Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2000, Blaðsíða 30
:a FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 í Tilvera DV Pokémonarnir í nýjum , ævintýrum Eins og allir vita sem eiga böm þá ;ru Pokémonarnir í mikilli tísku og er sérstaklega vinsælt að safna myndum af pessum krílum. í fyrra var gerð kvik- mynd um Pokémonana sem varð geysi- iega vinsæl í Bandaríkjunum og var einnig sýnd hér á landi við góða aðsókn. Nú er komin ný mynd, Pokémon 2 (Pokémon 2000), þar sem litlu krilin ienda í nýjum ævintýrum. í myndinni, sem frumsýnd verður í Sam-bíóunum annan dag jóla, er hinn illi Pokémon safnari í miklum ham og hefur mikinn áhuga á að ná á sitt vald Pokémon k Lukia. Til að geta náð honum þarf hann fyrst að ná á sitt vald þremur kraftmikl- um Pokémonum, Moltres, Zapdos og Articuno, en þessir þrír stjóma eldi, eld- ingum og vatni. Ef hann næði þessu þremur Pokémonum myndi ailt líf á jörðinni breytast svo það er til mikils að vinna fyrir hetjurnar okkar að standa sig vel i baráttunni. Á undan aðalmyndinni er sýnd stutt aukamynd, Pikachus Rescue Adventure, þar sem áhersla er lögð á samheldni. sem þeir ætla að skapa sér sitt eigið Helvíti á jörðu. En þá fer eitthvað úr skorðum og pabbi Nickys missir mátt sinn og leggst banaleguna. Hann á því ekki annars úrkosti en að senda piltinn unga til jarðar úr öryggi Helvítis út á götur New York þar sem allt getur gerst. Örlög jarðarinnar velta á honum þegar hann hefur ferð sína í fylgd hundspotts sem á að leiðbeina hon- um á ferð hans. Nicky verður að flnna bræður sína, sigra þá í bar- daga og koma aftur á jafnvæginu milli góðs og ills svo jörðin farist ekki. Eins og við er að búast er Nicky litli farsi þar sem Adam Sandler gerir allt sem hann kann til að fá áhorfendur til að hlæja. Auk hans og Harveys Keitel leika í myndinni Rhys Ifans, Jon Lovitz, Patricia Arquette og Allen Covert. Leikstjóri Nickys litla, Steven Brill, hefur áður leikstýrt tveimur kvikmynd- um, Heavyweights með Ben Stiller í aðalhlutverki og Late Last Night með Emilio Estevez i aðalhlutverki. Þá hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum og lék meðal annars á móti Adam Sandler í The Wedding Singer og Big Daddy. Kona með græna fingur í Saving Grace: Orkídeur og mari- júana Ein af jólamyndunum i ár er breska gamanmyndin Saving Grace sem Háskólabíó tekur til sýningar á morgun. Segir myndin frá hinni ósköp venjulegu eiginkonu, Grace Trevethan, sem hefur hingað til búið við öryggi fjölskyldulífsins í smáborg í Cornwall. Segja má með sanni að líf hennar endasteypist þegar eiginmaðurinn deyr og í ljós kemur að hann hefur átt hjákonu og er stórskuldugur: Grace þarf því að taka til sinna ráða eigi hún ekki að tapa einbýlishús- inu og þá ekki síst garðinum sinum, en Grace er ein af þeim manneskj- um sem með sanni má segja að séu með græna fingur og hefur hún ræktað orkídeur sem eru margverð- launaðar. Það er samt ekki mikill peningur í orkídeum. Hún ákveður því ásamt Matthew, frekar lánlitl- um garöyrkjumanni, sem stundum hefur aðstoðað hana, að rækta mari- júana. Þar sem aðeins fást kaupend Faðirinn Harvey Keitel bætist í hóp ieik- ara sem hafa leikiö Djöfulinn í gegnum tíðina. Nicky og þjálfari hans Adam Sandier leikur Nicky litla, son Djöfulsins, sem sendur er til mannheima. Hvað gerist þegar sonur Skrattans fær að fara upp á yfirborð jarðar: Sonur Djöfulsins á Manhattan ISU ,Bí lastiarnan BÍLAMÁLUN & RÉTTINGAR Bæjarflöt 10*112 Reykjavík • sími 567 8686 Aftur mættur til leiks Pokémonarnir lenda í nýjum ævintýrum. Adam Sandler er sá gaman- leikari sem mörg- um þykir minna á Jim Car- rey og sumir hafa meira að segja spáð því að hann eigi eftir að verða vinsælli. Jim Carrey gefur þó ekki eftir á toppnum og er nýjasta kvikmynd hans, Þegar Trölli stal jólunum, ein vinsælasta kvikmynd ársins, en nýjasta kvik- mynd Adams Sandlers, Little Nicky, var varla hálfdrættingur á við hana. í Nicky litla, sem frumsýnd verð- ur annan dag jóla í Laugarásbíói, Stjörnubíói, Regnboganum og Borg- arbíói á Akureyri, er Adam Sandler Nicky litli sem er feiminn og svolít- ið ólánlegur strákur sem hefur gam- an af þungarokki. Hvað annað er hægt að segja um Nicky litla nema það að pabbi hans er Djöfullinn (Harvey Keitel) og hann á heima í Helvíti! Þegar sá gamli ákveður að ganga fram hjá eldri bræðrum Nickys og gera þá ekki að erfingjum sínum halda þeir til New York þar 22, deaember, kl, 1830 ‘4 "4 m i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.