Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Side 20
40
____________________________FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001
Tilvera I>'V
Hringadróttinssaga í þremur hlutum:
Vekur strax áhuga á erlendum vett-
vangi.
Ikíngut til
Berlínar
íslenska kvikmyndin Ikíngut eftir
Gísla Snæ Erlingsson hefur verið val-
in til þátttöku á Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Berlín 7.-18. febrúar
2001. Ikíngut var valin úr hópi yfir 200
kvikmynda hvaðanæva úr heiminum.
Kvikmyndahátíðin i Berlín er í flokki
virtustu A-hátíða ársins, og skipar sér
í flokk með kvikmyndahátíðunum í
Cannes og Feneyjum. Myndin keppir í
flokki barnamynda, Kinderfilmfest, og
er það eina keppnin á því sviði sem er
hluti af A-hátíö.
Tvær dómnefndir starfa á hátíð-
inni; barnadómnefnd, skipuð 11 stúlk-
um og drengjum á aldrinum 11-14 ára,
veita uppáhaldsmyndinni sinni
„Kristal björninn" ; og alþjóöleg dóm-
nefnd fagfólks veitir verðlaun fyrir
bestu kvikmynd og bestu stuttmynd.
Kinderfilmfest var sótt af sautján
þúsund manns í fyrra, fjöldi barna
sækir sýningarnar og líflegar umræð-
ur við leikstjóra og aðra aðstandendur
myndanna fara fram eftir sýningar.
Enn fremur er hátíðin sótt af fjölda
dreifingaraðila og blaðamanna. Kind-
erfilmfest hefur verið hiuti af Alþjóð-
legu kvikmyndahátíðinni í Berlín síð-
an 1978 og undir verndarvæng
UNICEF síðan 1982.
Opnunarmynd í Berlín:
Par sem sagan er aðalstjarnan
Mesta skáldverk tuttugustu aldar-
innar, Hringadróttinssaga (Lord of
the Rings) er um það bil að verða, ef
að líkum lætur, eitt stærsta kvik-
myndaverk 21. aldarinnar. Skáld-
verkið sem J.R.R. Tolkien samdi
upphaflega fyrir börn sín hefur
heillað mannkynið i áratugi og kom
út á íslensku í þremur bindum.
Sagan er hrifandi sagnalist, ævin-
týri um örlög heimsins og baráttuna
milli góös og ills og fjallar um hinn
unga og djarfa Fróða sem fær það
hlutverk að fara mikla hættuför
með Hringinn eina til eldfjallsins og
til þess nýtur hann hjálpar margra
góðra vina. Þar eru frægastir
Gandálfur og Stígur. Því fylgir
ábyrgð og ógn að varðveita Hring-
inn, en honum verður ekki eytt
nema í einum eldgíg.
Kvikmyndin verður einnig í
þremur hlutum. Fyrsti hlutinn verð-
ur frumsýndur 19. desember. í dag
veröur á Netinu hleypt í loftið fyrsta
sýnishominu úr þeirri mynd og er
það byrjunin á mikilli markaðsher-
ferð sem New Line Cinema áætlar á
þessu ári. Kvikmyndimar þrjár sem
heita Föruneyti Hringsins (The Fell-
owship of the Ring), Tveggjaturna
tal (The Two Towers) og Hilmir snýr
heim (The Retum of the King) voru
allar teknar í einu og er tökum ný-
lokið á Nýja-Sjálandi og tóku þær
rúmt ár. Byijað var að kvikmynda
úti í október 1999 og þeim lauk ekki
fyrr en í nóvember á síðast ári. Mik-
il vinna er nú fram undan hjá
tæknimönnum og listamönnum við
að koma myndunum saman og er
aðaláherslan að sinni lögð á fyrsta
hlutann. Kostnaðar við allar mynd-
irnar þrjár er áætlaður 190 milljónir
dollara. Búast má þó við að sá kostn-
aður eigi eftir að hækka áður en upp
er staðið.
Sá sem á mestan heiður af því að
koma þessu stórvirki á hvíta tjaldið
er nýsjálenski leikstjórinn Peter
Jackson. Hann leikstýrir og skrifar
handritið ásamt fleirum og hefur
leitt verkið frá hugmyndastigi og
Elijah Wood, Billy Boyd, Sean Astin og Dominic Monaghan í hlutverkum
sínum í Hringadróttinssögu.
fylgir því eftir þar til síðasti hlutinn
hefur verið frumsýndur árið 2003.
Jackson, sem veröur fertugur á
þessu ári, hefur aldrei ráðist í gerð
slíks stórvirkis. Hans þekktustu
kvikmyndir eru Heavenly Creat-
ures, þar sem Kate Winslet sást í
fyrsta sinn, og draugakómedían The
Frighteners. Stór hópur þekktra
leikara fer með hlutverk í mynd-
inni. Eliajh Wood fer með hlutverk
Fróða og Ian McKellan leikur
Gandálf. I öðrum hlutverkum eru
Ian Holm, Liv Tyler, Sean Bean,
Cate Blanchett, Christopher
Lee, Sean Astin, Billy Boyd,
Brad Dourif, Viggo Mortensen,
John Rhys-Davis og Hugo Wea-
ving.
