Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2001, Blaðsíða 24
36 __________ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2001 Tilvera x>v 11 f iö Eva í Hlaðvarpanum Bersögli sjálfsvamareinleikur- inn Eva verður sýndur í kvöld kl. 21 í Kaflileikhúsinu í Hlað- varpanum. Með hlutverk Evu fer leikkonan góðkunna Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Krár a ALEXANDER ÞYSKI A KRINGLUKRANNI Þýski vonnabí - júróvisjón- snillingurinn Alexander Jonas syngur og leikur fyrir gesti Kringlukrárlnnar í kvöld frá 19 til 23. ■ VÉLVIRKINN Á GAUKI Á STONGI I kvöld koma fram hljómsveitirnar Skurken og Hringir. Aldurstakmarkiö er 18 ár og aögangseyrir 500 kr. Leikhús Í LANGAFI PRAKKARI eftir Slg- rúnu Eldjárn veröur sýnt í Garöi kl. 17 í dag. Fundir ■ ÆTTFRÆÐI. GAGNAGRUNNAR OG HEIMILDIR Hádeeisfundir Sagn- fræöingafélags íslands fjalla um spurninguna Hvaö er heimild? voriö 2001. Annar fundurinn er haldinn í dag frá kl. 12.05-13.00 í Norræna húsinu. Fyrirlesari veröur Friðrik Skúlason ættfræöingur og nefnist erindi hans Ættfræöi, gagnagrunnar og heimildir. Allir eru velkomnir. Sport ■ ISLANP - SVIÞJOÐ A SPÓRT- KAFFI Þaö er komiö að EM í hand- bolta og ekki klikka aö mæta á Sportkaffi þar sem hægt er að fýlgj- ast meö íslendingum mala frændur okkar í Svíþjóö í beinni á risaskjá. Myndlist ■ FJOLL RIMAR VIÐ TROLL I AS- MUNPARSAFNI Margt tröllslegt býr í þeim björgum sem Pall Guömundsson frá Húsafelli hefur skapaðjistaverk sín úr. Sýning hans stendur í Ásmundar- safni. Páll er ekki einn íslenskra lista- manna sem sækir hugmyndir sínar í hina hrikalegu og stórbrotnu fegurð sem fjöllin ein búa yfir. Ásmundur Sveinsson nefndi oftar en einu sinni að tröllin hans ættu upphaf sitt aö rekja til íslensku fjallanna og er allmörg dæmi um þetta er að finna í verkum hans. I sýningunni í Ásmundarsafni er þessum tveimur lista- mönnum stillt uþp saman. Útkoman er rammíslensk sýn tveggja ólíkra lista- manna sem sækja hugmyndir sínar í harögeröa náttúruna og meitla hana af fingrum fram. Sýningunni lýkur 29. april. ■ GLERREGN RÚRÍ í LISTASAFNI ISLANPS Sýning á innsetningunni Glerregnl frá 1984 eftir Rúrí (f. 1951) stendur í Listasafnl íslands. Viðfangsefni Glerregns er tími og ógnir en verkið er ein af fyrstu inn- setningunum sem sýnd var á ís- landi. Listasafn íslands eignaöist verkiö áriö 1988 en sýnir það nú í fýrsta sinn. Sýningin stendur til 18. febrúar. ■ SÝNING í NÝLÓ Sýningin Nýja málverkiö, andar þaö enn? stendur nú í Nýlistasafninu. Dregin eru fram í dagsljósið verk sem tilheyra Nýja málverkinu - tímabili sem var kraft- mikið og stóö stutt. Rifjaðar er upþ sýningar eins og Gullströndin andar, Sjö í Norræna húsinu og verk sem gerö voru í Nýlistadeild Myndlistp- og handíðaskólans undir stjórn Árna Ingólfssonar. Þetta eru m.a. verk eftir Guörúnu Tryggvadóttur, Árna Ingólfsson, Kristján Steingrím Jóns- son, Tolla, Daöa Guöbjörnsson, Tuma Magnússon o.fl. Sjá nánar: Lífiö eftir vlnnu á Vísi.is Lítil saga úr jólapakkaflóðinu: Smáauglýsingarnar komu til bjargar Bíógagnrýni Regnbogínn - Slip hestene los ir'k'k ^ • 1-^*1 1 Gunnar Smári Em litil og mannleg Æ Eftirfárandi saga barst DV á dög- unum frá Bimi Harðarsyni. Hún sýnir hvemig hægt er aö koma ótrú- legustu hlutum í kring með hug- kvæmni og heppni. En hún sýnir ekki síður hversu mikil þjónusta er fólgin í smáauglýsingum DV og hversu mikið þær eru notaðar og lesnar. Upphaf sögu Ég sat kvöld eitt nú í vikunni og horfði á sjónvarpsfréttir þegar sim- inn hringdi og móðir mín, sem var á hinum enda línunnar og í nokkm uppnámi, spurði mig: „Veist þú hvað hún dóttir þín gerði fyrir mig í dag?