Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Page 13
13
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001
r>v
Á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Háskólabíói í
gærkvöld voru leikin tvö verk.
Hið fyrra var fyrsta sinfónía
Tchaikovskys, æskuverk sem
tónskáldið átti í mesta basli
með. Það heyrist glögglega, því
þrátt fyrir skáldlega úrvinnslu
og glæsilega hljómsveitarradd-
setningu er fátt um bitastæðar
grunnhugmyndir og er útkom-
an einkennilega andlaus. Stefin
eru gleymd um leið og þau
hijóðna, og þó mikil átök eigi
sér stað víða í verkinu er
manni alveg sama. Samt flutti
hijómsveitin það sérlega vel,
hver hljóðfærahópur var með
allt sitt á hreinu og stjómaði
Rico Saccani hljómsveitinni af
afslöppuðu öryggi og látleysi.
Þaö dugði bara ekki til.
Hitt verkið á efnisskránni,
sem allir voru að bíða eftir, var
flutt eftir hlé. Það var þriðji pí-
anókonsert Rachmaninoffs,
einn erfiðasti konsert tónbók-
menntanna. Flestir frægustu
píanóleikarar tuttugustu aldar-
innar hafa spreytt sig á honum
og hann er til á ótal plötum og
geisladiskum. Óhætt er að full-
yrða að hér á landi hafi hann
aldrei verið eins glæsilega
fluttur og í gærkvöld; einleik-
arinn, hinn 24 ára gamli Denis
Matsoujev, bókstaflega tók
hann í nefið. Hann lék sér að
erfiðustu hlutum konsertsins; t.d. hefur undir-
ritaður sjaldan heyrt hið ógnarerfiða hlaup,
sem myndar brú á miiii annars og þriðja kafla,
spilað eins vel. Sama má segja um kadensuna
í lok fyrsta kaflans, enda þoldi flygilræfiilinn í
Háskólabíói varla átökin og var oröinn falskur
strax á eftir.
Glæpsamlegur hraði
Lokaþáttur konsertsins, þar sem rödd pí-
anósins er nánast óspilandi, var einnig ótrú-
legur. Hraðinn var allt að því glæpsamlegur,
DVJHYND HARI
Denis Matsouev píanóleikari
„Lokahnykkurinn var eins og í hápunkti einhvers spennutryllis sem gerist út ígeimnum; ööruvísi er ekki hægt aö iýsa
svona upplifun. Ljóst er aö þeir sem ekki voru á tónleikunum misstu af mikiu, viö hin æptum og öskruöum á eftir og
hljómsveitarstjórinn kraup á kné. “
töluvert meiri en hjá flestum öðmm, og samt
náði Matsoujev áreynslulaust að galdra fram
magnaða stemningu. Lokahnykkurinn var
eins og í hápunkti einhvers spennutryllis sem
Tónlist
gerist út í geimnum; öðmvísi er ekki hægt að
lýsa svona upplifun. Ljóst er að þeir sem ekki
voru á tónleikunum misstu af miklu, við hin
æptum og öskruðum á eftir, og hljómsveitar-
stjórinn kraup á kné.
Matsoujev lék tvö aukalög, hið fyrra var
etýða ópus 8 nr. 12 eftir skólabróður Rachman-
inoffs, Alexander Scriabin, og hitt var djassim-
próvisasjón sem var einstaklega skemmtileg.
Hún var líka athyglisverð, því djassinn hafði
mikil áhrif á sum tónskáld tuttugustu aldar-
innar og eitt og annað eftir Rachmaninoff, þar
á meðal Paganini-rapsódían og fjórði konsert-
inn, bera þess glögglega merki. I stuttu máli
voru þetta æðisgengnir tónleikar og þeir bestu
sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefur haldið í
háa herrans tíð.
Jónas Sen
Brjálaður píanókonsert
Sjónvarp
Sagan frá sjónarhóli alþýðunnar
Þættimir „20. öldin - Brot úr sögu
þjóðar" eru liklega eitt viðamesta og
metnaðarfyllsta sjónvarpsefni sem
framleitt hefur verið hér á landi. Það
er meira en rétt að segja það að gera
tíu 40 mínútna þætti sem rekja sögu
þjóðarinnar á 20 öld. Þeir bera líka
með sér að að baki þeim liggur mikil
vinna, jafnt heimildaleit sem og úr-
vinnsla myndefnis. f fyrstu þáttunum
eru líklega brot úr öllu íslensku kvik-
myndaefni sem aðgengilegt er frá þeim
tíma en þegar líður nær okkar tíma
eykst framboðið og þá verður valið erf-
iðara fyrir umsjónarmann þáttanna. Á
móti kemur að til em kvikmyndir frá
næstum öllum þeim atburðum sem
fjallað er um í síðustu þáttumnn og æ
sjaldnar þarf að grípa til ljósmynda til
uppfyllingar.
