Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 7
b ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 DV Fréttir Samningur ÍSALs og starfsmanna snarfelldur: Starfsmenn treysta ekki yfirmonnum „Hér held ég að sé um að ræða uppsafnaða reiði vegna uppsagna, tilfærslna á mönnum og vanefnda. Þetta braust út og ég varð var við að margir voru ekkert tilbúnir að hlusta á hvað kom út úr þessum samningi. Þeir vildu bara láta vita af því að þeir væru hundóánægðir með yfirmenn sína,“ sagði Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsfólks hjá ÍSAL. Samningur milli ÍSALs og verkalýðsfélaganna var snarfelldur í skriflegri atkvæða- greiðslu fyrir helgina. Starfsmenn ÍSALs telja margir að samningar sem undirritaðir eru séu ekki efnd- ir af fyrirtækinu en ágreiningur og leiðindi endalaus. „Við komum saman á morgun, mánudag, og endurmetum stöðuna. Það er spurning hvort viðræður halda áfram eins og verið hefur eða hvort málið verður sent til Ríkis- sáttasemjara,“ sagði Gylfi Ingvars- son í gærkvöldi. Báðir hópar starfs- manna, Hlifarmenn og verslunar- menn annars vegar og iðnaðarmenn hins vegar, felldu samkomulagið. Gylfi segir að boðnar hafi verið ýmsar hækkanir og bónusar og álag á laun af ýmsu tagi. „Það kom skýrt fram á fundum manna að það sem gerst hafði á síðasta samningstíma- bili, uppsagnir og tilfærslur á mönnum, olli mikilli vantrú starfs- manna á að þessi samningur mundi halda fremur en fyrri samningar. Nauðsynlegt traust á milli manna er ekki fyrir hendi,“ sagði Gylfi. Samningsdrögin voru snarfelld, rúm 70% verkamanna og verslunar- manna sögðu nei og drjúgur meiri- hluti iðnaðarmannanna. -JBP Ok á umferðarljós Bifreið var ekið á umferðarljósa- vita á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar um eittleytið aðfaranótt sunnudags. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild og reyndist farþeginn vera fót- og rifbeinsbrot- inn. Að sögn lögreglunnar er öku- maðurinn grunaður um ölvun við akstur. Þá var ekið á konu á sunnudags- morguninn á mótum Bústaðavegar og Miklubrautar. Konan sem var á leið til vinnu á Landspítalanum kastaðist til og var flutt til rann- sóknar á spítalanum. Sá sem ók á konuna er talinn hafa verið ölvað- ur. Einnig var árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar um miðnætti á laugardags- kvöld og flytja þurfti annan öku- manninn á slysadeild. -MA Safn um atvinnu- knattspyrnumann Þórólfur Beck, atvinnuknatt- spyrnumaðurinn'knái, hefði orðið 61 árs á sunnudag hefði honum auðnast líf en hann dó rétt fyrir sex- tugsafmælið fyrir rúmu ári og varð mörgum harmdauði, jafnt KR-ing- um sem öðrum. Þórólfur var einn snjallasti knattspymumaður íslend- inga og mörgum minnisstæður. í gær var opnuð Þórólfsstofa í félags- húsi KR við Frostaskjól en þar eru gjafir frá ættingjum og afkomend- um Þórólfs Beck. Þarna er komið fyrir ýmsum munum og minjum um þennan góða íþróttamann sem for- vitnilegt er að skoða. Boðið var upp á veitingar í tilefni dagsins og mættu tugir manna til að skoða stof- una. -JBP Til minningar um Þórólf dv mynd jak Ættingjar Þórólfs á myndinni eru, frá vinstri: Eiríkur Magnússon, systursonur Þór- ólfs, Magnús Tryggvason, forstjóri ORA, sem var mágur Þórótfs, Guörún Beck, systir Þórólfs, Þórólfur Beck yngri heldur á sonarsyni knattspyrnumannsins, Eiríki Beck, og Ólöf Oddný, líka barnabarn Þórólfs eldra, er lengst til hægri. Kópavogsbúar ákveðnir Nú hafa íbúar viö Kársnes í Kópa- vogi bæst i hóp þeirra sem vilja flug- völlinn í Skerjafiröi burt. ^ Kópavogur: íbúar Kárs- ness vilja flug- völlinn burt Tillögur um staðsetningu innan- landsflugvailar í Vatnsmýri, þar sem hann er nú, úti í Skerjafirði eða um lagningu flugbrautar í Fossvogi þýða allar eitt. Það er sama hver þeirra verð- ur fyrir valinu, alltaf nær flugvallar- svæðið inn í lögsögu Kópavogsbæjar. Sigurður Geirdal bæjarstjóri segir íbúa Kársness hafa viljað flugvöllinn burt. Bæjarstjórinn kveðst ekki vita um neina borg í Evrópu þar sem það þætti um of að ferðast í háiftíma til flugvall- ar. Þetta kemur fram á heimasíðu Kópavogsbæjar. Áformað er að Reyk- víkingar greiði atkvæði um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri um miðjan mars. Flugtaks- og aðflugsleið til suðurs frá flugveUinum liggur yfir Kársnes, vest- ast í Kópavogi, og tUlögur um nýja staðsetningu vaUarins gera ráð fyrir flugbrautum eða akbrautum inn í lög- sögu Kópavogsbæjar. Sigurður Geirdal segir að viðhorf Kópavogsbúa gagnvart flugvaUarmál- inu hafi almennt verið það að íbúar á Kársnesinu telja sig verða fyrir nokkru ónæöi og hafa því verið lítt hrifnir af flugveUinum og vUjað hann burt. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.