á, að kirkj- unni ber að vera þar sem fólkið er, þótt ekki sé um fasta búsetu að ræða. Þjón- ustu af þessu tagi er eink- um þörf að sumarlagi og hana má veita án þess að prestur sé á staðnum árið um kring. Kirkjulegrar þjónustu við ferðamenn er líka þörf á mun Ueiri stöðum en Þingvöllum einum og kallar á sérstakar aðgerðir frá kirkj- unnar hálfu. Vörsluaðlli llfandi sögu í umræðum um framtíð Þingvalla- prests ber að því að hyggja að þjóð- kirkja er öðrum þræði vörsluaðili lif- andi sögu sem hún hefur veitt við- töku frá fyrri kynslóðum og ber að skila af sér til hinna komandi. Þetta má t.d. sjá og heyra í sérhverri guðs- þjónustu. Þar er sögð saga sem sótt er í sagnheim Biblíunnar. Bygging guðs- þjónustunnar, skrúði prestsins og „Á Þingvöllum kalla þó fleiri á prestlega þjónustu en heima- menn. Sá mikli fjöldi ferðamanna sem kemur á staðinn veitir kirkjunni verðugt tœkifœri til helgihalds og boðunar. Þá munu margir óska giftingar og skímar á staðnum. “ kirkjuhúsið sjálft endurspegla einnig sameiginlega sögu kirkjunnar þar sem þetta allt er mótað af langri hefð. Þá ber íslensku þjóðkirkjunni ekki aðeins að varðveita almenna sögu kirkjunnar heldur ber henni og að virða sína eigin sögu. Mörg af þeim prestssetrum og öðrum kirkjustöð- um sem nú standa höllum fæti hafa verið vettvangur íslenskrar kirkju- sögu um langan aldur - í sumum til- vikum allt frá upphafi kristni í land- Jólin nálgast Varla hafa landsmenn lokið við að taka upp kartöflurnar og sjóða rabar- barasultuna þegár jólaundirbúningur- inn er brostinn á. Inn um bréfalúgur bunkast bæklingar í sterkum litum og getur þar að líta allt sem þjóðina hugsanlega gæti vantað fyrir jólin. Mér finnst sem jólaauglýsingaflóðið hafi aldrei brostið svo snemma á sem í ár og hef á tilfmningunni að allir sem viðskipti stunda, sama í hvaöa formi er, vilji gerast áskrifendur að laununum mínum. Heilsíðuauglýsing- ar í blöðum, skjáauglýsingar í sjón- varpi og auglýsingar í útvarpi. Állir bjóða það besta, bara að drífa sig á staðinn, sannfærast og kaupa. Hér áður fyrr Mörg ár og flestum gleymd eru lið- in síðan þjóðin bjó við skort og ein- angrun. Myrkur var í híbýlum manna sem í guðsótta og góðum sið- um höfðust við í húsum sem að mestu voru byggð úr mold og grjóti. Jólahamingja þess tima fólst í því að fagna fæðingu frelsarans og lýsa upp skammdegið. Jólagjafir tilheyrðu hátíð trúarinnar. Þær voru ekki stórar, helst kerti og spil. Híbýli voru þrifin og föt þvegin.Tilbreytingin frá hversdagleikanum fólst aðallega í matargerð. Rjúpur voru á borðum fátæklinga. Laufabrauð var flatt út í örþunnar kökur til að allir gætu fengið að Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur bragða það fágæti sem mjöl var. Þjóötrúin var rík í hugum fólks og börn óttuðust að lenda í klóm jólakattarins fengju þau enga jóla- gjöf. Jólagjafir fengu góðu bömin. Grýla, Leppalúði og jóla- sveinarnir með sín greppitrýni, klædd gráum og mórauðum flíkum voru heldur ekki langt undan á þessum árstíma. Voru þau oft notuð til að hræða og sem keyri á vinnandi fólk. Brauöið blívur Um 1920 jókst inn- flutningur á hveiti og sykri og öðru sem í bakstur þurfti. Einnig gerðist það á þeim innar. Samt saknaoi eg þess aó sja litió sem ekkert i gluggum versl- eidavéiar með bakara- „Vissulega eru jólin sá tími sem við þurfum mest á Ijósi að halda og þjóðin gerir sér