Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2001, Qupperneq 13
13 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 DV DV-MYND PJETUR Arndís Halla Ásgeirsdóttir óperusöngkona „Þaö veröur allt aö vera súrrealískt og abstrakt nú til dags og maöur er farinn aö sakna þess aö sjá ekki heföbundna, fallega uppsetningu, fulla af lit og Ijósum. “ góöa uppfærslu á Woyzek í fyrra, og það var tilnefnt til óp- eruhúss ársins 2000 ásamt tveimur mun stærri óperuhús- um í Þýskalandi. - Setja þeir upp óperur á klassískan hátt? „Nei, það er mikið um til- raunir,“ segir Arndís Halla, „og ég verð að viðurkenna að ég er orðin svolítið leið á því. Það er eins og leikstjórar séu hræddir við að setja upp „venjulegar" sýningar. Það verður allt að vera eitthvað súrrealískt og abstrakt nú til dags og maður er farinn að sakna þess að sjá ekki hefðbundna, fallega uppsetn- ingu, fulla af lit og ljósum. Reyndar eru litir og ljós að koma aftur. Fyrir nokkrum árum var allt svart/hvítt og helst meira svart en hvítt! Mað- ur rýndi bara inn í myrkriö þegar maður heyrði eitthvert hljóð! Nei, ég er að grínast," bætir hún við hlæjandi, „en það var allt svo neikvætt og dapur- legt. En nú virðist vera upp- sveifla, það er lagt meira upp úr litríkum búningum og leik- mynd og meira spilað meö ljós.“ Ursprunglich Germanisch Eins og sjá má á myndinni er Amdís Halla dökk yfirlitum af íslendingi að vera, með mikið dökkt hár, dökkar brúnir og svo dökkblá augu að þau sýnast svört. - Finnst Þjóðverjum ekki sérkennilegt að þið Hanna Dóra skulið báðar vera frá íslandi, hún svona ljós og þú svona dökk? „Fyrst og fremst er fólk hissa og hrifið af því að við skulum vera tvær íslenskar að syngja við sama óperuhúsið - ísland er hátt skrifað hjá Þjóðverjum. En fólk er l&a hissa á að ég skuli vera frá Islandi, það giskar fyrst á Grikkland, næst á Ítalíu og Spán! Þetta dökka útlit er ekk- ert til bóta þama úti, það loöir ennþá við að flottast sé að vera ljóshærður og bláeygöur! En út- litiö hefur heldur ekkert staðið í vegi fyrir mér. Aðeins einu sinni man ég eftir að hafa orðið vör við fordóma og það var í Austurríki. Ég var að syngja á tónlistarhátíð og þar var Olga Björk Ólafsdóttir vinkona mín Arndís Halla Ásgeirsdóttir syngur á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar Maður verður að dansa inni í sér Fyrir ári komu um 5000 gestir á hina geysivin- sœlu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands og cetla má aö svipaður fjöldi fylli Laugardals- höllina á þrennum tónleikum í þessari viku. Hin- ir fyrstu veróa annað kvöld kl. 19.30, aðrir á sama tíma á föstudagskvöldið og þeir sióustu á laugar- daginn kl. 17. Stjórnandi hljómsveitarinnar er annálaður kunnáttumaöur í meðferð Vínartón- listar, Peter Guth sem oft hefur sótt okkur heim í þessum erindagjörðum. Garðar Cortes stjórnar Kór íslensku óperunnar sem tekur mikinn og óvœntan þátt í tónleikunum. Einsöngvarinn er ung og glœsileg íslensk sópransöngkona, Arndís Halla Ásgeirsdóttir, sem alltof sjaldan heyrist til hér heima enda er hún fastráðin viö virt óperuhús í Þýskalandi. Nœsta stóra hlutverk hennar þar er sjálf Nœturdrottningin í Töfraflautu Mozarts. Amdís Halla er búsett í Berlín en á sitt annað heimili í bænum Neustrelitz norðan við Berlín, og hún vinnur á báðum stöðum. „Ég var fastráð- in við Komische Oper í Berlín," segir hún, „en þar sem ég var með byrjendasamning fékk ég fyrst og fremst lítil hlutverk og það er ekki nóg, maður þarf að fá reynslu af stórum hlutverkum. Þess vegna tók ég tilboði um fasta stöðu í Neustrelitz þar sem ég fæ topphlutverk en syng áfram smáhlutverk í Berlín. Og ég vil hafa fasta búsetu þar því þar er svo mikil uppbygging í list- um, ekki síst tónlistinni. Þar starfa þrjú stór óp- eruhús og mörg minni, konsertsalir og svo fram- vegis.