Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 17 DV Menning Að vera öðruvísi Sigrún Jónsdóttir kirkjulistarkona er is- lenskur einstaklings- hyggjumaður sem hef- ur ekki aðeins helgað líf sitt listinni heldur einnig lifað af krabba- mein tvisvar, haldið sýningar um heim all- an og átt þrjá eigin- menn: kaupmann, arki- tekt og sænsk-franskan aðalsmann. En þó að hún sé heimskona eru rætur hennar í Vík í Mýr- dal og seinustu ár hefur skipið Skaftfellingur ver- ið helsta baráttumál hennar. Bókmenntir Ævisaga Sigrúnar, Engin venjuleg kona, er skráð af Þórunni Valdimarsdóttur rithöfundi sem ferst það vel úr hendi sem við var að búast. Hún skiptist í þrjá hluta: ræturnar, stofninn og krón- an. Megináherslan er á samband Sigrúnar við líf- ið, guðdóminn, ástina og öll táknin í veröldinni sem hún er stöðugt að lesa í. Saga Sigrúnar er einnig baráttusaga, hún er stöðugt með uppsteyt gegn yfirvöldum, kjaftakell- ingum og öllum sem henni finnst setja svartan blett á lífið. Rauður þráður í bókinni er réttur einstaklingsins til að vera öðruvísi. Hvað getur verið sjálfsagðara en að þrír eiginmenn sömu konu sitji hlið við hlið í brúðkaupi ef um sið- menntað fólk er að ræða? í fyrstu fetar Sigrún vanalega slóð. Hún heldur Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur Saga hennar um Sigrúnu Jónsdóttur er óöur til einstaklingshyggjunnar. Tónlist til Reykjavíkur og við taka Kvennaskólinn, hjónaband sem reynist skammlíft, þrjú börn og kennaranám. Hvörfin í lífi Sigrúnar verða þegar hún heldur utan til náms, kynnist þar öðrum eigin- manni sinum og ákveður að gerast listakona. Síðan hefur hún ýmist búið í Svíþjóð eða íslandi, verið listamaður og hin síðari ár verið „félags- málaljón". Hún verður fyrir ýmsum áfóllum en lifir af og er ákveðin í að njóta lifsins. Jafnvel á einu erfiðasta augnabliki ævinnar, við lát barnabarns, kynnist hún þriðja eiginmanni sínum og finnur hamingjuna með hon- um. Fyrst og fremst er þessi saga óður til einstaklings- hyggjunnar. Aðalpersónan er kona sem er harðákveöin i að vera öðruvísi og lifa eigin lífi, óháð gildismati annarra. Ármann Jakobsson Þórunn Valdlmarsdóttlr: Engin venjuleg kona. Litríkt líf Sigrónar Jónsdóttur kirkjulistarkonu. JPV forlag 2000. Dugir ekki til „Krists konungs há- tíð i Krists- kirkju, Landakoti“ er virðuleg- ur titill á geisladiski sem inni- heldur „Messu til heiðurs Drottni vorum Jesú Kristi konungi" eftir dr. Victor Urbancic. Urbancic gegndi stöðu orgelleikara og kór- stjóra við Landakotskirkju frá ár- inu 1938 til dauðadags tuttugu árum síðar og samdi hann messuna með helgihald í huga. Lætur tónlistin ekki mikið yfir sér, tóntegundimar eru hefðbundnar og formuppbygg- ingin einfold. Tónlist Urbancic virk- ar örugglega prýðilega í trúarat- höfn, en á geisladiski gerir hún það ekki. Hún er allt of flatneskjuleg og hugmyndasnauð til að skapa eftir- minnilega stemningu, maður heyrir bara formúlur og klisjur úr sam- bærilegum tónverkum (sem eru flest mun betri). En flutningur Kórs Kristskirkju undir stjórn Úlriks Bókmenntir Ólasonar er hinn ágætasti, söngur- inn hreinn og túlkunin rökrétt, en það dugir ekki til. Betri er Gregorí- anski messusöngurinn, sem einnig er að finna á geisladiskinum, hann er alvörugefinn og miðaldalegur, og stendur slík tónlist alltaf fyrir sínu. Á milli Allelúja og Credósins les séra Jakob Rolland úr Matteusar- guðspjalli (25.31-46), og hefði kannski verið heppilegra að láta einhvem sem talar óbjagaða ís- lensku sjá um lesturinn. Annað virkar amatörlegt á geisladiski sem þessum. Úlrik Ólason leikur í lokin Kóral nr. 3 í a-moll eftir César Franck og er ómögulegt að dæma flutning hans því hljómur orgelsins er svo óskýr að kraftmikil tónahlaupin renna saman og verða að óskiljan- legum gný. Er ekki alveg ljóst hvort um er að kenna upptökunni eða sjálfu hljóðfærinu. Jónas Sen Dr. Victor Urbanclc: Messa til heiðurs Drottni vorum Jesú Kristi konungi, og fleira. Kór Kristskirkju, stjórn og orgel- lelkur: Úlrik Ólason. Fermata 