“ „Nei,“ svara ég og hugsa um leið hvað óharðnaður unglingurinn, hún dóttir min, gæti svo sem hafa gert sem olli slíku uppnámi. „Nei, segðu mér hvað dóttir mín gerði fyrir þig,“ endurtók ég að bragði. Horfínn pakkí Sögunnar vegna verð ég nú að hverfa u.þ.b. mánuð aftur í tímann, eða aftur til þess tíma þegar móðir mín var að ganga frá jóla- og afmælispakka sem átti að fara til systur minnar og Qölskyldu hennar sem búsett er á norðanverðri Ítalíu. Þannig háttar til að böm systur minnar, sonm' og dótt- ir, eiga bæði afmæli um jólaleytið. Þegar pakkningin frá móður minni var opnuð þar ytra kom í Ijós að einn pakka vantaði í sendinguna. Það var afmælisgjöf heimasætunnar á bænum og olli það móður minni allnokkru hugarangri þar sem hún stóð í þeirri meiningu að hafa gert öllum pökkum skil. Þar sem bamabömin em mörg var ekki óhugsandi að i öllu pakkaflóðinu hefði þessi tiltekni pakki lent á röng- um stað. Gerð var skoðanakönnun meðal fjölskyldunnar hvort einhver kannaðist við pakka sem villst hefði inn svona óvart. Ekki var það. Hið dul- arfulla hvarf pakkans var óráðin gáta. Unglingur les smáauglýsíngar „Hún dóttir þín,“ sagði móðir mín með miklum ákafa, „hringdi í mig í dag og benti mér á smáauglýsingu undir Tapað fúndið í DV, en þar sagði: „Afmæhspakkinn til Júlíu Sofflu (það er nafn dótturdótturinnar) sem hún átti að fá 30.12. frá ömmu og afa, mis- fórst eitthvað í tollinum og lenti ann- sinnar á íslandi og spurðust fyrir um pakkann og kannaðist enginn þar við hann. ars staðar. Upplýsingar í síma...“ Móðir min hringdi í uppgeflð síma- númer, sem reyndist vera úti á landi, og talaði þar við mann sem sagði eftir- farandi sögu: Maðurinn á ítalska konu sem aftur á systur sem er gift og á fjölskyldu á Ítalíu, nánar tiltekið í Róm. Á svipuð- um tíma og móðir mín útbjó afmælis- og jólapakkann sinn til systur minnar á Ítalíu útbjuggu hjónin úti á landi sinn pakka sem átti að fara til fjöl- skyldu systur konunnar, einnig á ítal- íu. í báðum tilfellum höfðu viðtakendur pakkanna orðið þess varir að pakkam- ir höfðu verið opnaðir og var þar ítalski tollurinn að verki. ítalski toll- vörðurinn hafði greinilega ekki gætt nægilega að sér og sett einn af pökkum móður minnar í pakkningu fjölskyld- unnar utan af landi. ítalska fjölskyldan í Róm kannaðist ekkert við afmælispakkann til Júlíu Sofflu frá ömmu og afa, sem þangað var kominn. Þau hringdu til systur Lukkulegt afmælisbarn Júlía Soffía sem búsett er á Ítalíu fékk pakkann frá ömmu um síöir. Skrásetjarinn Björn Haröarson skráöi söguna af afmælispakkanum sem skilaöi sér meö hjálp smáauglýsinga DV. Sögulok Það sem þetta stálheiðarlega fólk gerði var að setja auglýsingu í Tapað fundið í DV þar sem það lýsir eftir ömmunni og afanum sem sendu af- mælispakkann til Júlíu Sofiflu. f millitíðinni, eins og til að gera sög- una enn skemmtilegri, sendi fjölskyld- an í Róm hinn glataða afmælispakka til flölskyldu sinnar sem býr í Norður- Ítalíu. Þannig er blessaður pakkinn, nú þegar ljóst er hvemig í heila mál- inu liggur, kominn eins og fyrir tilvflj- un í sama landshluta á Ítalíu og systir mín og fjölskylda hennar býr í. Henni ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að nálgast hann nú, þar sem hann hefur farið slíka Ódysseifsferð á leið sinni á áfangastað. „Já,“ sagði móðir mín þegar hún hafði sagt mér heilu söguna, sem ég skildi ekki fyrr en í annarri eða þriðju lotu, „það er ótrúlegt hveiju má koma í kring í gegnum smáauglýsingar." Slip hestene los er einkar vel lukkuð lítil mynd. Handritshöfund- inum, leikstjóranum og