Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Útlönd DV Shimon Peres ætlar aö bjóöa sig fram til forsætisráöherra. Reynt að binda enda á átökin Fyrrum forsætisráðherra ísraels, Shimon Peres, hefur tilkynnt að hann áformi að gefa kost á sér í embætti forsætisráðherra 1 kosning- unum sem fram fara í ísrael í febr- úar á næsta ári. Peres gat þess þó að framboð hans byggðist á því að hinn vinstrisinnaði Meretz-Qokkur væri reiðubúinn til að styðja hann í framboðinu. Á Gaza létust tveir drengir í gær, átján og fjórtán ára, er til átaka kom á milli israelskra hermanna og Palestínumanna nærri egypsku landamærunum. Að minnsta kosti 40 aðrir særðust en um 300 áhorf- endur höfðu safnast saman til að fylgjast með bardaganum. Friðarviðræður ísraela og Palest- ínumanna héldu áfram í Was- hington í gær og hafði Shlomo Ben- Ami, utanríkisráðherra ísraels, á orði að samkomulag gæti verið í nánd ef færi sem horfði. Gore fékk 130 viðbótaratkvæði í Lake-sýslu A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaframbjóðandi demókrata, hlaut 130 viðbótarat- kvæði í Lakesýslu í Flórída við óop- inbera talningu blaðsins Orlando Sentinel á 6 þúsund vafaatkvæðum. Bandaríska blaðið Washington Post greindi frá þessu í gær. Áður en óopinbera talningin hófst var Geor- ge Bush, verðandi forseti, meö 154 atkvæða forskot í Flórída. Við óopinberu talninguna í Lakesýslu fékk Gore 376 viðbótarat- kvæði en Bush 246 atkvæði: Ekki lék nokkur vafi á merkingu kjósenda. Kosningavélar höfðu hins vegar hafnað atkvæðaseðlunum þar sem kjósendur höfðu jafnframt ritað nafn sama frambjóðanda í reit þar sem menn gátu sjálfir bætt við nöfnum. Jólaball í höllinni Stefanía Mónakóprinsessa ogjólasveinninn afhentu börnum í Mónakó jólagjafir á balti sem hatdiö var í gær í höllinni í furstadæminu. Bush skipar í embætti fjármála- og viðskiptaráðherra: Æskufélagi verður viðskiptaráðherra George W. Bush hefur skipað for- stjórann Paul O'Neill íjármálaráð- herra í næstu ríkisstjóm Bandaríkj- anna. Sagði Bush að O'Neill byggi yfir þeirri reynslu og styrk sem þyrfti til að stýra efnahag sem væri hugsanlega á leið „í öldudal". Bush tilkynnti einnig um val sitt á fleiri ráðherraefnum og skipaði Don Evans, gamlan æskufélaga og kosningastjóra sinn, í embætti við- skiptaráðherra. Mel Martinez, kúbanskur flóttamaður og fyrrum embættismaður í Orange-sýslu í Flóridaríki verður næsti ráðherra húsnæðismála og byggðaþróunar. Þá var Ann Veneman, fyrrum land- búnaðarráðgjafi í Kaliforníu, skipuð í embætti landbúnaðarráðherra. Skipanir Bush á ráðherraefnum verða að hljóta náð fyrir augum öld- ungadeildarinnar áður en unnt verður að setja þá í embætti. Engu að síður þykir mönnum val Bush á ráðherraefnum sýna að hann setur Don Evans Nýr viðskiptaráöherra Bandaríkjanna. hollustu í öndvegi þegar kemur að ráðherraveitingum. Evans er góður vinur forsetans tilvonandi en Veneman þjónaði í stjórnartíð foður hans, Bush eldri. Þá hefur Bush einnig lagt á það mikla áherslu að skattbyrði þjóðar- innar verði lækkuð um 1,3 billjónir Bandaríkjadala vegna ótta við að gott efnahagsástand síðustu ára sé í rénun. „Efnahagur okkar sýnir hættu- merki um að hann sé hugsanlega að hægja á sér,“ sagði Bush á frétta- mannafundi þar sem tilkynnt var um skipan O'Neill í embætti fjár- málaráðherra. Skipan O'Neill í embætti dró ekki úr lækkun á gengi hlutabréfa á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær. Á NASDAQ féll gengi hlutabréfa um 7,1 prósent að meðaltali og 2,5% á Dow Jones. DELSIUS i Þægindi •Afslöppun Hvíld á -aðeins imyndunarqflið setur þér takmörk . ÍU/\SA : . J ________.