Hjónabandsvandrsði
Guðmundar
Markmið þáttanna er að fjalla um
sögu þjóðarinnar út frá sjónarhóli al-
þýðumanna og fá fram viðhorf þeirra
sem upplifðu atburðina í viðtölunum
sem skotið er inn á milli kvikmynda-
bútanna. Þetta er sama hugmynd og
notuð var i þáttunum „Peoples Cent-
ury“ sem sýndir vora fyrir nokkra og
vora afar vel heppnaðir. Ekki tókst
eins vel upp í „20. öldinni". Of mörg
viðtalanna vora næsta máttlaus og
innihaldsrýr og stundum i takmörk-
uðu samhengi við það sem verið var að fjalla um.
Ekki er gott að greina ástæðuna, ef tU vill náðist
ekki i fólk sem var nógu nálægt hringiðu atburö-
anna tU að hafa frá einhverju bitastæðu að segja.
í þáttunum um fyrri hluta aldarinnar kom það
líka fyrir að myndefnið réð því sem fjahað var
um. Versta dæmið var aUlangt myndskeið er
sýndi starfsemi Listmunahússins sem Guðmund-
ur frá Miðdal rak en á meðan var sagt frá hjóna-
bandsvandræðum hans. Það er fuU ástæða tU að
segja frá þeirri starfsemi sem rekin var í List-
munahúsinu en það er ekki nokkur ástæða tU að
Ur þáttunum 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar
Tókst bærilega framan af en síöasti þátturinn var eins og hreyfimyndaútgáfa af Séö og
heyrt
kjamsa á kjaftasögum. um einkalíf Guðmundar
og eiginkvenna hans.
Hlaupiö fram og aftur í tíma
Ekki varð höfundur þessara orða var við
margar timaskekkjm í þáttunum en þó er vert
að minnast á eitt af því tagi. í umfjöUun um land-
helgisdeUu íslendinga og Breta 1958-61 varð ekki
betur séö en sýndar væra myndir frá árekstram
breskra herskipa og íslenskra varðskipa annað
hvort í 50 eða 200 mílna deUunni. Þarna hefur
skortur á myndefni lUdega orðið til þess að þátta-
gerðarmenn krítuðu
heldur liðugt.
hugmynd þáttanna
var að sýna brot úr
sögu þjóðarinnar frá
sjónarþóli alþýðunnar
og ekki verðm annað
sagt en það hafi tekist
bærUega framan af. í
síðasta þættinum
brást þáttargerðar-
mönnum þó heldur
betur bogalistin því á
köflum varð hann
einna líkastm hreyfi-
myndaútgáfa af „Séð
og heyrt“ þar sem
rakin vora ævintýri
og einkamál „fræga,
faUega og fma“ fólks-
ins og það elt aUa leið
inn í stofu. Það var
líka tU vansa einkum
er leið á þáttaröðina
hvernig hlaupið var
fram og aftur í tíma
innan þáttanna,
stundum jafnvel án
tímasetningar. SkU-
merkUegra hefði ver-
ið raða efninu upp eft-
ir þemum og í réttri
timaröð.
í heUdina verður þó
ekki annað sagt en vel
hafi til tekist og ekki er að efa að þættimir eiga
eftir að vera notaðir bæöi í kennslu á ýmsum
skólastigum sem og af áhugamönnum um ís-
landssögu. Það liggur hins vegar á borðinu að
mjög svo þokkalegir þættir hefðu orðið mun
betri ef Jón ÁrsæU hefði ekki bara haft sagnfræð-
inga sér tU ráðuneytis heldur einn eða tvo með
sér við þáttagerðina frá upphafi.
Guðmundur J. Guðmundsson: 20. öldin - Brot úr sögu
þjóöar Handrit: Jön Ársæll Þóröarson. Framlelöandl:
Björn Br. Björnsson
___________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Kýrhom, bein og
tennur
Á morgun verð-
ur opnuð í Hafnar-
borg sýning á
verkum fmnsku
listakonunnár
Kaisu Koivisto.
