Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV Fréttir Þriggja barna móðir í Grafarvogi hugðist selja einbýlishús sitt - en hætti svo við: Lögreglan í Reykjavík: Nakinn maður á hlaupum og fölskum tönnum stolið Þótt helgin hafi verið róieg hjá lög- reglunni í Reykjavík kom ýmislegt óvenjulegt á borð hennar. Um tvöleytið aðfaranótt laugardagsins barst tilkynn- ing um mann sem hljóp niður Hverfis- götuna allsnakinn, fýrir utan hettu á höfði. Maðurinn settist síðan upp í bif- reið sem ekið var á brott. Lögreglu- menn stöðvuðu bifreiðina skömmu síð- ar og gekkst maðurinn þá við broti sínu. Hann hefur ekki verið kærður enn en að sögn lögreglunnar er líklegt að það verði gert. Lögreglumaður sem fylgdist með eft- irlitsmyndavélum í miðborg Reykja- víkur tók eftir pari sem sat á bekk á Ingólfstorgi og virtist vera að troða í pípu. Lögreglumenn fóru á vettvang og uppgötvuðu að parið var með hass í fórum sínum. Þegar málið var athugað nánar kom í ljós að pilturinn átti meira af því heima hjá sér. Um fjögurleytið aðfaranótt laugar- dagsins var lögreglu tilkynnt um mann sem hafði rúllaö hringlaga borðplötu á undan sér niður Laugaveginn og síðan brotið stóra rúðu með borðplötunni. Skömmu síðar hringdi farþegi í leigubíl í miklu uppnámi í lögreglu og óskaði eftir aðstoð þar sem hann taldi leigubilstjórann ölvaðan. Þegar lög- reglu bar aö kom i ljós að leigubilstjór- inn var bláedrú en farþeginn reyndist hins vegar töluvert ölvaður. Farþeginn harðneitaði að yfirgefa leigubflinn og fór ekki fyrr en lögregla vísaði honum út úr bifreiðinni. Auk þessa hafði lögregla afskipti af heimilisofbeldi i borginni snemma á sunnudag. Þar hafði maður sparkað í konu og stolið fólsku tönnunum henn- ar. -SMK Villikottur réöst a mann Skömmu fyrir klukkan sjö á laugardagsmorgun var lögreglan í Hafnarfirði kölluð aö húsi við Hraunhóla í Garðabæ þar sem villiköttur hafði komist inn í hús- ið. Kötturinn hafði ráðist á hús- bóndann og fór svo illa með hann að maðurinn þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Lögreglunni tókst eftir talsvert umstang að handsama köttinn og er búið að aflífa hann. -SMK Tvær íkveikjur í Hafnarfirði gekk greiðlega að slökkva eldinn sem olli ekki miklum skemmdum. Einnig var lögreglu í Hafharfirði tilkynnt um logandi vinnuskúr i Áslandi um klukk- an níu á sunnudagsmorgun. Talsverðar skemmdir urðu á skúmum og er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Lög- reglan er með málið í rannsókn. -SMK Lögreglumenn í Hafnarfirði höfðu afskipti af tveimur ungum drengjum síðdegis á laugardag, eftir að drengim- ir reyndu að kveikja í húsi sem verið er að endurbyggja við Skúlaskeiö. Drengimir vom fluttir á lögreglustöð- ina og sóttu foreldrar þeirra þá svo. Slökkviliðið var kailað að húsinu og DVJVIYND GVA Vorverk um vetur Vegna einmuna góörar tiöar i vetur hafa starfsmenn Reykjavíkurborgar veriö í óheföbundnum verkum. Þessi borgarstarfsmaöur var aö snyrta tré í Laugar- dal þegar Ijósmyndari DV átti leiö hjá. Sveitarfélög á ystu nöf Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, stjórnar- formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að ef efna- hagsforsendur breyt- ist ekki verulega