Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 23
35 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV Tilvera Karólína 44 ára Karólína prinsessa af Mónakó heldur upp á 44 ára af- mælið í dag. Hún er elsta dóttir Rainiers fursta og Grace heitinnar Kelly. Karólína giftist Stefano Cas- hiraghi árið 1983 og eignaðist með honum tvö börn. Hann lést sviplega af slysfórum fyrir fáeinum árum. I dag er Karólína gift prinsinum Ernst af Hannover. Gildir fyrir miövikudaginn 24. janúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t: Varaðu þig að sökkva ekki sjálfum þér í sjálfsvorkunn og kenna öðrum um það sem mið- ur fer. Líttu í eigin barm og reyndu að gera eitthvað í málunum. nskarnir(19 ffihr.-?0. marst: Þú gætir átt von á þvi að græða í dag. Pass- aðu þig að fá ekki mik- ið fé lánað þó að þér bjóðist það. Hrúturinn (?1. mars-19. anriir Varaöu þig á fólki sem vill stjóma þér og skipta sér af því sem þú ert að gera. Finndu meiri tíma fyrir sjálfan þig. Nautið (20. aoril-20. maíi: Eðlisávísun þín bjarg- , ar þér frá skömm í neyðarlegri aðstöðu og þú sýnir á þér nýja hE57 Hvíldu þig á meðan timi er til. Tvíburarnir m. maí-21.. iúnír Þú mátt vera bjart- ' sýnn í sambandi við persónulega hagi þína. Rædd verður velferð einhverrar aldraðrar manneskju. iviourarnir & Krabbinn (22. iúni-22. iúiii: Ekki setja hugmyndir | þínar fram fyrr en þær ' era fullmótaðar og gættu þess að Iirósa elgin hugviti ekki um of. Liónlð (23. iúlí- 22. áeústl: aÞú ert mjög heppinn um þessar mundir og flest ætti að fara eins og þú óskar þér. Þú færö óvenjulega mikið hrós. höfðar til allra Tónlist sem Kominn tími til að taka púlsinn Gunnar Eiríksson, söngvari og munnhörpuleikari hljómsveitarinnar Biues Express, er talsmaður hóps áhuga- manna um blues-tónlist sem ætlar að blása nýju lífi í starfsemi blues-klúbbsins Púlsins. Blues-klúbburinn Púlsinn tekur aftur til starfa: - kominn tími til að endurlífga félagskap blues-áhugamanna Gunnar Eiríksson, söngvari og munnhörpuleikari hljómsveitar- innar Blues Express, er talsmaður hóps áhugamanna um blues-tónlist sem ætlar að blása nýju lífi í starf- semi blues-klúbbsins Púlsins. „Ætlunin er að endurvekja gamla blues-klúbbinn eða félagið sem kennt var við Púlsinn og var mjög virkt fyrir nokkrum árum. Það er kominn timi til að endur- lífga félagskap blues-áhugamanna og gera eitthvað skemmtilegt. Tím- arnir eru að breytast og nýir menn að koma inn og við ætlum að not- færa okkur þá möguleika sem Net- ið býður upp á til að virkja félags- menn. Það hafa verið starfrækt áhugamannasamtök um blues-tón- list að undanförnu heima í stofu en nú er ætlunin að koma af stað um- ræðu og umfjöllun um blues í fjöl- miðlum og meðal almennings. Við stefnum einnig að því að halda blu- es-kvöld og tónleika. Okkur fmnast útvarpsstöðvarnar sýna bluesnum lítinn áhuga og spila allt of lítið af honum. Úr þessu ætlum við að bæta með útgáfu fréttabréfs og um- ræðum á Netinu. Nokkrum sinnum á ári verða svo fundir, myndasýn- ingar eða tónleikar fyrir félags- menn og almenning." Tónlist fyrir alla Gunnar segir að það sé kominn tími til að taka púlsinn á ný og blása lífi í félagið. „Að minu mati ætti blues-tónlist að höfða til allra, hann er að mestu byggður á ritma og takti og er grunnurinn að rokki og róli. Bluesinn er fyrir löngu orð- inn klassískur og heimsfrægir tón- listarmenn keppast við að spila hann. Bluesinn er rafmagnaðri en í gamla daga þó það séu undantekn- ingar á þvi, sérstaklega hjá trú- badorum sem leggja mikið upp úr textanum. Tónlist af þessu tagi gef- ur mönnum ótrúlega möguleika til að tjá sig og þeir sem skilja það falla kylliflatir. Blues-klúbburinn Púlsinn var endurlífgaður milli jóla og nýárs og munum við fljótlega senda út fyrsta fréttabréfið til félagsmanna og þeirra sem viö höldum að hafi áhuga. Þeim sem hafa áhuga á að ganga í hópinn stendur til boða að gerast stofnmeðlimir næstu tvo mánuðina. Það stendur einnig til að setja upp heimasíðu þar sem hægt verður að fá nánari upplýs- ingar um klúbbinn (www.blu- es@power.is). -Kip Mikil spenna á Golden Globe verðlaunahátíðinni: Mevian (23. áaúst-22. sept.l: Þú átt ánægjulegt ferðalag í vændum. Persóna sem þú hittir ' ' hefur mjög ákveðnar skoðanir, þér til mikillar ánægju Vogln (23. se of lausmáll. Vogin 123. sept.