Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 11 DV Útlönd Utanríkisráðherra Danmerkur segir af sér: Bandarískir vísindamenn: Tveir ráðherrar farn- ir á skömmum tíma Utanríkisráöherra Danmerkur, Niels Helveg Petersen, sem lét af ráöherraembætti í gær, sagði á blaðamannafundi af því tilefni að hann væri ekki rétti maðurinn til að stýra Evrópusamrunanum fyrir hönd Danmerkur. Lét hann einkum í ljós vonbrigði sín með tilraunir til að brúa bilið á milli fylgismanna og andstæðinga Maastricht-sáttmála ESB. „Ég er ekki rétti maðurinn til að stýra þessum undanþágum," sagði Niels Helveg og átti þar m.a. við andstöðu Dana við inngöngu í myntbandalag ESB. Ráðherrann fyrrverandi hefur gegnt embætti ut- anríkisráðherra undanfarin sjö ár. „Ég get ekki stutt þetta fyrir-utan- innan viðhorf sem ég tel að sé ekki Danmörku í hag, sérstaklega eftir ráðstefnuna í Nissa," sagði ráðherr- ann. „Ég velti því alvarlega fyrir mér að láta af embætti í september sl. en Niels Helveg Petersen Óvíst um eftirmarm hans í embætti. ákvað að það væri betra að vinna að undirbúningnum fyrir fundinn í Nissa,“ sagði hann og vísaði þar i atkvæðagreiðslu Dana um Maastricht-sáttmálann sem Danir höfnuðu í þriðja sinn 28. september sl. Að öðru leyti sagðist ráðherrann vera sáttur við niðurstöður leiðtoga- fundarins í Nissa og sagðist ánægð- ur með að fimmtán ný ríki myndu fá inngöngu í ESB á næstu árum. Niels Helveg er annar ráðherrann á skömmum tíma sem yfirgefur rík- isstjóm Pouls Nyrups Rasmussens forsætisráðherra. Hans Hækkerup, sem gegnir stöðu vamarmálaráð- herra, hefur þekkst boð um að ger- ast yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Ekki hefur enn verið upplýst hverjir munu taka við stöðum vam- ar- og utanríkisráðherra. Mótmæli í parísarhjóli Fimmtíu Kúrdar hótubu i gær að kveikja í sér í stóra parísarhjólinu sem gnæfir yfir miöborg London. Kúrdarnir gáfust upp fyrir lögreglu eftir fimm klukkustunda mótmæii. Með mótmætum sinum vildu Kúrdarnir vekja athygli á aöstæöum kúrdískra fanga i fangelsum i Tyrkiandi. Tyrknesk öryggislögregla réöst til inngöngu í fjölda fangelsa í fyrradag þar sem fangar höfðu veriö í hungurverkfalli. Sautján fangar létust eftir aö hafa kveikt í sér. Tveir lögreglumenn biöu bana í átökunum i fangelsunum. Mikið magn olíu undir Grænlandsís Bandarískir jarðfræðingar álita að um 47 milljarðar tunna olíu séu undir íshellunni á Norðaustur- Grænlandi. Er það tvöfalt meira magn en talið er vera í Norðursjó. Þetta kemur fram i skýrslu stofnun- arinnar Bandarískar jarðfræðirann- sóknir. í skýrslu sinni leggja vísinda- mennirnir mat á heildarolíuforða heimsins næstu 30 árin. Hann er áætlaður 649 milljarðar tunna eða 20 prósentum stærri en áður var talið. Danski jarðfræðingurinn Flemm- ing Christiansen bendir á að land hafi risið á Norðaustur-Grænlandi gagnstætt því sem gerst hafi í Norð- ursjó. Við landris sé hætta á að olía berist út í jarðlögin og jafnvel upp í sjó. Því sé ekki útilokað að menn séu of seint á ferðinni. Hingað til hefur olíuleit á Grænlandi verið árangurslaus. Stórglæsilegt úrval pipar- og saltkvarna fyrir fagurkera frá William Bounds Ltd. 3 grófleikar á mölun. Fást í stáli, hnotu, tekki og gegnsæju acryl. Ný kvörn, vernduð með einkaleyfi. Festist aldrei. Nýjasta nýtt ! ! ! Súkkulaðikvarnir fyrir cappucino K/S Einar Farestveit & Co.hff. Borgartúni 28 g 562 2901 og 562 2900 r a s i SþréttsigalliiF Opið öll kvöld til jóla afsláttur sími 511 4747 Nóatúni 17 SPAR L SP0RT TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.