aðalleikar- anum Erik Clausen tekst flest það sem hann ætlar sér með henni; okk- ur áhorfendum stendur ekki á sama um hlýlega dregnar persónurnar, hversdagslegur lífsvandi þeirra er trúverðugur og raunsannur og um- hverfið, fólkið og aðstæðurnar sem það lendir í eru nógu skrýtnar til að skemmta okkur. Þetta eru markmið óteljandi leikstjóra sem hafa séð fyr- ir sér litlar og mannlegar myndir; að því er virðist hógvær og lítilvæg markmið; en mýmörg dæmi sanna að þau eru flestum ofviða. Slip hestene los segir frá Bent A. Pedersen (Erik Clausen) rúmlega miðaldra gluggaþvottamanni sem hefur búið alla sína ævi á Amager. Hann er fluttur frá taugaveiklaðri eiginkonu sinni og þroskaheftum syni og býr inn af eldri manni, Sig- fred (Elith Nulle Nykjær). Bent býr í hverfl sem er löngu horfið; hann trúir enn á virkni samfélagsins og samheldni íbúanna þrátt fyrir að þeir hafi lokað sig af á bak við æ traustari lása og lokur. Bent sjálfur má muna sinn fifil fegri; hann sinn- ir eiginkonu sinni og syni af skyldu- rækni fremur en ást, endurtekur sömu samtölin við kunningja sína, þvær gluggana hjá vændiskonu hveriisins og fær greitt í fríðu og yljar sér helst við minningar frá því hann var ungur boxari, Kaup- mannahafnarmeistari 1961. Dag einn brýtur ungur drengur (Ricky Vends) hliðarspegilinn af nýja bilnum hans Bents. Bent eltir hann uppi og rukkar móður hans (Marianne Frost) um nýjan spegil. Hann fær síðan samviskubit yfir að vera að plaga einstæða móður með svona titilingaskít og reynir að bæta fyrir framkomu sína. Það leið- ir siðan til að þessar hröktu sálir fmna skjól hvor hjá annarri. Treginn í sögunni er fallega dreg- inn. Einn kunningi Bents vitnar lát- laust í föður sinn sem hann sér aldrei. Annar talar um dóttur sína sem hann hefur ekki samband við. Þetta er samfélag í upplausn og ein- staklingamir reyna af vanmætti að finna eitthvert inntak í lif sitt; flest- ir notast við feysknar stoðir. Á ein- um stað segir ástkona Bents hann hljóma eins og eitthvað frá horfinni öld; eins og eitthvað frá horfnu ár- þúsundi leggur hann til. Frásögnin af tilraunum Bents til aö lækna líf Sigfred dregur fram að það eru engar ódýrar lausnir til við treganum; upplausn fjölskyldunnar og samfélagsins hefur skilið eftir sig sársauka sem verður ekki deyfður með því að líta fram hjá honum. En þótt Slip hestene los sé tregafull í grunninn þá er hún glaðleg á yfir- borðinu; stundum fyndin - oftar kostuleg. Og yfir henni svifur nógu mikið af mannlegri hlýju til áhorf- andinn gangi út með endumýjaða trú á lífið. Leikurinn er undantekningalaust góður. Erik Clausen fer vel með hlutverk Bents, klaufalega karlsins með barnshjartað. Marianne Frost er eins og hún á að vera; særð, tor- tryggin og ástrík. Ricky Vends er viðkvæmur en seigur sem drengur- ínn og Elith Nulle Nykjær er sér- lega ógeðfelldur sem Sigfred; brot- inn maður sem ver sig með rudda- skap og andstyggilegheitum. Að hluta tfl er þetta saga af því hvemig eldri maður vinnur hjarta yngri konu. Hliðarstefið um mis- notkun föður á dótturinni er þá eins konar öfug sönnun í andstöðu sinni við meginþráðinn; að ástir milli ald- urslandamæra séu ekki eintómur pervertismi. Þetta er veikasti hluti myndarinnar; svolítið kallalegur óður um konuna sem bestu gjöf lífs- ins; eitthvað sem Erik Clausen hefði mátt hugsa betur - og þá með hausnum. Leikstjórn og handrit: Erik Clausen. Tón- list: Anders Bækholm Jensen. Kvik- myndataka: Dirk Bruel. Leikarar: Erik Clausen, Marianne Frost, Bjarne Henrik- sen, Elith Nulle Nykjær, Ricky Vends o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.