Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2001, Page 28
www. ihS FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 Framsóknarflokkur: Engin af- staöa til ESB Engin afstaða er tekin til aðildar að ESB í niðurstöðu Evrópunefndar Framsóknar- flokksins sem væntanlega verð- ur skilað til Hall- dórs Ásgrímsson- ar, formanns flokksins, þann 22. janúar. Skýrslan inni- heldur 10 blaðsíð- an greinargerð og fjögurra blaðsíðna niðurstöðu sem er afrakstur funda um 26 manna, en um 15 manns gengu frá þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Ætlunin var að leggja skýrsluna fram þann 15. janúar en því hefur verið frestað vegna anna til 22. janúar. Um er að ræða málamiðlunarplagg þar ' *%em niðurstaðan er sú að flestir vilja halda í EES-samninginn og ef hann heldur ekki, þá verði teknir til skoð- unar aðrir kostir, m.a. Evrópusam- bahdsaðild. í skýrslunni mun koma fram að íslendingar þurfi fyrst aða skilgreina sín eigin skilyrði, skilmála og stefnu varðandi fiskveiðar, land- búnað og fullveldi. -HKr. , Halldórs Ásgrímsson. j Jón Steinar og Stáistýrið í Helgarblaði DV á morgun er við- tal við Jón Steinar Gunnlaugsson sem staðið hefur í eldlínunni í ör- yrkjamálinu. Hann er einn þekktasti lögmaður landsins, vinur Davíðs og harður gagnrýnandi Hæstaréttar og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Stálstýrið er veitt í fyrsta sinn í dag og á morgun verður fjallað um veitinguna. í blaðinu er talað við fé- lagsráðgjafa um skilnaði og áhrif þeirra á börn. Rætt er við Úkraínu- mann sem fékk hvítblæði eftir Tsjemóbýlslysið, fluttist til íslands og þakkar Islendingum lífgjöfma. .{'ý*} Einnig.er fjallað um leyndardóma legganganna. DV-MYND ÞORSTEINN GUNNAR KRISTjANSSON Fjölmenni í Stapanum Mikill fjöidi manna mætti á fund um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sem haldinn var í Stapanum í Njarövík í gærkvöldi. Handboltakonur niðurlægðar á þjálfaranámskeiði: Konur kunna ekki að kasta og grípa - segir stjörnuþjálfarinn Viggó Sigurðsson Stjömuþjálfar- inn Viggó Sig- urðsson lét þau orð falla á þjáif- aranámskeiði, sem haldið var um síðustu helgi, að íslenskar handboltakonur kynnu hvorki að kasta né grlpa bolta. Sló þögn á þátttakendur á námskeiðinu sem voru allir helsti handknatt- leiksþjálfarar landsins, þar á meðal þjálfarar karla- og kvennalandslið- anna í handknattleik. Viggó Sigurös- son Of seint aö kenna landsliös- konunum. Viggó er kóngurinn „Stelpurnar eru að sjálfsögðu ekki ánægðar meö þetta og ég er alls ekki sammála Viggó. Það breytir því hins vegar ekki að Viggó er kóngurinn í handboltanum í dag þar sem hann trónir á toppnum sem þjálfari Hauka,“ sagði Ágúst Jó- hannesson, þjálfari kvennalands- liðsins í handbolta, sem sat ráð- stefnuna og þurfti að kyngja kenn- ingum Viggós. Viggó sjálfur stendur við stóru orðin og staðhæf- ir að bæta megi íslenskan kvennahand- knattleik um 50 prósent með því einu að kenna stúlkunum að kasta og grípa: „Það þarf að kenna konunum rétt kastlag. Allir sem hafa séð stelpur reyna að kasta snjóbolta vita að þær vantar sveifluna sem til þarf. En þetta er hægt að kenna og ætti að gera strax í íþróttakennslu í bamaskólum. í norskum, dönskum, sænskum og þýskum handknattleik er þetta ekk- ert vandamál. Þar kunna konumar að kasta og grípa. Þetta er skýring- in á því að Islenska kvennalandslið- ið er ámóta gott og fjórðu deildar kvennalið í Þýskalandi." Agúst Jóhannes- son Viggó er kóngur- inn - samt ekki sammála. Peningar út um gluggann „Ég gagnrýni það að Handknatt- leikssambandið sé að eyða 5-7 millj- ónum í undirbúning kvennalands- liðsins fyrir keppni þegar svona er ástatt. Sambandið gæti eins kastað peningunum út um gluggann," segir Viggó sem telur að bæta megi kvennaboltann með markvissri þjálfun yngri flokkanna. Ekki sé til neins að reyna að kenna landsliðs- konunum sjálfum að kasta og grípa svo seint á ferlinum. „Margir voru sammála mér á námskeiðinu en aðrir urðu sárir. Hitt stendur þó óhaggað að lands- liðskonumar kunna hvorki að kasta né grípa. Þetta á ekki við þær allar, en þó flestar,“ segir Viggó. -EIR Kvennaboltl Allir sem hafa séö stelpur reyna aö kasta snjóbolta vita aö þaö þarfaö kenna þeim rétt kastlag. Jón Steinar Gunnlaugsson um hugsanlegan málarekstur öryrkja: Upphlaup gegn forsætisráðherra „Mér finnast viðbrögðin á þessum fundi og einstaka ummæli við dómi Hæstaréttar og aðgerðum ríkisstjóm- arinnar ekki byggja á neinum lög- fræðilegum forsendum, þau em póli- tískt upphlaup sem beinist gegn rík- isstjórninni og þá aðallega persónu forsætisráðherrans.“ Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og formaður starfshóps ríkisstjómar- innar, í Kjölfar dóms Hæstaréttar m.a. um ýmis ummæli sem féllu eftir fund forsvarsmanna Öryrkjabanda- lagsins og fjölda launþegasamtaka I gær. „Ef menn telja sig hafa lögfræðileg- ar forsendur til að fara í ný dómsmál, eftir að Alþingi hefur sett þau lög sem ríkisstjómin hef- ur kynnt í kjölfar tillagna starfshópsins, þá auðvitað gera menn það og meta það þá þannig að ein- hverjar lögfræðilegar for- sendur dugi þeim í sliku. Pólitísk upphlaup duga ekki til málshöfðunar en sé uppi réttarágreiningur þá er auð- vitað sjálfsagt að hann sé borinn undir dómstólana. Tillögur okkar eru auðvitað við það miðaðar að með þeim sé orðið við þeim kröfum sem fóldust Jón Stelnar Gunnlaugsson Viöbrögöin hafa ekkert meö lög- fræöi aö gera. í dómi Hæstaréttar, í því felst það einróma álit sem starfshópurinn komst að, að það þýði ekki fyrir þá sem ekki vilja una þessu að bera það undir dóm. Séu einhverjir á annarri skoðun þá auðvitað stefna þeir málinu fyrir dóm- stóla. Það er helgur réttur allra manna. Þau viðbrögð sem við eram að sjá opinberlega við dómnum hafa hins vegar ekkert með lögfræði að gera. Það er bara verið að fella dóma úti í bæ,“ segir Jón Steinar. -gk Samgönguráðherra: Vinnum eftir vegaáætlun Samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, hélt ásamt fleiri þingmönn- um fund með áhugafólki um breikk- un Reykjanesbrautarinnar í Stapan- um í gærkvöldi. Mikið fjölmenni var á fundinum, sem fór afskaplega vel fram að sögn fundargesta. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem skorað er á stjórvöld aö flýta framkvæmdum við Reykjanes- brautina og hafa lokið við tvöfóldun hennar árið 2004. „Það kom þarna fram afskaplega skýr vilji Suðurnesjamanna að veg- urinn verði tvöfaldaður og sömu- leiðis vilji þingmanna til þess að leita leiða til þess,“ sagði Sturla. „En ég benti á staðreyndir málsins sem eru þær að við vinnum núna eftir vegaáætlun og samkvæmt henni er undirbúningur við tvöfóld- un brautarinnar á fullri ferð." Síðar í þessum mánuði verða til- boð opnuð í mislæg gatnamót á Reykjanesbrautinni á mörkum Breiðholtsbrautar. Sturla sagði að gert sé ráð fyrir að klára þau á þessu ári og eftir það verða tilboð opnuð i fyrsta áfanga breikkunar- innar á næsta ári. Fjármunir til þess að ljúka tvöföldun úr Kúagerði að mörkum Hafnarfjarðar eru til og sagði Sturla hugsanlega flýtingu brautarinnar fara eftir því hvort hagstæð útboð berast í fyrsta hluta verkefnisins. -SMK DV+JYND ÞORSTEINN G. KRISTJANSSON Menn anda léttar / storminum sem gekk yfir landiö í nótt bjuggust Grindvíkingar viö hinu versta og voru í viöbragösstööu þar sem líkur voru á miklu flóöi. Þaö varö hins vegar ekkert af því. DeCODE komið upp í 9 dollara Neikvæð þróunin á gengi hluta- bréfa í deCODE frá mánudegi til miövikudags sneri við á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í gær og hækkaði úr lágmarki þess, 7,75 doll- umm, upp í 9,06 dollara á hlut í lok fimmtudags. Þetta þýöir 16,9 pró- senta hækkun frá því á miðvikudag. Sjá nánar um málefni deCODE á bls. 8. -Ótt Heilsudýnur i sérflokki! Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkileg merkivól 5 leturstærðir 9 leturstillingar Erentar I 2 llnur oröi 6, 9 og 12 mm 4 geröir af römmum Rafoort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.