frá þvi sem spáð er eigi sveitarfélögin að geta ráðið við þann kostnaö sem fylgir nýj- um kjarasamningi þeirra við grunn- skólakennara. Dagur greinir frá. Færsla Reykjanesbrautar Hafdís Hafliðadóttir, skipulagsstjóri í Hafnarfirði, segir að hugmyndir um færslu Reykjanesbrautarinnar um alit að einn kilómetra til austurs á um fimm kílómetra löngum kafla fram hjá álverinu í Straumsvík, séu nú í vinnslu. Mbl. greindi frá. - dómur heimilar kaupanda aö fá konuna borna út - hún kærir til Hæstaréttar Eigandi einbýlishúss í Grafarvogi, sem gerði gagntilboð vegna fyrirhug- aðrar sölu á húsi sínu í ágúst en hætti svo við að selja á tilteknum tíma í haust, hefur verið dæmdur til að vera borinn út úr húsinu með öllu sem honum tilheyrir. Héraðsdómur Reykjavikur heimilar kaupandanum að láta bera eigandann út með aðfar- argerð. Húseigandinn, sem er þriggja barna móðir, vill ekki una þessum málalokum og kveðst hafa verið í slæmu andlegu jafnvægi í sumar þeg- ar hún gerði kaupandanum skriflegt gagntilboð sem hann samþykkti. Hún segist hafa verið ófær um að gera sér grein fyrir hvað fólst í því að svara til- boði væntanlegs kaupanda með gagntilboði. Starfsfólk fasteignasöl- unnar fullyrðir hins vegar að konan hafi fengið allar þær upplýsingar sem hún óskaði eftir og hafi vitað ná- kvæmlega hvaða skuldbindingar gagntilboðið hafði í för með sér fyrir hana. Konan hefur kært úrskurð Héraös- dóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Væntanlegur kaupandi seldi Samkvæmt upplýsingum DV er þetta fyrsta útburðarmálið sem höfð- að er með þessum hætti - til að láta á það reyna hvort kauptilboð gildi eða ekki. Áður hafa hefðbundin dómsmál gengið í þessum efnum þar sem niður- staðan var sú að kauptilboð skuli standa. Vandinn í þeim efnum er hins vegar sá að þannig mál taka miklu lengri tíma, jafnvel 1-2 ár. Væntanleg- ur kaupandi í þessu máli ákvað hins vegar að freista þess að fá úrskurð í útburðarmáli þar sem hann seldi ofan af sjálfum sér og móðir hans líka eftir að fyrir lá að seljandinn tók kauptil- boði hans. Mæðginin höfðu ráðgert að Stöðva innflutning Yfirvöld hafa gripið til bráðaað- gerða og stöðvað innilutning á þýsku kálfafóðri sem flutt var til landsins í fyrra. Fóðrinu var dreift til íslenskra bænda og þá einkum á svínabú. í því er dýrafita sem bannað er að ílytja inn. Dagur greindi frá. Ingibjörg áfram í fríi Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, ætlar að taka sér lengra frí frá þingstörfum. Vara- maður hennar, Magnús Stefánsson, tók sæti á Alþingi i gær. Halldór Ásgrímsson stýrir heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í veikindum Ingibjargar. 200 tonna spennar í gær var skipað upp úr danska leiguskipinu Barböru tveim spennum í Vatnsfellsvirkjun, en skipið kom tO Reykjavíkur um helgina. Alls vega þeir 242 tonn og voru ásamt fylgihlut- um eini farmur skipsins í þessari ferð. Var byrjað að flytja farminn á stórum dráttarbíl að virkjuninni í gær. í sveitarstjórnarkosningar Sverrir Her- mannsson, nýendur- kjörinn formaður FYjálslynda flokks- ins, hvatti til þess í lokaávarpi sínu á landsfundi flokksins um helgina að þegar yrði hafinn undir- búningur að framboði flokksins í næstu sveitarstjómarkosningum þeg- ar að loknu landsþingi flokksins. Samþykktu samninga Kennarar í Félagi framhaldsskóla- kennara samþykktu nýjan kjarasamn- ing framhaldsskólakennara við ríkið með miklum mun. 969 sögðu já, 113 sögðu nei, 37 skiluðu auðu og tveir seðlar voru ógildir. 