Sýningin ber yfir-
skriftina „ViUt“
og byggir á vangaveltmn listakonunnar
á sambandi manna og húsdýra. Hluti
sýningarinnar fjallar um rannsóknir
hennar á því hvar kúabú voru áöm í
New York-borg en í summn borgarhlut-
um þar voru kýr haldnar fram á síðustu
áratugi tuttugustu aldar.
Á sýningunni er að fmna ijósmynda-
verk, höggmyndir og innsetningar. Koi-
visto notar ýmsan efhivið í verk sín, svo
sem kýrhom, bein og tennm, sem hún
finnm í slátmhúsum og á flóamörkuð-
um.
Við opnun sýningarinnar verðm flutt
fimmtán mínútna langt dansverk eftir
Veera Suvalo Grimberg. Höfundminn
flytm sjálfur verkið.
Sýningin stendm tU 5. febrúar og er
opin aUa daga nema þriðjudaga frá kl.
11-17.
Nemendaópera í
Söngskólanum
Á sunnudaginn kl. 16 verðm nem-
endaóperan
Gondólagæjamir
frumsýnd í Söng-
skólanum í Reykja-
vík. Söngvarm eru
allir nemendm við
ópemdeUd skólans.
„24 nýstimi á hraðri
leið upp á stjömu-
himininn,“ eins og
það er orðað í fréttatilkynningu.
The Gondoliers, eða Gondólagæjamir,
er ein af 14 gamanóperum tvístimisins
GUberts og Sulhvans. Sagan gerist 1750,
sögusviðið er lítiö torg í Feneyjum: Fóst-
urbræðumir og gondólagæjamir Marco
og Giuseppe era í þann veginn að festa
ráð sitt. TU borgarinnar kemm spænsk-
m hertogi, ásamt konu sinni og dóttm,
CasUdu, og era þau komin tU að ganga
frá gjaforðinu.
Leikstjóri er Ólafúr Guðmundsson, æf-
ingastjóri og píanóleikari er Helga Lauf-
ey Finnbogadóttir og tónlistarstjóri Garð-
ar Cortes.
Frumsýning verðm, sem áðm segir, á
sunnudaginn kl. 16. og önnur sýning kl.
20 sama dag 1 tónleikasal Söngskólans -
Smára v/Veghúsastíg. Miðasala er við
innganginn og tekið er við pöntunum í
Söngskólanum í síma 552 7366.
Nýstárlegar greinar
Nýrrar sögu
Ný saga, tímarit
Sögufélagsins er
komið út og geymir
að vanda margar
forvitnUegar grem-
ar. Steinunn Jó-
hannesdóttir segir
frá ferð sinni tU Al-
sír, en þar leitaði
hún heimUda um þá
íslendmga sem var rænt í Tyrkjaráninu.
Miðaidasaga er á dagskrá í grein Torfa
Tuliniusar um valdasókn Snorra Stmlu-
sonar og bræðra hans. Þar beitir hann
kenningum franska félagsfræðingsins Pi-
erre Bomdieu um þijár tegundir auð-
magns tU að útskýra völd Stmlunga á 13.
öld.
Fleira nýstárlegt er að finna í heftinu.
Rósa Magnúsdóttir fjallar um lítt kann-
aða hlið kalda striðsins í greinúmi
Menningarstríð í uppsiglingu. Rósa segir
frá þeirri athygli sem íslendingar fengu
hjá risaveldunum á sjötta áratugnum
sem lýsti sér í keppni um að senda hing-
að frábæra listamenn sem efldu menn-
ingarlíf þjóðarinnar.
Gunnar Karlsson skrUar um stórvirk-
ið Kristni á íslandi frá ýmsum hliðum og
nefnir greinina Verkið sem tókst að
vinna. ÞorleUúr Friðriksson tekm og tU
athugunar táknmál í fánum verkalýðs-
hreyfingarinnar hér á landi og leitar að
fyrirmyndum erlendis.
Ritstjóm Sögu og Nýrrar sögu skipa
Guðmundm Jónsson, Guðmundm J.
Guðmundsson og Sigurðm Ragnarsson.
Ný saga fæst á afgreiðslu Sögufélagsms í
Fischersundi og í nokkrum bókabúðum.