Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 16
16 Menning FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 J>V Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Djass Jólaplötu- listi Davíös Formaðurinn velur sér jólagjafir Þegar ég leit yflr óskalistann hans Davíðs sá ég undireins að hér hafði mér orðið á í messunni. Það er nefni- lega ómögulegt að biðja frístundagitar- leikara um lista yfir diska sem hann vildi helst fá í jólagjöf án þess að þeir séu allir meira og minna leiknir af gít- arleikurum. Umræddur Davíð er Guð- mundsson. Hann er formaður stjómar djassklúbbsins Múlans í Reykjavík. Davíð hefur starfað fyrir Pripps í Gautaborg um árabil, DV í Reykjavík og verksmiðjuna Vifllfell. Davíð er um þessar mundir framkvæmdastjóri Bioprocess ísland hf. Hann leikur á git- ar fyrir sjálfan sig af og til. Óskalisti Davíðs Art Farmer Benny Golson Jazztet, Here and Now (Farmer, trpt., Golson, tenor, Granchan Moncure, trb., Harold Mabem, pno., Herbie Lewis, bs., og Roy Mc Curdy, trm.). Eftir 40 ár er þessi ótrúlega upptaka enn fersk og spennandi. Art Farmer leikur á trompet og flygilhom eins og honum einum er eiginlegt. The Wes Montgomery Trio (Montgomery, gtr., Melvin Rhyne, org., Paul Parker, trm.). Algjör snilld. Langar og fljótandi lín- ur, hljómar og áttundir ofnar saman á einstakan hátt. Þetta getur maður hlust- að á aftur og aftur og aftur. Jazz Winds from a New Direction (Hank Garland, gtr, Gary Burton, vib., Joe Morello, trm., Joe Benjamin, bs.). Þetta er frábær jazzleikur úr sveita- geiranum í Nashville. Hér fer Hank Garland á kostum. Hank var kraftmikill og ótrúlega tæknilegur gítaristi. Senni- lega heíði hann orðið einn af þeim þekktustu ef hann hefði ekki tekið upp á því að aka á tré og lamast. Ekki spiUir Gary Burton fyrir á víbrafóninn! Tal Farlow, The Swingin Guitar (Farlow, gtr, Eddie Costa, pno., Vinnie Burk, bs.). Tal Farlow er einn af frumkvöðlum Bebopsins á gítar. Hér fer saman tækni og hugmyndaauðgi. Jimmy Raney Visits Paris (Raney, gtr, Sonny Clark, pno., Red Michell, bs., Bobby White, trm.). Hinn frumkvöðuil bebopsins í heimi gítaristanna. Hér heyrir maður langar, fljótandi, ljóðrænar línur. Jimmy er alltaf mjög áheyrilegur. Kenny Burrell, Midnight Blue (Burrell, gtr, Stanley Turrentine, tnr., Major Holley, bs., Biil English, trm.). Kenny Burrell er einn smekklegasti (elegant) gítaristi í heimi! Hann er hér í blúsuðum félagsskap, enda aldrei langt frá blúsnum. Sonny Rollins, The Quartets, Feat- uring Jim Hall (Rollins, tnr, Jim Hall, gtr, Bob Cranshaw, bs., Ben Riley, trm.). Rollins er mestur, stærstur og bestur tenóristanna. Hann er hér með Jim Hall, djassskáldi gítarsins. Jón Páll Bjarnason, ICE (Jón Páll, gtr, Ray Pizzi, blásturshljóðf., Andy Simpkins, bs., Lew Malin, trm.). Jón Páll á heima meðal þeirra bestu! Það liggur allt of lítið eftir hann á disk- um. Fleiri diska, Jón! Django Reinhardt - hvaða plata/diskur sem er! Dexter Gordon, Ballads (Gordon, tnr, ýmsir meistarar). Síðast en ekki síst ballöður með Dext- er. Þetta er vægast sagt mögnuð spila- mennska úr ýmsum áttum, sem undir- strikar einungis það sem á að vera á hreinu: Dexter Gordon var frábær tðn- listarmaður. Ég hef grun um að óskalistinn hans Davíðs sé ekki upptalning á diskum sem hann á ekki nú þegar í fórum sin- um. Þess vegna ráðlegg ég vinum hans og ættingjum að fara ekki nákvæmlega eftir honum án þess að ráðfæra sig við höfundinn fyrst! Það vekur athygli að hann telur Jón Pál Bjamason með meisturum djassgítarsins. Þess vegna verða lokaorðin að þessu sinni hin sömu og Davíð segir hér að ofan: „Fleiri diska, Jón!