Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 I>V Fréttir Eistnesk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Þórscafémálinu en var svo sýknuð: Dansmær krefur ríkið um 8 milljónir í bætur - dansmeyjar með 400-500 þúsund í mánaðartekjur - sá fyrir fjölskyldunni ytra 21 árs fyrrum nektardansmær frá Eistlandi, Ingrid Juhala, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu rúmlega 8 milljóna króna í skaða- bætur þar sem flkniefnalögreglan hafi fengið hana úrskurðaða í gæsluvarðhald og farbann í svoköll- uðu Þórscafémáli árið 1999. Hún heldur því fram að henni hafi verið haldið inni saklausri i 12 daga, þar af 9 daga á Litla-Hrauni. Ingrid var sýknuð af öllum sakargiftum fyrir héraðsdómi á síðasta vetri og áfrýj- aði ríkissaksóknari ekki þeirri nið- urstöðu. Hún sagði fyrir dómi í gær að þegar hún var svipt frelsinu í tæpar tvær vikur sumarið 1999 hefði hún a.m.k. fengið 50-100 þús- und krónur í tekjur á viku hjá Þórscafé. Eftir það hefði hún verið úrskurðuð í 9 mánaða farbann þar sem hún mátti ekki vinna og varð algjörlega að treysta á velvilja ann- arra hér á landi gagnvart fram- færslu. Er nú í fiskeldi í Tálknafirði Ingrid upplýsti við réttarhaldið í gær að hún hefði frá því í október síðastliðnum unnið við fiskeldi og útflutning á fiski frá Tálknafirði - hún sé eistneskur ríkisborgari en hafi getað stundað atvinnu hér á landi þar sem hún hafi kynnst ís- lendingum vel, auk þess vilji hún dvelja á Islandi þar sem henni líki vel við land og þjóð. „Ég var dansari þegar ég var handtekin." „Þetta var mikið áfall,“ sagði hún. Áöur en til handtökunn- ar kom hafði Ingrid fengið að dvelja heima hjá hollenskri stúlku sem einnig var erótískur dansari í Þórscafé. Ingrid mátti þá ekki vinna og var að jafna sig eftir aðgerð. Sú hollenska, sem sakfelld var í málinu, fékk Ingrid til að fara með sér í bíltúr til að sækja pakka upp í Yrsufell i Breiðholti. Ingrid hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu - hún hafi ekki vitað hvað var í pakk- anum þegar sú hollenska fékk hana til að fara inn í hús og sækja hann og beið sjálf úti í bíl á meðan. Sann- anir þóttu ekki nægar til að sakfeOa Ingrid. Hún sat inni í 12 daga og á því timabili var hún yfirheyrð tvisvar af lögreglu. Var í súludansi en nú í fiskeldi á Tálknafiröi Ingrid Juhala frá Elstlandi meö Gísla Gíslasyni, lögmanni sínum, í Héraösdómi Reykjavíkur í gær. Ingrid segir þaö hafa veriö mikiö áfall þegar fíkniefnalögreglan handtók hana á Grundarstíg í Reykjavík þar sem hún fékk aö búa hjá hol- lenskri kunningjakonu. Sú hollenska var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi en íngrid var sýknuö. Nú krefur hún ríkiö um bætur fyrir aö hafa setiö saklaus í gæsluvaröhaldi. Þær voru mjög tekjuháar Ingrid sagði dóminum í gær að hún hefði verið erótískur dansari í Evrópu og heimalandi sínu í 3 ár áður en hún kom til íslands. „Ég fékk aldrei minna en 50 þúsund í tekjur á viku í Evrópu," sagði hún. Umboðsmaður hennar sendi hana svo til ís- lands. Ingrid kvaðst hafa viljað koma hing- að þar sem hún hefði heyrt um að tekjur í erótískum dansi á Is- landi væru mjög háar. Ólafur Jóhannesson, fyrrum