dagamun í myrkrinu hér á norðurhjara jarðar- ofni. Rann þá slíkt kökuæði á þjóðina að ekki er séð fyrir endann á þvi. Sérstaklega var bakað fyrir jól og mikil- vægi þess má til dæmis sjá í kvæðinu sem segir að það eigi að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum. Er þá brauð talið upp á undan öðru. Bakstur er enn tilheyrandi jólum. Er það i rauninni undarlegt ef haft er í huga að til eru I verslunum allar þær tegundir af sætabrauði sem nöfnum tjáir að nefna. Um hátíðina munu landsmenn flykkjast í kirkjur til að hlusta á jólaboðskap- inn. Jólin eru hátíð þjóðtrúar vorrar og þá fógnum við fæðingu frelsarans og gefum hvert öðru gjafir. Yfir og allt um kring Það er því dálítið undarlegt þegar gengið er eftir upplýstum strætum og litið í glugga verslana að sjá rauða litinn sem er áberandi í skreytingum. Rauðir amerískir sveinar fanga augað. Þeir rugga sér í lendunum, renna sér á sleðum, fletja út kökudeig, róla sér og skrifa minnismiða. Yfir og allt um kring blika ljósin, gullkúlur og greni. Vissulega eru jólin sá tími sem við þurfum mest á ljósi að halda og þjóð- in gerir sér dagamun í myrkrinu hér á norðurhjara jarðarinnar. Samt saknaði ég þess að sjá lítið sem ekk- ert í gluggum verslana sem minnir á þjóðmenningu vora, og ég tala nú ekki um tákn eöa skreytingar sem minna á fæðingu frelsarans. Gunnhildur Hrólfsdóttir Meö og á móti Besti matur sem til er matur? Hefð sem markast af fátækt t „Skata er ein- jg* hver besti matur I sem til er. Hún er SSSL" bæöi bragðgóð og holl og svo fer hún einkar vel í maga. Að mínu mati fer matur sem farinn er að ryðja sig aðeins áður en hann er borðaður afar vel í maga. Best er skatan þegar hún er kæst í 5-6 vikur og svo geymd ... í frysti, tilbúin til notkunar. Þannig nýtur kæsingarbragðiö sín best. Áður var skatan bæði kæst og söltuð og er sú verkun góð fyrir byrjendur. Ég hef skötuna á matseðli allan des- embermánuð og fmnst hún sjálfum Ulfar Eysteinsson matreiöslumeistari svo góð að ég borða hana helst daglega þennan tíma. Ég er afar ánægður með þá endurreisn sem skatan hefur fengið hin síðari ár. Þegar ég bauð fyrst upp á skötu á Pottinum og pönn- unni árið 1982 komu örfáar hræður en nú, ekki 18 árum síðar, er húsfyllir hjá mér og víðar í Þorláksmessuskötunni og ég fæ gesti allt niður í tví- tugt. Kæst skata er sem sagt hollur og góður matur, bæði fyrir líkama og sál!“ „Ég er ekki beint I á móti kæstri skötu en hún hefur aldrei Y verið og mun aldrei verða á borðum á mínu heimili. Ég er ekki held- ur hatursmaður gamallra ís- lenskra matarhefða, heldur tel ég að hverri þjóð sé mikilvægt að halda í hefðir og rækta þær. Það er annað mál að ýmsar af okkar gömlu hefðum markast óneitanlega af fátækt, hráefna- skorti og hrjóstrugu loftslagi i gegnum aldirnar. Nú hafa aðstæður breyst og við sem það kjósum getum leyft okkur að sniðganga þær hefðir sem við vilj- um, þótt við virðum þær. Steingrímur Sigurgeirsson blaöamaöur og matgæöingur Nei, Ég hef einungis einu sinni borðað skötu á ævi minni en nær árlega fundið fnykinn af henni. Verð ég að segja eins og er að mér þykir ekki sér- staklega eftirsóknarvert að snæða fisk sem hefur bókstaf- lega migið í sig. Skötulyktin kemur jú úr þvagefnum í vef skötunnar sem brotna niður í ammoníak við kæsingu. Og með þessu hnoðmör - brædda dýrafitu, helst loðna af myglu! takk. Ferska skötu og tinda- bikkju borða ég með bestu lyst en þá kæstu læt ég í friði. En fyrir þá sem hafa smekk fyrir þessu segi ég: Verði ykkur að góðu.