Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 26
30 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ^Ættfræði__________________________________________________________________________________________________________________x>y ' Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________ Herborg Guömundsdóttir, Hátúni 4, Reykjavík. 75 ára_______________________ Aöalheiöur Siguröardóttir, Álftamýri 6, Reykjavík. Ingiríöur Kristmundsdóttir, Þórólfsgötu 12a, Borgarnesi. Kristín Gísladóttir, Hvassaleiti 6, Reykjavík. 70 ára_______________________ Brynhildur Jónsdóttir, Kleppsvegi 44, Reykjavík. Gubrún K. S. Thorstensen, Heiöarlundi 6, Garöabæ. Jón Eiríkur Hallgrímsson, **Mælivöllum, Egilsstööum. Karl Stefánsson, Þingvallastræti 24, Akureyri. Hann veröur að heiman. Sigþrúöur Gunnarsdóttir, Hlíðarvegi 34, ísafirði. 60 ára Elísabet Jóna J0H Benediktsdóttir m fiA verslunarmaður. Borgarheiöi 6h, Hveragerði. Vilma Mar, Lækjasmára 58, Kópavogi. .50 ára_________;________________ Anna Sólveig Óskarsdóttir, Hraunbrún 41, Hafnarfiröi. Árni Ásbjörn Jónsson, Kveldúlfsgötu 2, Borgarnesi. Jón Hilmarsson, Hvassaleiti 48, Reykjavík. Stefán Magnússon, Smárarima 40, Reykjavík. 40 ára__________________________ Aöalsteinn Aðalsteinsson, Sunnufelli 8, Egilsstöðum. Brit Johnsen, ^Þykkvabæ 2, Kirkjubæjarklaustri. Guöbjartur Jónsson, Bæjargili 40, Garöabæ. Jón Gauti Árnason, Hófgeröi 12a, Kópavogi. Orri Vilberg Viibergsson, Skólavöröustíg 31, Reykjavík. Stefanía Gissurardóttir, Borgarholtsbraut 24, Kópavogi. Valgarður Óli Jónasson, Vættagili 16, Akureyri. Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir, Foldasmára 12, Kópavogi. Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Sextugur________________ Sigurður Jónsson bóndi og oddviti á Stóra-Fjarðarhomi Siguröur Jónsson, bóndi á Stóra-Fjarðarhorni. Siguröur er fjórði ættliöur í beinan karllegg sem býr á Stóra-Fjaröarhorni í Kollafiröi en langafi hans, Þórður Sigurðsson, byrjaöi þar búskap 1865. Sigurður Jónsson, bóndi og odd- viti á Stóra-Fjarðarhorni í Kolla- firöi á Ströndum, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddíst á Stóra-Fjarðar- homi og ólst þar upp. Hann sótti sitt bamaskólanám í farskóla sveit- arinnar. Á unglingsárum og sem ungur maður vann Sigurður á búi foreldra sinna en var auk þess í vegavinnu og stundaði önnur al- menn störf sem til féllu. Sigurður hóf búskap á Stóra- Fjarðarhorni 1975 og hefur stundað þar sauðfjárbúskap síðan. Auk þess hefur hann starfað í sláturhúsi í sláturtiðinni s.l. þrjátíu ár, verið ullarmatsmaður í flmmtán ár, fyrst hjá Álafossi og síðan hjá ístex. Þá sinnti hann verkstjóm við löndum og útskipun á Hólmadrangi hf. í áratug. Sigurður sat í stjóm ungmennafé- lagsins Gróðurs og í stjóm ung- mennafélagsins Kolla, sat í stjóm FUF í Strandasýslu og var formaður þess um skeið, sat í miðstjórn Framsóknarflokksins í nokkur ár, hefur setið í stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar í fimmtán ár, í fyrstu stjóm Landssambands sauð- fjárbænda í tvö ár og hefur verið fulltrúi á aðalfundum sambandsins lengst af síðan, var Stéttarsam- bandsfulltrúi um árabil, sat í hreppsnefnd Fellshrepps í tíu ár og var þar hreppstjóri frá 1975 og þar til hreppstjórastörf voru lögð af, sit- ur í hreppsnefnd Broddaneshrepps og er nú oddviti hans, situr í hér- aðsnefnd og héraðsráði Stranda- sýslu, er umboðsmaður skattstjóra frá 1975, hefur setið í stjórn Spari- sjóðs Strandamanna sl. sex ár, og sat í skólanefnd Broddanesskóla um skeið. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Elsa Bjamadóttir, f. 11.9. 1941, húsfreyja. Hún er dóttir Bjama Þórarins Ólafs- sonar, f. 7.10. 1905, bónda að Neðri- Rauðsdal á Barðaströnd, og k.h., Sigríðar Valdísar Elíasdóttur, f. 16.9. 1909, d. 1994, húsfreyju. Sonur Sigurðar og Elsu er Bjarni Þórarinn Sigurðsson, f. 29.8. 