“ Ólafúr Stephensen Konan frá Jakútíu Kjuregei Alexandra Argunova er vissulega óvenjulegur íslendingur og afar framandi þegar hún kom hingað á sjö- unda áratugnum. Hún hefur lifað tímana tvenna, fædd og uppalin í Jakútíu á ríkisárum Stalíns og missir barn- ung föður sinn í heims- styrjöldinni síðari sem hvergi tók þvilíkan toll og í Sovétríkjunum. í ævi hennar býr því spennandi efniviður sem Súsanna Svavarsdóttir hefur nú skráð eftir henni. Segja má að bókin skiptist í þrennt. Fyrsti hlutinn er ítarlegastur; það eru minningar Kjuregei frá Jakútíu. Hún ólst upp við ýmsa siði og venjur sem okkur eru framandi, í afkima hins sósíalíska heimsveldis. Ekki var það alltaf dans á rósum en mestmegnis er þó bjart yfir þessum minningum. í öðrum hluta lendir hún í því að kynnast erlendum námsmanni og eignast með honum bam. Við það veröur hún utangarðs í kerfinu og hrökklast að lokum úr landi. Hlutskipti hennar var enginn reyfari úr kalda stríðinu heldur annars kon- ar kúgun þess sem skyndilega er orðin „persona non grata“ og er smám saman úthýst úr samfélaginu. Tvisvar sinnum lifir Kjuregei eins konar „kúltur- sjokk". Fyrst þegar hún kemur til milljónaborgar- Bókmenntir innar Moskvu frá Jakútíu, síðan þegar hún kem- ur í fásinnið í stóra sveitaþorpinu Reykjavík. Þriðji hluti bókarinnar gerist á íslandi. Hún er fyrst gift Magnúsi Jónssyni kvikmyndagerðar- manni og búa þau um hríð hjá foreldrum hans. Dregin er upp eftirminnileg mynd af því ágæta fólki. Þó að hún lýsi Magnúsi sem ástinni í lífi sínu lenti hjóna- band þeirra í erfiðleikum vegna drykkjuskapar hans og síðar framhjáhalds. Síðar eignast hún annan mann sem veldur henni ekki síður vonbrigöum. Hún er „uppgötv- uð“ sem listakona og virðist hafa haft hér nóg að gera. í lokaþætti bókarinnar ræðir hún síðan um erfið veik- indi sín. Inn í það fléttast frásögn af valdaráninu í Sov- étríkjunum í ágúst 1991 sem hún lenti í ásamt syni sín- Súsanna Svavarsdóttir rithöfundur Á texta hennar er lipur talmálsstíll og frásögnin bláttáfram og laus viö tilfinningasemi. dýpra í, oft er of hratt farið yfir sögu. Enda er bókin að- eins 163 síður en hefst þó á síðu 5 og þar að auki er á annan tug auðra síðna í henni. Hún minnir stundum á langt Mannlífsviðtal. Ekki hefur verið um mikla rann- sóknarvinnu að ræða af hálfu skrásetjara. Til að mynda er rangt farið með dánarár Jökuls Jakobssonar (hann í dó 1978 en ekki 1979) og raunar líka tengdamóður Kjuregei (hún dó 1979 en ekki 1978). En sagan er ágætlega uppbyggð og nær að halda spennu þó að stundum sé hún of ágrips- kennd. Á textanum er lipur talmáls- stíll og frásögnin bláttáfram og laus við tilfinningasemi. Meginaðdráttarafl þessarar sögu er aðalpersónan Kjuregej. Hún segir öðru- visi frá en íslendingar og hugsar öðru- vísi. Hún kemur fyrir sjónir sem vilja- sterk kona sem þrátt fyrir ýmsar raunir er þakklát fyrir það sem var gott og sátt við hlutskipti sitt. Þó að saga hennar sé ekki mjög rækilega sögð nær hún að vera áleitin. Og það er ekki svo