“ Draumahlutverkið framundan Fyrir utan óperuhlutverkin hefur Amdís Halla sungið á tónleikum af ýmsu tagi og hopp- að inn í sýningar sem varamaður. Skömmu fyr- ir jól bauðst henni meira að segja með dags fyr- irvara að syngja á frumsýningu á Orfeus í und- irheimum eftir Offenbach í Weimar vegna þess að aöalsöngkonan missti röddina: „Sem betur fer var ekki sýning hjá mér þennan dag og ég fékk frí. Hlutverkið hafði ég sungið hjá Komische Oper en það var búið að breyta textanum í arí- unni minni þannig að þetta varð talsvert stress! Ég þurfti þó ekki að leika hlutverkið, það gerði sú raddlausa, en ég stóð við púlt við hliðina á sviöinu og söng. Á einum stað kom mótsöngvar- inn að púltinu til mín í stað þess að halda sig hjá söngkonunni á sviðinu og ég bandaði honum frá mér alveg í vandræðum. Að öðru leyti gekk þetta afar vel,“ segir Amdís Halla og skellihlær við til- hugsunina. í Neustrelitz hefur Amdís Halla verið að syngja Frau Fluth í Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai, Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós og í Brosandi landi eftir Lehár. „Þar leik ég litla kín- verska stúlku," segir Amdís Halla og flissar. „í einum dúettinum talar pilturinn sem ég á að vera hrifin af um hvað ég sé lítil, sæt og nett og það veröur ansi fyndið því í raun og veru er ég stærri en hann og ekkert sérstaklega nett!“ Arndís Halla er ekki eini islendingurinn í Neustrelitz; þar er líka Hanna Dóra Sturludóttir sem meðal annars syngur aðalhlutverkið í Bros- andi landi, Lísu, og í Brúðkaupi Fígarós syngur hún greifynjuna. „Nú erum við að æfa Töfraflautuna þar sem ég syng draumahlutverk- ið mitt, Næturdrottninguna, en Hanna Dóra syngur Pamínu," segir Amdís Halla. „Þá erum við mæðgur og ég hef svo gaman af að skamm- ast í henni! Það er alltaf gott að standa með Hönnu á sviði, hún er svo örugg.“ Töfraflautan verður frumsýnd í Neustrelitz 14. apríl og þeir sem ætla á þær slóðir um páskana ættu að tryggja sér miða. Meira svart en hvítt Óperuhúsið í Neustrelitz er gott þótt ekki sé það stórt og hefur vakið athygli fyrir vandaðar uppfærslur undanfarin ár, meðal annars fanta- líka að spila á fiðlu. Hún er ljóshærð og bláeygð og ég fann vel hvað framkoman við okkur var ólík þó að erfitt væri að festa hendur á því - þangað til i móttöku eftir eina tónleikana. Þá kom karlmaður á miðjum aldri til okkar þar sem við stóðum saman og segir við hana, svona lika upprifinn og hrifinn: „Du siehst so ursprunglich Germanisch aus!“ í henni sá hann sem sagt hinn upprunalega Germana! Hún missti andlitið en tók sig á, benti á mig og sagði: Hún er líka ís- lensk! Þá leit hann á mig og síðan niður fyrir sig og sagði ekki neitt. Ég var augljóslega ekki hreinræktuð!" Hark hjá sóprönum og barítónum Amdís Halla reiknar með því aö syngja í Þýskalandi og víðar í Evrópu næstu ár en ætlar að fylgjast vel með óperunni héma heima og þró- uninni þar. íslenska óperan hyggst fastráða söngvara frá og með næsta hausti og auka starf- semina og Amdís segist vera alveg til í að taka þátt I sýningum þar. „Það er svo gaman að koma heim og syngja, en það er ekki freistandi að setj- ast að heima. Að vísu er líf söngvara óttalegt hark erlendis líka,“ segir hún, „ekki síst fyrir sópran. Maður verður að vera mjög góður og líka heppinn! Barítónar eiga líka erfitt uppdrátt- ar. En ef maður er hár tenór eða djúpur bassi þá er gengið á eftir manni!“ - Er eitthvað sérstakt sem maður á að hlakka til að heyra á Vínartónleikunum? „Bara allt!