“ Þeim fer stööugt fjölgandi sem boröa skötu á Þorláksmessu en áöur voru þaö aöallega Vestfiröingar sem höföu þennan siö í heiöri, enda er hann ættaöur vestan af fjöröum. -H inu. Vegna þjóðlífsbreytinga síðustu áratuga eru margir af þessum stöð- um miður í sveit settir nú en áður var og hafa því að nokkru glatað því hlutverki að mynda uppistöðuna i skiptingu landsins í sóknir og presta- köll. Á síðustu árum hafa því staðir af þessu tagi verið lagðir af sem prestsetur og er þess skemmst að minnast að Vatnsfjöröur við Ísaíjarð- ardjúp sá á bak presti. Lykilspurning Við þá uppstokkun á sóknum og prestaköllum sem fram undan er ber þjóðkirkjunni öðrum þræði að huga að þessari sögulegu hlið mádsins. Marka þarf stefnu um að ákveðnir sögustaðir í hverjum landshluta haldi presti sínum, jafnvel þó hvika verði frá eðlilegum þumalfingurs- reglum um fólksfjölda, vegalengdir eða staðsetningu sem að öðru leyti hljóta að ráða mestu um þróunina. Það er síðan lykilspurning hvort Þingvellir eigi að verða einn þessara „helgu“ staða. Hæpið er á hinn bóg- inn að taka afstöðu til framtíðar prestlegrar þjónustu þar án slíkrar heildarsýnar. Hjalti Hugason Ummæli Þekkingarþorp í Vatnsmýrinni „Hvað varðar not Reykjavíkurflugvall- ar sem varavallar fyrir millilandaflug til einhverrar fram- tíðar mun unga fólk- ið sem mun taka við stjórn landsmála á næstu árum, véla. Ráðamenn fram- tíðarinnar láta ryðja þessum velli í burtu og nota landsvæðið undir eitt- hvað skynsamlegra, svo sem þekk- ingarþorp, öllum landsmönnum til heilla. Því miður eru við völd í sam- gönguráðuneytinu menn sem ekkert sjá og ekkert skilja um vaxtarmögu- leika og framtíðarhagsmuni Reyk- víkinga og landsmanna allra.“ Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri í Mbl. 20. desember. Bankarnir til útlendinga? „Ég tel að ekkert sé þvi til fyrirstöðu, sérstaklega ef við erum að tala um að selja norrænum banka hlut í öðrum íslenska ríkisbankan- um. Meira að segja tel ég jafnframt, að nýi stórbankinn í Skandinavíu, sem til verður með samruna fjögurra banka hverjum úr sínu landinu, hafi áhuga á að koma inn á íslenska markaðinn." Friðbert Traustason, form Samb. ísl. bankamanna, í Degi 20. desember. Dauð hönd á atvinnulífið „Nú síðast standa Bolvíkingar frammi fyrir miklum vanda vegna gjaldþrots Nascos, sem hefur haldið uppi verulegri rækjuvinnslu ... Það er liðin tíð í íslenzku atvinnulífi, að opinber aðstoð eða afskipti stofnana eins og Byggðastofnunar breyti ein- hverju í atvinnulífi einstakra byggð- arlaga. Þvert á móti má færa sterk rök að því, að opinber íhlutun verki eins og dauð hönd á atvinnulífið." Úr forystugreinum Mbl. 20. desember. Slysavaldurinn við stýrið „Það getur vel ver- ið að það sé af tillits- semi við aðstandend- ur og fómarlömb slysa, að skuldinni er skellt á umferðar- mannvirki en ekki ökumenn. Staðreynd- in er eigi að síður sú, að slysavaldur- inn er við stýrið, i yfírgnæfandi Qölda tilvika ... En óhöppum má fækka með því að gera dómgreind ökumanns ekki jaínhátt undir höfði og nú er; með því að hræða hann til að aka eftir aðstæðum, ef ekki með leiðbeiningum þá sektum." Stefán Jón Hafstein í Degi 20. desember. Minnisleysisöld Fyrir skömmu sá ég mann full- yrða í sjónvarpinu