oft sem við fáum tækifæri til að sjá land og þjóð með augum Jakútíu- manns. Ármann Jakobsson um. Þetta er mikið efni sem hefði að ósekju mátt kafa Súsanna Svavarsdóttir: Hættuleg kona: Kjuregej Alexandra Argunova. Iðunn 2000. Bráðsmitandi blindufaraldur Fingurætan fær makleg málagjöld Hjá Æskunni kom nýlega út bamabókin Fingurætan eftir Dick King-Smith með myndskreyt- ingum Arthurs Robins. Bókin fjail- ar um jarðálflnn Úlf flngurætu sem sit- ur um saklaust fólk og vill heilsa því innilega, bíta af því flngur í leiðinni og éta. Margan manninn hefur hann gert fingrinum styttri, en þegar hann kynn- ist Guðrúnu dóttur hreindýrabóndans á hann eftir að óska þess að hún hefði aldrei orðið á vegi hans. Einnig kom út hjá Æskunni Litli of- urhuginn eftir Jon Blake með mynd- skreytingum Martins Chattertons. Dótt- ir heimsins mesta ofurhuga þráir ekk- ert eins heitt og að sýna ótrúleg of- dirfskuatriði eins og pabbi hennar ger- ir. Hún hikar heldur ekki við að grípa tækifærið þegar það gefst. Ámi Ámason þýddi báðar bækumar. Andblær úr öllum áttum Tíunda hefti Timaritsins And- blæs er komið út. Tvö aðalviðtöl eru í heftinu og er annað þeirra við rithöf- undinn Edward Bunker, sem hing- að kom á bók- menntahátíð í haust. Bunker skrifar glæpasögur byggðar á eigin ævi og eig- in glæpaverkum, en hann á að baki hálf- an mannsaldur í tukthúsum, m.a. því illræmda San Quentin sem hýsir nauð- gara og morðingja. Bunker lýsir því hvemig hann hefur nýtt sér þessa reynslu í verkum sínum, en hann er einnig kunnur sem kvikmyndaleikari og ráðgjafi glæpamyndahöfunda. Hitt stóra viðtalið er við þýsku hsta- konuna Karin Kneffel, tekið af ekki ómerkari listamanni en Helga Þorgils Friðjónssyni. Karin vakti íyrst athygli fyrir portretmyndir sínar af dýrum, en hefúr síðan unnið með fjölbreytileg við- fangsefni, nú siðast íslenskt landslag. Listaverk Karinar Kneffel hafa að sögn Helga vakið reiði menningarlega þenkj- andi listunnenda, vegna þess að hún er óhrædd við að mála verk sem höfða sterkt til fegurðarskyns okkar. Sem dæmi má nefha verk á kápu tímaritsins. í Andblæ eru m.a. birt ljóð eftir Krist- inu Ómarsdóttur, Áma Ibsen og Steinar Braga, en einnig em þar ljóðaþýðingar og greinar um ýmsar listir. í Gallerí Andblæ eru litprentuð verk tólf lista- manna, en meðal þeirra em Daði Guð- bjömsson, Georg Guðni Hauksson, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Kristín Gunn- laugsdóttir. Ritstjóm Andblæs skipa Ásdís Óla- dóttir, Jóhann Torfason og Bjami Bjamason, en ritstjóri er Margrét Lóa Jónsdóttir. Sú var tíðin að bækur eftir erlenda höfunda voru þýddar eftir enskum eða dönskum þýðingum og jafnvel styttar og endursagðar (t.d. Anna Karenína eftir Leo Tolstoj). Sú afdalamennska hefur að mestu leyti lagst af á dögum alþjóðahyggju. Við höfum á að skipa fólki sem býr yfir góðri þekkingu á bæði erlendum mál- um og íslensku og mætti nefna í því sam- bandi þá Kafka-feðga, Eystein og Ástráð, og Ingibjörgu Haraldsdóttur sem færir okkur Dostojevskí á silfurfati. Sigrún Ástríður Ei- ríksdóttir hefur nú þýtt fyrstu bók nóbels- verðlaunaskáldsins José Saramago á ís- lensku beint úr portúgölsku og er það framtak mikill fengur áhugamönnum um heimsbókmenntir. Bókin ber nafnið Blinda og segir frá undarlegum blindufaraldri sem fer um allt eins og eldur 1 sinu og