rekstrarstjóri Þórscafés, sem nú starfar sem iðnaðar- maður, kom fyrir dóminn í gær og staðfesti að Ingrid hefði verið „mjög tekjuhá“ þegar hún var í vinnu hjá honum. „Þær voru að fá lágmark 400-500 þúsund krónur í tekjur á mánuði, þær sem unnu vel,“ sagði Ólafur. „Gögnin um þetta aOt eru hjá ríkinu," sagði hann. I máli Gísla Gíslasonar, lögmanns Ingridar, kom m.a. fram að skaða- bótakrafan væri að talsverðu leyti reist á þeim tekjum sem Ingrid varð af með því að vera svipt frelsinu, vinnu sinni og því að geta sig hvergi hreyft frá landinu til að geta stundað atvinnu ann- ars staðar á meðan hún var í farbanni. Guðrún Margrét Árnadóttir, sem flytur málið fyrir hönd ríkis- lögmanns, sagði að lög- reglan hefði handtekið Ingrid þar sem rök- studdar grunsemdir um aðild henn- ar að málinu hefðu legið fyrir - lög- reglan hefði jú fylgst með þegar hún fékk umræddan fikniefnapakka af- hentan i Breiðholti. I honum voru 969 e-töflur. Sat fyrir í Bleiku og bláu „Það voru að koma jól og ég varð að ná mér einhvem veginn í pening,“ sagði Ingrid I gær þegar hún var spurð um það hvers vegna hún hefði látið taka myndir af sér í tímaritið Bleikt og blátt fyrir jól- in 1999. Fyrir þaö fékk hún 7 þús- und krónur. Ingrid var þá í far- banni, hafði ekki atvinnuleyfi, gat því ekki aflað sér tekna meö eðli- legum hætti en mátti samt ekki yf- irgefa landið. „Ég skulda þeim allt núna,“ sagði Ingrid og átti við það fólk sem skaut yfir hana skjóls- húsi og hjálpaði henni við að fram- fleyta sér á meðan hún var í far- banninu, meðal annars dansmeyj- ar frá Eistlandi. Ingrid kvaðst hafa farið frá íslandi í mars síðastliðn- um en komið aftur í maí. Hún kveðst nú vera ánægð við vinnu sína i fiskeldi i Tálknafirði. Óttar Sveinsson DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Lambalán Skeifa meö einlembinginn í fjárhús- unum í Kolgröf. Bar tvisvar á sama árinu DV, SAUDÁRKRÓKI: ~ Þegar bændur í Kolgröf i gamla Lýtingsstaðahreppi komu í fjárhús- in annan í jólum var komið lamb í húsin. Hún Skeifa, sem er fjögurra vetra og bar 1. febrúar á síðasta ári, var þama að bera í annað skipti á árinu. Og ekki var aOt búið hjá kindunum í Kolgröf því 4. janúar bar svo Gæfa sem verður tveggja vetra næsta vor. Báðar þessar kind- ur voru einlembdar að þessu sinni. Þuríður Eymundsdóttir, hús- freyja I Kolgröf, segir að lítið hafi verið um það að kindur hafi borið svo snemma i Kolgröf eins og Skeifa hefur nú gert í tvígang og Gæfa. Hún minnist þess að einu sinni hafi kind borið í mars og sjálfsagt ein- hvern timann í aprílmánuði sem komi viða fyrir. „Okkur finnst það sérkennOegt að þetta skuli koma fyrir þegar ekk- ert er reynt tO að hafa þetta svona,“ segir Þuriður, en hún segir kind- urnar sjálfsagt hafa komist i kynni við einhverja hrúta eftir að þær voru komnar upp í girðingu á liðnu sumri. -ÞÁ Reyk j anesbraut: Tekinn á 162 km/klst. Um klukka átta í gærmorgun stöðv- aði lögreglan i Hafnarfirði ökumann á 162 km/klst. hraða á Reykjanesbraut- inni við álverið. Að sögn lögreglunnar er mikO umferð á Reykjanesbrautinni á þessum tíma og gerir hún, auk myrk- urs og bleytu sem á veginum var, hraða