2000. Forneskjuleg dulúð „Ég byrja reisu mín“ er nafnið á geisladiski með Kamm- erkór Suð- urlands sem kom út fyrir skemmstu. Diskurinn er nokkurs konar þverskurður (mjög einfaldaður) af íslenskri kirkjutónlist í þúsund ár; þar er að fmna gömul ís- lensk þjóðlög með trúarlegu ívafi, út- setningar núlifandi tónskálda á lögum úr fomum sönghandritum og einnig söngverk byggð á gömlum textum. í síðastnefnda flokknum ber hæst Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en hún var samin árið 1982. Textinn er að mestu byggður á versum úr Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar en einnig á latnesku messunni. Tónlist Gunnars Reynis er hrifandi, tær og blátt áfram, en flutningurinn líður fyr- ir að hrynjandi hefði mátt vera skarp- ari hér og þar. Verra er samt hvað ein- söngur Finns Bjamasonar tenórs er yf- irdrifmn, hann oftúlkar flest sem hann syngur á diskinum, bæði verk Gunn- ars Reynis og annað, og er útkoman væmin og hjákátleg. Trúarsöngvar á borð við þá sem hér em fluttir hljóma betur ef þeir em sungnir af látleysi, laglínumar em svo fagrar í einfald- leika sínum að það þarf ósköp litið að gera við þær. Hér er eins og verið sé að útskýra hvert einasta orð i textunum með leikaraskap, og er það óþarfi. Söngur kórsins undir stjóm Hilm- ars Amar Agnarssonar er hins vegar oftast hreinn og fallegur, hástemmdur og innhverfur. Einsöngur Eyrúnar Jónasdóttur mezzósóprans og Magneu Gunnarsdóttur sóprans, sem og ein- leikur Kolbeins Bjamasonar flautuleikara, era einnig fullkomlega í takt við anda tónlistarinnar. Upptak- an, sem Sverrir Guðjónsson stjómaði, er í prýðilegu jafnvægi, frágangur geisladisksins er smekklegur og með- fylgjandi texti ítarlegur. Margar útsetningamar em sérlega fallegar, til dæmis er sú sem Bára Grímsdóttir gerði á laginu „Forgefins muntu mér“ einstaklega falleg. Best er samt titillag disksins, „Ég byija reisu mín“ eftir Hallgrím Pétursson. Þetta er sérlega fallegur sálmur við íslenskt þjóðlag sem Smári Ólason hefúr gætt fomeskjulegri dulúð með næmri og smekklegri útfærslu. Flutningur kórs- ins á þessu hrífandi lagi er i fremstu röð, hver tónn er sunginn af alúð og innileika, og bara það gerir þennan disk vel þess virði að eiga. Jónas Sen islensk kirkjutónllst í þúsund ár. Kammerkór Suðurlands undir stjóm Hilmars Amar Agnars- sonar. Smekkleysa 2000. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmummi iiiiiiiiiiiiiii'iiini iu, iui.be Tímaskekkja Hlæjandi refur eftir Þorgrím Þráinsson segir frá Úlfhildi, sextán ára, sem býr í Reykjavík. Sag- an fjallar um sumarið sem hún var þrettán ára og er sögð í 1. persónu út frá sjónarhóli Úlfhildar. Þetta var vægast sagt viðburðaríkt sumar því Úlf- hildur kynntist indíánadreng sem hafði komið til landsins sem laumufarþegi, og saman uppgötv- uðu þau ýmislegt um lífið og tilveruna, en þó að- allega Úlfhildur. Ég verð að segja eins og er að ég hef sjaldan les- ið bók sem kemst jafn langt frá því að vera sann- færandi, sérstaklega þegar miðað er við að hún er skrifuð i dæmigeröum raunsæisstil unglinga- sagnanna. Þorgrímur skýtur langt yfir markið í þetta sinn. Fyrstu mistökin sem hann gerir eru þau að nota 1. persónu frásögn til aö miöla sögu unglingsstúlku. Til þess að höfundur geti gert slíkt á sannfærandi hátt veröur hann að geta sett sig í spor sögumanns en það tekst Þorgrími ekki. Það er ekki nóg með að Úlfhildur sé of fullorðins- leg í tali og hugsun heldur fellur höfundur líka í þá gryfju að skoða kvenpersónur sínar með aug- um karlmanns þegar hún er að lýsa sjálfri sér og vinkonu sinni. Ekki tekur betra við þar sem indíána- drengurinn Mússí er annars vegar. Hann er einhver undarleg tímaskekkja og klisju- kenndari persónu hefur undirrituð varla séð siðan Hollywood dældi út kúreka- myndum með John Wayne í aðalhlut- verki. Ekki er nóg með að hann sé kom- inn af Geronimo, þeirri miklu hetju indíána sem féll snemma á öldinni í bar- áttu við hvíta menn, heldur virðist hann hafa verið uppi á sama tíma og þessi