1971, sölufulltrúi hjá Bifreiðum og land- búnaðarvélum en unnusta hans er Ragnhildur Jónsdóttir. Hálfsystir Sigurðar, samfeðra, er Fanney Jónsdóttir, f. 6.6. 1929, hús- móðir í Reykjavík. Alsystkini Sigurðar eru Jónas Jónsson, f. 11.3.1937, lengst af skrif- stofumaður hjá íslenskum sjávaraf- urðum, búsettur í Reykjavík; Gísli Jónsson, f. 12.3. 1937, fyrrv. kaupfé- lagsstjóri í Vík í Mýrdal og skrif- stofumaður hjá Sambandi íslenskra samvinnufélága en starfrækir nú trésmíðaverkstæði, búsettur í Reykjavík; Sigurrós Jónsdóttir, f. 11.2.1939, húsmóðir á Akureyri; Sig- ríður, f. 8.2.1949, húsfreyja að Kolla- fjarðarnesi. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sig- urðsson, f. 9.8.1899, nú látinn, bóndi á Stóra-Fjarðarhorni, og k.h., María Samúelsdóttir, f. 31.10. 1906, hús- freyja. Ætt Jón var sonur Sigurðar, b. á Stóra-Fjarðarhorni, bróður Frank- líns á Litla-Fjarðarhomi, föður Þórðar, oddvita í Broddanesi. Sig- urður var sonur Þórðar, hrepp- stjóra á Stóra-Fjarðarhorni Sigurðs- sonar, b. á Felli Sigurðssonar. Móð- ir Þórðar var Guðbjörg Magnúsdótt- ir. Móðir Sigurðar var Sigríður, ljósmóðir á Stóra-Fjarðarhorni Jónsdóttir, b. þar Tómassonar, b. i Tungugröf Tómassonar. Móðir Jóns var Hallbera Jónsdóttir. Móðir Sig- ríðar var Guðný Gísladóttir, b. á Broddadalsá og í Miðhúsum Arn- finnssonar, og Guðnýjar Árnadótt- ur. Móðir Jóns var Kristín Ingibjörg Kristjánsdóttir, b. á Fjarðarhorni í Hrútafirði Ögmundssonar, b. á Bæ og á Fjarðarhorni Bjarnasonar. Móðir Kristjáns var Þorkatla Guðnadóttir, frá Hlaðhamri Magn- ússonar. Móðir Kristínar Ingibjarg- ar var Lilja Helgadóttir. Hálfbróðir Mariu, samfeðra, var Ormur, hreppstjóri í Hólmavík. María er dóttir Samúels, b. í Mið- dalsgröf og á Gestsstöðum í Kirkju- bólshreppi Guðmundssonar, b. á Brekku i Gilsfirði Guðmundssonar. Móðir Samúels var Þuriður Jóns- dóttir, b. á Kleifum Ormssonar, ætt- fóður Ormsættar Sigurðssonar. Móöir Maríu var Magndís Frið- riksdóttir. Fimmtug Ólafía Hafdísardóttir matráðskona Ólafía Hafdísardóttir, (Lóa) mat- ráður, Völvufelli 10, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Lóa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverfinu en hún hefur alltaf verið búsett i Reykjavík. Hún gekk í Breiðagerðisskóla og siðan í Réttarholtsskóla. Lóa hefur unnið hin ýmsu störf en þó lengst af sem matráður, bæði í bönkum og leikskólum. Hún starfar nú sem matráður á leikskól- anum Blásölum I Árbæ. Fjölskylda Lóa giftist 20.11.1971 Agli Stefáns- syni, f. 25.8.1950, verktaka. Hann er sonur Stefáns Vilhjálmssonar, sjó- manns í Reykjavík, og k.h., Sigrún- ar Sigurðardóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Lóu og Egils eru Magnús Kjartan Sigurðsson, f. 2.3. 1969, verslunarstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Sigrúnu Hermanssdóttur, f 10.11. 1964, dagmóður og eiga þau börnin Hafdísi, f. 15.12. 1983, Hermann, f. 19.5. 1986, Ólöfu Fríðu, f. 12.6. 1992, og Egil Stefán, f. 27.5. 1996; Anna Magnea Egilsdóttir, f. 27.3. 1973, verkakona í Reykjavik, gift Ómari Ara Ómarssyni, f. 2.9. 1973, renni- smið; Guðni Már Egilsson, f. 5.1. 1974, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Þórunni Ýr Elíasdóttur, f. 9.7. 1976, skrifstofumanni og eiga þau börnin Elías Guðna, f. 29.9.1994, Einar Óla, f. 13.10. 1996, og Erni Frey, f. 17.2.1998 en fyrir átti Guðni dótturina Sigríði, f. 1.1. 1992; María Dröfn Egilsdóttir, f. 5.12.1979, starfs- maður við leikskóla, búsett í for- eldrahúsum. Systur Lóu eru Margrét, f. 26.5. 1946, búsett í Reykjavík; Ósk, f. 14.9. 1952, verslunarmaður í Reykjavík; Lára Jóhanna, f. 19.4. 1958, búsett í Reykjavík. Foreldrar Lóu voru Magnús Tóm- asson frá Helludal, f. 22.4. 1919, d. 16.7. 1999, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Hafdís Haraldsdóttir, f. 16.2. 