að nútíminn hefði komið til íslands fyrir áratug með auknu frjálsræði. Það var ekki laust við að ég hrykki við. Ólst ég þá virkilega upp í fomeskju og ófrelsi á áttunda áratugnum? Ég man nefni- lega svo ótrúlega langt aftur og varð ekkert var við ófrelsið. Þaðan af síð- ur minnist ég þess að á áttunda ára- tugnum hafi allt verið svarthvítt og forneskjulegt. En enginn mótmælti þessari glannalegu fullyrðingu enda heyrist þessu oft haldið fram. Raunar af sömu mönnum og sögðu áður að við- reisnarstjórnin hefði fært okkur frelsið og nútímann. Nú kemur í ljós að það voru Davíð og félagar sem komu oss steinaldarmönnum inn í nútímann. Það er greinilega margt sem við eigum blessaðri ríkisstjórn- inni að þakka. Án þess að nokkur andmæli Það er ekki nýtt að stjórnmála- menn og trúboðar af ýmsu tagi búi til goðsagnir. Ein af þeim er hin ægilega haftastefna sem menn bjuggu hér við áratugum saman meðan Sjálfstæðis- flokknum var haldið utan stjórnar (því að eins og allir vita réð hann engu á þessum haftaárum). Þetta er hræðileg raunasaga og á þeim árum var næstum allt ómögulegt, enda ekki kominn þessi besti tíma allra tíma sem nú er. Hins vegar er merkilegra að hægt er að halda ffam nánast hvaða dellu sem er um fortíð- ina án þess að nokkur and- mæli, síst af öllu þeir sem kalla sig stundum „fjórða valdið" í grini. Þessi besti tími allra tíma er nefnilega hálfgerður minnisleysistimi og þvi er varla hægt að kveikja á sjón- varpi án þess að þar sé við- ______ tal við einhvern sem lýsir fjálglega glænýjum uppgötvunum sínum sem oftast eru eldgamall sannleikur. En auðvitað er allt nýtt þegar menn muna ekki lengur það sem gerðist í fyrradag. Ekki skal því neitað að margt hef- ur gerst á seinustu tuttugu árum. Þá voru engar einkatölvur, hvað þá net- ið sem átti í fyrra að leysa öll vanda- mál mannlegs lífs en mesta nýja- brumið er að fara af. Pizzur voru ný- stárlegur matur fyrir tuttugu árum. En þar með er ekki sagt að allt hafi verið grátt og leiðinlegt og fólk hafi búið við meira ófrelsi en nú. Tískusveiflur Einu sinni var ófrelsi af því tagi Armann Jakobsson íslenskufræöingur að allt sem varðaði pen- inga tók sinn tíma, til að mynda að kaupa gjaldeyri. Nú er ófrelsi af því tagi að menn eru búnir að stofna sér í skuldir til að eignast rándýra jeppa og kaupa hlutabréf fyrir lánsfé og þurfa að hamast allan dag- inn fyrir þessari skulda- súpu. Áður voru möguleik- ar færri til að skemmta sér á kvöldin (en æði margir samt); nú eiga menn í stað- inn varla nokkurt frjálsa stund vegna hamagangs- ins i þjóðfélaginu. Það eru tískusveiflur í íslensku samfélagi eins og öðrum. Menn versla eitt árið í KRON og næsta i Kringlunni. Eitt árið spila menn brids við nágrannanna, það næsta leggja þeir kapal í tölvunni sinni. Tækninni fleygir stöðugt fram en mennirnir breytast ekki hratt. Frjálsræðið eykst á einu sviði en úr þvi dregur á öðru. Sumum finnst þeim vera ósköp nútímalegir og halda að hin eina rétta lausn alls vanda hafi verið fundin. En það er fátt heimskulegra en að kasta skít í fortíðina; við verðum öll hluti af henni von bráðar. Ármann Jakobsson „Nú kemur í Ijós að það voru Davíð og félagar sem komu oss steinaldarmönnum inn í nútímann. Það er greinilega margt sem við eigum blessaðri ríkisstjórninni að þakka. “ - Glannaleg fullyrðing?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.