“ segir söngkonan glaðbeitt. „Það er mjög gaman að syngja þessa tónlist. Maður verð- ur að dansa inni í sér til að ná sveiflunni og ég hef ákaflega gaman af því. Meðal annars tek ég Grisettenlied úr Kátu ekkjunni með sex stelpum úr kómum og við verðum með sprell sem von- andi verður æðislegt!" Þá er bara að stilla sér í biðröð eftir miðum og taka öldina með Vínarsveiflu! ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Frænkur í lífstykkjum Hjá Æskunm er a komin út bók með sög- unum Pési vinur minn og töfraskórnir og Arabahöfðinginn vinur minn eftir hinn þekkta unglingabókahöfund Ulf Stark. Það gengur á ýmsu í Stórabæ. Þar er brúar- handrið fyrir háskalegar jafnvægisgöng- ur, stelpur til að kyssa, frænkur í líf- stykkjum, bálvondir nágrannar, ribbaldi í boxhönskum og meira að segja araba- höfðingi. En umfram allt eru þar Úlfur og vinir hans. 1 bókinni er sagt frá ævin- týrum sem þeir lenda í. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. fsbjörn finnur sleöahund „Lassi ísbjarnar- húnn átti heima á landi þar sem finnast hvorki tré né grös né marglit blóm, bara snjór allt árið. ís og snjór var heimili hans.“ Þannig hefst bamabókin Litli ísbjörn - skildu mig ekki eftir einan! eftir Hans de Beer, sem nýlega kom út hjá Skjaldborgu. Á emni af ferðum sínum um ísbreið- una finnur Lassi ísbjarnarhúnn lítinn sleðahundshvolp í sprungu. Þó að Lassi hafi slæma reynslu af hundum bjargar hann hvolpinum og ætlar að koma hon- um heim til hundamömmu. Þeir lenda í ýmsum ævintýrum, ekki síst vegna þess hve hvolpurinn Nanuk er mikill vargur. En allt fer vel að lokum og Lassi og Nanuk verða vinir. Helga K. Einarsdóttir þýddi. Litli ísbjöni A.U„ Mtgd.tl^iUrrÍMi.1 Egill skrifaöi Völuspá Bókaforlagið Fóstur- mold sem Leó Löve stýr- ir hefúr sent frá sér bókina Völuspá, Sonatorrek og 12 lausa- vísur úr Egilssögu með skýringum eftir Þráin Löve. „1 ritinu setur Þráinn fram rök fyrir nýjum skýringum sínum á mörgum atriðum, sem hafa til þessa verið illskiljanleg," segir á kápu. Sjálfur segir Þráinn að hann leggi þann skilning í efni Völuspár að „skáldið hafi viljað klekkja á Óðni og kenna honum um allt illt hér i heirni". Túlkun Þráins er einnig sú, og hann seg- ir að það sé erfitt að komast hjá því að álykta að höfundur Völuspár sé nokkur annar en Egill Skallagrímsson. Máli sínu til stuðnings nefnir hann m.a. að Egill hafi verið í löndum þar sem mistilteinn vex og hörpusláttur heyrðist og verið kunnugur skattheimtum, þar sem hann innheimti skatt í Varmalandi. Höfundur Völuspár beiti líka kenningum og heitum líkt og í dróttkvæðum með sífelldri skírskotun til goðsagna, en enginn hafi verið leiknari í slíkum yrkingum en Eg- ill. Völuspa Sonalorrek <2 lausavi»uf Ec's Nýstárlegar fræðibækur Nýr bókaflokkur hef- ur hafið göngu sína hjá Skjaldborg. Hann er nefndur Newton eftir einum mesta eðlisfræð- ingi sögunnar og komu þrjár fyrstu bækumar út núna fyrir jólin. Þetta eru nýstárlegar fræðibækur sem henta ungu fólki á öll- um aldri og fjalla um framtíðina, nátt- úruöflin og furöuheim dýranna. í þeirri síðastnefndu er þróun tegundanna rædd allt að þeirri framtíðarsýn þegar áhrif af- skipta mannsins af náttúrunni hafa tekið á sig fáránlegar myndir. Þar er tekinn sem dæmi „kjúklingsgrísinn", sem auð- vitað er framleiddur af erfðavísindunum, hálfur kjúklingur og hálft svín. Sú skepna gæfi af sér kjöt með einungis 97 hitaeiningum i hverjum 100 grömmum - en það er minna en helmingur þess sem er í svínakjöti! Björn Jónsson, Jón Daníelsson og Atli Magnússon þýddu, með dyggri ráðgjöf Örnólfs Thorlacius.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.