*• Þrýstyöfhun Jólatilboð Koddar kr. 3.900.- \ •Celsíus heilsudýnan er gerð úr seigteygjanlegu efni með opnum frauðblöðrum sem leyfa efninu að „anda” •Hiti líkamans formar efhið •Bætir blóðrás og hindrar legusár •Linar hrygg- og vöðvaverki •Bætir vellíðan og skapar bestu aðstæður fyrir svefn •Dreifir líkamsþyngdinni yfir stærra yfirborð og minnkar þannig álag á þrýstipunkta Þynnanlegur Sendum í pósti hvert á land sem er INMBÚ,, Smiðjuvöllum 6 Keflavík Sími 421 4490 Njósnaforingi í lýtaaðgerð Njósnaforinginn Vladimiro Montesinos, sem flúði Perú á lúxus- snekkju og gabbaði innflytjendayfir- völd í Kostaríku með fólsuðum skil- ríkjum, gekkst undir lýtaaðgerð í Caracas, höfuðborg Venesúela. For- stjóri læknastofunnar, þar sem að- gerðin var gerð, segir Montesinos hafa fengið nýtt andlit og síðan stungið af án þess aö borga reikn- inginn. „Við héldum að Manuel Rodrigu- ez væri venjulégur Venesúelabúi. Hann lét laga á sér nefið og augnlok- in en greiddi ekki reikninginn,“ sagði forstjórinn. Montesinos var í sex nætur á lúx- ushóteli nálægt læknastofunni í Caracas í síðustu viku ásamt konu að nafni Emma Mejia. Hún er sögð hafa gefið sig fram í sendiráði Perú í Caracas í síðustu viku. Emma Mejia er nú i haldi í Perú. Fujimori Perúforseti var rekinn í kjölfar mútuhneykslis sem Montesinos var viðriðinn. Enginn hefndarþorsti George Bush eldri visaði þvi á bug í gær að honum fyndist sem hann hefði náð að hefna sín þegar sonur hans var lýstur sig- urvegari í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum. George Bush eldri tapaði fyrir Bill Clinton 1992 eftir eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Vili selja kosningavélar Yfirmaður kjörstjómarinnar í Palm Beach f Flórída hefur hug á að selja úreltar kosningavélar sýslunn- ar sem orðnar eru frægar. Komst aftur undan Franska kaupsýslumanninum Al- fred Sirven, sem verið hefur á flótta síðan 1997, tókst enn einu sinni að komast hjá handtöku um síðustu helgi á Filippseyjum. Sirven var einn yfirmanna oliurisans Elfs. Hans er leitað vegna spiUingar. Varaö viö pylsum HeUbrigðisráðherra Þýskalands varaði i gær almenning við að borða vissar tegundir af pylsum vegna hættu á Creutzfeldt-Jacob veikinni. Hvatti ráðherrann fram- leiðendur til að taka vörurnar af markaði. Umbótasinnum spáð sigri Lýðræðisbandalaginu í Serbíu er spáð yfirburðasigri í þingkosning- unum á laugardaginn. Breyttur framburöur Framburður El- ísabetar Englands- drottningar er far- inn að líkjast fram- burði þegnanna. Þetta sýnir rann- sókn sem gerð hef- ur verið á árlegu jólaávarpi drottn- ingar frá 1952. Rannsóknin, sem gerð var við Macquarieháskólann í Ástralíu, sýnir að framburður á sér- hljóðum sé farinn að líkjast fram- burði þeirra sem yngri eru og á lægra stigi í þjóðfélaginu. Engin ástæöa til aö óttast MikhaU Gorbat- sjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétrikj- anna, segir að Rúss- ar eigi að hafa að engu spár um kuldalegri sam- skipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir valdatöku Bush. Gorbatsjov sagði að þótt stíUinn breyttist yrðu stjórn- málin ekki óábyrg. Ekkert eitur ísraelsk yfirvöld vísuðu í gær á bug ásökunum sýrlenskra náms- manna um að ísraelar hefðu losað sig við eiturefnaúrgang í borgum á Gólanhæðum og dreift eitraðri málningu tU íbúa á svæðinu. Stofufangelsi ógilt Hæstiréttur í ChUe ógUti fyrir- skipun dómara um að setja Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra, í stofufangelsi. Pinochet er sakaður um mannrán og morð á 77 stjórnmálamönnum og leiðtogum stéttarfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.