mannsins mjög vítaverðan. Leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. þar sem maðurinn var stöðv- aður. Lögregluembættin í Hafnarfirði, Keflavík og á KeflavíkurflugveOi skipta með sér eftirOti á Reykjanesbrautinni og aOtaf er bfll frá einhveiju embætt- anna á veginum. Lögreglan í Hafnar- firði viO biðja fólk að aka varlega eftir þessum hættulega vegi. -SMK Rigning og rok Suölæg átt með rigningu um vestanvert landið, 18 til 25 m/s. Annars 13 til 20 m/s en hvassari á stöku stað norðan og austan Vatnajökuls. Rigning suðaustanlands en úrkomulítið noröaustan- og austanlands. Hiti 4 til 9 stig. Sólargangur og sjávarföll | Veðrið á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sóiarlag I kvöld 16.12 15.39 Sólarupprás á morgun 10.59 11.03 Sí&degisflóð 20.36 0109 Árdegisflóö á morgun 08.56 13.29 Skýfmgaz á yedurtáknum ^VINDÁTT 10V-HITI ÍjI -io° 'NVINDSTYRKUR Vrnncr HEIOSKÍRT I nietrum á saWmdu r«us i O €> 'O' IÉTTSKYJAD HALF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ © W 1Q RIGNiNG SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA ÍÖ P' == ÉUAGANGUR ÞRUMU VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VECAGERÐ RIKISINS Oveður og veruleg hálka Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er óveður á Fróðárheiði, Steingrímsfjarðarheiöi, Eyrarfjalli í ísafjarðardjúpi og sunnan Hólmavíkur. Einnig er mjög hvasst á Mývatnsheiði. Hálkublettir eru víða á heiðum og fjallvegum og veruleg hálka á austanveröu landinu. Að öðru leyti eru vegir færir. Hvassviðri víða á landinu Á morgun verður suölæg átt með rigningu vestanlands, 18-23 m/s. Annars staöar verða um 13-20 m/s en hvassari á stöku staö norðan og austan Vatnajökuls. Rigning suöaustanlands og á Austfjöröum. Sunnudagiir /indur: \ 13-18 m/« 3 ' , } Hiti 3® til 8° W Su&læg átt, 13-18 m/s og rigning sunnan- og vestanlands en rlgnlng meö köflum nor&anlands. Snýst í SV 8-10 meö skúrum vestanlands. Su&vestanátt og kólnandi veöur. Skúrir e&a slydduél um sunnan- og vestanvert landlö en annars úrkomulitið. Fremur hæg breytlleg eða SA-læg átt. Léttskýjaö nor&an- og austanlands en annars skýjaö með köflum. Hltl 1 til 4 stlg sunnan- og vestanlands. tmxm AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTADIR skýjaö 6 BOLUNGARVÍK rigning 7 EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. rigning 4 KEFLAVÍK rigning 7 RAUFARHÖFN alskýjað 4 REYKJAVÍK súld 7 STÓRHÖFÐI úrkoma 6 BERGEN hálfskýjaö 1 HELSINKI snjókoma -6 KAUPMANNAHOFN léttskýjaö 1 OSLO Oslo þoka -3 STOKKHÓLMUR Stokkhólmur -3 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 5 ÞRÁNDHEIMUR rigning 3 ALGARVE hálfskýjaö 10 AMSTERDAM skýjaö -1 BARCELONA BERLIN þokumóöa -1 CHICAGO þokumóða -2 DUBLIN skýjaö 5 HAUFAX snjóél -8 FRANKFURT heiöskírt -2 HAMBORG hrímþoka -2 JAN MAYEN alskýjaö 5 LONDON skýjaö 5 LÚXEMBORG skýjaö -1 MALLORCA léttskýjað 6 MONTREAL alskýjaö -8 NARSSARSSUAQ skýjaö -7 NEW YORK -heiöskírt 2 ORLANDO hálfskýjaö 31 PARÍS alskýjaö 6 VÍN léttskýjaö -2 WASHINGTON skýjaö 2 WINNIPEG heiöskírt -14 BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VÉDURSTOFU ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.