Þeir sem áhuga hafa á að
fylgjast með gangi mála geta
farið inn á netslóðina www.lor-
doftherings.net þar sem lofað
er straumi af upplýsingum um
gerð kvikmyndarinnar, séð sýn- Leikstjórinn á tökustað
ishom og myndir og hvað fram Á myndinni er leikstjórinn og handritshöfund-
undan er. urinn Peter Jackson á tökustaö á Nýja-Sjá-
-HK landi.
Óvinur
við hliðin
Meistari í sjálfsvarnarlist
Chow Yun Fat í hlutverki Li MU Bai.
Leltar að týndu sverði
Michelle Yeoh í hlutverki Yu Shui Lien.
Skríðandi tígur, dreki í leynum
Fram undan er Kvikmyndahátíðin
í Berlín. Opnunarmynd hátíðarinnar
er nýjasta kvikmynd Jean-Jacques
Annaud, Enemy at the Gates. Annaud
hefur verið lengi með þessa mynd í
smíðum sem er kannski ekki óvana-
legt þegar hann á í hlut. Myndin, sem
gerist í seinni heimsstyrjöldinni, seg-
ir frá rússneskum skæruliða, Vasili
Zaitsev, sem fer út á kvöldin í Stalín-
grad og skýtur þýska hermenn. Mikl-
ar sögur fara af þessari skyttu og er
sérstakur njósnari frá Gestapo, Konig,
sendur frá Berlín til Stalíngrad til að
hafa uppi á Zaitsev og drepa hann.
Snýst baráttan upp í eltingaleik á
milli þessara tveggja manna um það
hvor veröur á undan að drepa hinn.
Inn í söguna er svo sett barátta Zait-
sevs um ástir Taniu, sem einnig er í
andspymuhreyfingunni, en hann er
ekki einn um að reyna að ná ástum
hennar. í helstu hlutverkum eru Jude
Law, Ed Harris, Joseph Fiennes,
Rachel Weisz, Ron Perlman og Bob
Hoskins, sem leikur Khrústsjov.
Enemy at the Gates er sögð dýrasta
kvikmynd sem gerð hefur verið i Evr-
ópu af evrópskum framleiðendum en
hún kostaði 85 milljónir dollara.
Eftir að Crouching Tiger, Hidden
Dragon (Skríðandi tígur, dreki í leyn-
um) var sýnd á Kvikmyndahátíð í
Reykjavík á síðasta hausti hefur hún
verið að fara sigurfór um hinn vest-
ræna heim og þegar eru gagnrýnend-
ur farnir að velja hana bestu kvik-
mynd ársins. Þá hefur aðsókn á hana
í Bandaríkjunum verið með eindæm-
um þegar haft er í huga að myndin er
á kínversku og textuð. Hefur hún ver-
ið sú kvikmynd í nokkrar vikur sem
er með mest á bak við sig í dollurum
þegar miðaö er við í hvað mörgum
kvikmyndasölum hún er sýnd. Víst
þykir að Skríðandi tígur, dreki í leyn-
um verði orðuð við óskarsverðlaunin
og er hún heitasta myndin í flokki er-
lendra kvikmynda. Þar sem margir
urðu af myndinni á Kvikmyndahátíð í
Reykjavík og vegna fjölda áskorana
verða I dag teknar upp sýningar á
henni í Regnboganum.
Skríðandi tígur, dreki í leynum er
episk ástarsaga sem gerist að fomu í
Kína. Önnur aðalpersónan er Li Mu
Bai (Chow Yun Fat), sem talinn er
mestur allra í sjálfsvamarlist. 1 upp-
hafi sjáum við hann í heimsókn hjá
Yu Shu Lien (Michelle Yeoh), sem hef-
ur þekkt hann lengi, en það er ekki
fyrr en nú að ástin tendrast á milli
þeirra. Li, sem er búinn að fá nóg af
stríði, er ákveðinn í að snúa við blað-
inu og gerast boðberi friðar. I hans
vörslu er sverð eitt, sem þykir það
merkilegasta í Kína. Þegar Shu Lien
þarf að fara tO Peking til að hitta læri-
fóður Li í bardagalistinni biður hann
hana að taka sverðið og færa það Sir
Te, sem var vinur fóðurs Li, og biðja
hann að varðveita sverðið. Sverðið er
ekki fyrr komið í vörslu Sir Te en því
er stolið. Yfirvöld þykjast viss um
hver hefur stolið því, en Shu Lien hef-
ur sínar grunsemdir og þegar Li kem-
ur til Peking verður hann að leggja
framtíðaráform sín á hilluna að
sinni...
Leikstjóri myndarinnar er Ang Lee
(Sense and Sensibility, The Ice Storm)
og segir hann um mynd sína: „Hún er
nokkurs konar draumur um Kína,
Kína sem sjálfsagt hefur aldrei verið
til nema í ímynduðum heimi sem ég
skapaði þegar ég var að alast upp á
Taívan. 1 þessum dagdraumum min-
um var ég undir áhrifum frá kvik-
myndum um bardagalist okkar og
rómantískum skáldsögum sem ég las i
stað þess að gera heimaverkefni min í
skólanum. Að þessir dagdraumar
mínir skuli nú birtast í Skríðandi tíg-
ur, dreki í leynum, kvikmynd sem ég
gat gert á meginlandi Kina, er mikil
hamingja fyrir mig.“
-HK
Umboðsmaður
Umboösmann vantar fyrir Hellissand og Rif.
^►| Upplýsingar gefur Anita í síma 550 5741.