afleiðingum hans á manneðlið. í sögunni ber margt furðulegt fyrir augu ... Hún gerist væntanlega í alræðisríki á síð- ustu áratugum en er einhvern veginn staölaus og tíma- laus. Persónurnar eru ekki nefndar meö eiginnöfnum heldur t.d. læknisfrúin, stúlkan með sólgleraugun og rangeygði strákurinn, enda segir á einum stað að blind- ingjar þurfi ekki að heita neitt (311). Orðatiltæki eins og t.d. „látum okkur sjá“ og orðaleikir ýmiss konar afhjúpa klisjulega merkingu sína í sögunni og fá nýja, blinda vídd. Sögumaðurinn er nákominn lesanda og ávarpar hann af og til, útskýrir ýmislegt og afsakar orðalag o.fl. og má velta fyrir sér hvort dularfulli rithöfundurinn sem verður á vegi blindingjanna hafi skrifað söguna eft- ir læknisfrúnni eins og gefið er í skyn. Bæði form og efni sögunnar er þvi nýstárlegt og ögrandi. í bókmenntum er persónum stundum stillt upp í af- mörkuðu rými og látið reyna á þolrif þeirra og þolin- mæði gagnvart öðrum. Við innilokun og aðsteðjandi ógn brýst grimmd mannsins og dýrseðli upp á yfirborð- ið. Saramago notar þessa aðferð en stór hluti sögunnar gerist á yfirgefnu geðveikrahæli. Blindingj- arnir feta stíg niðurlægingarinnar uns auð- mýkingin er alger, frumskógarlögmálið tekur völdin og ofbeldi, nauðganir, rán og gripdeild- ir verða daglegt brauð. Yfirgefnir og óttaslegn- ir, skítugir og svangir fálma hinir blindu sig áfram og hver og einn reynir að bjarga eigin skinni. í ríki blindra er sá eineygði konungur, segir í frægri sögu. Læknisfrúin er reyndar eng- inn konungur en heldur sifellt í vonina, reynir að koma skipulagi á óreiðuna og þótt hún grípi til örþrifaráða heldur hún sjálfsvirðingu sinni með- an blindingjamir sökkva æ dýpra í eymdina. Sag- an er átakanleg enda um að ræða mergjaða heims- ádeilu og svo myrka framtíðarsýn að jaðrar við heimsendaspá. í Blindu er spurt stórra og sígildra spurninga sem erfitt er að svara. Hvað er siðblinda, skilningsblinda, til- finningablinda? Á að fóma einstaklingi fyrir hagsmuni heildarinnar? Getur mannkynið lifað án sjónar? Á ég að gæta bróður míns? Sannarlega frábær saga. Skyldi hún ekki fljótlega koma út sem hljóðbók? Steinunn Inga Óttarsdóttir José Saramago: Blinda. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi. Vaka Helga- fell 2000. Hófatök gæðinganna Hjá Máli og mynd er komin út bókin Reiðleiðir á íslandi eftir Sigur- jón Bjömsson pró- fessor. í henni segir höfúndur frá hesta- ferðum sínum um landið, lýsir reið- leiðum, segir frá náttúrunni, riflar upp sögur tengdar þeim stöðum sem riðið er um og lýsir stemningunni meðal samferðamanna og hesta. Sigurjón er Skagfirðingur og fór snemma að umgangast hross sér til gleði. Hann segir í formála frá eftirminnilegum hestum, svo sem Litla-Blesa, Graða-Jarpi og Kroppi, og litur til baka yfir margar slóðir og reynir að skilgreina áhuga sinn á hestum og hestaferðum. Hann kemst að því að hann hafi alltaf verið að leita uppi fótspor feðranna, „hlusta eftir hófatökum löngu liðinna gæðinga, lifa með í tima, sem var ekki lengur til, læra ömefnin sem þessir gömlu menn þekktu og notuðu sem vegvísa, staldra við á áningarstööum þeirra, grípa um söguna, gera hana lif- andi og hverfa fortíð í nútið eða nútið i fortíð“. I bókarlok er spjallað við nokkra þekkta hestamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.