-23. okt.): Einhver skiptir um skoðun og það gæti valdið ringulreið fyrri hluta dagsins. Ekki vera ofláusmáll, sumir eiga eftir að tala of mikið þegar liður á kvöldið. Soorðdreki (24. okt.-21. nóv.l: ■Mál sem tengist við- skiptum gæti leysts í kvöld. Heimilislifið gengur vel og þú ert ánægð með lifið og tilveruna. Bogamaðuf 122. nóv.-21. des.): IÞú ferð að hugleiða al- rvarlega eitthvað sem þú hefur htið hugsað um ; áður. Þessar hugleiðing- ar gætú orðið upphafiö að ein- hverju nýju og spennandi verkefni. Stelngeitin (22. des.-19. ian.1: Dagurinn verður róleg- ur og lifið gengur vel hjá þér. Öörum gengur ef til vill ekki jafnvel og það gæti angrað þig. Reyndu að vera ekki of gagnrýninn. Taylor eyöilagði næstum því allt Litlu mátti muna að ilmvatns- drottningin marggifta og kvik- myndastjarnan fyrrverandi Eliza- beth Taylor eyðilegði allt við af- hendingu Golden Globe kvikmynda- verðlaunanna í Hollywood á sunnu- dagskvöld. Þannig var að Elizabeth, sem þetta kvöld hafði mála augnlokin á sér skærblá, átti að afhenda verð- launin fyrir bestu dramatísku kvik- myndina. Eitthvað var hún rugluð í ríminu blessuð konan því hún gerði hetjulega tilraun til að rífa upp um- slagið með nafni vinningshafans án þess að lesa upp hverjir væru til- néfndir. En sem betur fer var hún í klaufastuði og tókst ekki ætlunar- verkið áður en stjómandi hátíðar- haldanna náði að hlaupa inn á svið- ið og stöðva vitleysuna í konunni. „Ég er svo vön að fá þau,“ sagði Taylor þegar hún reyndi að bjarga sér úr klípunni, og átti þá að sjálf- sögöu við verðlaunin. Kate er ánægð Kate Hudson brosir breitt meö Golden Globe styttuna sína sem hún fékk fyrir aö vera best leikkvenna í aukahlutverki. Nú, til að gera langa sögu stutta tókst Taylor að lokum að ljúka því sem tfl var ætlast af henni og upp úr umslaginu kom nafn kvikmyndar- innar Skylmingaþrælsins, eða Gladiator. Sem sé besta dramatíska kvikmyndin. Besta gamanmyndin var kjörin Almost Famous sem fjallar um rokktónlistarmenn og endalausan eltingaleikinn við hina hálu frægð sem allt oft gengur manni úr greip- um í þessum bransa. Verðlaun sem bestu leikararnir 1 dramatiskri mynd fengu tveir góð- kunningjar kvikmyndahúsagesta, þau Tom Hanks og Julia Roberts. Hann fyrir Strandaglóp og hún fyr- ir Erin Brockovich. Best í gaman- hlutverkunum þóttu aftur á móti þau George Clooney og Renee Zellweger. Besta erlenda kvikmyndin var valin Crouching Tiger, Hidden Dragon eftir Ang Lee sem nú er ver- ið aö sýna í Reykjavík. Cindy með óþol- andi hávaða Nágrannar ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford eru orðnir svo leiðir á hávaðanum sem heyrist úr íbúð hennar að þeir hafa höfðað mál á hendur henni. Hjón sem búa í ibúð undir ibúð Cindyar og eiginmanns hennar segja að þau heyri nánast allt sem fram fer á hæðinni fyrir ofan, hvort sem það eru hurðaskellir, vatnsrennsli í kló- setti og baði eða hringinar í símanum. Vandaræðin byrjuðu víst þegar Cindy og kallinn fóru í endurbætur á íbúðinni og létu fjarlægja hljóðein- angrandi efni í gólfinu. Með áhyggjur af Dylan Kvikmyndadísin Catherine Zeta Jones óttast að Dylan sonur hennar og Michaels Douglas vérði fómar- lamb frægðar foreldranna. Kata ótt- ast að sá stutti geti aldrei lifað eðli- legu lífi. Leikkonan segist vflja getað farið með strákinn sinn á leikvöll eftir tvö ár án þess að þurfa að útskýra í leiðinni hvers vegna 20 manns með ljósmyndavélar hlaupi á eftir þeim. Móðirin nýbakaða óttast einnig að Dylan verði bráð fíkniefnasala vegna frægðar foreldranna. Calista ánægð í móðurhlutverki Fyrir nokkrum árum lýsti Calista Flockhart því yfir að hún gæti ekki myndað fjölskyldu vinnu sinnar vegna. Nú hafa aðstæður á vinnu- stað batnaö. Þar sem tökur á myndaflokknum Ally McBeal fara fram er einkadagheimili auk lík- amsræktarstöðvar og veitingastað- ar. Svæöið er auk þess afgirt. Calista kveöst ánægð meö þessi góðu skilyrði fyrir hana og soninn sem hún ættleiddi nýlega. Hún er einnig aö láta breyta húsinu sínu í Los Angeles vegna fjölgunarinnar í fjölskyldunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.