1926, d. 13.12. 1967, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur hjónanna Tómasar Bjarnasonar, b. í Helludal, og Óskar Tómasdóttur. Tómas var sonur Bjarna Runólfssonar, bónda á Hólum, og k.h., Steinunnar Jóns- dóttur. Ósk var dóttir Tómasar Tómassonar, b. í Brattholti, og Mar- grétar konu hans. Hafdís var dóttir hjónanna Har- aldar Guðjónssonar, stýrimanns sem fórst með Jóni Ólafssyni og k.h., Ólafíu Samúelsdóttur. Harald- ur var sonur Guðjóns Knútssonar, sjómanns og fisksala í Reykjavík, og k.h., Jóninu Jónsdóttur. Ólafía var dóttir Samúels Simonarsonar sem var ættaður undan Eyjafjöllum, og k.h., Karítasar Þ. Gísladóttur frá Suðurnesjum. Lóa og Egill verða með heitt á könnunni á heimili sínu eftir klukkan 17.00 i dag. Andlát ^ Sigurður Sigurðsson lögreglumaöur, Flókagötu 6, Reykjavík, lést iaugard. 16.12. Sigurður Bergsson, Krókatúni 17, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnud. 17.12. Baldur Kr. Hermanníusson, lést á heimili sínu í Perth, Vestur-Ástralíu, laugard. 9.12. Bálför hefur fariö fram. Sveinn Björnsson bóndi, frá Víkingavatni, er látinn. Magnús Blöndahl Kjartansson er látinn og hefur jaröarför hans fariö fram I kyrrþey. Sigurður Þorbjörnsson, Árskógum 8, ^lést mánud. 18.12. ---^--------- IJrval — gott í hægindastóUnn Merkir Islendingar Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari og leik- listarstjóri Ríkisútvarpsins, fæddist að Hurðarbaki i Kjós 21. desember 1904. Hann ólst upp að Hólabrekku við Skerjafjörð og átti síðar lengi heima við Laufásveginn í Reykjavík. For- eldrar hans voru Ögmundur Hans- son Stephensen, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Þorsteinn var bróð- ir Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar, alþingismanns og for- manns BSRB. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1925 og stundaði nám við Kon- unglega leikhúsið í Kaupmannahöfn 1934-35. Hann tók mikinn þátt í skólaleikritum MR og lék nokkur hlut- verk hjá Leikfélagi Reykjavikur og Reykjavíkur-annál. Eftir heimkomuna frá Danmörku varð hann þulur, leikari og leik- stjóri við Ríkisútvarpið. Þá sá hann tvisvar um Þorsteínn Ö. Stephensen barnatíma þess. Hann hætti þularstarfmu 1946 og var eftir það leiklistarstjóri Ríkis- útvarpsins þar til hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir 1975. Þorsteinn var í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar um árabil og lék mikinn fjölda ólíkra hlutverka hjá Ríkisútvarpinu, Leikfélagi Reykja- víkur og nokkur hlutverk sem gest- ur Þjóðleikhússins. Af fíölda hlut- verka hans hjá Leikfélagi Reykja- víkur má nefna hlutverk hans i Browningþýðingunni og síðar pressarann í Dúfnaveislunni en fyr- ir bæði þessi hlutverk hlaut hann Silfurlampann. Þá lék hann í sjón- varpsleikritum, s.s. Romm handa Rósalind. Hann var af kjörinn af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna árið 1988. Þorsteinn lést 13. nóvember 1991. Emilía Sigurgeirsdóttir, Auðbrekku, Húsavík, verður jarösungin frá Húsavík- urkirkju fimmtud. 21.12. kl. 14. Kristín Sigurrós Kristjánsdóttir, dvalar- heimilinu Ási, Hveragerði, veröurjarö- sungin frá Hveragerðiskirkju 21.12. kl. 13.30. Jarðsett verður í Hruna. Símon Pálsson, Hörgslundi 6, Garða- bæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtud. 21.12. kl. 13.30. Sveinn Sigursteinsson, Njálsgötu 86, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 21.12. kl. 13.30. Ársól Klara Guðmundsdóttir, Barðavogi 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 21.12. kl. 15. Útför Þórhildar Jóhannesdóttur frá Hallkelsstööum, Hvítársíðu, verður gerð frá Reykholtskirkju fimmtud. 21.12. kl. 11 árdegis. Jarösett verður í Gilsbakkakirkjugarði. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 8.45 að morgni ogfarið um Borgarnes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.