1286 kennarar vom á kjörskrá og greiddi 1121 at- kvæði. Slök útkoma I lögfræöi Alls féllu um 78%, eða 117 af 151 lög- fræðinema i prófi í almennri lögfræði við lagadeild Háskóla Islands í sl. mánuði. Aðeins 34 nemar stóðust próf eða 22%. Sigurður Líndal prófessor segir að engin einhlít skýring sé á þessum árangri lögfræðinema. Prófið hafi jafnvel verið léttara en oft áður. Kennaralaun hækka um 20,3% Fjármálaráðuneytið telur að árleg- ur kostnaður ríkissjóðs við gerð nýs kjarasamnings við framhaldsskóla- kennara hækki um 800 milljónir. Heildarlaun kennara hækki um 20,28%, en dagvinnulaun hækki á samningstímanum til 2004 um 48,94%. Hækkun dagvinnulauna í upphafi samningsins sé 38,32%. -HKr. Konan kveðst ekki hafa fengið nein- ar leiðbeiningar um þýðingu gagntil- boðsins og staðið í þeirri trú að það væri einungis viljayfirlýsing um samn- ing sem fylgdi í kjölfarið - ef og aðeins ef - hún fyndi eign til að kaupa í stað- inn fyrir sína eigin. M.a. þess vegna hefði hún álitið með öllu óþarft að svara ýmsum bréfum frá kaupandan- um. Ósklljanlegt fljótræöi í málinu í héraðsdómi tók konan það fram að í byrjun júlí, þegar hún skrifaði undir söluumboð til fast- eignasölunnar Bergs, hefði hún ver- ið miður sín andlega enda liggi fyrir Bindandi samningur Héraðsdómur segir aö sú fullyrðing konunnar sé engum rökum studd að hún hafi ekki notið leiðsagnar fast- eignasala eða að kaupandi hafi haft vit- neskju um að hún fyndi aðra húseign í stað hinnar. Dómurinn úrskurðar að þegar kaupandinn samþykkti gagntil- boð konunnar hefði komist á bindandi samningur milli málsaðila. Kaupandan- um er því veitt heimild til að bera kon- una út úr húseigninni í Grarfarvogi með beinni aðfarargerð, enda liggi við- eigandi samningsgreiðslur fyrir. Konan er auk þess dæmd til að greiða mannin- um 124 þúsund krónur í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstiréttur íslands tekur málið fyrir. -Ótt Tilboð skal standa Kona í Grafarvogi sem geröi væntanlegum kaupanda aö einbýlishúsi sínu gagntilboö en vildi hætta viö hefur veriö dæmd til aö standa viö tilboö sitt. búa saman í einbýlishúsinu i Grafar- vogi, sem kostar samtals 21,9 milljón- ir króna, ásamt konu hans og böm- um. Kaupandinn í málinu tók gagntil- boði konunnar þann 29. ágúst. Hann lét þinglýsa tilboðinu 3. október og fljótlega eftir það átti svo að gera kaupsamning og ganga frá greiðsl- um. Eignina átti aö afhenda 1. des- ember samkvæmt tUboðinu. Þegar gera átti kaupsamning neitaði selj- andinn svo að koma til fundar til þess að undirrita skjöl. Kaupandinn ítrekaði að hann væri tilbúinn með samningsgreiðslur. læknisvottorð því til stuðnings. Hún segir að á þeim tima hafi hún í óskiljanlegu íljótræði ákveðið að skipta um umhverfi vegna fjöl- skylduatburða sem hún hefði komist í mikla geðshræringu yfir nokkru áður. Móðirin dæmd til að standa við gagntilboð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.