for- faðir sinn. Þó að Mússí sé nútímadrengur frá Bandarikjunum hefur hann lifað eins og indíán- ar gerðu á síðustu öld. Bæði eru lifnaðarhættir drengsins óraunhæfir og saga hans afar ótrúverð- ug. Aðrar persónur sögunnar eru ekki heldur til þess fallnar að vekja samúð eða samkennd les- anda, nema kannski Isak, nágranni Úlfhildar. Hann á erfitt í byrjun en tekur út ákveðinn þroska og nýtur sín i fordómalaus- um félagsskap indíánadrengsins. Hins vegar má segja bókinni til hróss að hún vekur lesanda til um- hugsunar um firringu nútíma- mannsins og fjarlægð hans frá nátt- úrunni og sjálfum sér. Sú róman- tíska mynd sem er dregin upp af líf- erni frumbyggja Ameríku er vissu- lega hugljúf og hefði sómt sér vel í sögu sem ætti að hafa gerst um síðustu aldamót. Sagan endar þannig að maður á von á framhaldi til að fá botn í afdrif indíánadrengs- ins. Ef sú er raunin vona ég að höfundur gefi sér góðan tíma og igrundi þá sögu betur en hér er gert. Oddný Ámadóttir Þorgrímur Þráinsson: Hlæjandi refur. Iðunn 2000. SKRAUT STEINAR Skrautsteinar Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræð- ingur hefur þýtt bókina Skrautstein- ar þar sem yfir 130 tegundir eðalmálma, gimsteina og ann- arra skrautsteina era sýndar á rösk- lega 800 ljósmynd- um. Fmmútgáfan var unnin í sam- vinnu við Breska náttúmgripasafnið. Sagt er frá slípuðum og óslipuðum steinum og hugtök gimsteinaíræðinn- ar útskýrð og einnig er sagt frá margs konar skartgripum. Góðir litalyklar era í bókinni til að greina skraut- steinategundir. í Inngangi bókarinnar eru skraut- steinar skilgreindir, fiallað er um myndun þeirra, fundarstaði, eðliseig- inleika, lögun, ljósfræðieiginleika, slíp- un þeirra, fágun og útskurð. Þar er einnig rakinn stuttlega þáttur þeirra í mannkynssögunni en skart úr skraut- steinum þekkist frá örófi mannsaldar. Til dæmis em elstu smaragðanámur sem fundist hafa um 4000 ára gamlar. Þessar námui' em í Egyptalandi og þaðan em líka merkustu skartgripim- ir frá fornöld. Einkum er það gullskart með greyptum túrkissteinum eöa öðr- um fógmm skartsteinum. Jens ehf. gefur bókina út. Almanak Komið er út almanak fyrir árið 2001 með myndum af málverkum Sveins Björnssonar myndlistarmanns, hið fyrsta af mörgum fyrirhuguðum. Er- lendur sonur hans hannaði almanakið og útgefandi er Sveinssafn í Hafhar- firði og Krýsuvík. Á forsíðu er ein hinna litriku sjálfsmynda sem Sveinn málaði en á myndunum með hverjum mánuði má kynnast öllum þremur höf- uðtímabilunum í list hans. vel við Frans, söguhetju austurríska rithöf- undarins Christine Nöstlinger. Nú em komnar Sjónvarps- sögur af Frans í þýð- ingu Jórannar Sig- urðardóttur. Þar seg- ir frá raunum Frans vegna þess að foreldrar hans hafa ekki kapalsjónvarp og kæra sig ekkert um gervihnattadisk, og Frans er alltaf eins og asni í skólanum af því hann hefúr ekki séð myndimar og þættina sem hinir krakkamir hafa horft á. Til að krakkamir haldi ekki að foreldrar Frans séu annaðhvort fátækir eða svona sérvitrir byijar hann að skrökva - og allir krakkar vita hvað gerist þegar maður byijar á svoleiðis... Mál og menning gefur út. Trjálfur og Mimmli Stefán Sturla Siguijónsson og Erla Sigurðardóttir standa saman að sögunni um Trjálf og Mimmla sem Gjömingar gefa út. Trjálfur er álfúr sem passar trén í skóginum, vökvar þau og læknar. Mimmli er geimvera sem lendir fari sínu skammt frá Trjálfi og talar í bundnu máli. Hann er frá stjömunni Pi í vetrarbrautinni Starútí þar sem al- varlegur skortur er á súrefni, og Mimmli er kominn til jarðar til að fylla á súrefnisgeyminn á Pí. Trjálfur útskýrir fyrir Mimmla aö jarðarbúar fái súrefnið sitt úr grasinu og tijánum en Pi-búar hafa af misskilningi á hringrásinni steypt og tjargað yfir all- an gróður. H20 taka þeir inn i töflum! Þegar Mimmli fer aftur heim til sín hefur hann meðferðis lítið tré sem Trjálfur hefúr gefið honum. Þetta er elskulegt fræðslurit um gildi og hlut- verk súrefnisins í lífi okkar allra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.